Þjóðviljinn - 07.08.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Qupperneq 8
Besta verslunarmanna- helg 11 manna minnum Verslunarmannahelgin gekk vel fyrir sig og er lögreglan ánægð með hversu lítið varð um slys. Helgin kom mönnum tilltölulega á óvart því þar sem búist var við mestum fjölda og þar sem mest hafði ver- ið auglýst, þ.e. í Húnaveri, voru aðeins samankomin tæplega þrjú þúsund manns. Hins vegar voru á Búðum, þar sem ekkert hafði verið aug- lýst og engin skemmtiatriði í boði, um 2.500 manns. Hftir þessu að dæma verður ekki annað séð en að skemmtanahegðan íslend- inga sé eitthvað að breytast. Ungt fólk virðist t.d. láta sér nægja að borga inn á tjaldstæði og vera þar með vinum sín- um í stað þess að borga hátt inntöku- gjaid inn á svæði þar sem skemmmtiat- riði eru í boði. Aðstandendur tjaldsvæðisins á Búðum voru í hinum mestu vandræðum með allan þann fjölda sem streymdi inn á svæðið. „Ég skil bara ekkert hvemig stendur á þessu,“ sagði Sigriður Gísla- dóttir, hótelstjóri og ábyrgðarmaður á svæðinu. „Fólk mddist bara inn á svæðið, sem er friðland, og við vorum algjörlega vamarlaus. Ég hringdi á allt tilltækt lögreglulið á svæðinu og við vorum við öllu búin.“ Sigríður sagði að það heíði auðvitað ekki verið pláss fyr- ir alian þennan fjölda en fólk hafi bara troðið sér upp á alla hóla og ofan I allar gjótur. Þrátt fyrir þennan mikla íjölda gekk allt vel fyrir sig. Metaðsókn var í Galtalæk, eða um níu þúsund manns, en þar var bindindis- mót. Aðsóknin var mun betri en búist hafði verið við og gekk mótið vel fyrir sig i aila staði, Lítið var um ölvun og umgengnin var mjög góð. Það sem helst skyggði á mótið var rigningin, sem lét sjá sig stöku sinnum en þegar á allt er litið geta forsvarsmenn hátíðar- innar ekki verið annað en yfir sig ánægðir með útkomuna. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum gekk mjög vel, að sögn forsvarsmanna hennar. A sjöunda þúsund manns létu sjá sig í Hexjólfs- dal. Það rigndi helst til mikið en ekki lét fólkið það á sig fá því það var ákveðið í að skemmta sér. Töluverð ölvun var á svæðinu og eitthvað um meiðsl og var gæslufólk á svæðinu önnum kafið alla helgina. Eins og áður sagði var lítil aðsókn í Húnaveri en þar hafði stærsta rokkhá- tíð landsins verið auglýst. Þekktustu hljómlistarmenn landsins voru þar samankomnir og bjuggust aðstandend- ur hátíðarinnar við um átta - níu þús- und manns. En þrátt fyrir það vom að- eins um þijú þúsund gestir á svæðinu. Aðstandendur hátíðarinnar skilja hvorki upp né niður í þessari Iélegu að- sókn og er auðséð að hér er um mikið tap að ræða. Umferð hefúr aldrei verið meiri en um nýliðna helgi. Samkvæmt talningu Vegagerðar ríkisins fóm tæplega 98.000 bifreiðar um þá vegi sem talið var við. Talið hefúr verið á þessum vegum síðan 1978 og tölumar sem hér um ræðir em frá þriðjudegi fyrir versl- unarmannahelgi og til þriðjudags eftir helgi.Þrátt fyrir metumferð urðu engin alvarleg slys í umferðinni um verslun- armannahelgina. Hjá lögreglu vom skráð 50 umferðaró- höpp en fíest þeirra vom minni háttar árekstrar og í peim meiddust 8 manns lítillega. Lögreglan hafði afskipti af 83 ökumönnum vegna meintrar ölvunar við akstur. Það er svipaður fjöldi og um verslunarmannahelgina 1990. Það er samdóma álit lögreglu um allt land að ökumenn hafi lagt sig alla fram, miðað við hraða við aðstæður og sýnt mikla tillitssemi. Fyrir bragðið gekk umferðin betur um þessa verslunar- mannahelgi en oft um venjulegar helg- ar á sumrin. Umferðarráð vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem stuðluðu að því að þetta tókst svona vel en þó fyrst og ffemst til ökumannanna sjálfra. -KMH/KJ Almannavarnir