Þjóðviljinn - 28.08.1991, Síða 2
Heilögu
kýmar
Ríkisstjórnin hefur gert óbreytta skatta ab sálu-
hjálparatribi. Ráðherrarnir þreytast ekki á aó
taka fram, vib hvert tækifæri sem gefst, ab
ekki standi til að hækka skattana og mislíkar
stórum þegar þeim er bent á ab hækkun á lyfjakostn-
aði og álagning þjónustugjalda sé ekkert annab en
skattahækkun fyrir þá sem fyrir því verba.
Nú hefur fjármálarábherra vakib máls á nýrri hug-
mynd, breikkun skattstofna er hún nefnd. Hvab nánar
tiltekib í þessu flest er ekki Ijóst ab svo stöddu en til
umræðu er ab fækka undanþágum frá virbisauka-
skatti, minnka sjómannaafslátt o.fl. „Vib erum bundnir
af því ab hækka ekki skattana," segir Fribrik Sóphus-
son fjármálaráðherra í vibtalib vib Morgunblabið um
lelgina. Ekki verbur annab sagt en rábherrann sé
Dýsna djarfur í umgengni sinni vib stabreyndir málsins,
dví vitab er ab ríkisstjórnin kemst ekki hjá því ab
lækka skatta til vibbótar vib þá hækkun sem felst í
Djónustugjöldum, skólagjöldum og sjúklingasköttum,
en á þessu svibi kemur jöfnunarhlutverk ríkisins hvab
skýrast fram. Fjármálarábherra fer ekki dult meb skob-
un sína á velferbarkerfinu er hann segir í sama vibtali:
„Heilbrigbiskerfib og velferbarkerfib hefur verib ab
þenjast út á stjarnfræbilegum hraba. Sérfræbingar hér
og erlendis telja ab ástæban liggi í ab kjósendur hafi
ekki þær upplýsingar sem þeir þurfa til að taka afstöbu
til kostnabarins vib ab halda úti þessu kerfi. Þetta eru
heilögu kýrnar þar sem þeir sem njóta velferbarinnar
mega ekki vita hvab velferbin kostar þá. Þab er afd-
ankabur kreppuhugsunarháttur sem byggist á gömlum
hugmyndum. Þetta hefur því betur breyst og þeir sem
hafa áhuga á ab fela kostnabinn í dag eru stéttir, sem
ná mestum fjármunum í eigin vasa út úr þessu kerfi."
Hér er eins og fyrri daginn talab um velferbarkerfib
eins og hvert annab reiknisdæmi, sem hafi ekkert meb
raunverulega velferb einstaklinaa eba fjölskyldna ab
gera. Þeir sem njóta samfélagslegrar þjónustu skulu fá
að vita hvab kerfib kostar meb því ab borga sjálfir fyrir
þjónustuna um leib og hún er veitt, annab er afdank-
abur kreppuhugsunarháttur sem er „því betur“ ab
breytast, segir rábherrann.
Hér er ekki verib ab skafa utan af hlutunum. Hin
heilaga kýr, velferbarkerfib, skal sæta niburskurbi sem
um munar. Og þó ab ríkisstjórnin segist ekki ætla ab
hækka skatta ræðir hún í fullri alvöru hækkun skatta á
sjómenn, almenningur skal líka borga hærri virbis-
aukaskatt meb því ab undanþágum verbi fækkab.
Þannig er nú rætt um ab leggja virbisaukaskatt á
menningar- og útgáfustarfsemi, afnotagjöld útvarps,
vinnu við íbúbarhúsnæbi o.fl. í munni fjármálarábherra
heitir þetta ekki hækkun skatta en engum getur dulist
ab ef ákvarbanir af þessu tagi verba teknar, mun
þeirra verba vart í auknum útgjöldum launafólks.
Haldi launamenn á hinn bóginn ab ekkert sé heil-
agt, í þeim umræbum um fjárlög sem nú standa yfir á
stjórnarheimilinu, er það mikill misskilningur. Þar eru
heilagar kýr sem fjármálarábherra Sjálfstæbisflokksins
getur ekki um í umræddu Morgunbiabsvibtali. Hann
minnist ekki einu orbi á ab ætlunin sé ab hækka skatta
á hátekjufólk og þaðan af síbur ab hann nefni skatt á
fjármagnstekjur. Velferb þeirra sem minna mega sín er
ekki heilög kýr sem ekki má snerta, heidur þvert á
móti. En velferb hinna efnubu er svo vel varin fyrir ráb-
herranum ab aukin þátttaka þeirra í kostnabi samfé-
lagsins berst ekki einu sinni í tal.
hágé.
