Þjóðviljinn - 28.08.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 28.08.1991, Page 6
Bkjlenbar FHETHR Gorbatsjov hótar afsögn Mikhafl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, hótaði að segja af sér forsetaembættinu í ræðu sem hann hélt í sovéska þinginu í gær. Gorbatsjov sagði að ef Sovétríkin leystust upp vegna krafna einstakra lýðvelda uni sjálfstæði, og ef ekki væri vilji til að halda ríkinu saman hlyti hann að íhuga afsögn. í til- finningaþrunginni ræðu sinni sagði forsetinn að Sovétríkin mættu ekki liðast í sundur, hins vegar yrði að deila völdunum á annan hátt en hingað til. Þá reyndi hann að slá á ótta leiðtoga margra ríkja um að rússnesk þjóðernishyggja væri að yfir- gnæfa allt annað í sovéskum stjórnmálum. Gorbatsjov sagði að trúlega væri hryggilegasta afleiðing valda- ránstilraunarinnar sú að ýmis öfl sem vildu Sovétríkin feig hefðu fengið byr undir báða vængi og ynnu nú af meiri krafti en nokkru sinni fyrr að því markmiði sínu. Hann sagði mikla hættu vera á því að ríkið liðaðist í sund ur. Þegar valdaránið fór út um þúfur lýstu þrjú lýðveldi yfir sjálf- stæði, Úkraína sem er næststærsta lýðveldi Sovétríkjanna, Hvíta- Rússland og Moldova. Gorbatsjov minnti á að í þjóðaratkvæða- greiðslu í mars síðastliðnum hefði sovéska þjóðin lýst yfír vilja sínum til að halda Sovétríkjunum saman sem ríkjabandalagi sjálfstæðra lýð- velda og hann vildi gera sitt til að svo mætti verða. Þess vegna þyrfti að undirrita nýjan ríkjasáttmála sem allra fyrst, en þó væri ljóst að samband ríkjanna yrði laustengd- ara en gert var ráð fyrir í þeim sátt- mála sem undirrita átti á þriðjudag í síðustu viku, en sú undirritun frestaðist vegna valdaránsins. Víða um heim eru efasemdir uppi um að Gorbatsjov eigi langt pólitískt líf fyrir höndum. Þannig segir breska blaðið Independent að forsetinn syndi ekki nógu hratt og straumurinn muni ná tökum á hon- um. Þjóðarleiðtogar ýmsir fara var- legar í sakimar og vilja ekki af- skrifa Gorbatsjov enn sem komið er. Sovéski sagnfræðingurinn Roy Medvedev, sem um langt árabil hefur verið búsettur í Bretlandi, sagði að Gorbatsjov hefði framið pólitískt sjálfsmorð með því að banna Kommúnistaflokkinn því þar með hefði hann ekkert bakland til að halda völdum lengur. Forsætisráðherra Bretlands, John Major, fer til Moskvu um helgina til fundar við Gorbatsjov og Jeltsin og verður þar með fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að heimsækja Gorbatsjov eftir valda- ránið. Aður en Major fer til Moskvu mun hann funda með Ge- orge Bush Bandaríkjaforseta um þróun mála í Sovétríkjunum og á hvem hátt megi auðvelda landinu að rísa úr efnahagslegum rústum. Ljóst er að nú þegar Sovétríkin em á góðri leið með að liðast í sundur vakna þjóðemisdeilur á nýjan leik milli íbúa einstakra lýð- velda og búast má við landamæra- deilum sem erfitt getur reynst að leysa. Þess vegna keppast leiðtogar Rússlands við að styðja viðleitni Gorbatsjovs til að halda Sovétríkj- unum saman. Gennadíj Búrbúlis, utanríkisráðherra Rússlands, sagði sovésku fféttastofunni Interfax í gær að enn um stund væri nauð- synlegt að hafa forseta fyrir ríkja- bandalagið og engin ástæða væri til að flýta sér um of til að breyta þeirri skipan mála. -Reuter/áþs A Umsión: G. Pétur Matthíasson Tékkar biðja um gögn varðandi ‘68 Tékkar hafa farið fram á það við sovésk yfirvöld að þau láti þeim í té gögn sem gætu varpað ljósi á innrás sovéska hersins og Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvak- íu árið 1968. Hópur tékkneskra sagn- ffæðinga vill fá aðgang að skjalageymslum sovésku stjómarinnar og kommúnista- flokksins. Sendiherra Sovét- ríkjanna sagðist myndu koma beiðninni áleiðis til Moskvu og bætti við að hann vonaðist til þess að allri leynd yfir öll- um skjalageymslum í Sovét- ríkjunum yrði aflétt eftir að valdaránstilraun afturhaldsafl- anna mistókst. Sagnfræðingamir og aðrir í Tékkóslóvakiu hafa áhuga á að staðfesta hvort harðlínumenn í tékkneska kommúnistaflokkn- um hafi beðið um að sovéski herinn gerði innrás í landið til að stöðva endurbætumar sem Alexander Dubcek kom á. Hann er núverandi forseti þingsins. Reuter Hemshokn Norræn samstaða í vaskinn? Nýlokið er hér á landi forsætisráðherrafundi Norðurlanda. Slíkir fundir eru haldnir reglulega tvisvar á ári og á þeim skiptast norrænu starfsbræð- urnir á skoðunum um nánast hvaðeina sem máli skiptir í sam- skiptum þjóðanna og á alþjóða- vettvangi. Að þessu sinni bar hæst umræðuna um Evrópskt efnahagssvæði (EES). í ályktun