Þjóðviljinn - 24.08.1991, Síða 2
Álverspokinn
Eins og kunnugt er telur iðnaðarráðherra að hann
sé nú kominn svo langt í samningum um Álver á
Keilisnesi að fátt eða ekkert komi í veg fyrir að af
byggingu þess verði. Samkomulag hefur náðst um allt
sem máli skiptir, segir hann, samningsdrög liggja fyrir.
Orkusölusamningurinn er mikilvægasta atriði þessa
máls, og efnahagsleg réttlæting samninaanna. Þann
4. október á sl. ári fékk iðnaðarráðherra nina erlendu
viðsemjendur sína til að undirrita meö sér viljayfirlýs-
ingu sem fól ekki í sér neina skuldbindingu af Átlants-
ál en gaf hinsvegar fyrirheit um það orkuverð sem ís-
lendingar myndu sætta sig við. Þá var ráðherrann
aagnryndur harkalega fyrir þetta tiltæki en Alþýðu-
blaðið sagði í leiðara: „Það er því fáránlegt að gagn-
rýna undirritunina frá 4. október sl. (Ijós hefur komið,
að samkomulagið hefur styrkt samningsstöðu (slend-
inga en ekki veikt hana.“
Þegar undirrita átti umrædda yfirlýsingu neitaði
stjórn Landsvirkjunar að taka þátt í leiknum og stjórn-
arformaðurinn hafði því ekki umboð til að setja stafina
sína á plöggin, eins og þó hafði verið undirbuið til hlít-
ar.
Þá strax kom í Ijós að ráðherrann var að semja um
orkuverð sem fól í sér gríðariega áhættu fyrir Lands-
virkjun eins og sjá má af því að ef samningurinn hefði
nú tekið aildi fengi álverið orkuna á hálfvirði. Lands-
virkjun tók síðan við og átti að Ijúka orkusölusamn-
ingnum og var látið að því liggja að aðstæður væru til
að ná fram lagfæringum sem munaði um. Þegar til átti
að taka reyndist það rangt og allan tímann hafa Atl-
antsálmenn haldið fast við það sem þeir undirrituðu 4.
október í fyrra.
Enda þótt nú sé búið að ganga frá öllu sem máli
skiptir í þessu mikilvæga mali var orkusölusamningur-
inn ekki lagður fram á síðasta fundi stjórnar Lands-
virkjunar, þannig að stjórnarmenn fyrirtækisins ýmist
vilja ekki, eða geta lítið sem ekkert um hann sagt op-
inoerlega.
Ekki tekur betra við þegar kemur að Alþingi. Þing-
nefndir Alþingis eru að störfum allt árið og væntanlega
hefur sú ákvórðun verið tekin til þess að þingmenn
ættu auðveldara með að fylgjast með mikilsverðum
málum og taka þátt í undirbuningi þeirra. Ráðherrar
Alþýðuflokksins eru greinilega á allt öðru máli því þeir
velja þann kostinn í hverju málinu af öðru að neita
þingnefndum um að fá að sjá mikilvæg gögn. Þannig
hefur Iðnaðarnefnd þingsins ekki fengið að sjá þau
samningsdrög sem búio er að ganga frá í álmálinu,
hvorki um orkuverð eða annað. Iðnaðarráðherra lokar
málið algerlega inni hjá sér og allra nánustu sam-
starfsmönnum sínum, rétt eins og hann sé að gera
einkasamninga um málefni sem snerta hann einan.
Álmálið er nú á því stigi að tækifæri ætti að gefast
til að upplýsa þingmenn og almenning um hvað samn-
ingarnir fela í raun og veru í sér. Hér er um að ræða
mal sem varðar alla pjóðina og kemur til meö að hafa
mikil áhrif á afkomu landsmanna á næstu árum ef
samningarnir verða staðfestir eins og ráðherra ætlast
til. Svavar Gestsson alþingismaður krafðist þess í síð-
ustu viku að iðnaðarnefnd þingsins yrði kölluð saman
til að ræða álmálið. Það hefur nú verið gert en ekki
fengu nefndarmenn enn að sjá þau plögg sem máli
skipta. Þeir verða að láta sér nægja frásagnir og
greinargerðir frá ráðuneyti og embættismönnum.
Samkvæmt nútímaskilningi á lýðræði eru stjórnvöld
skyldug til að upplýsa almenning um mikilvæg mál.
Her fer ekki mikið fyrir vilja ráðherranna til að uppfylla
þessa skyldu og svo langt gengur upplýsingatregðan
að alþingismönnum er meira að segja neitað um upp-
lýsingar. Hvað upp úr álpoka iðnaðarráðherrans kem-
ur að lokum verður því ekki Ijóst í bráð. Vinnubrögð af
þessu tagi eru illskiljanleg nema því aðeins að ráð-
herra telji sig hafa eitthvað að fela sem best er að
ræða ekki við þingmenn eða almenning fyrr en máiið
er komið svo langt aö ekki verði aftur snúið.
hágé.
