Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 16
Þtóðyiltinn Miðvikudagur 14. ágúst 1991 TVÖFALDUR1. vinningur Lífsbjörg Súgfirð- inga til sölu Snorri Sturluson sveitar- stjóri á Suðureyri við Súgandafjörð segir að framtíð staðarins se nú al- farið í höndum stjórnmála- manna, eftir þá ákvörðun meiri- hluta stjórnar Fiskiðjunnar Freyju hf. í fyrradag að auglýsa hlutabréf fyrirtækisins í útgerð- arféjaginu Hlaðsvík hf. til sölu. Akvörðun stjómarinnar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir ibúa staðarins og þá einkum og sér í lagi vegna þess að ekki er svo ýkja langt síðan Hlutaíjársjóð- ur Byggðastofnunar hljóp undir bagga með fyrirtækinu í þeim björgunaraðgerðum sem síoasta rikisstjóm beitti sér fyrir til bjarg- ar útflutningsatvinnugreinum eftir viðskilnað stjómar Þorsteins Páls- sonar. Sjóðurinn á nú um 54% af hlutafé Freyju hf. sem aftur á móti á um 99% af hlutafé Hlaðsvíkur. Aðrir stórir hluthafar í fyrirtækinu eru Sambandið sem á um 17%, sveitarsjóður eitthvað svipað, og afganginn eiga einstaklingar í plassinu. Fyrirtækið gerir út eina togara $taðarins, Elinu Þorbjamardóttur IS sem hefur yfir að ráða um 2.100 tonna þorskígildiskvóta. Hjá fyrirtækjunum tveimur vinna hatt í eitt hundrað manns. Um síð- ustu áramót námu skuldir Freyju hf. um 520 miljónum króna og þar af em um 37 miljónir víkjandi lán frá ríkinu. Samkvæmt akvörðun stjómarinnar er þó gert ráð fyrir því að eitthvað af kvótanum verði skilið eftir í héraði við sölu Hlaðs- víkur eða að gerður verði löndun- arsamningur við tilvonandi kaup- endur. Sveitarstjórinn segir að það hafi verið stjóm Byggðastofnunar sem hafi tekið þessa afdrifaríku ákvörðun og þvi sé ábyrgð hennar mikil, fari svo að lífsbjörg bygðar- lagsins verði seld í burtu. Jafn- framt segir Snorri að með þessari ákvörðun um söluna hljóti að vakna sú spuming hvort fagleg vinnubrögð á rekstrarskilyrðum Freyju hf. hjá Byggðastofnun hafi verið látin víkja fyrir pólitískum þrýstingi á sínum tírna. Við þáver- andi endurskipulagingu fyrirtæk- isins lagði sveitarsjóður fram 27,5 miljón krónur í fyrirtækið, ein- staklingar 11 miljónir króna og verkalýðsfélagið Súgandi 2 milj- ónir. En samkvæmt lögum Hluta- bréfasjóðs má hann aðeins taka þátt í hlutabréfakaupum fyrirtækja sem talin eru eiga einhverja rekstrarlega framtíð. Svo virðist ekki vera um Freyju hf. sam- kvæmt fyrrnefndri ákvörðun stjómar Byggðastofnunar. Snorri Sturluson segir að trú- lega muni hreppsnefndin koma saman til fúndar í vikunni til að ræða þessa ógnvænlegu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum staðarins og ljóst að heimamenn verða að búa sig undir herferð til bjargar plássinu, ef ekki á ílla að fara. Af flmm manna stjóm Fiskiðj- unnar Freyju em aðejns tveir bú- settir á staðnum þeir Oðinn Gests- son og Lárus fjagalínsson. Hinir enj Aðalsteinn Óskarsson sem býr á Isafirði, en stjómarformaðurinn Helgi G. Þórðarson og Rikharður Jónsson hér syðra. -grh Pelé heiöursfélagi IA Brasilíska knattspyrnuhetjan Pelé vay gerður að heiðurs- félaga IA á Akranesi í gær þegar hann kom þangað í stutta heimsókn. Frá því kappinn kom til landsins á sunnudag hefur hann komið víða við og valdð hvarvetna mikla hrifningu, en í gær afhenti hann Háttvísisverð- laun KSÍ og VISA ísland fyrir