Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 5
Fkéttir Há ávöxtunarkrafa hefur ekki áhrif á framboð húsbréfa Gífurlega há ávöxtunarkrafa húsbréfa virðist ekki hafa áhrif á framboð á bréfunum. Bréfin eru orðin mjög dýr, sérstak- lega eftir að ávöxtunarkrafan hækkaði í níu prósent á fimmtudag. Afföllin með söluiaunum eru því um 24 pró- sent. Samkvæmt markaðslögmálunum ætti sífelld hækkun kröfunn- ar að leiða til þess að framboð bréfanna minnkaði, vegna þess að þau eru óhagkvæm. Þetta hefur ekki gerst. Svo virðist sem markaðs- lögmálin virki alls ekki í þessu tilviki. Stærsta ástæða hækkunar ávöxtunarkröfunnar að þessu sinni er mikið framboð af húsbréfum gefnum út vegna greiðsluerfið- leika. Sigurbjörn Gunnarsson deildarstjóri hjá Landsbréfúm við- skiptavaka húsbréfa sagði i samtali við Þjóðviljann að það yrði að stjóma ffamboðinu á húsbréfúnum ef ávöxtunarkrafan ætti að lækka. Hann sagði að Landsbréf gætu ekki annað en hækkað kröfúna því þeir gætu ekki setið uppi með mik- inn fjölda bréfa og tapað á við- skiptunum. Nú hafa verið gefin út húsbréf á þessu ári fyrir um 11 miljarða króna og stefnir í 15 miljarða króna á árinu. Upphaflegar áætlan- ir gerðu ráð fyrir 13-15 miljörðum, sagði Sigurður Geirsson deildar- stjóri húsbréfadeildar Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Af þessum 11 þegar útgefnu miljörðum em 1,8 miljarðar tilkomnir vegna greiðslu- erfiðleikalána. Flest þeirra hafa verið útgefin síðastliðna tvo mán- uði, en samkvæmt lögum á að hætta greiðsluerfiðleikalánum um áramótin. Flokksstjómin blessaði ekki fjárlaga- rammann Guðmundur Einarsson aðstoðarmaður iðnað- arráðherra skrifar at- hugasemd í Morgun- blaðið í gær og staðhæfir að til- laga sín um traustsyfirlýsingu á flokksforystu Alþýðuflokksins hafi verið dregin til baka á eftir að Ólína Þorvarðardóttir borg- arfulltrúi og fleiri hafi komið með breytingartillögu á þeirra ályktun. Þetta hafi ekki gerst á undan einsog Ólína hafi stað- hæft í fréttatilkynningu sem hún sendi út um gang mála á flokk- stjórnarfundi flokksins, en hann var haldinn fyrir réttri viku. Ólína sagði við Þjóðviljann í gær að hún hefði aldrei haldið öðru ffam og að þama væri um undarlegan útúrsnúning hjá Guð- mundi að ræða. I breytingartillögu Ólínu og fleiri var sett inn að fundurinn stæði heilshugar að baki flokksfor- ystunni. Sumir túlka þetta þannig að fúndurinn styðji forystuna í því að hvika ekki frá grundvallarsjón- armiðum Alþýðuflokksins og standa þannig vörð um velferðar- kerfið, þessir sömu túlka ályktun- ina þannig að það felist ekki í þessu stuðningur við það sem for- ystan hafði þegar staðið að við undirbúning fjárlaga. Guðmundur túlkar þessa viðbættu setningu hinsvegar þannig að um stuðnings- yfirlýsingu við þegar teknar ákvarðanir hafi verið að ræða, þ.e. „ráðherra og þinglið í framgöngu þeirra við gerð ríkisíjárlaga," eins- og hann skrifar í gær. „Ég skil ekki hvað Guðmundi gengur til með þessari svokölluðu „leiðréttingu", innan gæsalappa, þar sem hann vitnar ranglega í fréttatilkynninguna sem var send fjölmiðlum og ber flutningsmenn röngum sökum. Þetta eru ótótlegur málflutningur og maður skilur ekki tilganginn með svona útúrsnúning- um,“ sagði