Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 10
YIÐHOMF AGuðmundur Helgi Þórðarson skrifar Um hinn grimma meirihluta Lyfjasparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa verið til umfjöilunar að undanförnu og mælst illa fyrir. Margir vilja kalla þetta nýja skattlagningu, en heilbrigðisráðherra neitar því og bendir á, að ekki komi til auknar tekjur í ríkissjóð vegna aðgerðanna. Meiningin er, að greiðslubyrði almenn- ings eykst með þeim hætti, að sjúklingum er gert að annast greiðslur, sem ríldssjóður innti áður af hendi. Handhafar ríkisvafdsins hafa þannig aukið útgjöld sjúklinganna. Þessi útgjaldaaukning er jafntilfinnanleg, hvort sem við köllum hana skattlagningu eða eitthvað annað. Með aðgerðunum er auk þess verið að veikja íslenska velferðarkerflð. Og það eru boðaðar frekari aðgerðir í þessum dúr í heilbrigðiskerfínu. Það er ekki að ástæðulausu, að uggur er í fólki út af þessum aðgerðum. Þær eru óhugnanlega líkar aðgerðum Reagans hins bandaríska og Margrétar Thatcher. Nú er það svo, að flestir, sem hafa hugleitt lyfjakostnað á íslandi eru sammála um, að hann sé of hár. Það er því ástæða til að reyna að lækka hann með einhverjum ráðum, og var raunar hafist handa við það í tíð seinustu ríkisstjómar. Samkvæmt upplýsingum stjórn- valda er lyfjakostnaður íslendinga þriðjungi hærri en annarra norður- landaþjóða, og ekki vitað annað en að þær lifi a.m.k. eins góðu lífi og Islendingar. Þama er verið að tala um miljarða. Þegar þess er gætt, að þetta lyfjaofát er óhollt, er ljóst, að aðgerða er þörf. En það er ekki sama, hvemig að þessum málum er staðið. Meiri- hluti þeirra lyfja, sem notuð eru, em nauðsynleg, sum lífsnauðsyn- leg. Fyrsta boðorð þeirra, sem ætla sér að lækka kostnað við heilbrigð- isþjónustu, á að vera að skerða ekki velferðarkerfið. Það á ekki að auka álögur sjúklinga. Sá maður, sem er að færa byrðar frá almanna- tryggingum og ríki yfir á sjúk- linga, er ekki að spara. Þegar við tölum um spamað, þá meinum við spamað við þjónustuna í heild, ekki bara spamað fyrir ríkið. í viðtölum hefur heilbrigðis- ráðherrann hamrað á því hvað eftir annað, að þeir sem njóti þjónust- unnar eigi að greiða fyrir hana um leið og hún er innt af hendi. Þar á hann ekki bara við lyf, heldur og sjúkrahúsþjónustu og aðra heil- brigðisþjónustu, en frekari aðgerð- ir em boðaðar þar innan skamms. „Það er ekki að ástæðulausu, að uggur er í fólki út af þessum aðgerð- um. Þær eru óhugnanlega líkar aðgerðum Reagans hins bandaríska og Margrétar Thatcher/‘ Hér er ráðherrann kominn óralangt frá þeirri hugmyndafræði, sem liggur til gmndvallar almanna- tryggingu og raunar öllum trygg- ingum, sem sé að greiða tjónið áð- ur en það gerist. Með því að greiða gegnum tryggingakerfi eða opin- bera sjóði greiðum við sjúkrahúsa- kostnað okkar á meðan við emm heilbrigð og höfum tekjur. Mögu- leikamir þrengjast, þegar veikindi ber að höndum. Þeir, sem njóta góðrar heilsu, greiða fýrir þá, sem em það fatlaðir, að þeir geta ekki aflað sér tekna. Þetta er jafnréttis- aðgerð. Jafnréttið er homsteinn siðmenningarinnar og þýðir bætt mannlíf fyrir alla. Jafnréti er á und- anhaldi á Islandi í dag. Reagan talaði um að fólk ætti að greiða