Þjóðviljinn - 15.08.1991, Blaðsíða 13
SMÁFRÉTTIR |
Umræöur um
Steiner-skóla
Undanfarna mánudaga hafa
verið umræðufundir í kaffistofu
Hlaðvarpans, sem hópur áhuga-
fólks um uppeldisfræði Rudolf
Steiner hefur staðið fyrir. Hrafn-
kell Karlsson, kennari við Stein-
er- skóla ( Svíþjóð, greindi frá
reynslu sinni og áherslum f
starfi. Steiner-skólar leitast við
aö gefa barninu breiða lífsmynd
og gera því kleift að setja sig í
samhengi við náttúruna og um-
hverfið. Lögð er áhersla á að
skapa börnunum skilyrði til al-
hliða þroska og eru tilfinningum,
vilja og vitsmunum gert jafn hátt
undir höföi. Til staðar eru for-
eldrar sem vilja að til verði slíkur
skóli hér á landi. Framhaldsum-
ræður um Steiner-skóla verða
nk. mánudag 19. ágúst kl. 20 í
Kaffistofu Hlaðvarpans. Allir
áhugasamir velkomnir.
Skaftfellingur
kominn út
Tímaritið Skaftfellingur- þættir
úr Austur-Skaftafellssýslu er
komið út. Þetta er 7. árgangur
ritsins og er það 180 síður. 20
höfundar eiga efni (ritinu. Meðal
efnis eru greinar um Þórberg
Þórðarson rithöfund eftir Einar
Braga rithöfund og Zophonías
Torfason skólameistara. Auk
þess eru birtar minnisgreinar
Þórbergs úr ferð austur ( Skafta-
fellssýslu til að safna efni til
sögu sýslunnar. Birt er ræða
Sturlaugs Þorsteinssonar bæjar-
stjóra er flutt var við vfgslu nýs
vatnsgeymis á Höfn 9. febrúar
sl. Eftir ritstjórann Sigurð Björns-
son á Kvískerjum er ýtarleg
grein um lagningu símans um
Skaftafellssýslur 1929. Þá má
nefna efni eftir Pál Þorsteinsson
fv. alþingismann sem lést sl.
sumar, Sigurjón Jónsson frá
Þorgeirsstöðum, Guðrúnu Karls-
dóttur á Hnappavöllum og Jón
Jónsson jarðfræðing. Að venju
birtir Skaftfellingur svo annála úr
sveitarfélögum sýslunnar og
greinar eftir presta um látna
Austur-Skaftfellinga. Héraðs-
skjalasafn Austur- Skaftafells-
sýslu á Höfn hefur með af-
greiðslu að gera fyrir ritið og
kostar það 1.600 krónur.
Jafnréttis-
og fræðslufulltrúi
á Akureyri
Jafnréttis- og fræðslufulltrúi tók
til starfa hjá Akureyrarbæ 1. ág-
úst sl. Þetta er í fyrsta sinn sem
sveitarfélag hér á landi ræður
sérstakan starfsmann til að
sinna jafnréttismálum. Það var
Valgerður H. Bjarnadóttir sem
var ráðin til starfans. Hún hefur
undanfarin ár unnið að jafnrétt-
is- og fræðslumálum, m.a. sem
verkefnisfreyja samnorræna
jafnréttisverkefnisins Brjótum
múrana - BRYT á Akureyri. Hún
mun veita upplýsingar og ráð-
gjöf í jafnréttismálum til einstak-
linga, stofnana og fyrirtækja
sem þess óska. Skrifstofa henn-
ar er á Bæjarskrifstofunni,
Geislagötu 9.
Sönglög eftir
Brahms
endurtekin
Vegna mikillar aðsóknar á
þriðjudagstónleikunum (Lista-
safni Sigurjóns Ólafssonar
verða tónleikarnir endurteknir (
kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum
flytja þær Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir altsöngkona, Bryndís
Björgvinsdóttir sellóleikari og
Dagný Björgvinsdóttir píanóleik-
ari sönglög eftir Johannes
Brahms.
