Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 1
Níu miljarða yfirdráttur Þrátt fyrir vaxtahækkanir síöustu mánaða ræður ríkisstjórnin ekki við yfirdrátt sinn hjá Seðlabankanum. Meðaitalstala fyr- ir viðskiptaskuld ríkissjóðs hjá Seðlabankanum í júlí í ár var 9.268 miijónir króna. Staðan fyrir réttu ári var 2.965 miljónir króna. Yfirdrátturinn hefur ekki náðst niður síðan í vor. Um áramótin var viðskipta- reikningurinn í plús uppá einar 316 miljónir króna. Hinsvegar var yfirdrátturinn orðinn 8.860 miljónir króna í lok apríl og var fyrri rikisstjórn gagnrýnd harka- lega fyrir þá stöðu í ríkisfjármál- unum, í lok júní var talan 8,5 miljarðar og 8,0 miljarðar króna nú í lok júlí. Þannig að eftir að yfirdrátturinn jókst í mars og apr- íl í ár hefur hann ekki náðst niður aftur, sé sveiflunum jafnað út. Staðan síðasta föstudag var 9,7 miljarðar í skuld hjá Seðlabank- anum. Magnús Pétursson ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði um þetta að ekki mætti lesa á mælistiku yfirdráttar eina og sér. Hann sagði að það væri klárt samhengi á milli sölu ríkisins á ríkisvíxlum og spariskírteinum og á stöðu yfirdráttar hjá Seðla- banka. Þá ber að hafa í huga að yfirdráttarstaðan sveiflast mikið, sérstaklega þegar mikið fer út frá ríkinu um mánaðamót og þegar mikið kemur inn þá mánuði sem virðisaukaskatturinn kemur inn fimmta dag mánaðarins. En sé tekið mið af sölu ríkis- víxla og spariskírteina frá því að vextir hækkuðu þá hefur salan aukist, að minnsta kosti hvað varðar ríkisvíxlana. Um áramótin síðustu voru 8 miljarðar útistand- andi í ríkisvíxlum, það er að segja ríkið hafði 8 miljarða króna að láni um áramótin. Staða ríkis- víxla fór mikið niður allt þangað til vextir þeirra voru hækkaðir, þá seldust fljótlega 2-3 miljarða króna virði af víxlum. Síðan hef- ur salan verið góð og nú eru úti- standandi 10-11 miljarðar króna, eftir upplýsingum frá Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa. Þannig að þessi góða staða á ríkisvíxlun- um ætti að leiða til þess að yfir- drátturinn væri því minni því betri sem staða víxlanna er. Sú er ekki reyndin. Það er síðan önnur saga að fari verðbnólga niður í 6-7 pró- sent næstu vikur þá verða raun- vextir fyrir þá sem kaupa núna ríkisvíxla 12-13 prósent. Það eru vextir sem ríkissjóður verður að greiða fyrir að taka þessa peninga að láni. Slíkir raunvextir eru að minnsta kosti helmingi hærri en eðlilegt hlýtur að teljast. -gpm Undanfarna daga hefur veðráttan fengið á sig íslenskan sumarsvip. Gatnakerfið hefur hinsveg- ar í allt sumar einsog önnur sumur víða verið sundurgrafið. Þessir piltar sem Jim Smart rakst á á förnum vegi létu hvorki umferð né rigningu hafa áhrif á ró sína. Alþýðu- bandalagið eykur fylgi sitt Alþýðubandalagið eykur mest fyigi sitt frá kosning- unum samkvæmt skoð- anakönnun Skáís sem Stöð 2 birti í gær. Alþýðuflokkurinn geldur hinsvegar afhroð fyrir stjórnarsamstarfið. Alþýðubandalagið fengi nú 16,9 prósent ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu, en hafði 14,4 prósent í kosningunum í apríl. Alþýðuflokkurinn fengi hinsvegar 12,6 prósent nú, en hafði 15,5 í kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi nú 42 prósent, en hafði 38,6 í kosn- ingunum. Framsóknarflokkurinn stendur hinsvegar í stað, fengi 18,7 prósent nú, en hafði 18,9 í kosn- ingunum. Kvennalistinn eykur ör- lítið við sig, fengi 8,8 prósent, en hafði 8,3 prósent í kosningunum. Aðrir flokkar fengju nú samtals 1,1 prósent. Óákveðnir voru 14 prósent, 3,8 prósent sögðust ekki kjósa eða skila auðu og 5 prósent neituðu að svara. Skoðanakönnunin var gerð dagana 8. til 11. ágúst. Hringt var í símanúmer eftn svæðis-lagskiptu handahófsúrtaki. Hringt var í úrtak 750 símanúmera og af þeim svör- uðu 577, eða 76,9 prósent úrtaks- ins. Einnig var spurt um stuðning við ríkisstjómina og sögðust 59,2 prósent af þeim sem afstöðu tóku styðja stjómina, en 40,8 prósent vom andvígir henni. Rúm 10 pró- sent vom óákveðnir eða neituðu að svara spumingunni. Þá var spurt um vinsælustu stjómmálamennina og var Davið Oddsson í efsta sæti, þá kom Jón Baldvin Hannibalsson, Halldór Ás- grimsson var í þriðja sæti, Friðrik Sophusson í fjórða sæti og Ólafur Ragnar Grimsson i fimmta sæti. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.