Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 13
 Jón Baldvin og heildverslunarpassinn SMÁFRÉTTIR | Tjarnir í Sandgerði skoðaðar Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands fer í vettvangsferð með- fram tveimur tjömum í Sandgerði annaðkvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Farið verður frá gamla Sandgerðishúsinu og gengið niður að Sandgerðistjöm austan hennar og áfram að Flankast- aðatjöm. Til baka verða gengnir kampamir milli tjamanna og sjáv- arins. Ólafur Karl Nielsen, fugla- fræðingur, verður mönnum til leiðsagnar ásamt staðarmönn- um. Ferðin tekur um tvo klukku- tíma og er þátttaka ókeypis. I Sangerðisbæ eru óvenju mörg líffík strandvötn með miklu fugla- lífi árið um kring. Þær, ásamt fjör- um sveitarfélagsins, eru náttúru- periur þess. Athygli verður vakin á þörfinni á tengingu tjamanna með göngustígum og að lífríki þeirra verði kannað nánar og fylgst verði með því af heima- mönnum, t.d. skólanemendum. íslenskar nútímabók menntir í Opnu húsi Dagný Kristjánsdóttir verður með fyrirlestur um islenskar nútíma- bókmenntir í Opnu húsi í Nor- ræna húsinu á morgun, fimmtu- dag kl. 19.30. Þetta ersíðasti fyr- irlesturinn í Opnu húsi á þessu sumri. Dagný flvtur fyririestur sinn á norsku. A eftir fyririestrin- um verður sýnd kvikmyndin Eld- ur I Heimaey. Stefan Sundström í Norræna húsinu Sænski vísnasöngvarinn og lagasmiðurinn Stefan Sundström heldur tónleika í fundarsal Nor- ræna hússins í kvöld kl. 20.30. Hann syngur eigin lög og Ijóð og væntanlega lög eftir Bellman og fleiri vísnasöngvara. Hann hefur verið kallaður sænskur Jagger og arftaki Vreeswijks og hefur einnig leitað í smiðju Freds Ak- erströms og fleiri. Textar Stefans þykja kjamyrtir og þykir hann af mörgum ögrandi. Hann stofnaði hljómsveitina Apache árið 1988 sem hefur notið mikilla vinsælda að undanfömu. Stefan vinnur mikið með böm og tónlist, fær þau til að tjá sig og skapa eigin verk. Aðgangur er ókeypis. Emil á Púlsinum Sönghópurinn Emil heldur tón- leika á Púlsinum á morgun, fimmtudag, kl. 22.00. Gestir Em- ils verða Anna Sigga og Ónefnd- ur kvartett. Efnisskrá er af ýms- um toga, ensk og íslensk síð- rómantík, madrigalar og swing. Síðast en ekki síst mun Óperu- stúdíó Emils ríða á vaðið með ,A little Nightmare Music“ óperu í einum óafturkallanlegum þætti eftir P.D.Q.Bach. Sönghópurinn Emil. Kammertónlist á Kirkjubæjarklaustri Helgina 16. til 18. ágúst verður kammertónlist flutt á Kirkjubæjar- klaustri á þrennum tónleikum. Það eru tónlistarmennimir Edda Eriendsdóttir og Selma Guð- mundsdóttir píanóleikarar, Ólöf K. Harðardóttir, sópransöng- kona, Pétur Jónasson, gítarieik- ari, Helga Þórarinsdóttir, víólu- leikari, Sigmn Eðvalds og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikarar og Gunnar Kvaran sellóleikari sem sjá um flutninginn. Á efnisskrá verða m.a. verk eftir Mozart, Beethoven, Schumann, Schu- bert, Moskovsky, Sarrasate, Áma Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Þórarinsson og Eyþór Stefánsson. Tónleikamir verða í félagsheimilinu Kirkju- hvoli kl. 21.00 á föstudag en kl. 17.00 á laugardag og sunnudag. Menn hafa haft áhyggjur af því hvað Jón Baldvin eigi eiginlega að gera núna þegar EES samningamir em fyrir bí. Einsog kunnugt er hef- ur hann verið á eilífúm þönum á milli landa undanfarin ár vegna þessara samninga og em til vís- indalegar tilgátur um að: I fyrsta lagi hafi hann verið meira í loftinu en á jörðu niðri og skýrir það ým- islegt í fari hans. I öðru lagi hafi hann eytt meiri tíma í flughöfnum en á öðrum jarðneskum stöðum þegar hann hefúr verið í jarðsam- bandi. í þriðja lagi hafi hann eytt fleiri nóttum i hótelrúmi en í rúm- inu á Vesturgötu þegar hann hefur sofið. Og í fjórða lagi hafi hann eytt meiri gjaldeyri en íslenskum krónum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Nú er Jón hinsvegar kominn heim og uppskeran úr flandrinu rýr. Hafa kratar