Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 2
Flóttafólk Albanir hafa flúið til Ítalíu á hverri kænu og það er verið að senda þá heim nauðuga þessa dag- ana. Hið albanska dæmi er um margt sérstakt: Eftir áratuga stranga einangrun undir lofsöng um feg- ursta mannlíf undir stjórn alræðisherrans Envers Hoxha bresta stíflur allar, og fólk sem veit afar fátt um umheiminn vill komast á brott til gulls og grænna skóga hinummegin við næsta sund. En um leið er hið albanska dæmi eitt af mörgum: Heimurinn er full- ur af fólki sem leitar sér betra hlutskiptis en það býr við heima fyrir. Síðan 1970 hafa um sex miljónir manna leitað betra lífs í öðrum löndum á ári hverju; sumir hafa komist með „löglegum" hætti, aðrir hafa smyglð sér inn í önnur lönd og verða þar að rétt- lausu og feiknalega arðrændu vinnuafli (til dæmis Mexíkanir í Bandaríkjunum), enn eru þeir sem hafa reynt að fá það viðurkennt að þeir séu flóttamenn og eigi rétt á athvarfi sem slíkir. Það er ekki síst síðastnefndi hópurinn sem veldur mönnum töluverðum pólitískum höfuðverk þessi misserin. Ekki síst í Evrópu. Árið 1989 sóttu 300 þúsund manns um hæli í löndum Evrópubandalags- ins og hafði fjölgað um fimmtung á einu ári. í fyrra fjölgaði þeim svo enn um helming. Þessi aðsókn setur það mjög á oddinn að samræma sjónarmið í Evrópu um það hver telst flóttamaður og hver ekki. ( víðtækum skilningi er allt þetta fólk flóttamenn; sumir flýja örbirgð, aðrir ófrið og borgarastríð, hinir þriðju beinar ofsóknir og annan pólitískan lífsháska. Og þá kemur á daginn, að hin ríka Evrópa er ekki tilbúin til að viðurkenna sem flóttamenn nema helst þá sem tilheyra þriðja hópnum. Og þó er það með miklum semningi gert. Vegna þess, að flóttamannastefnan tók lengst af mjög mið af því að veita landvist flóttamönnum úr ríkjum sem kommúnistar réðu. Þeir voru ekki svo margir sem þaðan sluppu að það ylli út af fyrir sig vandkvæðum á vinumarkaði eða húsnæðismarkaði og það var,talið pólitískt æskilegt að taka vel við slíku fólki. íslensk stjórnvöld hafa t.d. aldrei gert neitt fyrir pólitíska flóttamenn nema þeir kæmu frá slíkum ríkjum. Á öllu saman varð svo slagsíða; þeir sem flúðu harðstjóra sem voru „vestrænir“ í alþjóðlegu tafli, þeim var mun verr tekið, ef ekki vísað frá með öllu. Nú er sú sundurgeining í „verðuga" og „óverðuga" pólitíska flóttamenn sem stafaði af átrökum austurs og vesturs að mestu úr sögunni. En hún lifir áfram í því, að menn vilja nú þrengja sem mest þann hóp sem gæti fallið tvímælalaust undir skilgreininguna pólitískur flóttamaður - og vísa öllum hinum frá. Allt er þetta þó þeim málum blandað, að Evrópuríki hafa fyrr og síðar flutt inn úr fátækum löndum ódýrt vinnu- afl til verka sem heimamenn vilja ekki sinna, og það er áfram tölverð „markaðsfreisting" að gera út á kröpp kjör fólks sem sættir sig við nánast hvað sem er í kaupi og aðbúnaði. Evrópubandalagið vinnur nú af kappi að því að samræma reglur um flóttafólk í aðildarríkjum með það fyrir augum að eftir 1993 verði um sameiginlegt eftirlit að ræða með ytri landamærum bandalagsins. Sú samræming lofar engu góðu fyrir þá sem hvergi eiga höfði að halla, eða eins og umboðsmaður Evr- ópuráðsins í mannréttindamálum, Peter Lamprecht, hefur að orði komist: „Hin ríka Evrópa múrar sig inni með sínu ríkidæmi". Þær hugmyndir sem uppi eru ganga nefnilega svo mjög á alla möguleika manna til að fá sig viðurkennda sem pólitíska flóttamenn, að sumir telja stutt í það að það hugtak verði svipt allri raunhæfri merkingu. Þtóðviijinn Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37. Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðvíljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. UPPT & SKOKIÐ Létt offlasföfott FinguT' brjótur. Innflutningur á ínjólkurvöriun 3SBSS&:\S3S!!2“ anna^Unt^hnttl' Hlutverk útvarpsstjóra Eftir að sú frétt barst, að séra Heimir Steinsson yrði næsti út- varpsstjóri hafa menn verið að hafa það í flimtingum hér og þar í blöðum, að kannski væri þetta herbragð Ihaldsins: Nú ætti að jarða Ríkisútvarpið!. Og til þess fenginn sérfróður maður, prestur semsagt. Náttúrlega er ekki ástæða til að taka slíkan hálfkæring alvar- lega. En eitl er þó rétt að hafa í huga: í þessu tali má glitta í viss- an urg í fjölmiðlurum sem hafa oftrú á sérhæfíngu og prófum „í okkar fagi“. Það hefur einmitt bólað á því, að talið væri nýjum útvarpsstjóra til vansa að hann væri ekki mjög útfarinn útvarps- maður. Reynslulaus er séra Heim- ir reyndar ekki á útvarpsvett- vangi, en vist er það sátt að hvorki hefur hann próf í fjöl- miðlafræðum né heldur hefur hann fjasað við fólk í upphring- ingarþáttum. Þegar starf eins og það sem útvarpsstjóri gegnir er á döfinni skal „reynsla í faginu" hvorki of- melin né vanmetin. En rétt er að minna á það, að það skiptir mestu að til starfans veijist maður sem er íslenskri menningarviðleitni hollur í huga, er líklegur til að styrkja hana með ráðum og dáð og heilbrigðum metnaði fyrir hönd allra þeirra „skrýtnu karla og kerlinga" (ummæli Halldórs Laxness) sem gefa sérstöðu okkar í tilverunni lit og líf. Til þeirra verka er séra Heimir Steinsson mætavcl fallinn og fagnaðarefni að frétta af ráðningu hans. Innflutningur mjólkurafurða Nú er búið að skrifa lifandis býsn urn þaðí blöðin, hvort það standi til eða hafi staðið til og eigi eftir að standa til að leyfa innflutning á tilteknum landbún- aðarvöruni til að liðka fyrir samn- ingum við Evrópubandalagið um EES. I fyrradag birtist fróðlegur leiðari í Morgunblaðinu um þetta mál. Þar keniur rn.a. fram það viðhorf, að það sé „auðvitað Ijóst“ að samningar um þáttöku Islands í Evrópsku efnahagssvæði „verða ekki látnir stranda á því, hvort heimilaður verði einhver innflutningur á mjólkurvörum". Morgunblaðið segir þetta „aug- Ijóst“ vegna þess að minni hags- munir (bænda) verði að víkja fyr- ir stærri hagsmunum. Kerfið í EB Með öðrum orðum: Morgun- blaðið er reiðubúið til að nota landbúnaðinn sem skiptimynt í viðræðum um EES. Spurt er um það eitt, hve stór biti af honum á að fara í að taka þátt í að leysa þau söluvandkvæði sem Evrópu- bandalagið hefur við að glíma. En eins og menn vita býr EB við það landbúnaðarkerfi sem með margskonar styrkjum og niður- greiðslum heldur uppi miklu meiri framleiðslu en mögulegt er að selja í aðildarríkjunum. Síðan er reynt að hella niður víni, láta jarðýtur mala niður eplahauga eða selja smjör og osta á spottprís út og suður. I þessu samhengi er fróðlegt að skoða hvemig Morgunblaðið púkkar undir röksemdir sínar um að landbúnaðarhagsmunir séu „víkjandi“ með því að leggja þunga áherslu á það í leiðaranum, að við höfum ekki efni á „að halda uppi óbreyttu landbúnaðar- kerfí“. Það getur vel verið - enda er byrjað að yinda ofan