Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 1
133. tölublað Fimmtudagur 18. júll 1991 56. árgangur
Samskiptaklúður
í grútarmálinu
Af hálfu Siglingamálastofnunar ríkisins er mengunarmálinu
á Ströndum lokið. Stofnunin mun þó halda áfram að kanna
ferðir skipa á svæðinu útaf Vestfjörðum fyrir óhappið.
Fyrstu niðurstöður efnarannasókna á grútnum sem olli
menguninni benda til þess að um fisklýsi sé að ræða. Um 75 prósent
af efninu er lýsi og líklegast að afgangurinn sé það einnig. Ekki er
hægt að fullyrða neitt um hverskonar lýsi er um að ræða.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem stofnunin og umhverfís-
ráðuneytið héldu í gær.
Þar kom einnig fram að ekki
mun verða farið í hreinsunarað-
gerðir þar sem þær eru ekki taldar
' þjóna neinum tilgangi auk þess
sem óhægt sé um vik. Helst er tal-
ið mögulegt að moka upp grútnum
í námunda við bæi. Umhverfis-
ráðuneytið óskar eftir því að skip
sem sigla fyrir Norðurlandi taki yf-
irborðssýni þar sem um grút gæti
verið að ræða og tilkynni Hafrann-
sóknastofnun um staðarákvörðun.
Ráðuneytið hefur fengið stofn-
unina til að kanna útbreiðslu, eðli
og umfang mengunarinnar á sjó,
en óstaðfestar fréttir herma að
grútur hafi fundist í sjó við Tjömes
og víðar. Helst er talið að finna
megi uppruna mengunarinnar með
því að kanna útbreiðsluna. Yfir-
völd hafa ekki hugmynd um hvað-
an grúturinn gæti hafa komið, eða
v hvort hann hafi myndast af náttúr-
legum orsökum svo sem frá lífver-
um í sjó. Ekkert hefur verið útilok-
að í þeim efnum. Svara er varla að
vænta á næstunni.
Siglingamálastofnun hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir hvemig hún hef-
ur staðið að sýnatökum. Lögreglu-
menn á Hólmavík vom sendir af
sýslumanni til að taka sýni á
mengunarsvæðinu á Ströndum
strax á hádegi miðvikudaginn þann
10. júlí. Ásakanir um andavara-
leysi heimamanna virðast því eiga
við lítil rök að styðjast því sýnið
beið á lögreglustöðinni allt þar til á
föstudag þegar Eyjólfur Magnús-
son fúlltrúi Siglingamálstofnunar
tók það með sér á leið til Reykja-
víkur eftir skoðunarferð um
Strandir. Georg Lámsson sýslu-
maður segist undrast að enginn ffá
stofhuninni hafi haft samband við
embættið og því hringt til Magnús-
ar Jóhannessonar (þáverandi sigl-
ingamálastjóra) en ekki náð tali af
honum fyrr en á miðvikudagskvöld
til að segja honum frá sýnatöku
heimamanna og bauð honum þá
aðstpð.
Á föstudag ræddi sýslumaður
aftur við fúlltrúa frá Siglingamála-
stofnun og kom þá fram að stofn-
unin haföi lélegt sýni og bauðst
hann þá til að senda sýnið.
„Þeir heföu getað sent flugvél
hingað strax á miðvikudagsmorgun
ef þeir hefðu viljað, enda flugvöll-
ur bæði hér og á Gjögri þar sem
mikill grútur var, og verið komnir
með sýni strax á miðvikudags-
kvöld,“ segir Georg. „Stofnunin
hefur aldrei hringt til okkar að
fyrra bragði. Enda þótt það skipti
ekki máli þegar upp er staðið hve-
nær sýni barst, þá hefði það getað
gert það ef hér heföi verið um ban-
eitrað efni að ræða.“
Eyjólfur Magnússon fulltrúi
mengunardeildar á Siglingamála-
stofnun sagðist í samtali við blaðið
ekkert kannast við að stofnunin
hafi vitað af þessu sýni lögreglunn-
ar á Hólmavík fyrr en á föstudag
þegar hann var á leiðinnj i bæinn
eftir skoðunarferðina. „Eg talaði
við sýslumann á fimmtudag þegar
ég var á staðnum og haföi þá ekki
hugmynd um þetta sýni þeirra,“
sagði Eyjólfur.
í skýrslu Eyjólfs eftir skoðun-
arferðina segir að Siglingamála-
stofnun hafi óskað eftir því við
bónda í Ófeigsfirði og skipstjóra á
Hólmavík, sem báðir tilkynntu um
mengunina á miðvikudagsmorgun,
að þeir sendu eins fljótt og auðið
væri sýni til Reykjavíkur til að
unnt væri að greina sem fyrst hvers
konar mengun væri um að ræða.
Af skýrslunni er ekki annað að
skilja en frá því hafi verið horfið
þar sem ákveðið var að senda
mann frá stofnuninni á Strandir og
kom hann í Norðurfjörð á hádegi á
fimmtudag.
