Þjóðviljinn - 28.08.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.08.1991, Blaðsíða 7
Ehlendar ls$s fretiir A Umsión: G.Pétur Matthíasson Sífellt fleiri viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkja Þrjú ríkl, ísland, Noregur og Danmörk, höfðu í gær komið á fullum stjórnmálalegum tengslum við Eystrasaltsríkin þrjú. Önnur 24 ríki voru tilbúin til að gera slíkt hið sama. Þar á meðal eru allar þjóðir Evrópubandalagsins, en EB þjóðir tóku sameiginlega afstöðu í málinu í gærdag. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði í gær að þjóðir heims hefðu flýtt sér um of að lýsa yfir sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem einnig hefðu flýtt sér um of. Þetta er í nokkurri andstöðu við það sem forsetinn sagði í fyrra- dag um að þau ríki sem ekki vildu samþykkja sambandssáttmála væri frjálst að hverfa úr Sovétríkjunum. Svíar viðurkenndu sjálfstæði þjóðanna í gær en á sínum tíma urðu Svíar íyrstir til að viðurkenna yfirráð Sovétríkjanna á Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Við það tæki- færi komst sovétstjómin yfir gull- forða Litháens og Eistlands í Sví- þjóð sem jafngildir nú þrem mil- jörðum íslenskra króna. Svíar sendu Moskvustjóminni gullið en eiga nú von á endurkröfu þjóð- anna. Fulltrúar ríkjanna munu ferðast til Svíþjóðar á morgun og undirrita yfirlýsingu um formlegt stjómmálasamband. Utanríkisráð- herramir undirrituðu slíkar yfirlýs- ingar i Kaupmannahöfn og Osló í gær áður en þeir héldu til Þýska- lands. Einsog Janis Jurkans, utanrík- isráðherra Eistlands, sagði við Þjóðviljann á mánudag þá em efnahagsmál aðaláhyggjuefni ríkj- anna þriggja. Sérfræðingar em honum sammála, til dæmis telur EB að ríkin þurfí 120 til 180 mil- jarða íslenskra króna á ári í aðstoð frá Vesturlöndum ef takast á að koma efnahagslífi þjóðanna í við- unandi horf. Þá er tekið mið af þeirri aðstoð sem Austantjaldslöndin fyrrver- andi þarfnast. Eystrasaltsríkin em háð Sovétríkjunum um hráefhi og orku og allur iðnaður hefur verið byggður upp í kringum þau að- fong. Rikin verða annaðhvort háð Sovétríkjunum eða Vesturlöndum og em þannig í mjög þröngri stöðu, sagði Sovétsérfræðingurinn John Barber hjá háskólanum í Cambridge í gær. Hann býst við erfiðum samn- ingum um eignarhald iðnfyrirtækja í ríkjunum. Reuter Litháar hafa þegar hafið að gefa út vegabréf og að prenta eigin gjaldmiöil. Króatía skipar þjóð- inni í bardagastellingar Borgarastyrjöldin í Júgó- slavíu siglir hraðbyri í það að verða fullkomið stríð j stað staðbundinna átaka. í gær bjó Króatía alla íbúa lýðveld- isins undir stríð en harðir bardag- ar hafa staðið í lýðveldinu í fjóra daga. Stjórn Króatíu staðhæfði einnig að það væri aðeins dags- spursmál hvenær að því kæmi að sjálfstæði lýðveldisins yrði viður- kennt á alþjóðavettvangi. Króatía og Slóvenía lýstu yfir sjálfstæði 25. júní. Á morgun mun stjóm lýðveldis- ins ákveða með hvaða hætti allir íbúar landsins verði látnir taka þátt í vömum lýðveldisins, að sögn for- sætisráðherrans, Mate Granic. Hann sagði þó að það þýddi ekki að hver íbúi myndi fá byssu í hönd en að allir myndu taka einhvem þátt í vömunum. Vukovar, borgin sem lenti í stór- skotaárás í fýrradag, lenti aftur í skotárás í gær._ Vukovar er í austur- hluta Króatíu. I lýðveldinu búa fjór- ar og hálf miljón manna og þar af em um 600 þúsund Serbar. Króatar ásaka Serba um að reyna að krækja sér í aukið landsvæði en Serbía er stærsta lýðveldið af sex lýðveldum í Júgóslavíu. Sambandsherinn styður Serba leynt og ljóst - að einhveiju marki að minnsta kosti þrátt fyrir að hlutverk hans eigi að vera að halda vopnahlé sem lýst var fyrir vikum síðan. A móti ásaka Serbar Króata um að reyna að kljúfa útúr Júgó- slavíu landsvæði sem séu aðallega byggð Serbum. Þýskaland, Austum'ki og Italía hafa öll fordæmt sambandsherinn fyrir að styðja Serba. Ríkin hafa varað Serba við og sagt að þetta geti Átökin ( Júgóslavíu fara sffellt leitt til alþjóðlegrar viðurkenningar á sjálfstæði Króatíu og Slóven- íu.Talið er að um 300 manns hafi verið drepin í átökunum síðastliðna tvo mánuði og hafa Ungveijar styrkt landamæri sín síðustu daga. Evrópu- bandalagið hyggst senda hollenska sendinefnd til Júgóslavíu til að reyna að stilla til friðar. Seint í gær bað George Bush