af því og menn hafa reynt að komast að einskonar „þjóðarsátt“ um það með hvaða hraða og efnahagsleg- um sárindum það skuli gert. En það spaugilega er, að þegar boðað er að við skulum taka við evr- ópskum mjólkurafurðum (til að greiða fyrir viðskiptum með fisk), þá erum við einmitt að koma til liðs við landbúnaðarkerfi EB, sem hefur alla galla hins íslenska kerfis, þótt miklu muni um stærð- argráður. Engu líkara en að við eigum að ganga á undan EB með góðu fordæmi í frjálsum viðskipt- um með landbúnaðarvörur; er hér kannski loksins fundið það sögu- lega hlutverk fyrir ísland sem margir hafa verið að skima eftir allt frá því Snorri Sturluson bjargaði sögu Noregs frá gleymsku? Réttur til lágs verðs Til að gera búvöruinnflutn- inginn fegri í augum manna tekur leiðarahöfundur Morgunblaðsins þessa dýfu hér: „íslenskir neytendur eiga rétt til að fá þessar vörur eins og aðr- ar vörur á sem hagkvæmustu verði. Það er ekki endalaust og áratugum saman hægt að gera þá kröfu til neytenda hér, að þeir borgi margfalt hærra verð fyrir matvæli en nágrannaþjóðir okkar gera. Þess vegna er ekki ólíklegt að einhver innflutningur á mjólk- urvörum gæti orðið til þess að auka hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu þeirra, sem mundi skila sér í lægra vöruverði til neyt- enda“. Það er vissulega ofmælt að ís- lenskir neytendur borgi „margfalt hærra verð“ fyrir t.d. mjólkurvöru en nágrannaþjóðir; eða hafa menn reynt að kaupa í matinn i Noregi og Svíþjóð til dæmis? „Réttur“ til að fá mat á lágu verði er ekki slæmt markmið; en sem fyrr segir - sú stóra Evrópa sinnir ekki þeim rétti með því að leyfa frjáls- an innflutning þannig að hver tegund matvæla komi þaðan sem ódýrast er að framleiða hana, heldur með pólitískum aðgerðum. Sem taka sjálfsagt mið af því m.a. að það kostar sitt í fjármun- um og samfélagsvanda að leggja af eigin landbúnað. Og í þriðja lagi er í fyrr- nefndri klausu bláeyg oftrú á því aukin samkeppni (hér við inn- flutta og kannski svo og svo mik- ið niðurgreidda vöru) lækki verð með skilvirkum hætti. Við gleym- um því einatt hve mikið af kost- um samkeppninnar glatast í feiknalegum stríðskostnaði í sölu- herferðum. Og hvemig sem á því stendur hafa blessuð markaðslög- málin lúmska tilhneigingu til að snúast gegn íslenskum neytend- um: Engin matvara hefur hækkað meir í verði en fagur fiskur úr sjó - eftir að verðlag á honum varð frjálsara og frjáisara með ári hverju. Orkuverð í mills. Ljúft og skylt er að koma hér á framfæri athugasemd frá ágæt- um lesanda Þjóðviljans. Hann var að lesa leiðara hér í blaðinu um álmálið og þótti það mjög miður, að sjá þar rafo>-kuverð til álfyrir- tækja tiltekið í „mills". Mér finnst það lítilsvirðing við fólk, sagði hann, að nota þessa reikningseiningu í tíma og ótíma. Eða ætlist þið blaðamenn til þess að allir muni það, að mills er þúsundasti partur af Bandaríkjadollar? Eins víst að menn séu löngu búnir að gleyma því ef þeir hafa einhvemtíma rek- ist á þær upplýsingar. Auk þess verða hugmyndir um raforkuverð þokukenndari fyrir bragðið. Menn vita betur hvað klukkan slær þegar þeir bera eigin rafmagnsreikninga saman við þá staðreynd að „tíu mills“ fyrir kílóvattstund eru svosem isextíu aurar. Þessu er hér með komið til I ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Síða 2 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.