Þjóðviljinn - 07.08.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Qupperneq 16
Grænlendingar bregðast af hörku við hermengun Að kröfu grænlensku heimastjórnarinnar hefjast um miðjan mánuð- inn viðræður milli fulltrúa grænlenskra stjórnvalda og bandarískra um það hvernig staðið verði að hreinsun úrgangs frá fyrrum rat- sjárstöð bandaríska hersins í Grænlandi. Fullvíst er taiið að þar leynist oiíur og önnur eiturefni í jarðvegi sem leynt var fyrir heimamönnum. Það er því óhætt að segja að grænlensk stjórnvöld og íslensk hafist ólíkt að þegar um mengun frá bandarískum herstöðvum er að ræða. Meðan græn- lenska heimastjórnin krefst þess að Bandaríkjamenn geri bragarbót á fram- ferði sínu hafa íslensk stjórnvöld h'tt viljað leggja landeigendum Eiðis á Langanesi Uð tíl að ná fram rétti sínum vegna meintrar mengunar frá sorp- haugum fyrrum ratsjárstöðvar hersins á HeiðarfjaUi. Ratsjárstöðin sem hér um ræðir, DYE-1, er nærri Sisimiut, er nefndist Holsteinborg meðan danskar naíhgiftir réðu ríkjum í Grænlandi. Undanfarið hefúr grænslenska verktakafyrirtækið Grænlandsverktakar, unnið að því að rífa mannvirki sem tilheyrðu stöðinni. Þær framkvæmdir voru nýlega stöðv- aðar að kröfu grænlensku heimastjóm- arinnar, eftir að í ljós kom að umfang mengunar frá stöðinni er langtum meira en bandarísk hermálayfirvöld höfðu upplýst heimamenn um. Grænlenska útvarpið hafði nýlega eftir Lars Emil Johansen, formanni grænlensku heimastjómarinnar, að upplýsingar Bandaríkjamanna hafi reynst fjarri raunvemleikanum þegar til hafi komið. Því hafi grænlenska heima- stjómin afráðið að stöðva frekari hreinsunaraðgerðir við stöðina þar til kannað hafi verið til hlítar hvaða úr- gangur kunni að leynast í jarðvegi og samningar hafi tekist við hermálayfir- völd vestra um frekari hreinsun á svæðinu. Afráðið er að þær samninga- viðræður fari ffarn 15. og 16. þessa mánaðar. Að sögn Torbens Corts, umhverfis- fulltrúa, sem skoðaði nýlega aðstæður á vettvangi við DYE-1 virðist fúllsýnt að mengunar gæti í jarðvegi ffá olíum og öðrum kemískum efnum, sem ekki sé vitað fyrir víst hver séu. Að sögn Tor- bens verða jarðvegssýni send til Dan- merkur til greiningar. Nokkm eftir að mengun við DYE 1 varð að umræðuefhi í Grænlandi, greindi grænlenska útvarpið ffá annarri aflagðri herstöð bandariska hersins, herflugvelli einum á austurströndinni, í námunda við Kulusuk, er nefndist Blue East II. Að sögn útvarpsins em þar lík- ur á að þar hafi hent mun umfangs- meira mengunarslys en við Sisimiut, eða eins og segir í ffétt útvarpsins ffá 30. síðasta mánaðar „en langt storre miljobombe". Herflugvöllurinn var byggður upp í seinna stríði og var ætlað það hlutverk að vera til millilendinga í liðsflutning- um Bandaríkjahers milli Bandaríkjanna og vígstöðvanna í Evrópu. Flugvöllinn yfirgaf herinn 1946 en nokkur ár þar á eftir var hann notaður af heimamönn- um. Samkvæmt fféttum grænlenska út- varpsins em þar olíuföt í þúsundatali sem bandaríska herliðið hcfúr skilið eftir sig. Konrad Stenholdt, formaður At- assut-flokksins, sagði í viðtali við grænlesnak útvarpið að ekki væri nema gott eitt um það að segja að menn hefðu áhyggjur af mengun við DYE-1, þá mættu menn ekki horfa ffam hjá því að við BLUE EAST væri umhveris- sprengja á ferðinni sem væri af allt annarri og meiri stærðargráðu. - Þar hefúr olían fengið að síga óáreitt niður i jarðveginn í 40 ár án þess að neinum hafi hugkvæmst að gera eitt eða neitt. Samkvæmt fféttum mun afráðið að grænlenska heimastjómin mun óska effir samningaumleitunum