Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 15
Fjárfestingaæðið syðra Dagur á Akureyri fjallar um fiáríestingaæðið sf þriðjudag. Dagur segir að vissuiega megi finna þess mörg dæmi að fiárfest hafi verið af litilli fyrirnyggiu í undirstöðuat- vinnugreinunum en hinsvegar sé af og frá að skella allri skuldinni á glæfralegar fjár- festingar í þeim greinum. „Ekki er síður hægt að tala um glæfralegar fjarfestingar í höfuðborginni, Reykjavík. Það er bara miklu minna tal- að um þær og þær taldar af hinu goða, ekki síst ef um verslunar- og skrifstofuhallir einstaklinga er að ræða. Þá hafa heilu (búðarhverfin risið þar á síðustu árum og ekkert Tát virðist vera á steinsteypu- fjárfestingum í höfuðborginni. Þetta væri auðvitað af hinu góða og ekki ámælisvert ef ekki bærust fréttir af því að ónotað skrifstofu- og verslun- arhúsnæði í höfuðborginni mælist í tugum ef ekki hundr- uöum þúsunda fermetra. Þá er hægt að nefna illseljanleg- ar eða óseldar íbúðabyaging- ar í stórum stíl, og fer síikt vaxandi. Er nú ekki mál til komið að reiknimeistarar þjóðarinnar fari að líta sér nær? Hefur þjóðin efni á þessum ótrúlegu steinsteypu- framkvæmdum í Reykjavik? Má ekki með nokkrum sanni segja að þessi ótrúlega fjár- festing í Reykjavíkjaðri við að vera glæfraleg, segir Dagur. Lifrarpeningar í rannsókn Blaðið Fréttir sem gefið er út í Vestmannaeyjum greinir frá því að heyrst nafi að Fiskifé- lag Islands væri að rannsaka skil á lifrar- og hrognapening- um áhafna Eyjaflotans. Áhafnirnar hafa leyfi útgerðar til að hirða hrogn og lifur og selja. Söluverðmætið rennur í vasa áhafnanna og sumar þeirra hafa safnað þessum peningum í sjóð til ferðalaga. Skattayfirvöld telja þessa peninga skattskylda en ein- hver grunur virðist leika á að sjómennirnir séu ekki sama sinnis. Menn frá Fiskifélaginu neita hinsvegar að þeir standi í slíkri rannsokn fyrir skattinn. Hjá skattrannsóknardeild fengust hinsvegar engar upp- lýsingar um hvort deildin stæði i slíkri rannsókn. Frumsýning á Akranesi Það er mikið rætt um ís- lenska kvikmyndagerð þessa daga og þykir ætío stór við- burður pegar ný mynd er frumsýnd. Fjölmiðlar misstu þó af einni slíkri frumsýningu laugardaginn 6. júlí. Frum- sýnmgin var í Bíóhöllinni á Akranesi, en það var ungur kvikmyndagerðarmaður, Jak- ob Halldórsson, sem frum- sýndi þar kvikmyndina Bráð- ina, sem er sjö mínútna löng. Auk þess sýndi hann fleiri stuttmyndir sem hann hefur gert og eina klassíska Keaton mynd. Skagablaðið er líklega eini fjölmiðíílinn sem gerði þessari frumsýningu viðeig- andi skil, því í blaoinu var sýningunni slegið upp á út- siðu með fyrirsögninni: Al- þjóðlegt yfirbragð á sjö mín- útna langri mynd. Reykvík- ingum mun gefast kostur á ao skoða Bráðina seinna í sumar, því Jakob ætlar að hafa sýningu á Bráðinni og fieiri stuttmyndum sínum í Bíóhöllinni og verður yfirskrift sýningarinnar, Barist i bökk- um. ákýringin á yfirskriftinni er sú að Jakob hefur ekki fengið neina fyrirgreiðslu hjá Kvikmyndasjóði, prátt fyrir að hafa verið mjög virkur í fram- leiðslu sinni. RÚSÍNAN, Olympíufarar ( upphafi ferðar. Mikill kátina var hjá hópnum og var iþróttafólkið staðráöiö ( að fá mörg verðlaun. Mynd: Þorfinnur. geta verið með Allir Upp úr hádeginu í gær hélt föngulegur hópur af stað úr Laugardalnum til Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Þar munu íslendingar í fyrsta skipti taka þátt í Olympiuleikjum þroskaheftra. Hópurinn sem heldur vestur á bóginn er sam- settur af 18 þroskaheftum ein- staklingum og 8 fararstjórum og þjálfurum. Þessir Olympiuleikar eru stærsti íþróttaviðburður sem hald- inn er fyrir þroskahefta í heimin- um. Þátttakendur verða um sex þúsund frá 90 þjóðlöndum og er sjónvarpað beint frá leikjunum víða um heim. Stofnendur þessara samtaka eru fúlltrúar Kennedy fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, og það sem ein- kennir þau frá öðrum íþróttasam- tökum er keppnisformið; allir geta tekið þátt í mótum á vegum þessara samtaka og gildir einu hvort þar er um að ræða sterkan íþróttamann eða ekki. Val þátttakenda frá íslandi tók mið af þessu og því gafst tækifæri til að velja þátttakendur af öllu landinu jaftit byrjendur sem lengra komna. Keppnisgreinamar sem Is- lendingar koma til með að taka þátt í eru: sund, fótbolti og fijálsar íþróttir. Þátttakendur koma frá Sól- heimum í Grímsnesi, Selfossi, Mosfellsbæ, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Reykjavík, Garðabæ, Seyðis- firði, Siglufirði og Akureyri. Mikil spenna var í hópnum og greinilegt að íþróttafólkið ætlar sér að selja sig dýrt. Margar raddir vom uppi og ýmsar athugasemdir flugu milli þátttakenda. „Þú ert ekki með nógu stóra tösku,“u,“ heyrðist í einum og hann bætti við til skýringar: „Hvar ætlar þú að geyma verðlaunapeningana?“ Svarið lét ekki á sér standa: „Eg hengi þá bara um hálsinn.“ Iþróttafólkið sem sumt hvert er að fara utan í fyrsta skipti var óþreyjufúllt að komast af stað, og þegar rútan renndi burt úr Laugar- dalnum var þeim er eftir stóðu veifað i gríð og erg. -sþ Honum var kennt um það þegar ég kveikti ( skólastofunni. Sannleikurinn kom aldrei í Ijós. Ég fæ enga barnapiu. Hvað eigum við að gera? Við verðum ekki lengi, getur Kalli ekki bara passað sig sjálfur í tvo tíma? ^ V\0 HO HS£ ssi Nei, í alvöru. Hvað eigumvið að gera? Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.