Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Blaðsíða 13
SMÁFRÉTTIR | Á slitnum skóm Trausti Steinsson Á slitnum skóm nefnist reisubók eftirTrausta Steinsson, sem er ný- komin út. Bókin segir frá mánaðar ferð sem höfundurinn fór i þvert yf- ir Evrópu, frá Amsterdam til Tyrk- lands, sumarið 1990. Foriagiö Guðsteinn gefur bókina út, en bók- in fæst í nokkrum af stærri bóka- verslunum landsins. Rykkrokk um helgina Frá Rykkrokktónleikunum I fyrra. Félagsmiðstöðin Fellahellir heldur árlega Rykkrokktónleika nk. laug- ardag, 10. ágúst. I tengslum við tónleikana verður haldin bama- og fjölskylduskemmtun kl. 14. Tón- leikarnir sjálfir hefjast kl. 17 og standa til miönættis. Tólf hljóm- sveitir koma fram. Þær eru: GCD, Júpiters, Vinir Dóra, Ham, Bless, Gildran, Bootlegs, Sororicide, Ble- eding Vulcano, Rotþró, Tolstoy og Synir Raspútíns. Við val á hljóm- sveitum var áhersla lögð á fjöl- breytni. Hátíðarsvæðið verður ríkulega skreytt og veitingasala I tjöldum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en fólki er bent á að klæða sig eftir veðri. Rás 2 mun útvarpa tónleikunum beint frá kl. 19.30, en annaö efni veröur tekið upp og sent út sföar. Islensk tónlist frá tímum Völuspár Rikharður Örn Pálsson spjallar um Islenska tónlist frá tlmum Völuspár til Þorkels Sigurbjörnssonar I Opnu húsi í Norræna húsinu ann- aökvöld kl. 19.30. Nútímatónlistin sem kemur við sögu er einvörð- ungu tónlist sem tengist þjóðlegri arfleifð. Uppistaða fyrirlestrarins eru tóndæmi og hann er fyrst og fremst ætlaður útlendingum. Rík- harður Öm talar á dönsku. Eftir kaffihlé verður kvikmyndin Surtur fer sunnan sýnd. Ólafur Arnar- son aðstoðar- ráðherra Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra hefur ráðið Ólaf Amarson rekstrarhagfræðing aðstoðannann sinn. Ólafur er 28 ára gamall, son- ur Amar Clausen hæstaréttariög- manns og Guörúnar Erfendsdóttur forseta hæstaréttar. Ólafur hefur undanfarið eitt og hálft ár starfað sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hef- ur menntamálaráöherra ráðið Þór- ólf Þórlindsson prófessor til sér- stakra verkefna I ráðuneytinu, einkum á svlði rannsókna- og þró- unarstarfs I skóla- og uppeldismál- um. Forsætisráðherra uppgötvar raunveruleikcinn Davíð Oddsson hefur upp- götvað raunveruleikann. Hann hefur uppgötvað að vaxtapólit- íkin er ekki í samræmi við raun- veruleikann og að raunvextir bankanna eru miklu hærri en eðlilegt má teljast. I raun getur hann bara sakast við sjálfan sig, því fyrsta verk hans sem forsæt- isráðherra var að setja vaxta- skrúfuna af stað. Afleiðing þess er nú að koma í ljós. Fjár- magnseigendur fitna einsog púkinn á fjósbitanum, en launa- fólki og atvinnufyrirtækjum blæðir. Við stefnum hraðbyri inn í sama ástandið og ríkti 1988 þegar Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur sátu við stjómvöl- inn, reyndar með fulltingi Framsóknarflokks. Þegar allt var komið úr böndunum þá neit- aði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, að horfast i augu við raunvemleikann og stakk af til Flórída í sólina. Við vitum öll hvemig það endaði. Ríkisstjómin sprakk og ný var mynduð sem horfðist í augu við þann tryllingslega raunveruleika sem við blasti. A tveimur árum tókst að rétta við atvinnulífið í landinu sem var í rúst, koma böndum á verðbólguna og ná vaxtastiginu í viðunandi horf. Það verða að teljast gleðitíð- indi að forsætisráðherrann er loksins að átta sig á raunveru- leikanum, en betra hefði þó ver- ið að fá forsætisráðherra sem þekkti raunveruleikann og hefði því varast að hleypa vaxtaskrúf- unni af stað. Þá væri raunveru- leikinn kannski ekki jafn napur og nú er raunin. Forsætisráðherrann er reyndar þekktur fyrir flest ann- að en raunsæi. Hann vakti fyrst á sér athygli sem Bubbi kóngur með Herranótt, en það er sem kunnugt er eitt af höfuðverkum fáránleikans í leikhúsbókmennt- um. Þá tók við Útvarp Matthild- ur sem skopstældi þann raun- vemleika sem fjölmiðlar gáfu af landi og þjóð. Þaðan lá svo leið- in inn á borgarstjóraskrifstofuna með lýrísku stoppi í smásögum og Ijóðum þar sem rómantíkin sveif yfir vötnum, og enn var raunveruleikinn fjarri. A hinum vemdaða vinnustað borgarstjóraskrifstofunnar reisti Davíð loftkastala, og þar sem hann var ekki maður raunsær lét hann ráðast í byggingu þeirra úr stáli, steypu og gleri. Öðmm kastalanum sökkti hann ofan í Tjömina, en hinn var reistur uppi á Öskjuhlíð. Óraunhæfar kostnaðaráætlanir vom gerðar, sem spmngu strax á fyrsta ári. A sama tíma vom dagheimilis- mál í ólestri í borginni, og sömu sögu er að segja um unglinga- málin og öldrunarmálin. En loftkastalar Davíðs höfðu for- gang. Svo rann sá dagur upp að Davíð kvaddi borgina. Það verður ekki beint sagt að hann hafi verið gripinn raunsæi þegar hann leit yfír verk sín og líkt og frelsarinn á krossinum sagði: Það er fullkomnað. Einhvem- tímann hefði slíkt verið kallað guðlast, en kirkjunnar menn höfðu velþóknun á Davíð og tóku þátt í helgileiknum. Um svipað leyti sáu þeir til þess að myndin Síðasta freistingin eftir Martin Scorsese var tekin af dagskrá Stöðvar 2. Hvað gerðist svo? Kristur dó á krossinum og reis upp á þriðja degi. Davíð fór í stjómarráðið og vaknaði skyndilega upp af óraunsæinu. A meðan hann lék tveimur skjöldum sem borgarstjóri og forsætisráðherra hafði hægri höndin hleypt vaxtaskrúfunni af stað á meðan sú vinstri blessaði Perluna. Og nú blasti raunvem- leikinn við. Það er stundum raun að þurfa að horfast í augu við vem- leikann, einkum þann vemleika sem við höfum sjálf skapað. Nú er eftir að sjá hvemig Davíð tekst að kljást við þennan raun- veruleika. Tekst honum að kveða vaxtadrauginn niður eða flýr hann til sólarlanda einsog Þorsteinn á sínum tíma? VEÐRIÐ I dag verður norðan- og