Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 1
154. tölublað Fimmtudagur 15. ágúst1991 56.árgangur Alvarlegt að blekkja fólk til fylgis við skammtímaávinning Svavar Gestsson, alþingismaður, hefur óskað eftir því að iðnað- arnefnd Alþingis komi saman til fundar um álmálið og hefur formaður hennar, Össur Skarphéðinsson, boðað fund í næstu viku. Stjórn Landsvirkjunar fundar um raforkuverð til álvers í dag. Svavar, sem á sæti í iðnaðar- nefndinni, segir að nefndinni hafi ekki borist neinar upplýsingar um álsamningana frá ríkisstjóminni heldur aðeins greinargerðir iðnað- arráðuneytis síðast íýrir mánuði. „Ég tel mjög alvarlegt hvemig iðnaðarráðuneytið hefur matreitt áróðursíféttir um þetta mál,“ segir Svavar. „Iðnaðarráðherra hefur áð- ur haldið blaðamannafundi og sagt að samningum væri lokið en síðan hefur komið á daginn að svo er ekki. Það gerðist síðast fyrir ná- kvæmlega ári síðan og þá sagði ráðherrann að frumvarp yrði lagt fyrir þingið á fyrstu dögum þess en ekkert slíkt gerðist. Það er bersýni- lega mjög margt eftir í þessu dæmi og þetta getur stoppað hvar sem er. Fjármögnunin er eftir og þegar henni er lokið getur þurft að setjast niður aftur til að breyta samning- unum til að uppfylla þær kröfur sem fjármögnunarfyrirtækin gera. Það er því ömgglega mikil vinna eftir í þessu. Þar sem við höfum ekki fengið upplýsingar frá ríkis- stjómnni veit iðnaðamefnd ekki hvemig þetta lítur út í smáatriðum en ef orkuverðið er það sem það var í fyrra þá er það alltof lágt. Það er undir kostnaðarverði og þó að það sé hægt að sýna fram á skammtímaávinning fýrir þjóðar- búið þá er heildardæmið þannig að það getur orðið tap á því á þeim 25-30 árum sem samningurinn er í gildi. Það er mjög alvarlegt að reyna að blekkja fólk til fylgis við slíkan samning um skammtima- ávinning og láta sem allt sé í lagi allan samningstímann út á það. Það er gert ráð fyrir afslætti á orkuverðinu í allmörg ár og að það geti farið hærra með tímanum. Það réttlæta þeir með því að annars sé Blanda ónýt. Blönduvirkjun er metin á núll inn í dæmið. Með þvi að gefa eitt stykki virkjun fá þeir út að þetta geti verið hagstætt,“ sagði Svavar Gestsson. -vd. Vatnsveita Reykjavíkur stendur fyrir umfangsmiklum framkvæmdum við vatnsból borgarbúa. Hættan á mengunarslysum er alltaf fyrir hendi, svo varúðarráðstafanir eru miklar. Mynd: Jón Fjörnir. Lélegri grásleppuvertíð lokið Taugamar þandar vegna framkvæmda í Heiðmörk Grásleppuvertíðin í ár brást nær alveg víðast hvar og nemur heildar- aflinn aðeins um 9 þús- und tunnum. Talið er að útflutn- ingsverðmæti grásleppuafurða geti numið um einum miljarði króna. AIIs fengu um 500 bátar leyfi til veiðanna en talið er að um 100 þeirra hafi ekki nýtt sér veiðileyfin. A síðasta ári stund- uðu veiðarnar um 210 bátar. Af einstökum svæðum var ver- tíðin einna skást hjá grásleppukörl- um í Siglufirði, Ólafsfirði, Strönd- um og við Breiðafjörð. Þessi dræma veiði hefur ollið hagsmuna- aðilum miklum vonbrigðum og þá sérstaklega vegna þess að búið var að spá því að veiðin yrði góð vegna þess að skilyrðin í sjónum hafa verið betri en oft áður. Af þeim sökum voru menn bjartsýnni en áður í vertíðarbyrjun og meðal annars var tryggð fýrirframsala á um 16 þúsund tunnum. Þá hefur veiði einnig verið dræm hjá Kan- adamönnum. 