Þióðviliinn
Málgagn sósíalisma fljó>freIsis og verkalt:>shreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
útgefandi: útgáfufélagib Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Helgi Guómundsson
Fréttastjóri: Sigurbur Á. Frióþjófsson.
Ritstjórn, skrifstofa, afgreiósla, auglýsingar: Síóumúla 37, Rvlk.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiója Þjóóviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Veró I lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblaó: 170 kr.
Askriftarveró á mánuói: 1200 kr.
Staða Jeltsíns
Þetta voru skelfilegir dagar,
sag&i kunningjakona í Moskvu í
símann. Vebur öll válynd. Og nú
eru svo til allir vissir um aö þaö
var Jeltsín sem bjargaöi okkur.
Það er ekki amalegt fyrir Jelt-
sín a& byrja sinn valdaferil ( áður
var liann foringi stjórnarandstöð-
unnar í raun) í slíkri stöðu, með
slíkt almenningsálit. Hann hefur
bjargað þjóðinni segja sumir.
Frelsinu og lýðræðinu segja aðrir
Og vonandi gengur það allt
sem best. Eitt er víst: sigur Jelt-
síns er ávísun á marga mismun-
andi möguleika, en allir hljóta
þeir að vera margfalt betri en sig-
ur valdaræningjanna.
Hitt gæti svo verið, að Jeltsín
yrði sjálfur eitt fórnarlamb að-
stæðna: þess að verða að stýra
landi þar sem allt er á hverfanda
hveli, það gamla horfið, það nýja
ekki til orðið og veit enginn
hvernig það verður. Fyrsti forsæt-
isráðherra Póllands, eftir að
kommúnistaflokkurinn þar gafst
upp, Mazowiecki, hann mátti bíta
í það súra epli að kremjast undan
þunga óvinsælla aðgerða og bíða
ósigur í forsetakosningum fj'rir
Lech Walesa sem var miklu örlát-
ari á fögur loforð og fyrirheit. (
Sem reyndar er ekki hægt að
standa við).
Hver eignast hvað?
En það er fleira en frelsið og
lýðræðið sem hangir á hinni rúss-
nesku spýtu. Eins og menn ættu
að muna þá er í byltingum mjög
um það spurt hver á hvað og hver
eignast hvað.
Ekki síst í þeirri byltingu sem
nú á sér stað í Sovétríkjunum.
Þetta koni mjög greinilega
fram á dögunum á frægum fundi
Gorbatsjovs og Jeltsíns á rúss-
neska þinginu. Jeltsín vildi fá allt
á hreint nieð eignarrétt Rússlands
á sovéskum eignuni á rússnesku
landi. Hann kvaðst hafa lýst allar
þær eigur rússneskar með tilskip-
un dagana sem valdaránsmenn
sátu um þinghús Rússa í Moskvu.
Og hann sagði að Gorbatsjov
hefði lofað því að staðfesta allar
þær tilskipanir sem þá voru und-
irskrifaðar.
En hvað þýðir að eigurnar
færast til Rússlands? Væntanlega
ekki það að viðkomandi mann-
virki og fyrirtæki verði áfram
þjóðnýtt ( nema námur kannski,
raforkuver og stóriðjuver).
Hvers konar
einkavæðing?
Því einkavæðing og blandað
hagkerfi eru vígorð dagsins. Þau
eru vígorð Jeltsíns. Og Gorbat-
sjovs. Og þótt undarlegt megi
virðast: valdaræningjarnir sein-
heppnu, þeir settu líka blandað
hagkerfi og einkavæðingu á sína
stefnuskrá. En minntust ekki á
afturhvarf til allsherjarþjóðnýt-
ingar og altæks áætlunarbúskap-
ar.