Dósla í Myndlista-
skóla Akureyrar
Dósla (Hjördís Bergsdóttir) opn-
ar málverkasýningu í Myndlista-
skólanum á Akureyri laugardag-
inn 17. ágúst. Þetta er þriðja
einkasýning Dóslu. Á sýning-
unni eru olíumálverk unnin á
síðstliðnum tveimur árum. Á
laugardaginn kl. 15 leika nem-
endur úr Hljómskólanum og
Tónlistarskólanum á Akureyri. Á
sunnudag kl. 15 verður Ijóöa- og
sögudagskrá. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14 til 18 og lýkur
henni sunnudaginn 25. ágúst.
ÞRÁNDUR SK1RIFA1R
Gróðinn af umsetningunni
Nú er víst einu sinni enn búið
að skrifa undir tímamótaplögg í ál-
málinu. Toppamir í þeim erlendu
hugsjónafélögum„sem hafa tjáð sig
fúsa til að greiða Islendingum háli-
virði fyrir raforkuna sem þeir ætla
að nota til að búa til ál, vom hér á
dögunum. Eins og gefur að skilja
hélt iðnaðarráðherrann fúnd með
blaðamönnum til að flytja sína
venjulegu ræðu um að álver væri á
næsta leiti. Með honum á fúndinum
vom hinir erlendu hugsjónamenn.
Ráðherrann og viðsemjendur hans
vom hjartanlega sammála um að
samningurinn sem þeir væm nú að
ná væn viðunandi fyrir báða. Þó
gat ráðherrann þess að hann hefði
viljað hafa ýmislegt öðm vísi í
samningnum, mikil ósköp, en
samningar em samningar sem þýðir
að annar aðilinn getur aldrei fengið
allt það sem hann vill, báðir verða
að slá af og svo framvegis. Var á
ráðherranum að skilja að samning-
ur væri því betri sem báðir samn-
ingsaðilamir væm óánægðari, því
þá hefði hvorugur haft neitt af hin-
um. Samkvæmt þessu verður samn-
ingur bestur þegar menn skrifa und-
ir hann grátandi með skjálfandi
hendi, en Þrándur hefúr aftur á móti
tilhneigingu til að halda að álsamn-
ingurinn hefði þá þvj aðeins verið
fúllkomnaður fyrir Islendinga að
viðræðumar hefðu endað með
slagsmálum og hurðaskellum án
nokkurrar undirritunar.
Erlendu gestimir bám sig karl-
mannlega og sögðu lítið annað en
að raforkuverðið væri samkeppnis-
fært og menn mættu ekki glevma
því að pótt hafa mætti af því nokkra
skemmtun og notalega dægradvöl
að koma til Islands og spjalla við
viðmótsþýtt fólk, þá létu lögmál
viðskiptanna ekki að sér hæða.
Annað fólk í öðrum löndum, sem
væri að vísu ekki jafn sjcemmtilegt
og gott viðskiptis og Islendingar,
væn alveg tilbúið að selia þeim
orku á lægra verðj. En þar sem
þeim finndist bæði notalegt og ör-
uggt að vera hér á landi þá hefðu
þeir ákveðið að koma ser heldur
fyrir hér.
Eins og Þrándur hefúr maigoft
tekið ffam em æðri vísindi ýmist á
mörkum eða hanþan þess skiljan-
lega fyrir hann. I þetta sinn telur
hann sig þó skilja hvað gestimir
vom að fara. Með prúðmannlegri
hegðun sinni gáfú þeir samningn-
um hina bestu einkunn fyrir sitt
leyti, þeir vom beinlínis lukkulegir
sem vonlegt var því hvaða starfi
getur orðið hugnanlegri ,útlendum
mönnum en að koma til Islands og
kaup orku á verði sem er sam-
keppnisfært við það sem fátækustu
þjooir heimsins verða að bjóða?