Islands sveltar Sérhver Svíi ver fimmtánfalt meiri fjárhæðum til almanna- varna en hver íslendingur. Að sama skapi eru útgjöld Dana nífalt meiri en Islendinga og eru útgjöld herja þessara landa ekki tekin inní dæmið. Þetta kom fram á samráðsfúndi, yfirmanna þeirra mála er lúta að búnaði aimannavama á Norðurlönd- um, sem lauk í Reykjavík á dögun- um. Sé hinni margfrægu höfðatölu beitt, ver hver íslendingur 98 krón- um til almannavama á meðan sér- hver Svíi lætur 1.448 krónur til þessa málaflokks, hver Dani 884 krónur og Norðmaður 234 krónur. Svipaða sögu er að segja af tækja- kaupum til almannavama. Þar lætur hver Svíi 250 ísl. krónur í té, sérhver Dani 120 krónur, hver Norðmaður 31 krónu og íslendingur aðeins 18 krónur. Á fundinum var kynnt nýtt skipulag Almannavama ríkisins um búnaðarmál vegna neyðaraðgerða. Að sögn Amar Egilssonar, fúlltrúa hjá Almannavömum berst stofnunin í bökkum vegna fjárskorts og nær ekkert hægt að gera annað en að halda henni gangandi frá degi til dags. „Við erum á núllinu varðandi allann búnað," sagði Öm. Búnaður vettvangsstjóra var sá búnaöur sem fyrst leit dagsins ljós og hafa þegar nokkrar nefndir komið sér honum upp. Annar fúllmótaður búnaður er vegna vemdunar- og gæsluflokka og búnaður lendinga- stjóra. Búnaður björgunar-og ruðn- ingsflokka, greiningarsveita, fyrstu- hjálparflokka og sjúkrabifreiða er samkvæmt norskri fyrirmynd, en að- lagaður skv. skipulagi Almanna- vama ríkisins. Almannavamir hafa gefið út búnaðarrit sitt yfir þann búnað sem almannavamamefndum er gert að koma sér upp. Samantekt þessi hefur staðið yfir í um fimm ár. -þóm Viðskipta- samningur við Litháen undirritaður Samningur um viðskipti á milli íslands og Litháen var undir- ritaður í Vilnius á mánudag. Sveinn Á. Björnsson, sendifulltrúi, undirritaði samninginn fyrir ís- lands hö'nd en Ramutis Grizas, að- stoðarutanríkisráðherrra, fyrir hönd Litháen. Þjóðréttarfræðingur utanríkis- málaráðuneytins er nú að fara yfir samning Rússlands og Litháen en það er eitt af fáum atriðum sem á eftir að fara yfir áður en hægt verður að taka upp formlegt stjómmálasam- band við Éitháen. Þetta kom fram í samtali við Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra í gær. Hann sagðist hafa lagt fyrir ríkisstjómina öll gögn í málinu en að það væri ekki fúll rætt innan hennar. Hann gat ekki sagt til um hvenær málið yrði endanlega tekið fyrir á á ríkis- stjómarfundi. Í frcttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að markmið við- skiptasamningsins sé að efla við- skipta- og efnahagssamvinnu land- anna á grundvelli reglna um bestu kjara viðskipti einsog þau em skiL greind í Gatt samkomulaginu. í þessu felst að viðskiptaívilnanir sem við veitum öðmm ríkjum gilda einn- ig í viðskiptum við Litháa. Þá er I samningum hvatt til aukinnar tækni- samvinnu og samstarfs einstaklinga og fyrirtækja í Litháen og á Islandi. Samningurinn hefur þegar tekið gildi en þetta er fyrsti samningur Litháen við ríki í Vestur-Evrópu frá því lýst var yfir fúllveldi og sjálf- stæði landsins, 11. mars í fyrra. Við- skiptasamningur við Tékka er í gildi. -gpm Það er ekki auövelt að spara lyfin, en með því að vekja kostnaðarvitund almennings vonast ráðherra til að menn „hætti að fá sér belgi viö hverju sem er". Mynd: Jón Fjömir. Frumvarp um hlutfalls greiðslu almennings á lyfjum er í smíðum Verið er að vinna að frumvarpi um lyfjamál á íslandi sem mun koma í stað illræmdrar reglugerðar um þátttöku almenn- ings í lyfjakostnaði. Frumvarpið verður þó á svipuðum nótum og reglugerðin, það er að segja ætlunin er að draga úr kostnaði ríkisins sem hlýtur að lenda á þeim sem nota lyf- in í stað skattgreiðenda, en