Þjóðviljinn - 16.08.1991, Side 12
Kynferðisleg misnotkun mæðra á sonum
sínum er enn tabú í þjóðfélaginu.
í Þýskalandi eru slík mál í síauknum mæli uppi á
borði hjá félagsfræðingum og
sálfræðingum
Enn er kynferðisleg misnotkun kvenna á börnum tabú ( þjóðfélaginu. Kannski er kominn tími til að svipta hulunni af mögu-
legri misnotkun kvenna á sonum sínum?
Undanfarin ár hefur mikið ver-
ið rætt um kynferðislegt ofbeldi
gagnvart börnum. Hér á landi hafa
sífellt fleiri tilfelli stungið upp koll-
inum og fórnarlömbin komið úr
felum. Næstum öll fórnarlömbin
eru stúlkur, sem hafa verið misnot-
aðar af feðrum sínum, stjúpfeðr-
um, frændum o.s.frv. Aðeins litið
brot fórnarlambanna eru drengir
og næstum undantekningarlaust
eru ódæðismennirnir karlmenn.
Áður en umræðan um kynferðis-
legt ofbeldi gagnvart börnum hófst
gerðu fáir sér grein fyrir því, að
slíkt ofbeldi fyrirfyndist í þjóðfé-
laginu. Nú eru Þjóðverjar að byrja
að hreyfa við öðru vandamáli sem
er mun meira tabú en nokkurn
tímann kynferðisleg misnotkun
feðra á dætrum sínum. Félags-
fræðingar, læknar, sálfræðingar og
fleiri hafa nú æ fleiri drengi og
karlmenn til meðferðar vegna þess
að þeir hafa verið kynferðislega
misnotaðir af mæðrum sínum.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós að sifja-
spell milli móður og sonar geti leitt
til getuleysis, fíkniefnaneyslu og
jafnvel sjálfsvígs sonarins síðar á
lífsleiðinni.
Hræðsla við
getuleysi
Ungi myndarlegi maðurinn sem
átti við sálræn vandamál að stríða var
læknunum ráðgáta. Þrátt fyrir það, að
hann væri 1,90 m á hæð og kraftaleg-
ur þjáðist hann af þeirri villu að hann
væri lítill og veimiltítulegur. Sjúk-
lingurinn átti í vandræðum með að
umgangast konur og samböndum
sínum við stúlkur sleit hann áður en
til kynlífs kom. Hann var hræddur
um að vera ómögulegur elskhugi.
Eftir langa meðferð og ótal samtöl
sagði ungi maðurinn fullur blygðunar
frá leyndarmál sínu. Þegar hann var
tólf ára hafði móðir hans flekað hann.
Minningin vakti mótsagnarkenndar
tilfinningar í manninum, annars veg-
ar var hann hamingjusamur og stolt-
ur, hins vegar fullur sektarkenndar.
Eitt af því sem hann hafði ætíð óttast
var að geta ekki staðist kröfur móður
sinnar. Sá ótti fylgdi honum enn og
gerði honum ókleifl að eiga í ástar-
sambandi við jafnöldrur sínar.
Sifjaspell milli móður og sonar er
enn meira tabú í þjóðfélagi okkar en
árásir feðra á dætur sínar. Ödipus,
harmleikur Sófóklesar, er án efa
firægasta verk heimsbókmenntanna
sem fjallar um sifjaspell. Sambandi
móður og sonar fylgir bölvun og
krefst hefndar guðanna, dauða og
eyðingar landsins alls. Sagan af syn-
inum sem vegur foður sinn til þess að
eiga móður sína og eignast með
henni böm var uppspretta Sigmunds
Freuds að þeirri kenningu hans að
sérhver drengur gimtist móður sína
og liti á foður sinn sem keppinaut.
Hin sífellda nálægð sonar við nakinn líkama móður sinnar, of mikil bllða henn-
ar og ástúð getur haft alvarlegar afleiðingar á sálarlff drengsins.