1 ljósi þess er viðbúið að eftirspumin eftir grásleppuaf- urðum verði meiri en framboðið og ekki ólíklegt að það muni vanta um 12-17 þúsund tunnur á heims- markaðinn sem þarf um 45 þúsund ttmnur í það heila. Sævar Einarsson, grásleppukarl á Sauðárkróki, segir að viðbúið sé að margir hafi farið fjárhagslega illa út úr vertíðinni. Þá fái 6 - 10 tonna bátar ekki krókaveiðileyfi og margir grásleppukarlamir hafi ekki heldur neinn þorskkvóta. Vegna vertíðarbrestsins hefur verið farið þess á leit að trillukörlum verði bættur upp skaðinn og þá einkum í þá vem að þeir fái krókaveiðileyfi. Niðurstaða í því máli liggur þó ekki enn fyrir. Ástæður veiðibrestsins á grá- sleppuvertíðinni liggja ekki á hreinu en menn hafa þó ýjað að því að orsakanna geti verið að leita í seiðadrápi loðnu- og rækjuveiði- skipa og jafnvel ofveiði. -grh Síðustu vikurnar hafa stað- ið yfir umfangsmiklar framkvæmdir í Heiðmörk á vegum Vatnsveitu Reykjavíkur. Gífurlegar öryggis- ráðstafanir eru gerðar við áfyil- ingu olíu á vinnuvélar, þar sem olíuslys gæti hæglega eyðilagt vatnsbólið í Gvendarbrunnum. Nýlega voru tugir tonna af jarð- vegi mokaðir burtu vegna nokk- urra olíulítra, sem glutruðust niður. Lagning mikillar vatnsleiðslu ofan úr Vatnsendakrika niður í Gvendarbmnna með tilheyrandi dælustöðvum hefur í for með sér miklar varúðarráðstafanir vegna hugsanlegrar mengunarhættu. Samkvæmt upplýsingum Þjóðvilj- ans er dælt eldsneyti á þær vinnu- vélar sem að staðaldri em á svæð- inu á hveijum morgni, en þess er gætt að ekki standi olía á vélunum yfir nóttina. Meðan oliubíll sem flytur eldsneytið er á ferðinni yfir grunnvatnssvæði vatnsbóls Reyk- víkinga, em menn frá verktökum og Vatnsveitu Reykjavíkur í stöð- ugu símasambandi við höfuðstöðv- amar, þar sem tilbúnar em áætlanir um aðgerðir ef eitthvað fer úr- skeiðis. Ekki er vanþörf á, því þeg- ar olíu var dælt á eitt vinnutækið í vor, glutmðust niður nokkrir lítrar af olíu. Við þetta slys var 30 tonn- um af jarðvegi mokað burt. For- ráðamenn Vatnsveitu Reykjavíkur vilja ekki kannast við þetta mál, en hafa ekki útilokað að þetta gæti hafa gerst í vor. Þóroddur Sigurðsson, forstjóri Vatnsveitunnar, segir að í gegnum tíðina hafi farið niður olía á þessu gmnnvatnssvæði og hægt hafi ver- ið að fjarlægja jarðveginn á því svæði. Hann segir og að þær fram- kvæmdir sem nú fari fram á vegum Vatnsveitunnar séu nauðsynlegar. - Við erum að vinna að því að flytja vatn þama uppeftir af öðmm svæðum og með því móti er betur hægt að bregðast við mengun ef til kæmi, segir Þóroddur. Vignir Sigurðsson, eftirlits- maður Heiðmerkur, segir að við framkvæmdir Vatnsveitunnar séu viðhafðar gífurlegar öryggisráð- stafanir. - Ég held að varla væri hægt að gera þetta betur. Það er passað upp á að hafa enga olíu á þeim tækjum sem em á svæðinu yfir nótt. Þegar olíu er dælt á tækin em menn í stöðugu símasambandi, sem þeir reyndar em allan daginn. Það er hægt að segja að tækin sem fara inn á svæðið séu svo til 100 prósent ömgg varðandi mengunar- slys, sagði Vignir. Þóroddur og Vignir tjáðu Þjóð- viljanum að talandi um mengunar- hættu væri vert að gefa umferð hestamanna um Heiðmörkina gæt- ur. - Fjöldi þeirra hesta sem fara hjá vatnsbólum Reykvíkinga er orðinn slíkur að horft gæti til vand- ræða. Þeir skilja eftir sig úrgang sem aðrar lífverur og ekki loku fyrir það skotið að til mengunar gæti komið ef þessi umferð verður ekki takmörkuð, sögðu þeir. -sþ Ferskar hugmyndir Sovét

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.