Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 5
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Tyrkir með
augastað á íraska
Kúrdistan?
Harka er á ný að færast í
samskipti Týrklands og íraks út
af íraska Kúrdistan, eftir að
flug- og landher Týrkja gerðu
árásir á þorp og flóttamanna-
búðir þar. Að sögn Týrkja voru
þær árásir gerðar til að kiekkja
á skæruliðum kúrdneska PKK-
flokksins, sem á í skærustríðí við
Týrki og Týrkir segja hafa bæki-
stöðvar í íraska Kúrdistan.
Tyrkneskir ráðamenn hafa síð-
ustu daga hreyfi því að koma
þyrfti upp „öryggisbelti" í Kúrdist-
an sunnan tyrknesk-írösku landa-
mæranna, í þeim tilgangi að koma
í veg fyrir að PKK-menn geti lagt
leið sína fram og til baka yfir þau.
Mun vaka fyrir Tyrkjum að herlið
ffá þeim hafi gæslu á belti þessu.
Iraksstjóm mótmælti þessari
uppástungu Tyrkja harðlega i gær
og krafðist þess að þeir kveddu allt
lið sitt í íraska Kúrdistan norður
yfir landamærin þegar í stað. I
sambandi við þetta rifjast efalaust
upp fyrir írökum og öðrum að
Tyrkjum var þvert um geð að láta
núverandi íraska Kúrdistan af
höndum við hið nýstofnaða ríki Ir-
ak í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Turgut Özal, forseti Tyrklands (hér
f Mekka f pílagrímsferð)
er hann f landvinningahug?
Ehlendajr
FKETIIE
Sprenejiurt
varpaoá
kristniboða
Tveir 19 ára kristniboðar,
Nýsjálendingur og Svíi, biðu
bana og 36 félagar þeirra ffá
ýmsum Iöndum særðust er
tveimur sprengjum var varpað á
fund sem þeir héldu á laugardag
í Zamboanga á Mindanao, Fil-
ippseyjum. Um tilræðið er
grunaður múslími, sem lögregla
þar telur hafa heyrt einn kristni-
boðann kalla Múhameð spá-
mann lygara.
Fjölflokka-
kerfi ef...
Juan Escalona, forseti
þingsins á Kúbu, sagði á mánu-
dag að verið gæti að stjóm hans
innleiddi fjölflokkakerfi ef
Bandaríkin létu af fjandskap
sínum í hennar garð. Escalona
gaf jafnframt í skyn að hann
byggist ekki við breytingu fjót-
lega á stefnu Bandaríkjastjómar
gagnvart Kúbu.
35 af 148 féllu fyrir
vopnum eigin liðs
Af þeim 148 Bandaríkja-
mönnum, sem féllu í Persa-
flóastríði, biðu 35 bana fýrir
vopnum eigin liðs. 467 bandarískir
hermenn hlutu sár í þeim ófríði,
þar af 72 af vopnum sinna manna.
17 af hundraði Bandaríkjamanna
fallinna og særðra í Persaflóastríði
Bandaríkjahermaður á Arabfusandi -
slysaskot f hraöstrföf aö næturlagi.
hlutu sem sé skaða af vopnum eigin
liðs. Talsmaður bandaríska vamar-
málaráðuneytisins, sem gaf upplýs-
ingar um þetta í gær, sagði að senni-
lega væm ekki fýrirliggjandi dæmi
um það úr öðrum stríðum að svo
margir hlutfallslega af föllnum og
særðum eins hers létu lifið eða hlytu
sár af slysni af vopnum félaga sinna.
En þess er að gæta að takmarkaðar
rannsóknir um þetta hafa hingað til
verið gerðar eftir stríð. Um slysa-
dauða þennan í Persaflóastríði er
einkum kennt miklum hraða í sókn
bandamanna, sem og því að stríðið
fór mikið til fram að næturlagi og í
slasmu skyggni. T.d. vömðust flug-
menn bandamanna, sendir til árása á
íraskar skriðdrekafýlkingar, ekki allt-
af að meðan þeir vom á leiðinni á
vettvang höfðu bandarískir skriðdrek-
ar mðst inn í miðja óvinafylkinguna.
ypplýsingar um horfna
Israela lykilatriði í gíslamáli
Ori Sionim, helsti samn-
ingamaður ísraeis í líb-
anska gíslamálinu, gaf í
skyn í gær að Israelar kynnu að
iáta nokkra af iíbönskum og
palestínskum föngum sínum,
handteknum í Líbanon, lausa ef
þeir fengju fréttir af sjö ísrael-
um, sem hurfu í Líbanon. Lík-
legt er að sumir þeirra a.m.k.
hafi orðið fangar Sýrlendinga,
Palestínumanna og Líbanons-
sjíta.
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
Áttatíu og þrír skólanemar á
unglingsaldri, fimm kennarar
þeirra og bílstjóri fómst 3. þ.m. er
rúta sem þau vom með valt út af
vegi skammt frá Nyanga i austur-
hluta Zimbabwe. Er þetta mann-
skæðasta rútuslysið hingað til þar í
anna sem er aðalmálamiðlari í
leynilegum samningaumleitunum
í gíslamálinu, sagðist í gær telja
óhemju mikilvægt að orðið yrði
við kröfu Israela um upplýsingar
um horfna landa þeirra; væri það
lykillinn að því að árangur næðist
í samningaumleitununum.
