Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 3
I BAG 7. ágúst er miðvikudagur. 219. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.51 - sólariag kl. 22.13. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Neytendur I Bretlandi verða að greiða tólf- falt verð fyrir fiskinn móti því er (slendingar fá fyrir hann. Hér er hann seldur á 35 aura kg. við skipshlið. ( búðum í Englandi kostar hann kr. 4,30. fyrir 25 árum Lærisveinar dátasjónvarpsins næmir á fyrirmyndir: Útvarps- stjórinn brenndur á þjóðhátíð- inni í Eyjum. Myndarlegt fé- lagsheimili er nú í byggingu við Lýsuhól í Staðarsveit. Stríðsglæpir Bandaríkja- manna í Suður- Vietnam: Múgmorð úr lofti. Konur og börn myrt. í fótspor þýzku nasistanna. Sá spaki Þeir menn sem trúa í raun og veru á sjálfa sig eru allir á Kleppi. (Chesterton) MÍN SKOÐIJM Mtn skoðun á útkomunni úr samningum um evrópskt efnahagssvæði. Bjami Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar Ég hef haldið því fram að ríkis- stjómin ætti að hætta þessum samningum eins og skot. og það er ekki hægt annað en v. að þetta séu endalokin á þeim, en ég óttast að svo sé ekki. Sú hætta er fyrir hendi að byijað verði á þessu aftur. Þess vegna verðum við sem erum andsnúin því að þessi samningur verði gerður að halda áfram af fullum krafti. Við verðum að nota okk- ur það svigrúm sem við höfum fengið til að starfa að okkar málefnum. Við viljum fá tvíhliða samning við Evrópubandalagið. Og við viljum jafngóð viðskipti við önnur stórveldi og þjóðir heims- ins. „Meðan er talið nauðsynlegt“ Fyrir nokkru var upprenn- andi stjórnmálamaður, að vísu krati, í viðtalinu hjá Dagblaðinu og m.a. spurður um afstöðuna til bandaríska hersins hér á landi. Hann svaraði því til að hann væri hlynntur aðildinni að NATO og bætti svo við: „...og meðan er talið nauðsynlegt að hafa þessa eftirlitsstöð hér þá verður svo að vera.“ Þessi fáu orð gefa tilefni til ýmiss konar hugleiðinga, t.d. um hlutverk NATO eða eðli herstövar- innar og vígbúnaðaruppbyggingu Bandaríkjamanna hér á landi. Það er óneitanlega að vissu marki kost- ur íyrir stjómmálamenn að geta sett kíkirinn íýrir blinda augað „Með öðrum orðum, meðan Bandaríkja- menn vilja hafa hér herstöð þá verður svo að vera og íslending- ar eiga að sætta sig við það þegjandi og hljóðalaust“ þegar þeir horfa suður á völl til að sjá ekki hvað þar fer fram en að því skal ekki hugað að sinni. Öm- urlegast við afstöðu þessa manns er uppgjöfm og örlagahyggjan sem svarið lýsir. „Meðan er talið nauðsynlegt..." Hver telur að það sé nauðsynlegt að hafa hér bandaríska herstöð? Ekki þessi upprennandi stjórn- málamaður. Hann gefur í skyn að hann hafi í sjálfu sér enga afstöðu til hersins, sé sama þótt hann sé hér meðan hann gerir ekkert stór- vægilegra af sér en rusla svolítið út náttúruna. Hann trúir bara því sem honum er sagt. Og hver segir hon- um hvað hann á að hugsa um her- inn? Það mætti ætla að það sé for- ysta Alþýðuflokksins. Ekki eru þó allir kratar það miklar beyglur að kokgleypa allt sem þeim er skipað, margir Alþýðuflokksmenn eru her- stöðvaandstæðingar, vinna sam- kvæmt því og rökstyðja málflutn- ing sinn. Raunar eru það fyrst og fremst Bandaríkjamenn sjálfir sem segja nauðsynlegt að hafa hér herstöð og þeir vinna markvisst að því að inn- ræta landsmönnum þá skoðun. Herinn reynir að draga upp þá mynd af sér að þeir séu fyrst og frcmst björgunarsveit með þyrlu og svo er bömum boðið í heimsóknir, keppt við Islendinga í íþróttum, herhljómsveitir látnar spila í Kringlunni o.s.frv. Þá hafa Banda- ríkjamenn hamrað á ógninni frá Sovétríkjunum i fimmtíu ár og nú, þegar þau eru í hálfgerðri upp- lausn, segja þeir að hættan sé sé síst minni, þar geti brotist til valda illviljáðir óþokkar eða styrjöld haf- •ist íyrir slysni, segir Kaninn og varla búið að jarða fómarlömb þeirra í Panama og Irak. En, eins og svar stjómmálamannsins efni- lega sýnir, þá hefur þeim tekist að læða því inn hjá allt of mörgum að það sé óeðlilegt að hafa hér á landi til langframa erlent herlið, því eins og hann bætti við í algeiTÍ uppgjöf „...þá verður svo að vera.“ Með öðmm orðum, meðan Bandaríkja- menn vilja hafa hér herstöð þá verður svo að vera og Islendingar eiga að sætta sig við það þegjandi og hljóðalaust. Það er mikil íurða að nokkur skuli sætta sig við að hafa í landi sínu mörg þúsund manna erlendan her. Þjóð er ekki fullvalda nema hún ráði öllu landi sínu. Sumar þjóðir em beittar ofbeldi til að taka á móti herstöðvum en aðrar ginntar með gulli og er hvomgt hlutskiptið gott. Verst er þó þegar hersetan hefur sljóvgað menn svo að þeir gefast upp og fara að hugsa þannig að meðan hersetan sé talin nauð- synleg verði svo að vera. Jón Torfason er íslenskufræðingur Það er mikil furða að nokkur skuli sætta sig við að hafa í landi sínu mörg þúsund manna erlendan her. Þjóð er ekki fullvalda nema hún ráði öllu landi sínu. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 7. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.