miklar áhyggjur af þessu. Þykir þeim það síst til fram- dráttar lyrir flokkinn að hafa Jón of mikið heima. Kemur þar ýmis- legt til: I fyrsta lagi kynni slíkt að Lárétt: 1 dolla 4 nauðsyn 6 málmur 7 ákefð 9 mistök 12 sálir 14 vön 15 vafi 16 lokkaði 19 léleg 20 gagnslaus 21 hirsla. Lóðrétt: 2 slit 3 hæg 4 þroska 5 fitla 7 tíðast 8 félag 10 sjá 11 fugl 13 blett 17 hlass 18 leikföng. hafa óæskileg áhrif á þau plott sem í gangi hafa verið um að fella Jón Baldvin í næsta formannskjöri. í öðru lagi eru blaðamenn alltaf að spyrja Jón hvemig krötum gangi að fá stóru málunum framgengt i rikisstjómarsamstarfínu og verður ætíð svarafátt. Það ber jafnvel við að Jón hafi gleymt stóm málunum og þurfi Davíð sér við hlið til að minna hann á þau. I þriðja lagi finnst krötum hálf neyðarlegt að þurfa stöðugt að vera að hlusta á formann sinn svara fyrir Smjörva og Létt og laggott og þurfa að kyngja því að hann haldi að Davíð Scheving framleiði þessar vömr. Kratamir settu þvi frjáls- hyggjukolla sína í bleyti og leituðu lausna á þessum aðsteðjandi vanda. Margar hugljómanir áttu sér stað í hinum ýmsu kimum flokks- apparatsins. T.d. datt einum í hug að Jón Baldvin skipaði sjálfan sig sendiherra í Brússel, en það þótti ekki við hæfi þegar menn áttuðu sig á því að fyrrum formaður flokksins, Kjartan Jóhannsson, var Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 læst 4 form 6 aur 7 kapp 9 ás- ar 12 jatan 14 tjá 15 eik 16 tálmi 19 laun 20 óðan 21 rakka Lóðrétt: 2 æöa 3 tapa 4 fráa 5 róa 7 Ketill 8 pjátur 10 sneiði 11 rákina 13 tál 17 ána 18 mók sendiherra þar. Nóg að Jón velti Kjartani einu sinni úr sessi. Og kratar héldu áfram að hugsa. Hugs- ið ykkur bara. Kratamir hugsuðu svo mikið að allt í einu kviknaði á pemnni. Jón er orðinn svo vanur að ferðast um heiminn að við gerum hann að fararstjóra. Skömmu seinna birtist auglýs- ing í málgögnum Alþýðuflokksins, Alþýðublaðinu, Morgunblaðinu og DV, þar sem Ferðaskrifstofan Atl- antic auglýsti haustferð til Edin- borgar. Fararstjóri ferðarinnar er sjálfúr utanrikisráðherra landsins. Þar sem Jón Baldvin var ekki talinn trekkja nægilega í ferðina er Bryndís höfð með í för. Það verða að teljast gleðitíðindi að Jóni Bald- vini hafi verið fúndinn starfsvett- vangur við hæfi nú þegar EES samningamir em ekki Iengur á dagskrá. Þeir em þó til, sem finnst það ekki alveg við hæfi að utanríkis- ráðherra landsins sé fararstjóri í svona ferðum. Einkum þar sem APÓTEK Reykjavlk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 2. ágúst til 8.. ágúst er I Háaleitis Apoteki og Vesturbæjar Apoteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frldögum). Síðarnefnda apótekiö er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9- 22 samhliöa hinu fyrmefnda. LÖGGAN Reykjavlk...................« 1 11 66 Neyðam......................« 000 Kópavogur...................« 4 12 00 Seitjamarnes................» 1 84 55 Hafnarfjöröur...............* 5 11 66 Garðabær....................« 5 11 66 Akureyri....................« 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabllar Reykjavlk....................» 1 11 00 Kópavogur....................* 1 11 00 Seltjamarnes.................»1 11 00 Hafnarfjöröur...............«5 11 00 Garöabær.....................»5 1100 Akureyri.....................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavlk, Seltjarn-ames og Kópavog er I Heilsuverndar-stöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og timapantanir I « 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I símsvara 18888. Borgarspltalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt-alans er opin allan sólarhringinn, » 696600. Neyðarvak Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og stórhátlðir. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, » 53722. Næturvakt lækna, » 51100.