við banda- rísk yfirvöld vegna mengunarinnar við BLUE EAST, likt og gert hefúr verið vegna mengunarinnar við DYE-1. Eins og Þjóðviljinn hefúr greint ffá að undanfomu hafa landeigendur Eiðis á Langanesi staðið í stappi við íslensk stjómvöld um að þau hefðu milligöngu vegna meintrar mengunar ffá fyrrum ratsjárstöð bandaríska hersins á Heiðar- íjalli, en litt orðið ágengt. Sigurður Þórðarson, annar landeig- enda Eiðis, sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, að grænlensk stjómvöld sæju sóma sinn í því að ræða við mengunar- valdinn og krefja hann um úrbætur á meðan íslensk stjómvöld virtust helst hafa það að leiðarljósi að „Kaninn“ slyppi sem best í slíkum málum. Hann sagði að aðgerðir Grænlend- inga í þessum málum virtust miða að þvi að fjarlægja allt rusl sem hugsan- lega geti skaðað umhverfið. - Þessi hlið viðist alveg hafa gleymst þegar íslendingar sömdu við Bandarikjaher á sínum tíma um að is- lensk stjómvöld fýrir sína hönd og allra íslenskra ríkisborgara afsalaði sér rétti til skaðabóta vegna vem hersins á Heiðarfjalli. Þannig sýnir utanríkis- ráðuneytið hliðstæðum mengunarslys- um og því sem hent hafa í Grænlandi ekki minnsta áhuga, sagði Sigurður. -rk/þóm ^^^^ ■■ L ^ I ATT TIL AFVOPNUNAR KEFLAVÍKURGANGAN 10. ÁGÚST 1991 Skrifstofan er að Þingholtsstræti 6 og símamir em 620273 og 620293 Tímatafla göngunnar er sem hér segir: Kl. 07.00-07,15 Kl. 07,30 Kl. 07,45 Kl. 08,30 Kl. 08,50 Kl. 10,45-11,00 Kl. 13,20-14,20 Kl. 16,00 -16,15 Kl. 17,00-18,30 Kl. 19,45-20,05 Kl. 22,00 Rútuferðir frá Reykjavík Jrottför frá BSI kópavogi Safnast saman við aðalhlið Keflavíkurflugvallar. Haldið af stað. Aning á Vogastapa nálægt Vogum. Aning í Kúagerði. Aning við Straumsvík. Jónleikar í Hafnarfirði Qtifundur í Kópavogi Utifundur á Lækjartorgi Leiðarkerfi Keflavíkurgöngu 10. ágúst 1991 Rútuferðir fyrir Keflavíkurgöngu 1991 verða sem hér segir: 1. Eiðistorg kl. 07:00. KR heimilið kl. 07:10. Elliheimilið Grund kl. 07:20. BSÍ kl. 07:30. 2. Vélsmiðjan Héðinn kl. 07:00. Lækjartorg kl. 07:10. Hlemmur kl.07:20. BSÍkl. 07:30. 3. Skeiðarvogur/Langholtsvegur kl. 07:00. $unnutorg kl. 07:10. Laugardalslaug kl. 07:15. Háaleitisbraut/Lágmúli kl. 07:20. BSI kl. 07:30. 4. Endastöð SVR við Gagnveg kl. 06:50. Olís Grafarvogi kl. 06:55. Grensásstöð kl. 07:10. Strætóstöðvar við Miklubraut kl. 07:15 - 07:25. BSÍ kl. 07:30. 5. Rofabæ; austast kl. 07:00. Shell Árbæ kl. 07:10. Stekkjarbakki/Grænistekkur kl. 07:20. BSIkl. 07:30. 6. JSústaðakirkja kl. 07:00. Strætóstöðvar við Bústaðaveg. Við veðurstofu kl. 07:20. BSI kl. 07:30. 7. Fjölbragt Breiðholti kl. 07:00. Shell Norðurfelli kl. 07:10. Við Maríubakka kl. 07:20. BSI kl. 07:30. 8. Seljaskóli kl. 07:00. Við R^ufarsel kl. 07:10. Skóga/Öldusel kl. 07:20. Engihjalli kl. 07:30. Strætóstöðvar við Alfhólsveg að bensínstöð á Kópavogshálsi. kl. 07:40. Hafnarfjarðarvegur/Vífilsstaðavegur kl. 07:45. Hafnarfjörður kl. 07:50. Reykjavíkurvegur Norðurbær, Iþróttahús við Strandgötu, uppi á Holti. Til móts við gönguna Sérleyfisbílar Keflavíkur frá BSÍ kl. 10:45,12:30 (Kúagerði), 14:15. Frá Keflavík 08:30,11:30,12:30. Þeim sem hafa áhuga á að koma inn í gönguna á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði er bent á að taka strætisvagn sem ferfrá Lækjartorgi kl. 16:30. Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna, einkum þeir sem ætla að ganga alla leið eða fyrstu áfanga hennar. Ekki er síður mikilvægt að fólk sé á góðum Keflavíkurgönguskóm ^\KURq -ísnQ ■ i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.