Sálgreinirinn skrifaði hins vegar
enga virka rullu fyrir móðurina í
handritið. Tabú í tabúinu, enn þora
fáir að minnast á virkan þátt móður-
innar í þessu sambandi.
Sú hugsun að móðir geti notfært
sér vald sitt lil þess að misnota börn
sín kynferðislega samrýmist ekki
hinni fómfúsu, kynlausu móður-
ímynd okkar. Það að gruna móðurina
um slíkan glæp þykir óhugnanlegt,
segir Sigrid Richter- Unger, forstöðu-
maður ráðgjafamiiðstöðvar fyrir
böm sem hafa verið misnotuð kyn-
ferðislega. Þar til fyrir stuttu spurð-
um við okkur í slíkum málum, hvaða
karlmaður í umhverfi bamsins getur
að verið? Nú er einnig athugað
vort mögulegt geti verið að móðir
eða stjúpa séu sökudólgamir.
Snemma í júlí kom fóstra á
barnaheimili í miðstöðina og sagði
frá níu ára dreng sem býr einn njá
móður sinni. Kvartaði hann undan
því að hún vildi hafa hann fyrir sig
eina og að hann mætti aidrei koma
heim með leikfélaga sína, fara út með
skólafélögunum eða taka þátt í íþrótt-
um. Þegar drengurinn var beðinn um
að teikna heimilislíf sitt teiknaði
hann fúllorðna konu sem var að
kyssa typpið á litlum strák. Undir
myndina skrifaði hann: Mamma og
ég. Þegar málið var kannað kom í ljós
að móðirin misnotaði hann reglulega
í ástarleikjum.
Ókarlmannlegt aö
vera fórnarlamb
Málunum íjölgar, árið 1990 var
fjórðungur allra sifjaspellsmála sem
upp komu milli sonar og móður,
tveimur árum áður voru það aðeins
um sex prósent slíkra mála. Rann-
sóknir á Englandi gefa hið sama til
kynna. Fyrir tíu árum voru slík mál
gjörsamlega óþekkt. Fjölgun mál-
anna þýðir þó ekki að fleiri mæður en
áður misnoti syni sína, heldur hafa
kringumstæður í þjóðfélaginu breyst.
Bæði á fólk auðveldara með að sjá
konur sem gerendur en áður, og
drengir þora frekar nú að viðurkenna
að þeir hafi verið misnotaðir. Það er
þeim hins vegar mjög erfitt að viður-
kenna að hafa verið fómarlömb þar
sem þeim hefur verið ýtt í karlmanns-
hlutverkið á unga aldri og það er
mjög ókarlmannlegt að viðurkenna
sig sem fómarlamb. Einnig kemur til
að umræðan um kynferðislegt of-
beldi er mun opnari og hreinskiptnari
en áður. Fyrir aðeins um fimm árum
var almennt viðurkennt að það væm
aðallega karlmenn sem misnotuðu
sér böm og unglinga og stúlkur værg
í miklum meirihluta fómarlamba. I
Frankfurt á síðasta ári vom tæp fiör-
tíu prósent fómarlambanna piltar.
Þriðjungur þeirra var misnotaður af
mæðrum sínum eða stjúpum.