einnig á að taka á lyfjadreifingunni og álagn- ingu apótekanna. Hugmyndin er að taka upp hlut- fallsgreiðslur á lyf. Það þýðir að not- andinn greiðir ákveðna prósentu af verði lyfjanna í stað þess að greiða fast gjald einsog nú. Ékki er búið að ákveða prósentutöluna en Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygging- annálaráðherra benti á I samtali við Þjóðviljann að sérfræðingar teldu var- hugavert að fara með þetta hlutfall mikið niður fyrir 25 prósent. Hann benti einnig á að sama hlutfall í Dan- mörku væri 57 prósent. Ráðhcrra sagði að umreiknað í meðaltal væri hlutfallið hér um 15-20 prósent einsog er. Brynjólfur Sigurðsson prófessor í hagffæði var fonnaður nefndar sem skilaði mikilli skýrslu um lækkun Iyfjakostnaðar haustið 1989. Niður- staða skýrslunnar er sú að betra sé að taka upp allsheijar bestukaupalista í stað þess að taka upp hlutfallsgreiðslur. Brynjólfúr sagði að nefndin hefði komist að því að sumum þjóðfélags- hópum væri algerlega ofviða að borga, þó ekki væri nema 10 prósent af kostn- aðí lyfjanna, vegna þess að mörg lyf eru óheyrilega dýr. Hann bcnti á að lyfjakostnaður láabbameinssjúklinga gæti orðið allt að 600 þúsund krónur á ári þannig að 10 prósent af því væri mörgum algjörlega ofviða. Sighvatur sagði að einsog unnið væri að ffum- varpinu nú þá yrðu lyf fyrir krabba- meinssjúklinga borguð að fúllu af Tryggingastofnun rétt einsog nú. Brynjólfiír telur nú einsog þegar hann skilaði skýrslunni að allsheijar listi sé besti kosturinn. Brynjólfúr sagði að vandamálið við að vekja upp kostnað- arvitund og virkja markaðsöfl í þessu sambandi væri að læknamir byggju að þekkingunni, en ekki sjúklingamir. Brynjólfur telur réttast að þessir aðilar komi sér saman um hvaða lyf sé best og ódýrast að kaupa. Það verði best gcrt með lista þar scm öll lyf em skráð, ekki einungis þau ódýmstu einsog nú er. Með slíkum allsheijarlista boigaði Tryggingastofnun verðið á ódýrasta lyfinu, neytandinn borgaði mismuninn. Þannig geti læknir og sjúklingur ákveðið í sameiningu hvaða lyf henti best og þá með kostnaðinn á öllum sambærilegum lyfjum við hlið sér. Brynjólfur benti á að taka þyrfti inn í dæmið að sum lyf virkuðu fljótar en önnur og gætu þannig sparað fólki vinnutap og þannig sparað þjóðfélag- inu í heild, þó þau væru dýrari í krónu- tölu. Hann telur að með þessu móti geti sjúklingar sjálfir valið dýrari Iyf ef þeir vilja, en þá verði þeir að borga mismuninn. Þannig vaknaði kostnaðarvitund almennings sem lækna, en málið virð- ist snúast um það, auk spamaðar fyrir ríkið. Brynjólfúr skrifaði grein um þetta i nýjasta hefti Hagmála þar sem hann segir að stóra spumingin sé „hvort hægt sé að virkja markaðsöflin á lyfjamarkaðnum og samtímis veita samhjálp í sama mæli og veitt hefúr verið.“ Þetta telur Sighvatur að sé hægt þar sem útgjöld Tryggingastofnunar stefni í að verða 2,8 miljarðar á næsta ári, en að þau yrðu 1.200 miljónum króna lægri ef lyfjaverð hér á landi væri svipað og í nágrannalöndunum og ef neysla lyfja hér væri sambærileg. Ráðherra heldur því ffam að íslending- ar neyti alltof mikilla lyíja þar sem innprentað sé inn í fólk „að það geti fengið belgi við hveiju sem er,“ einsog hann orðaði það, Til þess að breyta yfir í hlutfallsgreiðslur þarf að breyta lög- unum og þessvegna frumvarpið sem ráðhcrra vonast til að gcta lagt fram um leið og þing kemur saman í haust. Með ffumvarpinu á einnig að taka á skipulagi lyfjadreifingar í landinu sem og álagningunni á lyfjunum. Sighvatur sagði að í dag væri það nefnd sem ákveddi álagningu lyfja á svipaðan hátt og búvöruverð væri ákveðið. Þessu á að breyta. -gpm ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.