norðvestan átt, vlðast kaldi. Dálltil rigning eða suld um norðanvert landið og skúrir vestanlands. Suðaustanlands verður léttskýjað en hætt við slðdegisskúrum. Hiti verður á bilinu 7 til 19 stig, hlýjast suðaustanlands. KROSSGÁTAN Lárétt: 1 belti 4 pex 6 aftur 7 jafningi 9 spil 12 suddinn 14 slóttug 15 hraði 16 skip 19 kaup 20 hræðsla 21 hllföarföt Lóörétt: 2 ellegar 3 laupur 4 röska 5 sefa 7 stór 8 undarleg 10 snáfa 11 kátir 13 nudd 17 eira 18 galaöi Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 glys 4 köst 6 púi 7 bagi 9 stef 12 aldur 14 aum 15 agg 16 bólgu 19 gaul 20 eöli 21 risti Lóðrétt: 2 ióa 3 spil 4 kisu 5 ske 7 braggi 8 gambur 10 trauöi 11 fagnir 13 dll 17ÓI118 get APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 2. ágúst til 8.. ágúst er I Háaleitis Apoteki og Vesturbæjar Apoteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9- 22 samhliða hinu fyrrnefnda. LÖGGAN Reykjavík....................tr 1 n 66 Neyðam.......................=■ 000 Kópavogur.....................« 4 12 00 Seltjamarnes..................« 1 84 55 Hafnarfjörður.................» 5 11 66 Garðabær.....................5 11 66 Akureyri....................» 2 32 22 Slökkviliö og sjúkrabílar Reykjavlk........................« 1 11 00 Kópavogur........................w 1 11 00 Seltjamarnes....................n 1 11 00 Hafnarfjörður...................tr 5 11 00 Garöabær........................tr 5 11 00 Akureyri........................tr 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn-ames og Kópavog er I Heilsuverndar-stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tímapantanir I tr 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slmsvara 18888. Borgarspltalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspltalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspft-alans er opin allan sólarhringinn, tr 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátlðir. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, « 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, tr 656066, upplýsingar um vaktlækni tr 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstööinni, tr 22311, hjá Akureyrar Apóteki, t» 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I t» 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, tr 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartlmar: Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spltalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land-spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-tlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingar-heimili Reykjavíkur v/Eir(ksgötu: Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatlmi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspltal-ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl, 16 (il 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstöðin vlð Barónsstlg: Heimsóknartfmi frjáls. Landakotsspltali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spltali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspltalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 tll 16 og 19 tll 19:30. Sjúkrahúsið Húsavlk: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, ■n 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarslma félags lesbla og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum timum. r» 91- 28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræði-legum efnum, ® 91-687075. Lögfrasöiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I slma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 6117, t» 91-688620. „Opiö hús' fyrir krabbameinssjúk-linga og aðstandendur þeirra I Skóg-arhllð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann sem vilja styöja smitaöa og sjúka og aðstandendur þeirra I ™ 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: » 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á miövikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: » 91-21205, húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, n 91-21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: ™ 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: »» 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stlgamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, ® 91-626868 og 91-626878 alian sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: ® 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I r» 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, ® 652936. GRNGIÐ 22.júli 1991 Kaup Sala Tollg Bandaríkjad.. .61,450 61,610 63,050 Sterl.pund... 103,387 103,656 102,516 Kanadadollar. .53,040 53,179 55,198 Dönsk króna.. . .9,048 9,071 9,026 Norsk króna.. . .8,976 8,999 8,938 Sænsk króna.. . .9,669 9,694 9,651 Finnskt mark. .14,546 14,584 14,715 Fran. franki. .10,305 10,332 10,291 Belg. franki. . .1,700 1,705 1, 693 Sviss.franki. .40,472 40,667 40,475 Holl. gyllini .31,055 31,135 30,956 Þýskt mark... .34,988 35,079 34,868 ítölsk lira.. ..0,046 0,047 0,046 Austurr. sch. ..4,971 4,988 4,955 Portúg. escudo.0,408 0,409 0,399 Sp. peseti... 0,561 0,556 Japanskt jen. ..0,449 0,450 0,456 írskt pund... .93,542 93,786 93,330 LÁNSKJARAVÍSITALA Júnt 1979 - 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 l*n 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035 mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070 jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093 júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121 ágrú 1472 1743 2217 2557 2925 ••p 1486 1778 2254 2584 2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 da* 1542 1886 2274 2722 2952 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991 Síða 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.