Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 9
^ENNING A Umsión: Kristián 1. Tónsson M^hátíð í Skaftárhreppi Sunnudaginn 11. ágúst verft- ur formleg opnun M-hátíð- ar í Skaftárhreppi. Þar verður hátíðardagskrá sem hefst með guðsþjónustu í minning- arkapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri og þar mun séra Jónas Gíslason vígslubiskup predika. Að þvi búnu verður dag- skrá í félagsheimilinu Kirkjuhvoli þar sem m.a. Ólafur Einarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Þar verður einnig einsöngur, tví- söngur og kaffisamsæti svo að nokkuð sé nefnt. Sama dag verður opnuð sýning myndlistarmannanna Ragnhildar Ragnarsdóttur og Páls Ragnarssonar í Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri. Um kvöldið, kl.21.00, verður síðan frumsýnt í Prestbakkakirkju leikritið: „Seinna koma sumir dagar“ eftir Þórunni Sigurðardóttur, en það fjallar um líf og starf Jóns Stein- grímssonar, eldklerks. Það er leikdeild U.M.F. Ármanns sem sér um flutning verksins, en Viðar Eggertsson er leikstjóri. Aðrar sýningar á leikritinu verða á sama stað og tíma 13., 15., og 17. ágúst. Þá verður einnig opin sýningin: „Líf og list milli sanda“ í Múlakots- skóla, en sú sýning var opnuð 3. ág- úst og verður opin alla daga kl. 14.00-17.00 þangað til 18. ágúst. Það er engin tilviljun að M-hátið í Skaftárhreppi verður opnuð 11. ág- úst. Þann dag er 200 ára ártíð eld- klerksins Jóns Steingrímssonar. Á Kirkjubæjarklaustri : I liði með ljóðinu Besti vinur Ijóðsins fór á stúfana fyrir fimm árum rúmum, í maflok 1986. Þá var haldið skáldakvöld á Hótel Borg, sagði Hrafn Jökuls- son, annar af tveimur bestu vinum Ijóðsins. En hvert varð svo fram- haldið? - Ég giska á að síðan þá hafi ver- ið haldin 30 skáldakvöld, sagði Hrafn. Besti vinur ljóðsins hefur auk þess efnt til kvikmyndasýninga og leiklesturs. Bókhald félagsins er að vísu allt í molum, en það er varla nokkru logið sem um munar þó að ég segi að tvöhundruð manns hafi komið fram á þessum kvöldum. Svo að haldið sé áfram að giska, sagði Hrafn, þá má áætla að gestimir séu eitthvað á fimmta þúsund alls. Skáldin sem hafa lesið hjá okkur hafa verið úr öllum áttum. Flest nafnkunn og virt skáld á Islandi hafa lesið upp hjá okkur, einu sinni eða oftar og mjög margir hafa stigið þama sín fyrstu skref á braut skáld- skaparins. - Er það ekki tímaskekkja að reyna að halda svona mörgu fólki við ljóðalestur svona oft og lengi? - Við héldum það reyndar þegar við vomm að ýta þessu úr vör. Þá vomm við dauðhræddir um að ekki kæmi nokkur maður á svona sam- komu, en það var nú eitthvað annað. Strax fyrsta kvöldið mættu tvö- hundmð manns og aðsóknin hefur alltaf verið góð, og það er eiginlega eini mælikvarðinn á það hvort þetta er tímaskekkja eða ekki. - Hvað hefur liðið langt á milli skáldakvölda? - Það hefur verið mjög mismun- andi. Stundum hefur þetta verið á tveggja rnánaða fresti, sérstaklega á haustin, svo hafa iðulega liðið heil misseri eða rúmlega það án þess að Besti vinur ljóðsins léti nokkuð á sér kræla. Það hefur verið nokkuð sama hvenær ársins þessi skáldakvöld hafa verið haldin. Það hefur ekki virst skipta neinu sérstöku máli hvort þau hafa verið haldin á hausti, sumri eða vori. - Hefur tíðnin engin áhrif á mæt- ingu? Verða menn ekki leiðir ef skáldakvöld em haldin með stuttu millibili og hafið þið ekki gleymst ef langt hefur liðið frá síðasta kvöldi? - Þegar við fómm af stað var enginn með svona skáldakvöld í gangi. Síðan þá hefur þessu vaxið fiskur um hrygg og þetta er aftur orðið nokkuð vinsælt. Sem betur fer fást núna fleiri við þetta. - Hvers vegna ætlið þið að hætta? - Ég held að við séum búnir að standa í þessu hæfilega lengi. Besti vinur ljóðsins fer að breytast í stofn- un ef við höldum áfram öllu lengur. Svo em nánustu aðstandendur á leið hver í sína áttina. - Nú er að byrja nýr Ijóðahópur sem kallar sig Suttung. Er hann svip- aður ykkur? - Hann er um margt öðmvísi. Við höfum yfirleitt verið með þetta tveir við Kristján Hrafnsson. Við stofnuðum þetta ekki sem sérstakan skálda- eða ungskáldahóp. Að vísu höfum við báðir verið að dútla í skáldskap, en Besti vinur ljóðsins var stofnaður til að njóta þeirrar ánægju að hlusta á ljóð. - Dróguð þið einhverja lærdóma af Listaskáldunum vondu þegar Besta vini ljóðsins var komið á legg? - Þau vom allt öðm vísi. Það var eins konar skæmliðahópur sem fór um i sínum hópi. Besti vinur ljóðsins hefur hins vegar alltaf verið vett- vangur fyrir skáld af öllum kynslóð- um og úr öllum áttum. Fyrirmyndin var ekki sótt þangað og raunar ekki neitt annað heldur. Við höfum verið með áróður fyrir hvers kyns ljóðum, án nokkurrar áherslu á hömndslit eða trúarbrögð. Síðasta ljóðakvöld Besta vinar ljóðsins verður haldið í kvöld kl. 21.00. í tilefni af því að þetta er síð- asta kvöldið verður því útvarpað beint á Rás 2. Megináhersla verður lögð á að kynna mjög nýlegar eða væntanlegar ljóðabækur. Það verður lesið upp úr nýrri bók Antons Helga Jónssonar, en þeir sem lesa upp sjálf- ir eru Flrafn Jökulsson, Kristín Ómarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Sjón, Þórarinn Eldjám og Þómnn Valdimarsdóttir. Kynnir verður Einar Falur Ingólfsson. Sænsk ástarsvæði Ingegerd Lindarang les ljóð í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Hún kallar ljóðadagskrá sína: „Karlekens rymder" og ég hef leyft mér að þýða það með orðinu: „ástarsvæði". Ingegerd les ljóð eftir mörg af þekktustu og viðurkennd- ustu ljóðskáldum Svía og undir ljóðalestrinum er leik- in af snældu tónlist eftir sænska tónskáldið Ralph Lundsten. Þau Ingegerd og Ralph hafa unnið saman og ílutt þessa ljóðadagskrá víða í Svíþjóð og er tónlistin samin sérstaklega við ljóðin. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a!5 a 1 5.979.965 4 a! W 7 92.557 3. 4al5 193 5.790 4. 3al5 5.405 482 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 10.350.544 upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulIna991002 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 7. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.