Fram til þessa hefúr eingöngu
verið bent á karlmenn sem söku-
dólga, sem byggir meðal annars á
ímynd okkar um konur sem passívar
kynvemr, sem séu karlmönnum und-
anlátar. Af þessum ástæðum hefúr
alltaf verið horft fram hjá þeim
möguleika að konur gætu átt þátt í
kynferðislegu ofbeldi gagnvart böm-
um. Kvennahreyfingar hafa einangr-
að umræðuna um kynferðislegt of-
beldi og neitað að taka þann mögu-
leika með í reikninginn að einnig
kvenfólk misnoti böm sín. Þó að
sjálfsögðu verði að viðurkenna að
það var einmitt kvennahreyfingin
sem fyrst lyfiti hulunni af kynferði-
legu ofbeldi gagnvart bömum og
krafðist umræðu um það. Með þeirri
umræðu kom hið hræðilega í ljós að
fjöldi bama er kynferðislega misnot-
aður frá unga aldri. Konur sem orðið
höfðu fómarlömb kynferðislegs of-
beldis gátu loks greint frá reynslu
sinni og þeim afleiðingum sem hún
hafði á Iíf þeirra, og ffia þeirri sjálfs-
eyðingarhvöt, alkóhól- og fíkniefna-
vanda, þunglyndi og ótta sem þær
ættu við að glíma þess vegna. Þær
þjáningar sem synir mæðra sem þá
misnotuðu hafa fram til þessa ekkj
fundið sér farveg inn í umræðuna. I
Bandaríkjunum hefúr sifjaspell móð-
ur og sonar ekki verið sama tabú og i
Evrópu og þar hefyr það verið rann-
sakað mun meira. I bandarísku rann-
sókninni „Betrayel of Innocence“
(Svik við sakleysið) reyndu höfund-
amir, Susan Forward og Craig Buck,
að skipta sambandi móður og sonar í
þrjú stig.
Á fýrsta stigi er vart um sifjaspell
að ræða. Móðir og sonur sofa í sama
rúmi, klæða sig saman og afklæðast
og baða sig saman. Það sem kann að
virðast meinlaust, segja höfúndamir
að geti verið hættulegt. Þó ekki sé um
kynmök að ræða geti hin mikla návist
verið nákvæmlega eins hræðileg fyr-
ir fómarlambið og sifjaspell. Sífelld-
ar strokur og blíða og nakinn líkami
móðurinnar þvinga soninn til erót-
ískra drauma og eignarréttartilfinn-
inga.
Stigi tvö lýsa höfúndamir þannig:
Móðirin æsir soninn kynferðislega,
jafnvel frá því hann er mjög ungur,
og á þriðja stigi kemur til erótisks
sambands milli mæðginanna eins og
á milli fúllorðinna. Þriðja stigið þarf
ekki að vera verst, hin tvö stigin geta
haft jafh slæm áhrif á drenginn, segja
höfúndar verksins.
Blíöleg flekun
Hugmyndir manna um að sam-
band móður og sonar sé mun mein-
lausara en milli foður og dóttur bygg-
ir á því að feður beita oftast líkam-
legu valdi, sem skaðar dætur þeirra,
en mæðumar fleka syni sína bliðlega.
Þá halda læknar þvi fram að
mæður geri sér oft ekki grein fyrir
Eví hvar móðurleg umhyggja og
lýja endi og kynferðisleg misnotkun
taki við. Þeim þykir ekkert athuga-
vert við það að sújúka og kyssa kyn-
færi sona sinna eða jafnvel leyfa
þeim að sjúga brjóst sín þótt þeir séu
orðnir stálpaðir. Auðvitað er oft ekk-
ert athugavert við blíðu af þessu tæi.
Einmitt blíða móðurimiar gerir syn-
inum erfitt um vik að gera uppreisn
gegn móður sinni.
- Mér þótti yndislegt að sofa hjá
móður minni, sagði sextán ára piltur,
eftir að hann átti í fyrsta skipti mök
við móður sína. Mig langar að sofa
oftar hjá henni því að ég er ekki viss
um að það væri eins gott með öðrum
konum.
Sektarkenndinni reyna þeir oft að
ýta til hliðar. Þeir líða sálarkvalir
vegna hinnar forboðnu ástar til móð-
ur sinnar og þora ekki að trúa neinum
fyrir tilfinningum sínum og reynslu.