Fangar þeir líbanskir og pal-
estínskir handteknir í Líbanon,
sem enn em í haldi hjá ísraelum
og líbönskum skjólstæðingum
þeirra em að sögn um 400.
landi. Bílstjórinn hafði að sögn
fyrir skömmu neytt áfengis er slys-
ið varð. Rútur í Zimbabwe em
sagðar margar gamlar og úr sér
gengnar og vöntun er á varahlutum
í þær. Em slys af þessu tagi þar í
landi algeng.
Perez de Cuellar - árangur undir þvl
kominn aö upplýsingar um Israelana
sjö veröi látnar f
89 fórust í rútuslysi
Handbók um sjálfsmorð
_ ' —t er komin í Bandaríkj-
J unum bók sem heitir
I „Síðasta útganga" eftir
Derek Humphry. Þar er
að finna ráð til manna sem haldn-
ir eru ólaeknandi sjúkdómum um
það, hvemig þeir geti stytt sér
aldur og bent á ýmsar Ieiðir til
þess. Þessi bók hefur hlotið
feiknaathygli og komist efst á
metsölulista yfir innbundar bæk-
ur í Bandaríkjunum.
Derek Humphrey, sem bókina
samdi er breskur að ætt. Hann hef-
ur áður skrifað bók sem lýsir því
hvemig hann hjálpaði eiginkonu
sinni, sem var haldin krabbameini,
til að binda endir á líf sitt. Hann er
nú framkvæmdastjóri félags sem
nefnist Hemlock Society, sem hef-
ur gefið þeim ráð sem sjálfsmorð
vilja fremja.
Harðar deilur eru risnar um
bók þessa. Margir sérfróðir menn
telja að þessi handbók í sjálfs-
morðum verði misnotuð af fólki
sem er í þunglyndiskasti eða jafn-
vel þeim sem eru að leita að leið til
að fremja morð sem gæti litið út
eins og sjálfsmorð.
Aðrir bera svo í bætifláka fyrir
rit þetta með því að segja, að hin
mikla sala á bókinni sé einskonar
mótmæli gegn læknastéttinni fyrir
að leyfa ólæknandi sjúklingum að
þjást von úr viti.
Guðfræðingar hafa mjög barist
gegn öllum hugmyndum um „líkn-
arrnorð" eins og þau heita. Þeir
benda m.a. á það hve vafasamt það
sé að fá nokkrum í hendur vald yfir
lífi og dauða.
Derek Humphry segir í samtali
við New York Times, að fólk sé
dauðþreytt orðið á siðfræðilegri
kappræðu um þeta mál milli heim-
spekinga og guðfræðinga. Meðal
fólks sé upp komin mjög sterkur
vilji til að fá viðurkenndan rétt
hvers og eins til að velja sér dauð-
daga.
Læknar eru ekki sammála um
slíka bók, flestir andmæla henni þó
harðlega. Sumir segja að það sé
mikil þörf fyrir upplýsingar af þvi
tagi sem íinna má í bókinni. Hins-
vegar geti ekkert tryggt að nokkur
fýlgist með því hver fær þær upp-
lýsingar né það hvort þær sé notað-
ar „ við réttar aðstæður" eins og
einn kemst að orði.
En einn af stjómarmönnum
Læknafélagsins bandaríska segir
að boðskapur bókarinnar sé „við-
bjóðslegur" og grafi beinlínis und-
an öllu siðgæði læknisfræðinnar.
Hann bætir því við að það sé ólög-
legt að læknir aðstoði fólk til
sjálfsvígs og að á okkar dögum sé
það með öllu óþarft að sjúklingur
líði óbærilegar þjáningar.
Annar læknir segir að bókin
geri ráð fyrir því að einstaklingur
hafi ákveðið að fremja sjálfsmorð.
Það ætti aldrei að gera ráð fýrir
slíku; það verður að vera eitthvað
svigrúm til að skipta um skoðun og
það ætti aidrei að gefa það upp á
bátinn að fá fólk til að hætta við
sjálfsvíg.
Sem fyrr segir óttast margir af-
leiðingar þess að bókin falli í
hendur þeirra sem haldnir eru
þunglyndi og öðrum sálrænum
kvillum.
Hitt er svo vitað, að margir
hafa keypt bókina af forvitni, ekki
vegna þess að þeir hafi minnsta
áhuga á að stytta jarðvist sína.
áb tók saman.
Seselj, foringi serbneskra skæruliða
Vopnahlé rofið
Útvarpið í Zagreb, höfuðborg
Króatíu, skýrði svo frá í gær-
kvöldi að þá fýrír skömmu hefði
brotist út bardagi i Slavóníu,
austurhluta lýðveidisins. Að sögn
útvarpsins byrjaði þetta þannig
að ráðist var á Borovo Naselje,
borg byggða Króötum, frá þorp-
inu Borovo Selo sem er á valdi
serbneskra skæruliða. Baríst var
með skotvopnum ýmiskonar og
sprengjuvörpum.
Ef rétt er með farið í þessari
frétt útvarpsins er hér um gróft brot
að ræða á vopnahléinu, sem að
nafhinu til hefur verið í gildi síðan
7. ágúst. Fréttir frá Serbum til sam-
anburðar lágu ekki fýrir í gærkvöldi.
Svo að segja samtímis því að bar-
dagi þessi hófst kom forsætisráð
Júgóslavíu saman á fund i Belgrad
til að leita leiða vopnahléinu til
tryggingar, samkvæmt frétt frá ráð-
inu.
.Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991