Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 21

Þjóðviljinn - 16.08.1991, Síða 21
Styttist í heimsmeistaramótið Það líður óðum, og færist nær sá timi þegar stærsta stund íslenskra bridgespilara rennur upp. Þátttaka í sjálfu heims- meistaramóti landsliða. Eins og kunngt er af fréttum, verður mótið spilað að þessu sinni í Yokohama í Japan, dagana 29. september til 11. október. Búið er að draga í þá 2 riðla, sem þátttökuþjóðum er skipt í. Þeir eru: (Austur-riðill) Brasilía (nv. HM), USA 2, Svíþjóð, Pól- land, Pakistan, Surinam, Hong Kong og Kanada. (Vestur-riðijl) USA 1, Argentína, Bretland, ís- land, Egyptaland, Venezuela, Jap- an og Astralía. Fjögur lið úr hvorum riðli komast í fjórðungsúrslit, eftir að þjóðimar hafa spilað tvöfalda umferð innbyrðis með 20 spil í leik. í íjórðungsúrslitum mætast svo lið nr. 1 í Austur-riðli gegn nr. 4 í Vestur-riðli o.s.frv. Þar verða spiluð 96 spil milli þjóða, mð út- sláttarfyrirkomulagi. Eftir standa þá fjórar þjóðir, sem mætast í undanúrslitum. Þar verða einnig spiluð 96 spil milli þjóða, en í sjálfúm úrslitaleiknum verða spil- uð 160 spil milli þjóða. Ef við lítum á skipan riðlanna, þá verðum við að viðurkenna, að drátturinn lítur óneitanlega vel út fyrir okkur. ísland á raunhæfa möguleika á að ná einu af fjórum Spilastaður heimsmeistaramóts- ins f Japan, Yokohoma alþjóðlega hótelið. efstu sætunum. Brasilía og USA 2, auk Svía og Pólverja (Pakistan gæti gert strik í reikningin) ættu að klóra sig í gegn í hinum riðlin- um. í okkar riðli ættu einungis USA 1 og Bretar að vera öruggir með sæti í fjórðungsúrslitum. Slagurinn um hin tvö sætin ætti því að standa á milli okkar, Arg- entínu, og Astrala, en ekki má gleyma Egyptum, sem gætu gert strik í reikninginn. Þeir stóðu sig með mestu ágætum á síðasta heimsmeistaramóti. Annars er erfitt að meta getu þjóða eins og Japana, Surinam og Venezuaela, vegna fjarlægðar þeirra í alþjóðlegum bridge. Þeirra íþrótt getur verið eins vel þróuð og þeirra sem telja sig best- ir, en líkt og með okkur Islend- inga, stendur það þeim fyrir þrif- um, hve fá tækifæri þeirra bestu menn öðlast í alþjóðlegri keppni. Spilamennska í heimsmeist- aramótinu hefst mánudaginn 30. september, og lýkur spila- mennsku í riðlum föstudaginn 4. október. Þá taka við fjórðungsúr- slit, sem hefjast strax laugardag- inn 5. október. Samhliða spila- mennsku í úrslitum, fyrir þær þjóðir sem „detta“ úr leik, hefst Yokohama Bikarmót laugardag- inn 5. október, sem lýkur þriðju- daginn 8. október. Undanúrslit hefjast svo mánudaginn 7. októ- ber og lýkur daginn eflir. Urslit hefjast svo miðvikudaginn 9. október og lýkur svo fostudaginn 11. október. Sem sagt, tveggja vikna erfið vinna fyrir þá sem ná alla leið. Það segir mér svo hugur um, varðandi þetta heimsmeistaramót, að andstæðingar okkar munu koma fram við okkur sem fall- byssufóður. Að þeirra mati eru möguleikar okkar nánast engir og því alger eyðsla á tíma og fjár- munum, að þetta litla eyland í norðri skuli hafa fyrir því að senda lið manna um hálfan hnött- inn, til þess eins að „dást“ að þeim hinum, sem tvímælalaust standa okkur mun framar (að eig- in áliti) í íþróttinni. Einnig munu starfsmenn mótsins vera okkur fjandsamlegir, sem er viðtekin venja við „minor“ sem okkur. Með allt þetta í huga, og meira til (við erum jú nánast óskrifað blað í bridgesögunni) tel ég að möguleikar okkar eflist til muna. Ég hef trú á að liðið okkar, undir öruggri stjóm Bjöms Ey- steinssonar fyrirliða, muni leysa þetta verkefni með sóma. 1 Japan bíður einnig annað verkefni, að tryggja að heimsmeistaramótið 1997 verði spilað hér á landi. Leiðin til Japans er jú álíka löng og leiðin frá Japan til íslands. Ekki satt? Hjá mörgum toppspilurum gildir sú regla, að segja á spilin sín. Því meira, því betra. Banda- ríkjamennimir heimsfrægu, Meckstroth og Rodwell em dæmi um slíka spilara. Félagar þeirra, Kit Woolsey og Ed Maifield (eða Robinson, hinn félagi Woolsey) em að sama marki brenndir. Lít- um á dæmi ffá þeim síðamefndu: KDG93 ♦: ÁG106 ♦: 873 •!•* 6 4: 108752 4:----- ♦: 8742 ♦; D953 ♦ : 6 ♦; ÁKD92 *: K104 *: D872 4: Á64 ♦: K ♦: G1054 *: ÁG953 N/S á hættu. Austur gefur. Vestur Norður Austur Suður Woolsey Manifield 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass Pass 2 spaðar 3 lauf? 