Ólina. „Staðreyndin er að sú fréttatilkynning sem barst af fúndinum upphaflega um þessa ályktunarttillögu var slitin úr sam- hengi. Aðeins lítið brot hennar var sent út til fjölmiðla, og sú eina setning gaf tilefhi til villandi túlk- unar á niðurstöðu fundarins. Okkur gekk ekki aimað til en að senda íjölmiðlum ályktunina í heild sinni til þess að Qölmiðlar gætu metið fyrir sig hver væri niðurstaða fúnd- arins,“ sagði Ólína. „Við ætlum ekki að höggva lappimar undan forystu flokksins í þeim verkum sem hún stendur í núna. Okkar skilaboð og skilaboð fiokkstjómar em skýr. Þau em að það megi ekki vega að heilbrigðis- og menntakerfi og að það beri að líta í átt til fjármagnstekna og auð- linda þegar menn em að hugleiða tekjuöflun til að íjármagna velferð- arkerfið," sagði hún. -gpm Háspenna í boltanum I^slandsmótinu í 1. deild í fót- bolta lýkur í dag þegar leikinn verður átjánda og síðasta um- ferð mótsins. Baráttan um ís- landsmeistaratítilinn er á milli Víkings og Fram. Liðin eru jöfn að stigum með 34 stig, en marka- hlutfall Víkinga er betra. í síðustu umferðinni mæta Framarar liði ÍBV á Laugardals- velli, Víkingar sækja Víði í Garði heim, FH-ingar fá Valsmenn í heimsókn i Kaplakrika, KA mætir KR norður á Akureyri og Breiða- blik og Stjaman keppa á Kópa- vogsvelli. Leikimir hefjast allir á sama tíma, eða klukkan 14. -grh Sigurður sagði að það væri verið að leita leiða til að draga úr framboðinu þó engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Ein leið er að takmarka útgáfú bréfanna í hveij- um mánuði, en Sigurður sagði að það væri ekki leið sem væri talin álitleg þar sem hún myndi skapa biðröð í kerfinu. Aðrar leiðir sem em til skoðunar er lækkun á hlut- falli og annað slíkt. Húsbréfin em orðin það dýr að það borgar sig ekki fyrir sumt fólk i greiðsluerfiðleikum að taka þau. Sigurður sagði að nú hefðu 67 að- ilar farið aðrar leiðir vegna þess að húsbréfaleiðin væri ekki hag- kvæm, enda hefði Húsnæðisstofn- un ráðlagt þeim að fara aðrar leið- ir. Hann sagði einnig að eftir hækkun ávöxtunarkröfúnnar úr 8,6 prósentum í niu prósent á einni viku yrði að taka upp allan út- reikning á greiðsluerfiðleikalánun- um sem óafgreidd em. Enda er lánað fyrir afföllunum, auk þess sem nú gætu húsbréfin hreinlega verið verri leið en áður. Sigurbjöm sagði að níu prósent raunvextir væm vextir sem væm alltof háir og að það borgaði sig ekki að taka slík lán. „Avöxtunar- krafan hefúr einungis áhrif á eflir- spumina á bréfunum, en ekki framboðið,“ sagði Sigurbjöm. ,^Fólk gerir sér grein fyrir því hvað þetta kostar, en virðist vera í það slæmum málum að það er annað- hvort að grípa þetta tækifæri eða sökkva,“ sagði Sigurbjöm Sigurður taldi að enn eimdi eft- ir af þeirri hugsun að alltaf sé hag- kvæmt að taka lán og taldi að margir gerðu sér ekki grein fyrir því að nauðsylegt væri að slá fjár- festingum frekar á frest. Hann telur að vextimir fari ekki lækkandi fyrr en fólk fer að hafa þann hugsunar- hátt að það borgi sig ekki að taka lán. Magnús Leópoldsson hjá Fast- eignamiðstöðinni sagði að hætt væri við að hækkun ávöxtunar- kröfunnar hefði áhrif til hækkunar á fasteignaverði þó slfkt kæmi ekki fram á fyrsta degi. „Sá sem er að selja hlýtur að taka afföllin inn i dæmið,“ sagði Magnús, en hann telur að í fasteignaviðskiptum komi þetta þannig fram að bjóði menn mikið af húsbréfúm sem greiðslu náist uppsett verð síður niður. Þessu var Sverrir Kristins- son hjá Eignamiðluninni sammála, en hann telur hinsvegar að hús- bréfin hafi hingað til ekki haft í för með sér hældkun fasteignaverðs, sérstaklega ef ávöxtunarlaafan fer nú niður t stað þess að fara áfram upp. -gpm „Ertu frönsk eða fædd hér á landl?