Það kom sem sagt í liós að
verðið sem við eigum að fá fyrir
orkuna er um það bil helmingi
lægra en kostar að ffamleiða hana
um þessar mundir. Þrándur er alveg
viss um að þetta er vont fyrir þann
sem selur en gott fyrir þann sem
kaupir, Ráðherrann segir aftur á
móti að svona megi alls ekki líta á
málið, við munum græða á umsetn-
ingunni þegar ffam i sækir, segir
hann. Umsetningin er eitt allra
flóknasta fyrirbæri viðskiptalífsins
og hefúr margur kaupmaðurinn far-
ið flatt á ,að skilja hana röngum
skilningi. I gamla daga var manni
kennt petta reikningsaæmi: Kaup-
maður kaupir tíu epli á tvær krónur
hvert og selur þau aftur á þijár
krónur hvert. Hve mikið græddi
hann? Við fengum hins vegar aldrei
þetta dæmi til úrlausnar: Kaupmað-
ur nokkur kaupir tíu epli a þijár
krónur hvert og selur þau aftur á
tvær krónur hvert. Hve mikið
græddi hann á umsetningunni? Við
nefðum ekki vorið í vandræðum
með fyrra dæmió. Tíu krónur, hefð-
um við sagt umsvifalaust. En í hinu
síðara hefðum við lent í vandræð-
um og alls ekki þorað að stynja því
upp að hann græddi ekki neitt held-
ur tapaði krónu á hveriu epli, ennþá
síður að okkur hefði dottio í hug að
neffia þann möguleika að eftir því
sem hann keypti og seldi fleiri epli
á þessum kjörum tapaði hann meiru
og ætti að lokum ekki bót fyrir sinn
rass. Svo langt vorum við þó komin
að við hefðu áreiðanlega giskað á
að eplin hefðu selst eins og heitar
lummur svo lengi sem eitthvað var
til.
Skyldi iðnaðarráðherrann vera í
hlutverki kaupmannsins sem keypti
á þijár krónur en seldi á tvær? Spyr
sá sem grunar en ekki veit.
- Þrándur.
VEÐRIÐ
Hæg breytileg eða A-læg átt á landinu. Smáskúrir á SV-landi
og sumstaðar Norðanlands í fyrstu, en í kvöld og í nótt snýst til
NA áttar. Á morgun verður súld eða rigning víðast hvar á
landinu. Hiti 8-15 stig.
KROSSGATAN
TS—“ '17 TB
21
Lárétt: 1 ill 4 borgari 6 eðja 7 jurt 9 spil
12 ber 14 stirðleika 15 þrengsli 16 hik
19 fött 20 flötur 21 snáða
Lóðrétt: 2 dauði 3 óvættur 4 þijóska 5
mánuður7 hræðslu 8 yfiriið 10 korra 11
drýldna 13 óhreinindi 17 kúga 18 neðan
Lausn á siðustu krossgátu
Lárétt: 1 spík 4 smæð 6 ært 7 rist 9 óvit
12 villa 14 iða 15 nár 16 naggs 19 töng
20 læða 21 indæl
Lóðrétt: 2 púi 3 kæti 4 stól 5 æði 7
reisti 8 svanni 10 vansæl 11 torfan 13
lög 17 agn 18 glæ
APÖTEK
Reykjavlk: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vlkuna 2. ágúst til 8.. ágúst er f
Háaleitis Apoteki og Vesturbæjar Apoteki.
Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og
annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til
10 á frídögum).
Siðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl.