- Garöabær: Heilsugæslan Garðaflöt, » 656066, upplýsingar um vaktlækni «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, ® 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farslmi). Keflavlk: Dagvakt, upplýsingar I » 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartlmar: Landspltalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spltalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Land-spltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöra-timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar-heimili Reykjavlkur v/Eiríksgötu: Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal-ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstööin við Barónsstlg: Heimsóknartlmi frjáls. Landakotsspltali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spltali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspltalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. ferð þessi er auglýst sem verslun- arferð. I auglýsingunni segir nefni- lega að innifalið í verði ferðarinnar sé sérstakur passi sem m.a. veiti aðgang að heildverslunum í Edin- borg. Fram til þessa hefur verið talið að utanríkisráðherrann ætti að gæta hagsmuna Islands á erlendri grund. Stór hluti af því er vitaskuld að gæta hagsmuna íslensks atvinnulífs erlendis. Það var að minnsta kosti yfirskin EES viðræðna ráðherTans. Hann uppskar hinsvegar ekki laun fyrir erfiðið og einsog alþjóð veit þá er Jón ekki lengi að venda sínu kvæði í kross. Öll munum við Við- eyjarævintýrið í vor. Jón Baldvin hefúr því ákveðið að gæta hagsmuna erlendra heild- sala og hjálpa íslenskum kaupæð- isfiklum að fylla ferðatöskur í er- lendum heildsölum og flytja skran- ið tolllaust til íslands. I stað toll- ftjáls útflutnings á sjávarafurðum til Evrópu kemur tollfijáls inn- flutningur á skrani ffá heildsölum í Edinborg. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjarnargötu 35, « 91-622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga- og ráögjafarsima félags lesbfa og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum timum. ® 91- 28539. Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sálfræði-legum efnum, « 91-687075. Lögfræðiaöstoð Orators, félags laganema, er veitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, » 91-688620. „Opiö hús" fýrir krabbameinssjúk-linga og aöstandendur þeirra I Skóg-arhllð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra I « 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: ® 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars slmsvari. Samtök um kvennaathvarf: ® 91-21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: » 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, » 652936. GENGIÐ 22.júll 1991 Kaup Sala Tollg Bandaríkjad.. .60, 810 60, 970 63,050 Sterl.pund... 103, 222 103, 494 102,516 Kanadadollar. .53, 098 53, 237 55,198 Dönsk króna.. . .9, 111 9, 135 9,026 Norsk króna.. . .9, 010 9, 033 8,938 Sænsk króna.. . .9, 697 9, 723 9,651 Finnskt mark. .14, 507 14, 546 14,715 Fran. franki. .10, 366 10, 393 10,291 Belg. franki. . .1, 710 1, 715 1, 693 Sviss.franki. .40, 328 40, 435 40,475 Holl. gyllini .31, ,284 31, 367 30,956 £>ýskt mark... .35, ,272 35, 365 34,868 1tölsk líra.. . .0, 047 0, 047 0, 046 Austurr. sch. . .5, ,012 5, 025 4,955 Portúg. escudo.0, ,410 0, 411 0,399 Sp. peseti... . .0, ,562 0, 564 0,556 Japanskt jen. . .0, 445 0, 446 0,456 írskt pund... .94, ,225 94, 473 93,330 LÁNSKJARAVÍSITALA Júni 1979 - 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035 mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070 jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093 júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121 ágú 1472 1743 2217 2557 2925 3158 aep 1486 1778 2254 2584 2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 des 1542 1886 2274 2722 2952 Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991 VEÐRIÐ KROSSGATAN H i?— i ■ jE

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.