sem forsætisráðherrarnir gerðu á fundi sínum hér segir að víð- tækur samningur um evrópskt efnahagssvæði sé forgangsmark- mið allra ríkisstjórna á Norður- löndum. Nú háttar svo til að af Norður- löndunum fimm eiga fjögur aðild að EFTA en aðeins eitt, Danmörk, á aðild að EB. Svíar sóttu reyndar form- lega um aðild að EB fyrr i sumar, en verða varla teknir inn í þau eðlu sam- tök fyrr cn eftir nokkur ár. Aðildar- umsókn skal vel ígrunda. Líklegt er að Finnar telji sig knúna til að fylgja fordæmi Svía og sækja um aðild að EB enda er innri uppbygging efna- hags- og atvinnulífs í Finnlandi áþekk hinni sænsku. Nokkuð öðru máli gegnir um Noreg og alveg sérstaklega Island. Reyndar er hollt að hafa í huga að Norðmenn gengu í gegnum mikla og stranga Evrópuumræðu fyrir tæpum 20 ár- um, en þá var aðild að Evrópu- bandalaginu, eða Efnahagsbanda- lagi Evrópu eins og það þá hét, felld i þjóðaratkvæðagreiðslu, Verkamannaflokkurinn klofnaði og ríkisstjóm landsins neyddist til að segja af sér. Sérstaða Is- lands og Noregs í öllu þessu Evr- ópufargani felst í raun og veru í einu orði: Fiski. Ríkisstjómir Ís- lands og Noregs hafa talið að lítið stoði að semja um aðild að EES ef ekki fæst viðunandi niðurstaða hvað snertir sjávarafurðir og að- gang þeirra á markaði Evrópu- bandalagsins. Og einmitt á þessu máli sigldu viðræðumar í strand eins og frægt er orðið. Á fundi sínum hér í Reykjavík reyndu forsætisráðherramir fimm að verða samstiga í afstöðunni til EES næstu fimm vikumar. Yfirlýs- ingum einstakra ráðherra er ber- sýnilega ætlað að sýna fram á að samstaða sé mikil meðal ráðherr- anna og löndin séu sammála um hvemig haldið verði á spilum næstu vikur. Hér verður því hins vegar haldið fram að málinu sé allt annan veg farið og í raun og vem sé fátt sem sameinar Norðurlöndin um þessar mundir, að minnsta kosti í afstöðunni til EES. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, segir nauðsynlegt að öll ríkin sem í viðræðunum eiga gefi eftir af sínum ítrustu kröfum. Það á ekki síst við um ísland sem helst vill láta aðra borga aðgöngu- miðann sinn. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, segir aftur á móti að ekki komi til greina að ísland falli frá kröfunni um óheftan aðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir á markaði Evrópubandalagsins. Það verður hvorki létt né laggott fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að snúa sig út úr yfirlýsingunum þeim. Svíinn lngvar Carlsson telur ekki koma til álita að fara út í sér- viðræður án þátttöku Islands og Noregs og telur að leggja beri allan þunga á samstöðu EFTA- ríkjanna. En það fór ekki mikið fyrir áhersl- unni á samstöðu EFTA þegar hann afhenti sendiherra Hollands í Stokkhólmi umsókn Svíþjóðar um aðild að EB og reyndar er það sjónarmið fullgilt að með þeirri umsókn hafi EFTA- samstöðunni verið reitt banahöggið. Hlutskipti Paul Schliiters hlýtur síðan að vera sérkennilegt því hann segir það hneyksli ef EFTA og EB koma sér ekki saman um EES þar sem ein- ungis væri eftir að leysa lítinn vanda, nefnilega þann sem setti allt í strand fyrir skemmstu. Hann telur ennfremur að leysa verði þau mál sem eftir eru í samhengi, sem,þýðir að eftir því sem Noregur og Island gefa meira eftir varðandi fiskveiði- heimildir í lögsögu landanna, því minna þurfa þau að greiða í byggðasjóð EB. Mórallinn er sum- sé: borgið sem mest í byggðasjóð- inn, þá sleppið þið kannski billega frá fiskveiðiheimildunum. En trú- lega er málið ekki svona einfalt. Hér verður ekki séð í hveiju samstaða Norðurlandanna felst öðru en fogrum orðum. Og til að kóróna vitleysuna segir Davíð Oddsson að ef EES viðræðumar sigli endanlega í strand minnki það líkumar á því að Island sæki um aðild. Ætli Jón Baldvin hafi heyrt þetta? Eða var það ekki sami Jón Baldvin sem í sjónvarpsþætti ein- um, frægum að endemum, lýsti því yfir ítrekað að ef EES viðræðumar strönduðu myndi það auka líkumar á því að Island sækti um aðild að EB? Það kann vel að vera að forsæt- isráðherramir fimm hafi hér í Reykjavík gert heiðursmanna- samning um að vera samstiga í framhaldinu, en við vitum jú öll hver örlög slíkra samninga verða um þessar mundir, a.m.k. þeirra sem gerðir em í henni Reykjavík. ÁÞS Mynd: Jim Smart. ...“en þá var aðild að Evrópubandalag- inu, eða Efnahagsbandalagi Evrópu eins og það þá hét, felld í þjóðaratkvæða- greiðslu, Verkamannaflokkurinn klofn- aði og ríkisstjórn landsins neyddist til að segja af sér“ ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.