Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 2
Ekki er sopið álið...
Það var haldinn blaðamannafundur um álmálið
í fyrradag. Að vísu var ekki komið að því að
tilkynna að nú mætti undirrita samninga um nýtt
álver á Keilisnesi. En það var óspart látið í veðri
vaka að nú væri senn að þeirri stund komið. Efn-
islegt samkomulag hefur tekist um öll meginatriði
samninganna, sögðu iðnaðarráðherra og tals-
menn Atlantsálfyrirtækjanna. Nú er bara að snúa
sér að því að semja við banka um að fjármagna
framkvæmdir. Auk þess sem eftir er að leysa úr
einhverju sem kallað er „ákveðin smáatriði".
Þetta eru allt fréttir en samt vitum við ekki
mjög mikið. Iðnaðarráðherra sagði, eins og marg-
ítrekað er í öllum fjölmiðlum, að hann mundi ekki
skýra frá efnisatriðum þess samkomulags sem
tekist hefði. Fyrst yrði að kynna það stjórn Lands-
virkjunar og fleirum. Og þá vakna strax upp
spurningar hver annarri merkari: Hvað skyldi það
vera í margræddu samkomulagi sem er til muna
frábrugðið þeim drögum sem Jón Sigurðsson,
iðnaðarráðherra hafði á sínum borðum í fyrra-
haust? En eins og menn muna gerðist það þá, að
Davíð Oddsson, þá borgarstjóri og stjórnarmaður
í Landsvirkjun, fórnaði höndum yfir því hve óhag-
stæð raforkusölukjör voru á dagskrá. Gott ef
hann sagði ekki að boðið væri upp á bullandi tap
af raforkusölu fyrstu 10-15 árin og svo nokkuð
svo óvissar vonir um að takast mætti að vinna
það tap upp á lokaskeiði samningstímans. Og
semsagt: Gaman væri að vita hvaða kraftaverk
hefðu síðan gerst sem fengju m.a. Davíð Odds-
son, forsætisráðherra til að fagna því samkomu-
lagi sem nú er verið að kynna.
Við vitum það ekki á þessari stundu. Efnisat-
riðin eru enn trúnaðarmál. Ef marka má sjón-
varpsfréttir þá varð iðnaðarráðherra ekki sérlega
vel við að tiltekin tala var nefnd sem byrjunarverð
á orku til álvers miðað við álverð í dag. Jóhannes
Nordal sagði það væri 10 mills. eða kannski
helmingur af framleiðsluverði. Þær upplýsingar
voru svo vafnar í drjúgan orðalopa: Upphafsverð-
ið segir ekki alla sögu, sögðu menn, álverð er
óvenjulágt eins og stendur, því er spáð að það
muni fara hækkandi, nú er rétti tíminn til að hefj-
ast handa.
Það er sjálfsagt rétt að „upphafsverð“ segir
ekki alla sögu. En hitt sýnist Ijóst, að sem fyrr er
stefnt á mjög hæpinn orkusölusamning. Eitt sinn
voru mjög uppi hafðar þær röksemdir gegn eign-
araöild íslendinga að álfyrirtækjum, að við mætt-
um ekki leggja í þá áhættu sem sveiflur á álverði
væru; okkur væri best að selja barasta orku á
föstu verði. Nú er búið að fella allt það tal; þvert á
móti er nú komið á sem rækilegastri fastateng-
ingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli.
Því fylgir gífurleg áhætta og lítil hagnaðarvon.
Jón Sigurðsson kveðst „trúa“ því, að allt gangi
upp. Hann kveðst hafa spásagnir sérfróðra með
sér. En spásagnir eru einatt sem skrifaðar með
gaffli á sjóinn. Til dæmis er niðursveifla á álverði
nú langtum dýpri en allar spár sögðu.
Sem fyrr segir: Efnisþættir eru í þoku. Við vit-
um enn fátt um mengunarvarnir og um orkukaup-
skyldu Atlantsálfyrirtækja og fleira. En við vitum
að þótt framkvæmdir á Keilisnesi nú yrðu vita-
skuld búhnykkur hjá mörgum í bili, þá er eins víst
að við séum, þegar til lengri tíma er litið, á leið
inn í enn einn „öíugan bisness"; ekki er fiskeldið
fyrr í hnút komið en álævintýri tekur við.