“„Án sýnilegs titils“ heitir sýning sem verður opnuð f Listhúsinu, Vestur- götu 17 á morgun kl. 16.00.Sýningin er haldin í boði Jacqueline og Jack Mer, sendiherra Frakklands á Is- landi.Þátttakendur hafa öll búið á Frakklandi og stundað þar nám og sum búa þar enn. Þau eru Odd Stefán Þór- isson sem sýnir Ijósmyndir, Erfa Magnúsdóttir sem sýnir grímur, Ragnheiður Ágústsdóttir sem sýnir grfmur og Þórdís Ágústsdóttir sem sýnir Ijósmyndir. Yann Hervé sýnir einnig myndverk, en hann er staddur f Frakklandi um þessar mundir. Línustæði E síst betra segja landverðir Það er alveg ljóst að þetta nýja línustæði E er síst betra en hin, því þarna er aiveg ósnortið land. Við viljum þessi mannvirki í jörðu eða út af svæðinu og meðfram byggðalínu, segir Kári Kristjánsson landvörður í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju um nýja hugmynd starfsmanna Landsvirkjunar að línustæði fyrir Fljótsdalslínu 1, sem sagt hefur verið frá í Þjóðviljanum. Stjóm Landvarðafélagsins mun ganga á fund Náttúruvemdarráðs á mánudag og ræða þar ýmis óupp- gerð mál á milli landvarða og for- ystumanna Náttúmvemdarráðs. Kári segir hugmyndir um sér- stakan lit á línuna, til þess að vinna gegn umhverfisáhrifúm, út í hött. Sandblástur sé það mikiíl að ekkert þýði að mála og línan myndi sjást í víðáttumiklu landslagi, lituð eður ei. Skipulag ríkisins hyggst aug- lýsa línustæði C í þessum mánuði og munu bæði landverðir og Nátt- úmvemdarráð skila inn athuga- semdum við hana. Náttúruvemdar- ráð hefur þó ekki enn tekið ákvörðun um hvaða leið það geti samþykkt. Formaður ráðsins, Arnþór Garðarsson, segir línustæði E ekki fráleitan kost á landabréfi, en ekki sé enn búið að skoða þennan möguleika nógu vel til þess að dæma um hann. Auk þess geti ver- ið á honum miklir verkfræðilegir annmarkar. „Eg geri ráð fyrir að við munum leggjast gegn leið C, þeirri sem Landsvirkjun vill helst fara, og skila inn athugasemdum við auglýsinguna. Leiðin fer yfir friðlýst svæði, en við ætlum ekki að leggjast gegn því að hún sé aug- lýst,“ sagði Amþór. „Tveimur af skálínunum yfir Kerlingardyngju hefur þegar verið hafnað. Þá er eft- ir þessi nýja hugmynd Landsvirkj- unar og línustæði meðfram byggðalínunni. Þessir kostir sem þarf að velja á milli era allir vond- ir,“ sagði hann. -vd. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir Sigurlaug Þ. Ottesen Hringbraut 84 verður jarðsungin frá Frfkirkjunni f Reykjavfk mánudaginn 16. septemberkl. 13:30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóð Land- spítalans. Þorgeir Björnsson Margrét Sigurðardóttir Ingibjörg Bjömsdóttir Þorvaldur Þorsteinsson Þuriður Björnsdóttir Bjarni Geirsson barnabörn og systur Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.