Hvernig skyldi standa á því?
f fyrsta lagi hafa öll þessi
gjörólíku öfl komið sér niður á
það að í efnahagsmálum sé ekki
unnt að snúa til baka. Það er við-
urkennt að einkavæðing í miklum
mæli sé á dagskrá. En þá er eftir
að svara því hvernig hún eigi að
fara fram. Hver á til dæmis að
kaupa hús og fyrirtæki? Obbinn
af alnienningi á öngva peninga til
að taka þátt í þeim leik, sparifé
manna er nú sem óðast að brenna
upp í verðbólgu. Þeir sem helst
hafa peninga eru þá einkum menn
úr stjórnendastétt ( nómenklatúr-
an fræga), eða þá einhverjir mafí-
ósar.
Að selja sjálfum sér
Sænskur hagfræöingur og
Sovétsérfræðingur, Aslund, skrif-
aði fyrir skömmu grein í Svenska
Dagbladet þar sem lýsti því sem
hann kallar „nomenklatúrueinka-
væðing" og hefur átt sér stað að
undanförnu. Hér er átt við það, að
sovéska forstjórastéttin og
flokksbroddar selja sjálfum sér
eigur ríkisins fyrir slikk. ( Við ís-
lendingar erum ekki alveg sak-
lausir af slíkri reynslu þótt ólfku
sé sarnan að jafna: þegar Alþýðu-
flokkurinn var að niissa tökin á
Alþýðusambandinu tóku höfuð-
kratar sig til, niynduðu hlutafélög
og seldu sjálfum sér eigur alþýð-
unnar fyrir slikk)
Sá sami Aslund telur, að
valdaræningjarnir hafi haft h’ug á
að nota sér völdin til að halda
slíkri einkavæðingu áfram - til að
tryggja sér áfram stöðu yfirstéttar
undir nýjum fornierkjum. Og það
getur svosern vel verið. Og þá er
eitt af því sem gerist þegar valda-
ránið mistekst, að þessar klíkur úr
gamla valdakerfinu, þær eru sett-
ar til hliðar í átökunum um það
hver á hvað.
Landamæri
Rússlands
Við skulum líka hafa hugann
við það, að þótt mjög víðtæk
samstaða ( og munar þar mestu
um Jeltsín Rússlandsforseta) hafi
skapast um rétt Eystrasaltsþjóð-
anna til fulls sjálfstæöis, þá eru
óteljandi sambúðarvandamál
þjóða og lýðvelda óleyst. Jeltsín
hefur lýst því yfir að Rússar
áskilji sér rétt til að breyta landa-
mærum þeirra lýðvelda sem ætla
sér að segja skilið við sovéska
rfkjasambandið ( hvernig sem það
annars verður í laginu).
Þetta er vitanlega ekki annað
en það sem hver gat búist við.
Þegar Boris Jeltsín er orðinn
einskonar landsfaðir f Rússlandi,
þá hlýtur hann að verða að því
spurður hvert eigi að verða hlut-
skipti þeirra um það bil 50 milj-
óna Rússa sem búa utan Rúss-
lands sjálfs, ekki síst í úkraínu
og Kazakstan.
Hér er margt að varast: sporin
frá Kákasuslöndunum hræða.
Helsta vonin um að framvinda
mála í sambúð þjóða og lýðvelda
verði friðsamleg er þá sú, að þau
séu of háð hvert öðru efnahags-
lega til að hafa efni á ófriði.
Dæmi um slíkt „ósjálfstæði" er
að finna í fréttum gærdagsins:
úkraínumenn hafa sett upp toll-
stöðvar til að takmarka útflutning
matvæla til Rússlands á þeim for-
sendum að þeir fái borgað fyrir í
verðlitlum rúblum. Jeltsín svarar
þá með því að segja að það sé
engin ástæða til að selja úkraínu
olíu á kostakjörum. Slíka hnúta
leysa menn ekki með þvf að
plaffa af byssum heldur við
samningaborð. Vonandi hafa
menn þolinmæði til að sitja við
það borð þar til sæmilegar lausnir
finnast. í anda þess sem skást er í
viðhorfum Gorbatsjovs sem sagði
á dögununi á þá leið, að hann
hefði ýmsa vitleysuna gert, en
hann hefði þó alltaf látið stjórnast
af því fyrst og fremst „ að f fyrsta
sinn í sögu Rússlands gætu meiri-
háttar breytingar gerst án blóðsút-
hellinga".
ÁB
ÞJóÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991
Síða 2