ÁB
Þtqdviiltinn
Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagiö Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvik.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaö: 170 kr.
Áskriftarverö á mánuöi: 1200 kr.
UPPT & SKOKIÐ
ivirs on uranium
sales to Iraq
British exports used for nuclear bomb programme
Að selja bófum vopn
Þegar Saddam Hussein hafði
hertekið Kúveit hófst mikil leit að
sökudólgum. Fjölmiðlar settu upp
hneykslissvipinn og spurðu: Hver
hefur selt þeim óða hundi öllu
þessi vopn? Þeir þurftu ekki lengi
að spytja. Það höfðu allir sem vett-
lingi ,gátu valdið á vopnamarkaði
selt Irak sitt af hverju sem nota
mátti í vígbúnaðarvélina. Þýsk fyr-
irtæki fengu mjög á baukinn fyrir
að selja Saddam Hussein ýmislegt
sem hann þurfti í sínar eldflaugar
og þá ekki síður til að koma sér
upp eiturvopnabirgðum. En söku-
dólgamir voru margir. Til dæmis
hefur Sunday Times í Bretlandi
verið að birta forsíðufréttir af því
að undanfömu, að bresk fyrirtæki
hafi tekið þátt í þeim eiturefnabis-
ness sem kostað hefur þúsundir
manna lífið í írakska Kúrdistan.
Auk þess sem það kemur nú á dag-
inn, að Bretar fluttu út til Irak árin
1989-1990 8,6 tonn af úrani og
öðmm efnum sem hjálpað gætu
Saddam Hussein að koma sér upp
kjamorkuvopnum.
Frjáls verslun
með dauðann
Ólíkustu aðilar vildu selja
Saddam Hussein vopn blátt áfram
vegna þess að hann vildi kaupa.
Hér er komið að mikilvægum
punkti í fijálsri verslun, og þá veit
enginn sitt rjúkandi ráð. Fijáls
verslun er nefnilega ein af sárafá-
um helgum kúm sem enn slafra í
sig gras jarðar.
Og mætti þá skjóta inn smá-
vægis reynslu. Þessi Klippari hér
lenti í vetur leið á fundi með
Heimdellingum sem vom að velta
fyrir sér Flóabardaga og hvort
hægt hefði verið að komast hjá
honum. Það var aðeins minnst á
nauðsyn þess að koma á eflirliti
með vopnasölu til Austurlanda
nær. En Heimdellingar töldu allt
slíkt af og frá; það mátti ekki tmfla
frjáls viðskipti. Ekki heldur með
vopn. (Og þá væntanlega ekki
heldur með úran og græjur til að
framleiða með eiturgas). En hvem-
ig átti þá að koma í veg fyrir að
jaxlar á borð við Saddam Hussein
kæmu sér upp „staðbundu stór-
veldi“ sem ógnaði nágrönnum sín-
um með hervaldi? Heimdellingar
vissu ekki svar við því. Þeir sögðu
bara að frelsinu fylgdi ábyrgð. Það
væri bara þannig að frelsinu fylgdi
ábyrgð, það yrðu menn að viður-
kenna í verki. Og hversvegna ættu
þeir að gera það ef þeir græddu fé
á ábyrgðarleysinu? Við því fékkst
náttúrlega ekkert svar.
Að skrásetja
vopnakaup
Þetta kemur upp í hugann þeg-
ar litið er á grein í „Intemational
Herald Tribune“ frá því í fyrri
viku. Hún fjallar um það, að á
fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja
heims hafi það verið samþykkt að
skrá skuli vopnasölur miili ríkja -
eftir að þær hafa farið ffam.
Höfundur greinarinnar telur
þessa hugmynd heimskulega og
virðist einna helst líta á hana sem
vandræðalegan kattarþvott.
Hann segir að vopnasöluskrán-
ing bæti eldci neitt að ráði þær
upplýsingar sem menn hafa um
vopnaviðskipti. Sérhvert ríki sem
hefúr sæmiiega leyniþjónustu, seg-
ir hann, veit vel hvað er selt og
hvert það fer.
