Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 3
a
IBAG
15. ágúst
er fimmtudagur.
Maríumessa nin fyrri.
227. dagurársins.
17. vika sumars byrjar.
Sólarupprás í Reykjavík kl.
5.17 -solarlag kl. 21.46.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur Suður-
Kóreu og Kongó. Ólafur
Friðriksson frumkvöðull
verkalýðshreyfingar og sósí-
alisma á Islandi fæddur.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Nýtt Dagblað: Winston
Cnurchill forsætisráðherra
Breta kom hingað í gær-
morgun. Hann flutti þióðinni
ávarp af svölum Alpingis-
hússins og var viðstaddur
hersýningu hjá setuliðinu.
Forsætisráðherrann fór héð-
an aftur í gærkvöldi..
fyrir 25 árum
Samningar um kísilgúrverk-
smiðjuna undirritaðir í Rvík
s.l. lauqardag. Stofnuð voru
framleiðsluféTag og sölufé-
lag sama dag. Fimm innbrot
um helgina stolið mentól-
spíra og tyggjó. Viðreisn
hefur meira en tvöfaldað
byggingakostnað.
Sá spaki
Éa hef aldrei hatað mann
nogu mikið til þess að skila
honum gimsteinunum aftur.
(Zsa Zsa Gabor)
á lengingu fæðingarorlofs
Þórarinn V. Þórar-
insson framkvæmda'
stjóri VSÍ
Það er tæplega fréttnæmt þó að
þorri foreldra vilji lengra fæð-
íngarorlof. Það sem menn þurfa
að horfa á í þessu sambanai er
einfaldlega kostnaðurinn. Þetta
er spuming um hvort orlofið er í
laununum eða hvort svo og svo
stór hluti er tekinn til hliðar til
að standa undir félagslegum at-
riðum af ýmsum toga. Við höf-
um verið að þoka fæðingaror-
lofi smám saman upp og valið
þann kostinn hér á landi að gera
jrað fyrir milligöngu hins stora
opinbera sjóðs. Þetta er því
spuming um hvort menn em til-
búnir til að hækka skatta. Lík-
lega þyrfti 1/2 til 1% af launum
til að standa undir lengingu or-
lofsins úr sex mánuðum í tólf.
Annað sem kemur upp varðandi
þetta er vandamál sem menn
hafa verið að reka sig á í lönd-
um í kringum okkur og það er
að erfitt er fyrir fólk á vinnu-
markaði að hverfa af honum
mjög lengi og reikna með því
að koma nákvæmlega eins sett
til baka. Konur hafa orðið hugs-
andi yfir þessu og það hefur
verið treg þróun í að karlar taki
hluta af orlofinu, a.m.k. hér á
landi. Það er margir samverk-
andi þættir sem valda, bæði við-
horf a vinnumarkaði og í þjóð-
félaginu yfirleitt.
Afturhald í umhverfismálum
Þjóðin virðist þeirrar skoðnnar samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum að vemdun umhverfis sé forgangsverkefni í fram-
tíðinni. Eitt brýnasta umhverfisvemdarmál framtíðarinnar er
að minnka einkabílaumferð, því mengun af hennar völdum
veldur mestri mengun í þéttbýli.
1 fjölmörgum borgum Evrópu
og í Bandarikjunum er nú í gangi
stórfelld uppbygging almennings-
samgangna til þess m.a. að bæta
andrumsloftið.
Auðvitað ætti slík uppbygging-
aráætlun að vera í gangi hjá borg-
arstjómarmeirihlutanum í Reykja-
vík. Svo er ekki. Það er öðru nær.
Það á að fara þveröfuga leið sem
mun kalla,á enn frekari notkun
einkabíla. Áætlun er í gangi um að
fækka ferðum strætisvagnanna
verulega, ekki bara yfir hásumarið
eins og verið hefur heldur líka að
vetrinum þegar vagnamir eru mest
notaðir, ekki síst af skólafólki.
Þannig hyggst borgarstjómarmeiri-
hluti sjálfstæðismanna bregðast
við mikilli fækkun farþega SVR á
undanfömum árum og minnka
greiðslur með rekstri SVR úr borg-
arsjóði. Lítum aðeins nánar á það
mál.
Reykjavíkurborg greiðir um
300 miljónir kr. með rekstri SVR.
(Skv. árslreikningi 1990). Þetta
þykir há tala og réttlætismál að
þeir sem ferðast á sínum einkabíl
og ekki notfæra sér þessa þjónustu
sleppi við að borga með henni fyrir
aðra. Þá er aldrei hugleitt hversu
nrikið þeir sem ekki ferðast um á
sínum einkabíl þurfa að borga með
einkabílunum. I áðumefndum árs-
reikningi borgarinnar 1990 kemur
fram að borgin greiddi úr sjóðum
sínum eitt þúsund og 800 miljónir
í nýbyggingu og viðhald gatna og
holræsa. Eða með öðmm orðum
sex sinnum hærri upphæð en
greidd er með rekstri Strætisvagna
Reykjavíkur. Við þessa tölu má
svo auðvitað bæta ýmsum öðmm
liðum eins og kostnaði við bygg-
ingu bílageymsluhúsa en hvert
stæði í slíku húsi kostar að meðal-
tali kr. 1.2 millj. Það er því algjör
óþarfi hjá borgarstjómamreirihlut-
anum með formann stjómar Stræt-
isvagna Reykjavíkur í broddi fylk-
ingar að hafa áhyggjur af því að
einkabílanotepdur greiði of mikið
fyrir strætó. Áhyggjumar ættu fek-
ar að beinast að farþegum SVR.