Þtóðyiltinn
Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð i lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr.
%
LIPPT & SKOKIÐ
Þjóöviljinn faer greiðslustöðvun:
Sovétríkin
valdarænir
ÍQgWBÍ,..
duþaðnaírri
i niánuðuin
ffþwíiml
200ðnýir
Auglýst eftir 2000
nýjum áskrifendum
Útfiáfufélatflnu Rhda. tent
QJLk
Hver einasti
vinnustaður
skiptir máli
í forystugrein Dags á
Akureyri í fyrradag er
fjallað um atvinnumál á
Akureyri og sérstaklega
um fjárhagsvanda Niður-
suðuverksmiðju K. Jóns-
1-----------—-
; Pjoðviljmn:
Vandamál Þjóðviljans
ajóðviljinn fjallaði í fyrradag um rekstrar-
janda blaðsins i forystugrein og sagði, að
þetta vaeru alvarlegustu tíðindi af útgafu
blaðsins í áratugi. Raunveruleg hætta væri
á þvi, að blaðið hætti að koma út eftir nokkr-
ar vikur. Ekki dugi að safna fé til þess að
greiða upp hallann á rekstri blaðins, ef ekki
verði um tekjuaukningu að ræða að öðru
leyti. í Staksteinum í dag-er birtur kafli úr
r ______k:AXnilinno Cnníromi ir hirtllf
Starfsfólki
sagt upp
störfum
j í TENGSLUM við greiðslustöðv-
, un Bjarka hf., útgáfufélags Þjóð-
j vifjans, hefur öllu starfsfólki
blaðsins, um 40 manns, verið sagt
upp störfum.
bankastartsem' f ‘^Urátiri '
• I
Að vitna í Þjóðviljann
Þjóðviljinn hefur fengið
greiðslustöðvun og hann þarf
marga áskrifendur og það strax.
Helst 2000.
Um þetta hafa menn verið að
skrifa líka i öðrum blöðum, flest er
það í fullri kurteisi, en þó ber á ill-
kvittni hér og þar rétt eins og
menn vilji endilega staðfesta hið
fomkveðna: enginn er annars
bróðir í blaðamennsku.
Sandkom DV er einn þeirra
dálka sem að málinu vék í vikunni
leið. Þar er m.a. vikið að persónu
þessa Klippara hér og sagt sem
svo, að AB sé eini maðurinn á
Þjóðviljanum „sem enn er vitnað
í“ og hann hafí nú fengið leyfi frá
störfum „til að stunda kennslu og
fræðimennsku“.
Við þessi orð er rétt að gera
tvær athugasemdir. í fyrsta lagi er
það blátt áfram rangt að þegar
vitnað er til Þjóðviljans þá sé að-
eins vitnað í einn manri: það er
vitnað í blaðið fram og aftur sem
betur fer. Og úr því að það mál ber
á góma: þeir í Ijósvakamiðlunum
em oft undarlega feimnir þegar
Þjóðviljann ber á góma. Þeir viija
gjama vitna í ýmislegt sem í hon-
um stendur, en það er einatt engu
líkara en yfir þeim standi kalda-
stríðsdraugur og hvísli að þeim, að
þeir sem slíkt gera eigi á hættu að
vera taldir laumukommar. Og því
heyrist furðu ofi sú formúla að
„dagblað eitl sagði í morgun" - þá
geta menn gengið að því nokkuð
vísu að átt er við Þjóðviljann.
Að því er varðar slarfsleyfi ÁB
þá er það rétt, að slíkt leyfi hefur
verið á dagskrá síðan í vor þegar
taka þurfii nokkrar ákvarðanir
varðandi kennslu í Háskólanum.
En það er ekki úr vegi að minna á
það, að einnig í fyrravetur skipti
ÁB tíma sínum milli blaðsins og
kennslu - og hefur í hug að gera
það áfram, þótt kennsla verði að
sönnu meiri næsta vetur en þann
síðasta. Með öðmm orðum: halda
áfram að skrifa fasta pistla í blað-
ið.
Það er rétt að þetta komi fram
úr því á það var minnst.
Erfiðleikar blaðs
Oftar en ekki hefi ég á síðari
ámm lent í greinaskrifum og öðru
fjölmiðlaspjalli um blaðaútgáfu og
þá stöðu hinna minni blaða - og þá
er alltaf verið að leggja út af erfið-
leikum á því að gefa út blað eins
og Þjóðviljann. Erfiðleikamir eru
vissulega ekki allir sömu ættar: eitt
af því sem ræður miklu um tilveru
vinstriblaðs er til dæmis það hve
reiðubúnir menn eru til að leggja
eitthvað á sig fyrir það, bæði
starfsmenn og stuðningsmenn: sá
bardagafúsleiki gengur síðan í
sveiflum í takt við pólitískt ástand
annað.