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Suður nennti ekki að eltast við sektina í spilinu, vegna stöðunnar (N/S á hættu). Nú, Manifield tók 3 efstu í tígli og Woolsey í Vestur henti 2 hjörtum. Þá kom lykil- vömin, fjórði tígullinn. Gosi, og enn henti Woolsey hjarta. Snjöll vöm og raunar það eina sem ban- ar spilinu. Ath. Það þarf víst ekki að taka fram að Woolsey telur sig albesta spilara síns heimalands. A stund- um, hefur hann rétt fyrir sér. Því verður ekki neitað, hvað sem Lawrence segir um það.. NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 21 BRIDGE Olafur Lárusson Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingardeild- ar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar frjálsíþróttaaðstöðu í Laugardal. Helstu magntölur eru: Gröftur 8.500 rúmm Fylling 12.100 rúmm Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 5. sept- ember 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Starfsleyfistillögur fyrir álver Atlantsáls á Keilisnesi í samræmi við ákvæði 8. kafla í mengunarvarna- reglugerð nr. 389/1990, liggja frammi á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps, til kynningarfrá 16. ág- úst til 27. september 1991, starfsleyfistillögur fyrir álver Atlantsáls, Vatnsleysustrandarhreppi. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar hafa eftirtaldir aðilar. 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvars- menn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starf- semi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 1. októ- br 1991. Reykjavík, 6. ágúst 1991 Hollustuvernd ríkisins Mengunarvarnir FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39- 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270 Félagsráðgjafi Laus er staða félagsráðgjafa á félagsráðgjafasviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39. Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mat á húsnæðis- og þjónustustörf og meðferð umsókna um húsnæði og fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunarþjónustu- deildar Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og forstöðumaður félagsráðgjafasviðs Ásta Þórðarsdóttir í síma 678500. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k. Þroskaþjálfi - meðferðarfulltrúi Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða meðferðarfulltrúa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum. Um er að ræða dag, kvöld og helg- arvaktir. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 30. ágúst n.k. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Frá menntaskólanum við Hamrahlíð Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í ensku þriðjudaginn 20. ágúst kl. 18.00. í frönsku og spænsku miðvikudaginn 21. ágúst kl. 18.00. í þýsku fimmtudaginn 22. ágúst kl. 18.00. í dönsku, norsku, sænsku og stærðfræði föstudaginn 23. ágústkl. 18.00. Stöðupróf í tungumálum eru aðeins ætluð nemendum sem hafa verulega þjálfun í málinu umfram grunn- skólanám og geta ekki staðfest hana með skírteini. Stöðuprófin eru fyrir nemendur allra framhaldsskóla (í dagskóla eða öldungadeild) nema dönskuprófið, sem aðeins er opið nemendum innrituðum í Menntaskól- ann við Hamrahlíð. Tilkynna verður þátttöku í stöðuprófum á skrifstofu skólans, þar sem jafnframt eru veittar upplýsingar um prófin. Prófgjald er 600 krónur fyrir hvert próf. Innritun í öldungadeild fyrir haustönn 1991 verður í skólanum 27. til 29. ágúst. Nánar auglýst síðar í dag- blöðum. Rektor IED KENNARASAMBAND ÍSLANDS Umsóknir um námslaun Verkefna- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands (slands hefur ákveðið að úthlulta námslaunum til kennara sem hyggjast stunda framhaldsnám skólaár- ið 1992 - 1993. Um er að ræða styrkveitingar sam- kvæmt a. lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkja- sjóð Kennarasambands (slands. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á náms- leyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang náms- ins. Umsóknum ber að skila á skrifstofu Kennarasam- bands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennarasam- bandsins, skrifstofu BKNE á Akureyri, fræðsluskrif- stofum og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknarfrestur rennur út 10. september 1991.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.