Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Blaðsíða 7
Alafoss mun ekki flytja starfsemi sína til útlanda lafur Ólafsson fram- f ^Vkvæmdastjóri rekstrar- I Ifélagsins um Álafoss sagði á fundi með starfs- mönnum þess á Akureyri í gær að fyrirtækið muni ekki flytja starfsemi sína til útlanda né að það muni láta framleiða fyrir sig erlendis. En eins og kunnugt er þá hafa komið fram hugmyndir um að flytja starfsemi fyrirtækisins til út- landa og þá jafnvel til Litháen vegna minni framleiðslukostnaðar þar en hér heima. Starfsemi verksmiðjanna hófst að nýju í byijun mánaðarins eftir sumarfrí. Eirihver fækkun hefur orðið í fjölda starfsmanna eftir sumarleyfi, og svo virðist sem nokkrir hafi útvegað sér vinnu ann- arsstaðar vegna þeirrar óvissu sem ríkir um ffamtíð ullariðnaðarins. Á fundi forráðamanna fyrirtækisins með stjóm Iðju, félags verksmiðju- fólks þar nyrðra í gær var skriflega gengið ffá yfirtöku rekstrarfélags- ins á aðalkjarasamningi Iðju. Ar- mann Helgason varaformaður verkalýðsfélagsins segir að hins- vegar sé eftir að ganga frá bónus- samningum við hið nýja rekstrarfé- lag effir að það tók yfir rekstur verksmiðja Álafoss. En eins og kunnugt er þá er tilgangur rekstrar- félagsins um Álafoss tvíþættur: Annarsvegar_ að lágmarka tjón Landsbanka Islands og hinsvegar að halda starfseminni gangandi. Varðandi ffamtíð ullariðnaðar- ins á Akureyri sagði Ármann að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar væri að vinna að tiliögum þar að lútandi og hefði þegar lagt hugmyndir sín- ar fyrir atvinnumálanefhd bæjar- ins. Þær yrðu síðan ræddar frekar á fundi bæjarráðs á morgun, fimmtu- dag._ Ármann sagði að sumar deildir fyrirtækisins eins og vefdeildin yrðu starffæktar ffam til 1. nóvem- ber og sauma- og pijónadeildin til 15. desember. -grh Kvennaráðstefnan ekki haldin hér á landi Alþjóðlega kvennaráð- stefnan sem áætlað var að halda hér á landi í júní 1992 hefur verið felld niður. Konur í íslensku undir- búningsnefndinni sáu sér ekki fært að halda ráðstefnuna hér á landi þar sem fjárhagslegur grundvöllur fýrir henni hafði enn ekki verið tryggður. Islenskar konur úr Kvenrétt- indafélagi Islands og stjómmála- flokkum og -samtökum sem sæti áttu á Alþingi á síðasta kjörtíma- bili hafa undanfarið unnið að und- irbúningi alþjóðlegu kvennaráð- stefnunar hér á landi. Hugmyndin að ráðstefnunni kviknaði þegar bandaríska kvenfrelsiskonan Betty Friedan kom til Islands í boði Kvenréttindafélagsins í júní 1990 ásamt hópi bandarískra kvenna sem unnið hafa lengi í kvennabar- áttu. Undirbúningur ráðstefnunnar hefur verið samvinnuverkefni ís- lenskra og bandarískra kvenna, en fjármögnun hennar var verkefni bandarísku kvennanna. Ráðstefnan átti upphaflega að verða í júní 1991, en var ffestað til júní 1992. Sú frestun varð bæði vegna tíma- skorts, en einnig vegna þess að fjáröflun gekk hægar en búist var við._ I fféttatilkynningu frá undir- búningsnefnd ráðstefnunnar segir að íslenskar og bandarískar konur telji þó enn mjög brýnt að halda al- þjóðlega ráðstefnu kvenna þar sem áhersla verði lögð á nýja sýn, sýn kvenna í aðþrengdum heimi. Þörf er á nýju gildismati við