Niðurskurður á þjónustu stræti-
vagnanna mun koma illa við alla
borgarbúa. En þó auðvitað mest
við þá sem enga aðra ferðamögu-
leika eiga i okkar stóm borg en
o.fl. Ekkert slíkt er á döfinni. Einu
nýjungamar sem nú em í gangi em
í fyrsta lagi þær að heilmála stræt-
isvagna með auglýsingum, en fyrir
það fær SVR kr. 300 þús. á vagn á
ári sem er lítið hærri upphæð en
heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu
sem birtist einu sinni og í öðm lagi
er talað unr að bjóða út einstakar
leiðjr, til einkaaðila.
1 borgarráði fyrir rúmri viku
var samþykkt að bjóða út eina leið,
sem raunar er ekki til ennþá. Raun-
ar vissi enginn í borgarraði hvaða
leið þeir vom að samþykkja að
bjóða út eða hvort hún væri yfir
höfuð til. Rokið var upp til handa
og fóta og samþykkt íyrsta skref
boðaðrar einkavæðingar án nokk-
urrar faglegrar umíjöllunar um
Það er sorglegt að vita til þess að ungur
maður sem fær það trúnaðarstarf hjá
Reykjavíkurborg að stjórna þessu þjóð-
þrifafyrirtæki sem Strætisvagnar Reykja-
víkur eru skuli engan metnað hafa fyrir
hönd fyrirtækisins“
með strætó. Talið er að um þriðj-
ungur borgarbúa séu í þeim hópi.
Þar er auðvitað stærstur hópurinn
sem ekki er nógu gamall til að aka
bíl. Borgin hefur skyldum að
gegna við þennan þriðjung borgar-
búa. Það er jafnréttismál að allir
geti komist leiðar sinnar á auðveld-
an og skjótan hátt.
Metnaðarfullir stjómendur fyr-
irtækis myndu auðvitað bregðast
við fækkun viðskiptavina með því
að bæta þjónustuna og bjóða upp á
ýnriss konar nýjungar. Þar má
nefna mánaðarkort fyrir stjómot-
endur, könnun á einteinungum sem
komast á leifturhraða á milli staða
málið. Ef bera á saman rekstur
borgarinnar og einkaaðila á ein-
stökum leiðum SVR þá þarf auð-
vitað að velja þær leiðir gaumgæfi-
lega svo marktækur samanburður
fáist. Þessi fyrsta einkavædda leið
er lítill Þingholtsvagn sem á að
tengja það hverfi við Hlemm og
Lælqartorg og er sett á til að þjóna
aðallega gömlu fólki sem kvartað
hefur sáran undan breytingu á leið
1 sem áður sinnti þessu hverfi vel.
Ekkert hefur verið um það rætt i
borgarráði hvemig samnmgum við
einkaaðiiann verður háttað og
hvort einkaðilinn fær að ráða því
hvert fargjaldið verður. Ekki getur
borgarstjómarmeirihlutinn hælt sér
að vönduðum og yfirveguðum
vinnubrögðum í þessu máli.
Reynsla annara þjóða sýnir að ekki
er hægt að bjóða upp á góðar al-
menningssamgöngur í borgum án
þess að greiða með þjónustunni.
Hana er ekki hægt ao reka með
hagnaði og það dettur engum í
hug, ekki heldur í þeim borgum í
Bandaríkjunum sem hvað mest og
best em nú að verja miklu fé til
uppbyggingar reksturs almenn-
ingssamgangna. Þar ræður um-
hverfissjónarmiðið.
Eg nefndi í upphafi þessarar
greinar að með þeirri raðstöfun
sinni að minnka ferðatiðni vagna
SVR myndi einkabílanotkun auk-
ast. Þegar núverandi leiðakerfi var
hannað fyrir mörgum árum var
lögð á það áhersla að kerfið væri
boðlegt svo framarlega sem ekki
væri lengra milli ferða en 15 mín-
útur. Ef lengra yrði á milli ferða
myndi þjónustan verða svo miklu
lakari að fólk notaði ekki þjónust-
una nema út úr neyð. Þær ibrsend-
ur hafa ekkert breyst. Borgarstjóm-
armeirihlutinn er því með þessum
flausturslegu aðgerðum sínum að
stíga alvarlegt skref aftur á bak.
Það er sorglegt að vita til þess að
ungur maður sem fær það trúnað-
arstarf hjá Reykjavíkurborg að
stjóma þessu pjoðþrifafyrirtæki,
sem Strætisvagnar Reykjavíkur
em, skuli engan metnað hafa fyrir
hönd fyrirtækisins og óþægilegt til
þess að vita að hann skuli ekki
fylgjast með þeirri umræðu sem nú
er alls staðar í gangi um hvemig
vemda megi umhverfið. Fyrir þetta
metnaðarleysi stjómarformanns
SVR og borgarstjómarmeirihlutans
munu borgarbúar líða og borga í
stórhækkuðum sköttum á komandi
árum.
Guðrún Ágústsdóttir er
varaborgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991