18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-
22 samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavik.....................® 1 11 66
Neyðarn.....................® 000
Kópavogur.....................® 4 12 00
Seltjamarnes.................* 1 84 55
Hafnarfjörður...............tr 5 11 66
Garðabær......................a 5 11 66
Akureyri.....................« 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabflar
Reykjavík.......................» 1 11 00
Kópavogur.......................« 1 11 00
Seltjamarnes....................» 1 11 00
Hafnartjörður.................» 5 11 00
Garðabær........................» 5 11 00
Akureyri.........................« 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-ames
og Kópavog er í Heilsuverndar-stöð
Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan
sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir i
a 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar í simsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans. Landspítalinn:
Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspit-alans er opin allan
sólarhringinn,
® 696600.
Neyðarvak Tannlæknafélags (slands er
starfrækt um helgar og stórhátíðir.
Símsvari 681041.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, »
53722. Næturvakt lækna,
« 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
a 656066, upplýsingar um vaktlækni
»51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni, » 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsimi).
Keflavík: Dagvakt, upplýsingar i
» 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
» 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartfmar: Landspftalinn: Alla daga
kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spítalinn:
Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl.
15 til 18 og eftir samkomulagi.
Fæöingardeild Land-spítalans: Alla daga
kl. 15 til 16, feöra-tími kl. 19:30 til 20:30.
Fæðingar-heimili Reykjavikur v/Eiríksgötu:
Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feöra-
og systkinatími kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspítal-ans,
Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:
Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til
19:30. Heilsu-verndarstöðin við
Barónsstíg: Heimsóknartimi frjáls.
Landakotsspltali: Alla daga kl. 15 til 16 og
18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir
annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga.
St. Jósefs-spitali Hafnar-firði: Alla daga kl.
15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn:
Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19.
Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15
til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16
og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyöarathvarf fyrir
unglinga, Tjarnargötu 35,
» 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbfa og homma á
mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21
til 23. Símsvari á öðrum tfmum. «91-
28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf f sálfræði-legum
efnum, ® 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema,
er veitt i slma 91-11012 milli kl. 19:30 og
22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá
kl. 8 til 17, «91-688620.
„Opið hús' fyrir krabbameinssjúk-linga og
aðstandendur þeirra f Skóg-arhlíð 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-vandann
sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra f ® 91-22400 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyðni: » 91-622280, beint
samband við lækni/hjúkrunar-fræðing á
miðvikudögum kl. 18 til 19, annars
símsvari.
Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205,
húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22, ® 91-21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrir sifjaspellum: » 91-21500, sfmsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
® 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem
orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3, » 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
® 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt i
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
» 652936.
GENGIÐ
14.ágústl991 Kaup Sala Tollg
Bandaríkjad.. .61,130 61,290 63,050
Sterl.pund... 103,252 103,522 102,516
Kanadadollar. .53,358 53,498 55,198
Dönsk króna.. ..9,093 9,117 9,026
Norsk króna.. ..8,994 9,017 8, 938
Sænsk króna.. . .9,676 9,701 9,651
Finnskt mark. . 14, o3 14,501 14,715
Fran. franki. .10,338 10,365 10,291
Belg. franki. . .1,707 1,711 1,693
Sviss.franki. .40,276 40,382 40,475
Holl. gyllini .31,197 31,279 30,956
Þýskt mark... .35,172 35,264 34,868
ítölsk líra.. . .0,047 0,047 0, 046
Austurr. sch. . .4,997 5,010 4,955
Portúg. escudo.0,409 0,410 0,399
Sp. peseti... ..0,561 0,563 0,556
Japanskt jen. ..0,447 0,448 0,456
írskt pund... .94,027 94,273 93,330
LÁNSKJARAVÍSITALA
Júni 1979 = 100
1986 1987 1988 1989 1990 1991
jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969
feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003
mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009
apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035
mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070
jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093
júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121
ágú 1472 1743 2217 2557 2925 3158
aep 1486 1778 2254 2584 2932
okt 1509 1797 2264 2640 2934
nóv 1517 1841 2272 2693 2938
des 1542 1886 2274 2722 2952
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991
Síða 13