Oft er mjög erfitt fyrir syni að
slíta sig frá mæðrum sínum ef þeir
eru einkaböm eða synir einstæðrar
móður. Þegar sifiaspell er einnig með
í myndinni er það enn erfiðara og
sársaukafyllra. Synir sem hafa verið
misnotaðir af mæðmm sínum eiga
erfitt með að stofna til sambanda við
aðrar konur. Stundum vegna þess að í
undirmeðvitund sinni geta þeir ekkj
annað en verið móður sinni trúir. 1
versta falli geta þeir aldrei losnað
undan valdi móður sinnar. Eins og
dæmið af fertuga piparsveininum ffia
Hamborg sem aldrei ferðast án móð-
ur sinnar, sem krefst þess að þau deili
herbergi með tvíbreiðu rúmi.
Bandarísku vísindamennimir
Forward og Buck segja að í sumum
tilfelium geti sifjaspeUið leitt til þess
að sonurinn verði að kvenhatara, sem
lemji konu sína og misnoti dóttur
sína, eða jafnvel nauðgi og myrði.
Rannsóknir i háskólanum í Okla-
homa á mönnum sem orðið hafa
fómarlömb kynferðislegrar misnotk-
unar mæðra sinna leiddu í ljós að tæp
níutíu prósent þeirra þjást af þung-
lyndi og tæp fjörtíu prósent óeirra
eiga við kynferðislegan vanda að
stríða. Rúm sextíu prósent þeirra
urðu fíkniefnum að brað. Það sama er
að segja um konur sem vom kynferð-
islega misnotaðar í æsku. Talið er að
mikill meirihluti kvenna sem em
fiknefhaneytendur hafi kynnst kyn-
ferðjslegu ofbeldi.
I rannsókn á eldri drykkjusjúk-
lingum kom í ljós að þónokkrir þeirra
vom synir kvenna sem misstu eigin-
menn sína í stríðinu. Margir þeirra
sögðust hafa átt í kynferðislegu sam-
bandi við mæður sínar. Gerendumir
em oft sjálfir fómarlömb. Mæðumar
þarfnast hlýju og nærvem, sem þær
nafa ekki fengið í hjónabandi sínu.
Oft em þetta konur sem hafa slæma
reynslu af samböndum sínum við
karlmenn og geta ekki lengur átt i
ástarsambandi við fullorðna karl-
menn. Stundum hefur ástvinamissir
sömu áhrif. Þá em þessar konur oft
komnar neðst í valdastigann, hafa
misst vinnuna, íbúðina og em illa
settar félagslega. Næstum alltaf er
faðirinn eldki til staðar, vegna atvinnu
sinnar eða hann er fallin frá eða hefur
yfirgefið konu sína. Þótt synimir séu
ungir er hlutverki karlmannsins á
heimilinu neytt upp á þá. Fyrst til að
vemda og hughreysta mæður sínar,
síðan taka þeir við hlutverki elskhuga
þeirra.,
- Eg sýndi honum nákvæmlega
hvað hann átti að gera, ég gerði hann
að fúllkomnum elskhuga, játaði
ekkja nokkur, sem hafði dregið 14
ára son sinn á tálar. Hún missti eigin-
mann sinn í slysi þegar sonur hennar
var fimm ára og nöfðu þau búið ein
síðan. - Sambandið stóð í mörg ár,
við þörfnuðumst engra annarra, ver-
öld okkar var fullkomin.
Þegar sonurinn fór í nám og hóf
að vera meira innan um jafnaldra sína
tók hann að fjarlægjast móður sína.
Hann kærði sig ekki lengur um blíðu
hennar. Hún brást við með þvi að
hóta því að svipta sig lífi, en sonur
hennar yfirgaf hana samt. Móðir haps
varð mjög þunglynd eftir það: An
hans er lífið einskis virði.