júlímánuð. Prúðasti leikmaður 1. deildar í knattspyrnu í mánuðinum var Bjöm ,Jonsson FH, prúðasti þjálfar- inn Asgeir Elíasson Fram og Breiðablik prúðasta liðið. í 1. deild kvenna var lið IA það prúðasta, Tindastóll í 2. deild karla sem og þjálfari þess, en prúðasti leikmaður deildarinnar í júlimánuði var Bjami Sveinbjömsson Þór Akureyri. -grh Guðmundur Ingólfsson látinn Píanóleikari Guðmundur Ingólfsson andaðist 12. ágúst. Guðmundur var frábær djasspíanisti og mikil- vægur fyrir íslenskt tónlistar- líf. Guðmundur byijaði mjög snemma að fást við tónlist. Sex ára gamall hóf hann nám hjá Rögnvalcji Sigurjónssyni hér heima á Islandi, en fór síðan í framhaldsnám til Kaupmanna- hafnar þegar hann var fimmtán ára gamall. Þar stundaði hann nám hjá Axel Amljörð sem kenndi þar við akademíuna og var mjög Qölhæfur kennari. Guðmundur Ingólfsson dvaldist í tvígang í Osló við tónlistariðk- un, en þar í borg hefúr djass löngum verið í hávegum hafður og mjög háþróaður. Þar spilaði hann meðal annars með Dexter Gordon. Guðrpundur Ingólfsson kom heim til Islands 1977 og vann íslenskri djasstónlist ómetanlegt gagn. Þá hófú þeir samstarf naftiamir, hann og Guðmundur Steingrímsson, og það er ekki ofmælt að þeir hafi alið upp heila kynsloð tónlistarmanna. Meðal þeirra sem þroskuðust í skjóli Guðmundanna tveggja voru til dæmis Gunnar Hrafns- son, Bjöm Thoroddsen, Skúli Sverrisson og Þórður Högna- son. Fyrir utan fjölda samstarfs- verkefna gaf Guðmundur út fjórar skifur. Það vom Jassvaka, Nafnakall, Þjóðlegur fróðleikur og Gling gló. Guðmundur var atvinnu- hljóðfæraleikari frá 1955. Guð- mundur Steingrimsson sagði í samtali við blaðið að hann væri eini íslenski djassleikarinn sem hefði tekist að lifa af list sinni. Guðmundur Ingólfsson var fæddur 5. júní 1939. Hann lætur eftir sig þrjú böm. -kj Vaxtaskrúfan aðför að kjarasamningum Framkvæmdastjórn ,Verka- mannasambands Islands skorar á ríkisstjómina að grípa til aðgerða og lagasetn- ingar gegn skefjalausum vaxta- hækkunum undanfarinna vikna í ályktun sem var samþykkt á mánu- dagskvöld. „Vaxtahækkanir þessar ganga tvímælalaust gegn þeim markmið- um síðustu kjarasamninga að knýja niður fjámiagnskostnað og skapa atvinnulífinu rekstrarskilyrði og skapa möguleika til aukningar kaupmáttí'ir,“ segir í ályktuninni. VMSI ályktar að sú miljarða millifærsla fjármuna sem hefur átt sér stað sé aðfor að þeim kjara- samningum sem em í gildi og að- for að möguleikum þess að gera nýjan kjarasamning án þess að til vemlegra átaka komi í þjóðfélag- inu. Þá er bent á að líkur séu til þess að verðbólga verði innan við tíu Erósent á arinu og að þrátt fyrir að hafi lánastofnanir aukið vaxta- mun þannig að hann sé yfir tíu pró- sent. VMSI telur að þörf sé fyrir ríkið að knýja viðskiptabankana til vaxtalækkunar enda ríkið stærsti lántakandi á markaðnum. „Þær vaxtaákvarðanir sem ríkið og bankar hafa framkvæmt hafa nu egar sett í gang kostnaðarverð- óígu sem eykur vanda rikissjóðs, bitnar á atvinnulífinu og rýrir lífs- kjör almennings,“ ályktar Verka- mannasambandið. „Verkalýðshreyfingin mun ekki sætta sig við þá röngu og siðlausu tekjuskiptingu sem verður afleið- ingin af þeirri vaxtastefnu sem nú er Iátin viðgangast," segir að lok- um. -gpm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.