nauðsyn- lega uppstokkun og endurbyggingu samfélagsins. Réttindabarátta kvenna á enn langt í land, og þar sem réttindi kvenna hafa þegar verið tryggð, jafnvel með lögum, reynast þau hverful og hafa verið skert þegar minnst varir. Hugmyndin um alþjóðlega kvennaráðstefhu á enn fylgi að fagna meðal þeirra reyndu baráttu- kvenna sem sóttu undirbúnings- fundinn í Bandaríkjunum og verð- ur áfram unnið að því að hún verði að veruleika. -KMH Framkvæmdum frestað við Fljótsdalslínu, en málið er í athugun Náttúrvemdarráð sendi Landsvirkjun í vikunni bréf þar sem þess var farið á leit við fyrirtækið að það frestaði öllum rannsóknum vegna Jínulagningar Fljótsdalslínu 1 yfir Ódáðahraun - um er að ræða syðstu leiðina svokölluðu. Náttúm- vemdarráð vill að Landsvirkjun kanni á sambærilegan hátt mögu- leikana á línulagningu meðffam byggðalínunni sem nú er, auk þess sem kannað yrði hvort leggja mætti hluta línunnar um jarðstreng í Mývatnssveit áður en því er sleg- ið fostu hvaða kostur er vænlegast- ur. Ráðið hafði á fimmtudag í síð- ustu viku veitt leyfi til rannsókna í Ódáðahrauni, en það var dregið til baka á fostudagsmorgun - sama dag og landverðir Náttúruvemdar- ráðs funduðu um málið og mót- mæltu leyfísveitingunni. „Við þurfum að athuga hvaða rannsóknir og mælingar þurfa hér frekar til að koma á byggðalínu- leiðinni til að gera þetta fyllilega sambærilegt," sagði Halldór Jónat- ansson forstjóri Landsvirkjunar í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann bætti við að það þyrfti einnig að kanna hvað þetta væri tímafrekt og hvað það myndi kosta. Meta þyrfti umfang rannsóknanna í sam- ráði við Náttúruvemdarráð áður en tekin yrði afstaða til hvað yrði gert. Á meðan liggja allar rannsóknir á línustæðunum niðri. Landsvirkjun hefúr að undan- fomu verið að rannsaka línustæðið yfir Ódáðahraun, án þess að það hafi verið auglýst af Skipulagi rík- isins. Skipulagið hélt að sér hönd- um meðan verið var að vinna um- hverfislegt frummat á línustæðum á svæðinu, einsog skýrt var frá í Þjóðviljanum í síðustu viku. Nið- urstaða frummatsins var ekki af- gerandi fyrir neitt eitt línustæði, þó það varpi sínu ljósi á stöðu mála, sagði Halldór. Hann sagði að ekki væri hægt að áætla á stundinni hvað það tæki langan tima að meta umfang rann- sóknanna þannig að það yrði að koma í ljós næstu daga. „Það var meiningin að ljúka mælingunum yfir Ódáðahraun í ágúst og september, þannig að það getur orðið mjög bagalegt ef ekki tekst að ljúka öllum mælingum áð- ur en vetur gengur í garð,“ sagði Halldór. Hann vonast til þess að menn nái áttum í málinu og sagði að Landsvirkjun léti þetta mál allt saman ekki kosta vinslit milli fyrir- tækisins, Náttúrvemdarráðs og Skipulags ríkisins. Hann sagði að samvinna þessara aðila hefði verið mjög góð hingað til. -gpm Eiöur Guönason umhverfisráöherra Arnþór Garðarsson formaöur Náttúruverndarráðs og Þóroddur Þóroddsson framkvæmdastjórí þess kynna Náttúruverndarmerkiö ( gær. - Mynd: Jim Smart. Húsendur afla fjár í Friðlýsingarsjóð Náttúruverndarráð hef- ur gefíð út sérstakt Náttúruverndarmerki í samvinnu við banda- rískt útgáfufyrirtæki í því skyni að efla Friðlýsingarsjóð, sem