Bandaríkjaforseti Júgóslava um að semja um skilyrð- islaust vopnahlé nú þegar. Forsetinn lýsti því að stjóm sín hefði sívax- andi áhyggjur af ástandinu í landinu. Reuter Fátækum bömum af rómönskum uppmna fjölgaði um miljón a áttunda áratugnum fjölg- aði börnum af rómönskum 1 JLuppruna sem lifa í fátækt í Bandaríkjunum um miljón. Fjölskyldur af rómönskum uppmna með böm, bæði innflytj- endur og innfæddir, em hlutfalls- lega einn fátækasti minnihlutahóp- urinn i Bandarikjunum og eiga í baráttu við lækkandi laun, mis- munun vegna atvinnu og sífellt minnkandi aðstoð frá hinu opin- bera. Árið 1989 lifðu 2,6 miljónir fólks af rómönskum uppmna i fá- tækt af 7,2 miljónum. Þetta em miljón fleiri en árið 1980. Böm þessa fólks em um 11 prósent allra bama í Bandaríkjunum. En þrátt fyrir að hlutfall fá- tækra í þessum hópi hafi aukist um þriðjung á tímabilinu, upp í 36,2 prósent þá er það samt 7,5 prósent- ustigum lægra en sama hlutfall hjá bömum blökkumanna. Efnahagsbandalag Sovétríkjanna Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna hefur komist að samkomulagi við leiðtoga þriggja Sovétlýðvelda um Efna- hagsbandalag Sovétríkjanna, Rússlands, Kazakhstans og Kirgistans sem Rússar kalla Kirgisíu. Gert er ráð fyrir að efnahags- bandalagið verði opið öllum lýð- veldum Sovétríkjanna, hvort sem þau kjósa að vera áfram innan ríkjabandalagsins eða verða sjálf- stæð riki. Það var forsefi Kirgist- ans, Askar Akajev, sem greindi frá þessu á þriðjudag. Hann sagði enn- fremur að í framhaldinu yrði að vinna að nýjum sambandssáttmála, en valdaránstilraunin kom í veg fyrir undirritun sáttmálans á þriðjudag í síðustu viku. Nú er gert ráð fyrir að sáttmálanum verði breytt í þá vem að lýðveldin fái meira sjálfstæði og forræði yfir auðlindum sínum en áformað var í fyrstu. ívan Sílajev, forsætisráðherra Rússlands, sagði í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC í gær að ný ríkisstjóm Sovétríkj- anna myndi ekki stjóma landinu með tilskipunum, ætlunin væri að innleiða markaðshagkerfi hið allra fyrsta. Hann sagði ennfremur að hagkerfi flestra lýðvelda Sovétríkj- anna væm svo nátengd að þau hlytu að hafa náið samstarf í fram- tíðinni á svi -Reuter/áþs Samið um herstöð á Filipseyjum Bandaríkjamenn og Filipsey- ingar undirrituðu samkomu- lag um áframhaldandi rekst- ur þeirra fyrrnefndu á flotastöð í Scubic- flóa á Filipseyjum. Samið var til tíu ára og munu Banda- ríkjamenn greiða heimamönnum 203 miljónir dollara á ári eða sem samsvarar 12 og hálfum miljarði íslenskra króna. Embættismenn á Filipseyjum sögðu þó von á því að eríitt muni reynast að fá samkomulagið sam- þykkt í filipseyska þinginu. Corazon Aquino, forseti Filipseyja, sagði samninginn skynsamlega íjárfest- ingu í efhahagslegri framtið eyj- anna. Vamarm;'' aráðherrann, Raul Manglapus, undirritaði samkomu- lagið ásamt sendiherra Bandaríkj- anna, Frank Wiesner, en það kallast samningur um vinskap, samvinnu og öryggi. Síðastliðna 15 mánuði hafa rikin átt í ágreiningi um her- stöðvar Bandaríkjamanna og setti eldgosið í Pinatubo-fjalli strik í reikninginn með því að eyðileggia eina herstöð Bandaríkjamanna, ekki Qarri Scubic-flóa. Vamarmáíaráð- herrann sagði samninginn munu tryggja öryggi í Suðaustur-Asíu næsta áratug. Reuter + FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Á haustönn standa Rauði kross íslands, Rauða kross deildirnar og Ungmennahreyfing Rauða kross íslands fyrir eftirfarandi námskeiðum: RKÍ og deildir: Aðhlynning aldraðra og sjúkra Endurmenntun fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp Námskeið fyrir víetnamska foreldra Námskeið fyrir fólk frá ólíkum menningarsvæðum Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp Rauði krossinn á alþjóðavettvangi Rauði krossinn - saga og störf Skyndihjálparnámskeið Sjúkraflutninganámskeið Slys á börnum Starfslok Ungmennahreyfing RKÍ: Grunnnámskeið í starfi Rauða krossins Hús - og vettvangshópur Vinalínan - símaþjónusta Alþjóðastarf - ungir sjálfboðaliðar erlendis Alþjóðastarf - sjálfboðaliðaverkefni í Gambíu Bæklingur með upplýsingum um námskeiðin fæst á skrifstofu Rauða kross íslands Rauðj kross íslands Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími 91-26722 Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.