Markaðslögmálin
og blöðin
En þegar á blaðaútgáfu í heild
er litið, þá skiptir mestu að menn
átti sig á því, hvilíkt vald auglýs-
endur hafa í rauninni yfir því hvort
blöð koma út eða ekki og hvaða
blöð fá að lifa. Snemma í sögu
dagblaða em þau lítil, bæði vegna
tæknilegra örðugleika og svo
vegna þess að auglýsingar em fáar.
Þenslan í auglýsingamarkaðinum
færir blöðum fé, gerir þeim kleift
að stækka verulega og greiðir verð
þeirra niður (miðað við annað
prentmál). Eftir því sem lengra líð-
ur hafa auglýsingatekjur róttækari
áhrif á heildarmyndina - að
minnsta kosti allsstaðar þar sem
markaðslögmálin eru nokkumveg-
inn einráð um afdrif blaða. Það
sem gerist er í einfaldaðri mynd
þetta: í tiltekinni borg koma út tvö
blöð. Annað hefur svosem 10%
meiri útbreiðslu en hitt, hefur náð
einhverju forskoti. Það leiðir svo
til þess að stærra blaðið fær fljót-
lega í sinn hlut 60-70% allra aug-
lýsinga sem til falla. Þær tekjur
gera blaðinu mögulegt að stækka,
„bæta þjónustuna" við lesendur,
meðan smárn saman sverfur svo að
hinu minna að það gefst upp. Eftir
er eitt blað.
Einstefna og
fjölbreytni
Og þá geta menn spurt: gerir
það nokkuð til? Tja, allar alhæf-
ingar ljúga einhveiju, en þegar á
heildina er litið þá hefur dregið úr
fjölbreytni, skoðanaskiptin eru
væntanlega dauflegri og meira á
eina bók lærð, samkeppnin blátt
áfram, samkeppnin sem allir em
að lofa, hún er ekki fyrir hendi
lengur (amk ekki á blaðamarkaði á
tilteknu svæði).
Svo mikið er víst að víða um
lönd em til nógu margir sem finnst
að slík þróun, ofl kölluð blaða-
dauðinn, sé skaðleg, jafnvel tilræði
við málfrelsið. Það er að segja:
málfrelsið er vitanlega til, enginn
bannar það að menn gefi út það
sem þá lystir. Nema „afl þeirra
hluta sem gera skal“ þeas. pening-
amir. Án peninga komast viðhorf
ekki á prent, svo einfalt er það. Og
peningar hafa öngvar áhyggjur af
móral eða lýðræði: þeir fara þang-
að sem fé er fyrir. Uppsöfnun pen-
ingavalds verður að uppsöfnun
skoðanavalds, uppsöfnun pólitisks
valds.
Þessar staðreyndir verða til
þess að flestir telja að minnsta
kosti þörf á að fylgjast grannt með
því að ekki komist á einskonar ein-
okun með voldugri hringamyndun
á fjölmiðlamarkaði. M.ö.o. hafa
efiirlit með því hve mikið fáir
menn eiga í fjölmiðlum. Það er
góðra gjalda vert að reyna að
stemma stigu við slíku, en þó nær
sú viðleitni skammt. Áð því leyti
til að það getur komið ósköp svip-
að út fyrir virkt skoðanafrelsi
hvort einn „f]ölmiðlakóngur“ eða
þrír skipta með sér markaðnum -
ef allir em á sömu nótum í við-
horfúm og blaðastefnu. „Meira af
því sama“ er það sem einna helst
einkennir fjölmiðlaþróun á okkar
tímum.
Stuðningur og andóf
Því hafa menn, til dæmis á öðr-
um Norðurlöndum, reynt að mæta
þessum vanda með sérlegri fyrir-
greiðslu og aðstoð við smærri blöð
til þess einmitt að tryggja dreif-
ingu fjölmiðlavalds, tryggja marg-
breytileikann. Slíkt kerfi hefur ver-
ið til umræðu hér á landi, en því
miður ekki náðst samstaða um
það. (Margir halda að smærri blöð-
in séu rekin fyrir ríkisfé, en villast
á peningum sem pólitískir flokkar
geta ráðstafað að vild og stundum
koma að nokkru til blaða, og eig-
inlegum blaðstyrkjum. Ríkis-
áskriftir voru vissulega stuðningur
við blöð, en þær hafa nú verið
skomar niður um 500 eintök eins
og allir vita og munar um minna).
Og það er vöntun á slíku kerfi sem
er mikill höfuðverkur Þjóðviljans -
og fleiri blaða vitanlega.
Hitt er það sem vinnur með
málfrelsi og fjölbreytni og gegn
einokun, og það er blátt áfram vilji
til að styðja „öðruvísi“ blað. Sá
vilji hefur skipt Þjóðviljann miklu
máli í þá röska fimm áratugi sem
hann hefur komið út, og það er
hann sem við nú höfðum til þegar
við segjum: Okkur vantar áskrif-
endur. Strax. Marga.
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. ágúst 1991
Síða 2