be byggði á Der Spiegel
Sumarferð
um Norður-Noreg
„Land veit ég langt og mjótt“
prti Sigurður Þórarinsson um
Italíu. Eg sem þessar línur rita
þykist þó vita um enn lengra
land og mjórra. Og það á næstu
grösum. Þetta langmjónuland er
Noregur. Víða á Hálogalandi og
í Troms er ekki nema 10-20 kíló-
metrar úr fjarðarbotnum til
sænsku eða finnsku landamær-
anna, á einum stað dettur Nor-
egur meira að segja í sundur þar
sem innvík úr Bökfirði austan
Kirkjuness nær inn að rúss-
nesku landamærunum. Lengd
Noregs má marka af því að Lio-
andisnes eða Lindesnes eins og
það heitir í dag, syðsti útskagi
landsins, er á 57. gr. 58. mín. og
43. sek. norðlægrar breiddar og
þaðan er 2518 kflómetra loftlína
til nyrsta útskagans Nordkapp
sem er á 71. gr. 10. mín. og 21.
sek. norðlægrar breiddar.
Við Eva fengum þá flugu í höf-
uðið að aka til Nordkapp og
Kirkjuness í sumarfríinu okkar,
ekki þótti öllum það viturlegt, en
ritstjori Þjóðviljans bað mig að
segja lesendum blaðsins eitthvað
frá þessum tröllaslóðum ef við
kæmum lifandi aftur, því þangað
fara fáir Islendingar í sumarfrí,
leita heldur suður til sólarinnar, þar
sem unnt er að fá sér mat og drykk
á veitingahúsi án þess að standa
eftir sem öreigi.
Og hvemig útbýr maður sig
svo í ökutúr upp á 8000 kílómetra
um land s?m er miklu lengra og
mjórra en Ítalía? Jú, maður birgir
sig upp af dósamat, því matur í
Noregi er svo ógnardýr að þar skal
sem minnst keypt sér til lífsviður-
væris. Sömuleiðis stingur maður
brennivíns- og bjórflöskum niður
með öllum sætispúðum, laumar
einni neðst í tjaldpokann og loks
einni enn undir varadekkið í von
um að sænskir og norskir tollverð-
ir nenni ekki að leita á þeim stöð-
um sem þeir þó gjörþekkja fyrir,
því það er alkunna að flestir vilja
vera örlítið rakir af og til í súmar-
fríi, nema auðvitað undir stýri.
Loks fyllir maður bensíntankinn
upp í stút, því bensínlítrinn í Nor-
egi kostar 7 krónur og 70 aura, sem
mun láta nærri áttatíu íslenskum
krónum.
Og svo tekur maður með eitt-
hvað að lesa. Ég tók með mér Eg-
ilssögu og ÓTafssögu helga í
Heimskringlu, því á þeirri leið sem
beið okkar gerðist svo margt í báð-
um þessum sögum. Og í von um
að billinn dygði, hann er orðinn 10
fengu aftur æru sína og ffielsi með
tieim skilyrðum að hafda sig þar í
öndum dansk-norska rikisins sem
firðir opnast til landnorðurs og
austurs.
Loks tekur maður með sér
myndavél og ógnin öll af filmum,
því landið er ægifagurt.
Að morgni 28. júní hlóðum við
viðleguútbúnaði, regnfotum, gúm-
ístígvélum, bókum, kortum og öðr-
um lífsnauðsynjum yfir mat og
áfengi og þustum þessa 14 kíló-
metra sem eru á milli Nivá, þar
sem við eigum til sveitar, og Hels-
ingðr, þar sem ferjumar flytja fólk
og bíla yfir sundið til Svíþjóðar.
Þaðan ókum við sem leið liggur
upp með Kóngselfi og vesturbakka
Vanems, sem Snorri Sturluson
fullyrti að væri plógfar Gefjunar
kerlingar ffiáþví hún ginnti Sjáland
af GyTfa Sviakóngi. Segir Snorri
máli sínu til sönnunar að eins liggi
nes í Vánem og firðir í Sjálandi, og
er ekki með öTlu laust við að svo
sé.
Hótelherbergi í Noregi em svo
dýr áð ekki er á færi rithöfúnda eða
opinberra starfsmanna að gista þar.