Af ofangreindu virðist ljóst að
samskiptaörðugleikar eða jafnvel
viljaleysi hafi orðið til þess að sýni
fóru ekki suður fyrr en raun varð á.
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra sagði á blaðamannafúndinum
Grlmur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sýnir blaða-
mönnum grútarsýni af Ströndum. Sýnin eru I margskonar formi, sum vaxkennd
við lágt hitastig, önnur samanstanda af fljótandi smáögnum og allt þar á milli.
Mynd: Jim Smart.
að eftir því sem lengra liði frá því
uppvíst varð um þetta óhapp fjölg-
aði spumingunum, en svömnum
ekki að sama skapi. Aðspurður
hvort ekki hefði mátt bregðast
öðmvísi við i upphafi sagði Eiður
að auðvelt væri að vera vitur eftir
á. Umhverfisráðherra viðurkenndi
að af þessu máli öllu mætti læra og
að ráðuneytið hyggðist bregðast
við með löggjöf í haust. Engin
stofnun á landinu hefúr lögbundið
frumkvæði að þvi að rannsaka af-
leiðingar mengunaróhappa á lífnk-
ið.
-vd/gpm
Samúðin öll með brotamanninum
S g er afar ósátt við meðferð
ráðherra á vistunarmáli
mannsins sem myrti systur
mína,” segir Linda
Hafsteinsdóttir systir konunnar,
sem myrt var þann 14. febrúar.
Fjölskylda hennar ihugar nú að
óska eftir opinberri rannsókn á
hvemig hinn hörmulegi atburður
gat átt sér stað. Þeim sem framdi
verknaðinn hefúr sem kunnugt er
verið sleppt úr fangelsi samkvæmt
ákvörðun heilbrigðisráðherra og er
í gæslu fjölskyldu sinnar og undir
effírliti lögreglumanns.
Linda segir að ekkert sé skeytt
um aðstandendur þolanda og öll
samúð beinist að gerandanum.
Maðurinn átti að vera í gæslu og
undir eftirliti á þeim tíma sem
morðið var framið og segist Linda
ekki sjá að sú gæsla sem hann er
nú í geti verið ömggari en áður.
Maðurinn eigi frekar heima á
Kleppi.
Sigurbjöm Eggertsson deildar-
fulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins segir að ef fjölskyldan vilji
fá opinbera rannsókn á hvemig at-
burðurinn gat átt sér stað, þurfi hún
að senda beiðni um það til ríkis-
saksóknara og kosta sér sjálf lög-
fræðing. Svar við hluta af þeim
spumingum sem svara þurfi sé að
finna í málinu sjálfu.
„En það kostar pening að fara
yfir málsgögn og finna skýringar,
til dæmis á því hvemig maðurinn
gat haldið verknaðinum leyndum í
þetta langan tíma án þess að nokk-
ur hafi orðið var við neitt,“ sagði
hann. Hin myrta fannst ekki fyrr en
eftir einn og hálfan sólarhring und-
ir rúmi mannsins.
„Brotamaðurinn er strax kom-
inn með lögmann sér við hlið.
Þetta er sami háttur og haföur er á í
nauðgunarmálum. Öll lög snúast
um að bæta hag brotamannsins, en
það er ekkert hugsað um þá sem
verða fyrir barðinu á árásarmönn-
um. Þeir sem fara illa út úr árásum
geta enga björg sér veitt, liggja oft
á sjúkrahúsum eða í heimahúsum
og geta ekki staðið í málarekstri.
Þar er ekkert björgunamet fyrir þá
og það er helst lögreglan sem reyn-
ir að liðsinna þessu fólki,“ sagði
Sigurbjöm.
Ekki tókst að fá nákvæmar
upplýsingar um hvemig gæslu
brotamannsins er hagað né hversu
ströng hún er þar sem ekki náðist í
ráðherra né forstöðumann Fangels-
ismálastofnunar.
„íbúð er ekkert fangelsi. Mér
kom þessi ákvörðun ráðherra mjög
á óvart, en heilbrigðisyfirvöld hafa
tekið þessi mál yfir og þar með
hættum við afskiptum,“ sagði Guð-
mundur Gíslason forstöðumaður
fangelsanna í Reykjavík.
Linda Hafsteinsdóttir segir
fjölskyldu sína ekki skilja hvemig
farið hefúr verið með þessi mál og
segir fjölmiðla hafa farið rangt
með ýmis atriði. - Sjá nánar viðtal
á síðu 7.
-vd.
„Rambó“ fær bætur
Breska tímaritið Spectator hef-
ur samþykkt að borga Sylvester
Stallone, frægum fyrir að leika
Rambó og Rocky, skaðabætur
nokkrar fyrir grein sem birtist í
blaðinu í febrúar. Var í greininni
gefið í skyn að leikarinn væri mað-
ur huglaus og heföi smokrað sér
undan því að verða sendur í Víet-
namstríðið. Lögffæðingur Stallone
vill ekki gefa upp hversu háar bæt-
ur hann fái.
Stallone - segist ekki vera huglaus.