ætlaður er til sérstakra verkefna í náttúruvernd. Merkið prýðir mynd af þremur húsöndum á flugi yfir Laxá í Mý- vatnssveit. Myndina málaði banda- ríski listamaðurinn David Maass, sem getið hefur sér gott orð í heiminum fyrir náttúrulífsmyndir sínar. Númeraðar eftirprentanir af myndinni verða einnig seldar, og þarf fólk að snúa sér til Náttúr- vemdarráðs fyrir lok þessa mánað- ar hafi það hug á að panta merki eða eftirprentun. Að sögn Amþórs Garðarssonar formanns Náttúmvemdarráðs er vel við hæfi að fyrsta merkið af þessu tæi á íslandi prýði mynd af Mývatnssveit því ætlunin er að nota fyrsta ágóðann af sölu þess til að opna fræðslustofú á Mývatns- svæðinu, þar sem ferðafólk getur fengið hvers konar upplýsingar um Mývatn og nágrenni þess. En til- gangur Friðlýsingarsjóðs er sá að efla fræðslu á friðlýstum svæðum og til landakaupa vegna friðlýs- inga. Frú Vigdís Finnbogadóttir er stuðningsmaður þessa verkefnis og áritar hún hluta af útgáfúnni, alls um 250 eintök. Fjöldi eflirprentana áletraðra af David Maass fer eftir Qölda pantana. Alls verða gefin út tvöhundmð þúsund eintök af merkinu sem frímerki, sem er þó ekki póstburðarmerki, að sögn Þór- odds Þóroddssonar framkvæmdar- stjóra Náttúmvemdarráðs. Vonast er til að selja merkið bæði hér heima og erlendis, en bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum em nátt- úmlífsmyndir mjög vinsælar. Þór- oddur sagði Náttúmvemdarráð vonist til að samanlagður gróði af eftirprentunum og merkjum gæti orðið á milli þrjátíu og fjörtíu milj- ónir. Merkið var í gær kynnt blaða- mönnum á sérstökum fúndi. Eiður Guðnason umhverfisráðherra sagði af því tilefni að framtak Náttúm- vemdarráðs væri lofsvert, og að hann væri þess fullviss að það gæfi jafn góða raun hérlendis og víðast hvar erlendis þar sem þessi leið hefúr verið farin í fjáröflunarskyni. Náttúrvemdarráð stefnir að því að gefa út slík aukamerki árlega og hefur þegar gert samning við bandaríska útgáfufyrirtækið Gris- ham’s Art um útgáíú merkja 1992 og 1993. Merki af þessu tæi em nýlunda í Evrópu, en fyrirmynd þeirra em svonefhd „Duck Stamps" sem giltu sem veiðiréttindi. Þegar öndum fækkaði tóku náttúrvemdarsinnaðir menn upp á því að kaupa slík merki til þess eins að nota þau ekki. BE Húsendur fljúga yfir Laxá f Mývatnssveit að voriagi, myndinni er ætlaö að efla Friölýsingarsjóö. Ný viöskiptabókun Viðskiptabókun milli ís- lands og Sovétríkjanna um gagnkvæmar vöru- afgreiðslur á árunum 1991-92 var undirrituð í Moskvu 8. ágúst síðastliðinn. Hún er byggð á vjðskipta- og greiðslu- samningi íslands og Sovétríkj- anna frá 1953. Bókunin miðast við viðskipti sem beinast að hefðbundnum vömtegundum í viðskiptum land- anna. Þannig er áfram gert ráð fyrir útflutningi freðfisks, saltsíldar, niðursoðins og niðurlagðs fiskmet- is, ullarvara, rálningar, véla og tækja til fiskvinnslu og fleiru til Sovétrikjanna, segir í fréttatilkynn- ingu frá utanrikisráðuneytinu. Af sovéskra hálfu er áréttaður vilji til að selja Islendingum gasolíu, svartolíu, bensín, timbur, bifreiðar, vélar og tæki m.a til virkjana og vegagerðar, og fleira. -gpm Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.