Og sömu sögu er reyndar að segja
um öll Norurlönd og er undarlegt,
því hvergi eru fleiri rithöfúndar og
opinberir starfsmenn en einmitt í
þessum löndum. En til þess nú að
þess háttar ferðafólk verði ekki úti
1 stórhópum hefur skynsarpt fólk
fúndið upp margvísleg ráð, Islend-
ingar fúndu upp svefnpokaplássið,
Norðmenn og Svíar fundu upp
kofana. Á næstum öllum tjald-
stæðum er hægt að leigja tveggja-
fjögurra manna kofa á þokkalegu
verði, jafnaðarverð er nær 200
norskum krónum yfir sólarhring-
inn. Að öllu jöfhu em kofamir út-
búnir með rúmstæðum, rafmagns-
plötum til matargerðar og kæli-
skáp. Næturgestir þrífa svo kofann
áður en þeir fara, eða þá að þeir
borga 25 krónur aukalega. Þegar
við komum í okkar fyrsta nætur-
stað á tjaldstæðinu í Sjöstrand við
Kongsvinger eftir 580 kílómetra
dagleið var himinninn heiður og
blár og við reistum tjaldið okkar og
kyntum prímus undir fyrstu niður-
suðudósinni, opnuðum fyrstu bjór-
flöskuna.
Morguninn eftir vöknuðum við
í mígandi rigningu, það vom ekki
síðustu vatnsdropamir í þessari
ferð. Við tróðum rennblautu tjald-
inu inn í bílinn og reyndum að
halda í góða skapið og ókum upp
Austurdal i Hei^mörk, þar sem
Snorri segir að Olafur helgi hafi
Kirkjunesi í Finnmörku eftir endi
löngum Noregi suður um Svíþjóð
og Þýskaland allar götur til Rom-
ar. Þama uppi á miðju Dofrafjalli
þar sem Signvatur skáld frá Apa-
vatni í Grímsnesi og Ólafúr helgi
tróðu mjöllina eitt sinn og vom
ákaflega móðir, var mikil umferð-
arteppa því það stóð yfir mikil
hjólreiðarkeppni sem haldin er ár-
lega, þar sem keppendur hjóla í
einum spreng frá Þrándheimi til
Oslóar. Blés þar margur úr nös
ekki síður en forðum skáldið og
konungurinn, enda brekkur illa
brattar og flestar uppímóti. Það tók
góða stund að smglast framhjá
njólreiðafólkinu og var margur bil-
stjóri orðinn óþohnmóður og far-
inn að hafa hátt áður lauk. Við
höfðum hugsað okkur að komast
til Þrándheims um kvöldið,
en
sýningar settar á svið fyrir ferða-
fólk, ég hef sjálfur aðeins einu
sinni horft á þessháttar sýningu og
varð ekki um margt klókari af. Og
nú var ekkert dramatískt að sjá svo
við stóðum af okkur rigninguna
smástund í kirkjunni sem er stein-
kirkja að stofni til ffiá 12. öld og að
sögn reist á þeim stað þar sem
skurinn stóð sem lík konungsins
var falið í nóttina eftir bardagann.
Þetta er snoýur kirkja og að vonum
er heilags Ólafs þar víða getið, en
hvergi sá ég minnst á þau íslensku
skáld sem þar létu líf sitt né vitnað
til orða Þormóðar Kolbrúnarskálds
þegar hann kippti örvarbrotinu úr
bijósti sér og fylgdu með feitir bit-
ar úr hjartanu. „Vel hefiir konung-
urinn alið oss, feitt er mér enn um
hjartað“, - sagði Þormóður þá og
fell svo dauður niður.
vegna þessara tafa létum við fyrir-
berast á tjaldstæði neðarlega í
Uppdal þar sem við fengum ágæt-
an kofa og gátum þurrkað tjaldið.