Síðan spyr höfundur (sem heit-
ir Richard J. Astor) hvort ætlunin
sé að slík skráning á vopnavið-
skiptum komi í veg fyrir að mikil
og háskaleg vopnabúr verði til á
tilteknum stöðum? Það mundi
krefjast samnings og eftirlitsveita
með vald til að stöðva vopnasölur,
eftir að það sama alþjóðlega vald
hefði úthlutað hveiju landi eins-
konar kvóta að því er varðar teg-
undir og magn vopna sem hver
kaupandi mætti fá.
Þetta er, segir greinarhöfundur,
óframkvæmanlegt. Og hann bendir
fyrst á þá höfuðástæðu að iðnveld-
in sjö, sem fyrrgreinda samþykkt
gerðu, þau vilja engan slikan
samning. „Vegna þess að svo mik-
ið af þeirra efnahagsumsvifum eru
tengd útflutningi vopna“.
Bann og hagsmunir
Niðurstaðan er með öðrum
orðum sú, að eftirlit með vopna-
sölu sé fyrirfram dæmt úr leik.
Vegna þess hve rammir hagsmunir
eru því tengdir að þau viðskipti
haldi áfram. Og þó er ofmælt að
eiginleg „frjáls verslun" með vopn
fari fram. Það fór ekki ffam vopna-
verslun milli austurs og vesturs
meðan kalda striðið var og hét.
Allir kannast við bannlista yfir
tæknivörur sem Nató bannaði að
selja til Sovétblakkarinnar á þeim
forsendum að þar væru hlutir sem
kæmu að gagni í þróun nýrra
vopnakerfa. Og svo á að heita að í
gildi séu samningar sem setja elk-
ur við vési eitur- og sýklavopna-
framleiðenda. Að ógleymdum
samningu um bann við útbreiðslu
kjamorkuvopna. Menn hafa ekki
verið svo rammir frjálshyggju-
menn i viðskiptum að þeir hafi
mælt með því að allar þessar „við-
skiptahömlur“ væru látnar fara
lönd og leið.
Oft var þörf
Samt er það vafalaust rétt hjá
þeim greinarhöfúndi sem hér er til
vitnað: Það em rammir hagsmunir
sem spilla fyrir öllu sem heitir al-
þjóðlegt samkomulag um takmark-
anir á vopnasölu. Og væri þó ekk-
ert gagnlegra þjóðum þriðja
heimsins en einmitt einhverskonar
allsheijarsamkomulag sem kæmi í
veg fyrir að ráðandi klíkur i þeim
rikjum eyddu gífurlega stómm
hluta rýrra þjóðartekna i að hlaða
undir heri sína. Sem í flestum til-
vikum em notaðir gegn eigin
þegnum.
Astor, sá sem greinina skrifaði
í Intemational Herald Tribune,
hann sér ekki aðra leið út úr
ógöngum vopnaviðskipta en að
reyna að koma i veg fyrir að vopn-
in sem seld em verði notuð. Og
hvemig á að gera það? Með því að
gera viðkomandi ríki háð helstu
viðskiptablökkum heims efhahags-
lega og hóta þeim viðskiptaþving-
unum ef þau hagi sér ekki skikkan-
lega.
Hver hengir bjölluna
á köttinn?
Það má svosem reyna þetta.
Vandinn er bara sá að svo mörg
þriðjaheimslönd eru nú þegar látin
sæta „viðskiptaþvingunum“ án
þess að hafa til saka unnið í
vopnaglamri. M.ö.o. þau standa
mjög höllum fæti í viðskiptakerfi
heims, t.d. í viðskiptum með land-
búnaðarvörur. Og í öðm Iagi: Hvar
er hinn pólitíski vilji? Nú er enn
ráðist á þorp Kúrda og þar em ekki
menn Saddams Hússeins að verki,
heldur Tyrkir. Þeir ern háðir Evr-
ópubandalaginu og þeir ern í Nató;
en aldrei em þeir beittir neinskonar
refsiaðgerðum fyrir það að neita
Kúrdum um tilvemrétt í sínu landi.
Gáum að þessu.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991
Síða 2