sína heilbrigðisþjónustu sjálft. Hans aðferð leiddi yfir þjóð hans langdýmstu heilbrigðisþjón- ustu, sem þekkst hefur frá upphafi vega, en auk þess götóttari heil- brigðisþjónustu en þekkist hjá öðr- um vestrænum ríkjum. Það er talað um kreppu eða hmn í bandaríska heilbrigðiskerfinu. Þetta era víti til þess að varast, en íslensk stjóm- völd virðast vera að feta sig út á þessa braut. Sighvatur Björgvinsson getur átt það til að vera orðheppinn, þeg- ar þannig liggur á honum. Fyrir nokkrum ámm talaði hann um „hinn grimma meirihluta", sem færi sínu fram og skeytti ekki um vanda þeirra, sem stæðu höllum fæti í þjóðfélaginu. Ef hann ætlar að leysa vanda hins opinbera með því að varpa auknum byrðum yfir á sjúkt fólk, þar á meðal þá tugi þúsunda launþega, sem em svo illa leiknir eftir kjararýmanir síðustu ára, að þeir hafa ekki lengur fyrir mat sínum, þá er hann að fýlla flokk hins grimma meirihluta, sem lokar augunum fyrir vanda þessa fjölmenna minnihlufa, sem svo margir virðast hafa gleymt. Guðmundur Helgi Þórðarson er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í að leggja Suðuræð - Áfanga A1. Verkið felst í að leggja 4,3 km langa einangraða pípu i plast- kápu frá geymum á Reynisvatnsheiði að Suðurlandsvegi við Rauðavatn og þaðan meðfram Arnarnesvegi að Elliðaám. Pípan er að hluta 0800 mm víð og 0900 mm að hluta. Verkinu skal lokið 1. október 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 20.000,- skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Fiskiðjan Freyja hf Suðureyri við Súgandafjörð auglýsir til sölu hluta- bréfin í Hlaðsvík hf. Hlaðsvík er eiganch b/v Elínar Þorbjarnardóttur ÍS- 700, skipaskrárnúmer 1482. Togaranum fylgir 75% aflaheimilda hans. Á aðalfundi í Fiskiðjunni hf. kom einnig fram áhugi hluthafa þar að selja öll hlutabréfin í Fiskiðjunni Freyju hf. Upplýsingar um ofangreind atriði veita stjórnarfor- maður félagsins Helgi G. Þórðarson, Túngötu 6 í Reykjavík sími 91-21060 og varaformaður Aðal- steinn Óskarsson, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, ísafirði í síma 94-4633. Blaðbera vantar í <t Hafnarfjörð, Kópavog, Breiðholt (Seljahverfi), Vesturbœ, Skerjafjörð, Laugarós og Dalbraut. Alþýðubandalagið Vestíjörðum Sumarferð Farið verður um Vestur- Barðastrandarsýslu dagana 16. til 18. ágúst. Helstu viðkomustaðir: Selárdalur, Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksfjörður og Birkimelur. Skráið ykkur í ferðina sem allra fyrst hjá: Bryndísi Friðgeirsdóttur ísafirði sími 4186, Kristni H. Gunnarssyni Bolungarvík simi 7437, Jóni Ólafssyni Hólmavík sími 13173 og Krist- ínu Einarsdóttur Patreksfirði i síma 1503. RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA 42 108 REYKJAVÍK SlMI: 3 42 36 Varahlutir í hemla Hemlaviðgerðir Hjólastlllingar Vélastlllingar '/r x\ —' Ljósastillingar jdLlÍLd Almennar viðgerðir Borðinn hf SMIÐJimiGI 24 SÍMI 72540 J7/ Orkumælar frá KAMJHTRtfP • MSTRO Æ/H Á ■ LJR HF. Innflutnlngur — Tjcknlpjónusta Rennslismælar frá HYDROMETER Sími652633 Þjóðviljinn Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl. 9.00 til 17.00 y Símar 681310 og 681331 ÞJÓÓVlLJWKl Miðvikudagur 14. ágúst 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.