Morguninn eftir ókum við sem
leiðin liggur til Þrándheims fram
hjá æpttarsetri Einars þambarskelf-
is, sem nú heitir Gimsan og er enn
í byggð og allt norður til Verdals-
eyrar og Stiklarstaða, þar sem þeir
l^umpánar Þórir hyndur og Kálfur
Ámason káluðu Ólafi heTga eins
og frægt er af bókum. Svo mjög
halda Norðmenn upp á þann yt-
burð, að þeir sviðsetja hann um Ól-
afsvöku á hverju einasta ári. Við
Kirkjan á Stiklarstöðum. Hér féll Ólafur helgi að þvl ertalið er 31. okt. 1030. Elsti hluti kirkjunnar var reistur um
100 árum siðar. Ljósmynd: Eva Rode
ára, og ferðagleðin entist allt norð-
ur til Finnmerkur tók ég svo með
mér Haustskipin, sem hann Bjöm
Th. setti saman af sinni aikunnu
íþrótt. Hver veit nema ég fýndi þar
afkomendur Sunnefujóns og ann-
arra íslenskra sakamanna sem
brennt bæi og blindað Hrærek kon-
ung, sem sejnna bar beinin norður
í Eyjafirði. Ur Austurdal ókum við
svo austanvert við Rondafjöllin
sem fræg em af málverkum, en
þau voru b jlin þoku, og inn á Evr-
ópuvegini, E 6, sem liggur frá
vorum of snemma í árinu til að sjá
tiennan mikla hildarleik, þar sem
eikarar riða tímunum saman öskr-
andi um alvopnaðir á striðsfákum,
alveg einsog þeir væm að leika í
íslenskum bíomyndum. Víða í
Noregi em slíkar sögulegar leik-
Þegar ekið er um Þrændalög
verður manni kannski hvað mest
starsýnt á alla þá grósku semþar er
að fmna. Gras, mnnar og tre hvar
sem hægt er að tylla rót í kletta-
skom. Þrændur em miklir bændur,
tijábændur, kúabændur og fjár-
bændur. Og kveða ákaflega í nef.
Hvenær sem þeir segja crð sem
hafa m eða n, þá ncfja þeir næstu
tvö, þrjú málhljóð, hvað sem taut-
ar og raular. Þetta getur orðið erf-
itt að skilja fyrir venjulegt fólk,
ekki hvað síst þegar þeir bera líka
skrifað e fram eins og a. Enda gekk
flna fólkinu í Osló illa að skilja
Bör Börsson þegar hann talaði
Þrændamál. Það tók Evu góða
stund að átta sig á hvað kona á
bensínstöð var að fara þegar hún
spurði hvort við hefðum lceypt eitt-
hvað fleira en bensín, en bensín
hetir á þrændamáli „banjsinj“.
Smátt og smátt breytist svo
svipur landsins því lengra sem ek-
ið er til norðurs, greniskógurinn
hverfur loks með öllu, en ^ftir er
gróskumikill birkiskógur. I rign-
íngarhraglanda náðum við svo um
kvöldið til Mosjöen við Vefsnu-
Qörð og gistum enn í kofa, enda
tjaldið ílla þurrt.
Um kvöldið dró ég svo upp
Eglu og fór að lesa mér til um
frænda minn Þórólf Kveldúlfsson
og það ekki að tilefnislausu, því
svo sem eins og sjötíu kilómetmm
vestar er bær hans Sandnes á eyj-
unni Álöst, sem nú heitir Alsten.
Þar var hann drepinn af mönnum
Haralds hárfagra og var aldrei
hefnt almennilega. Eg reyndi að
sýna Evu ffiam á það með ýmsum
rökum að ég ætti þónokkurt erindi
til Sandness, og var eiginlega al-
veg búinn að telja hana á að
skreppa þangað daginn eftir ef
ekki vært rigning, þó ekki væri
nema vegna fjallstindanna frægu,
Sjö systra, sem em á austurströnd
eyjannnar. Og þama úti var hann
Petter Dass forðum tíð að yrkja
Norðurlandstrómetinn, sá sögu-
frægi skáldklerkur og galdramað-
ur.
Böðvar Guðmunsson
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. ágúst 1991
Föstudaaur 17. áaúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13