Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 4
Sf Verðbólgan 8,5 prósent Verðbólgan er nú 8,5 pró- sent miðað við hækkun vísi- tölu framfærslukostnaðar undanfama þijá mánuði. Vísitala framfærslukostn- aðar hækkaði um 0,6 prósent á milli ágúst og september. Bensínhækkunin olli 0,1 pró- sent hækkun og hækkun á áfengi og tóbaki einnig 0,1 prósent hækkun. Undanfama 12 mánuði hefur vísitala ffamfærslukostnaðar hækkað um 7,7 prósent. -Sáf Vilja afnema lánskjara- vísitöluna Félag bókagerðarmanna krefst þess af ríkisstjóminni að efnd verði marggefin fyrir- heit um afnám lánskjaravísi- töiunnar, segir í ályktun sem samþykkt var á almennum félagsfundi hjá Félagi bókagerðarmanna og haldinn var 4. september sl. I ályktuninni segir og að verkafólk hafi í þessu efni bú- ið við algert misrétti allt frá árinu 1983, þegar þáverandi ríkisstjóm afnam launavísi- töluna en viðhélt lánskjara- vísitölunni. „Þau átta ár sem þetta ástand hefur nú varað hefur verkafólk, með sjálfvirkum og lögskipuðum hætti, verið þvingað til sérstakra fjárfram- laga til fjármagnseigenda. Slíku ástandi verður að linna þegar í stað,“ segir í lok ályktunarinnar. -sþ Leiðrétting Þau mistök urðu í Nýju Helgarbiaði í gær að rangt var farið með föðumafn höfundar minningargreinar um Petrínu Kristínu Jakobsson. Það var Kristín S. Bjömsdóttir sem skrifaði greinina en ekki Pét- ursdóttir einsog sagt var í blaðinu. Er Kristín beðin vel- virðingar á þessum mistök- um. Ritstj. Leiðrétting I texta með mynd, sem birtist á bls. 11 í Nýju helgar- blaði í gær, var rangt farið með þær trúnaðarstöður sem Hansína Stefánsdóttir og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir gegna á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar. Hansína var sögð formaður Landssam- bands íslenskra verslunar- manna en Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir stjómarmaður í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Ingibjörg Guð- mundsdóttir er formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna en Hansína Stefánsdóttir formaður Al- þýðusambands Suðurlands. Er beðist afsökunar á þessari missögn. Ritstj. Christian Wagner og Andreas Voigt eru meðal efnilegustu kvikmyndaleikstjóra Þýskalands. Þeir eru staddir hér vegna þýskrar kvikmyndaviku sem hefst í dag. Mynd: Kristinn. Ungir menn á uppleið Kvikmyndaleikstjórarnir Andreas Voigt og Christian Wagner eiga báðir myndir á þýsku kvikmyndahátíðinni í Regnboganum. Andreas Voigt var Austurþjóðverji þegar múrinn hrundi. Hann var þá í fastri stöðu sem hvarf og verður nú að stýra skútu sinni sjálfur í ólgusjó markaðarins. Hann sagði að ekki hefði verið sérlega létt að vera kvikmyndagerðarmaður í ríki Erichs Honecker. Annars vegar var hægt að gera áróðursmyndir fyrir ríkið en hins vegar mátti freista þess að skapa eitthvað sjálfur. Til þess varð hann að vera fastráðinn hjá DEFA- kvikmyndaverinu eða vinna hjá sjónvarpinu. 1 grófum dráttum má segja að gerðar hafi verið tvær tegundir af „sjálfstæðum" myndum: leiknar myndir og heimildamyndir. Miklu meira fé var veitt í leiknu myndimar en heimildamyndimar hins vegar undir strangara eftiriiti. Þetta mun byggjast á þeirri hefð að í heimilda- myndum mætti gagnrýna svolítið en alls ekki mjög mikið. Þar mun hafa skapast nokkur hætta á að fara yfir strikið. Andreas Voigt var að því spurður hvort kvikmyndir í Þýskalandi hefðu kollsteypst í takt við þýskt samfélag á síðustu tveim ámm. Hann svaraði því til að ringulreið væri enn ríkjandi meðal fyrrverandi Austur-Þjóðverja, bæði í samfélagsmálum og kvik- myndagerð. Tæknin sem hann notaði fyrir tveim áram var langt á eftir tímanum og hann kvaðst algerlega reynslulaus maður á ferð um reglu- skóga hins vestræna fjármálahcims. Félagi hans, Christian Wagner, er hins vegar stórfróður um sjóða- reglur og annað þess háttar sem kemur ungum kvikmyndagerðar- mönnum vel. Þetta á sér sögulega skýringu eins og margt annað. Christian er menntaður í bókmennta- , leikhús- og sálarfræði en var hins vegar hafnað þegar hann sótti um kvikmyndaskóla. Hann hefndi sín með því að framleiða kvikmyndina: Síðasta gönguför Wallers. Sú kvik- mynd fékk, árið 1988, Kvikmynda- verðlaun Bæjaralands; verðlaun þýskra kvikmyndagagnrýnenda og 1989 æðstu kvikmyndaverðlaun Þýskalands og var útnefnd til Felix- Evrópuverðlaunanna o.s.frv. Christian Wagner haföi margt að segja um hve vel það borgaði sig fýrir íslensk stjómvöld að leggja fé í íslenskar kvikmyndir. Kjaminn í því var þessi: Nú er lag, því að hver sá sem hefúr einhverja peninga og samning við ffamleiðsluaðila í þrem- ur löndum getur fengið meira. ís- lenskar kvikmyndir geta orðið mikil- væg útflutningsvara og auk þess orð- ið mikilvægur þáttur í því að ísland „sjáist" í stað þess að hverfa á þeim tímum sem í hönd fara. -kj Strætó breytt á mánudagsmorgni Amánudaginn taka gildi ýmsar breytingar á þjón- ustu Strætisvagna Reykja- víkur. Sala er hafin á nýrri ieiða- bók þar sem allar upplýsingar er að finna. Almennar bréytingar era þær að akstri verður hætt upp úr kl 24.00 frá sunnudegi til fimmtudags. Á föstu- dags- og laugardagskvöldum verður hins vegar ekið til 01.00 eins og ver- ið hefur. Á sunnudagsmorgnum hefst aksturá bilinu 09.40-10.00. Einstakar brcytingar era þær að Leið 3, Nes-Mjódd, verður fram- lengd í Mjódd frá kl. 07-19.00 frá mánudegi til föstudags. Annars verður endastöð sú sama og áður. Leiðir 8 og 9, Hringleiðimar, verða á 20 mínútna fresti frá mánu- dégi til föstudags, kl. 07.00- 19.00 allt árið. Leið 10 fer um Ártúnsholt í öll- um ferðunt en ekki um Ártúnshöföa eins og áður. Leið 11 ekur um Amarhöfða i öllum ferðum og leysir þar af hólmi leið 14. Leið 13 verður númer 112 en þriggja stafa númer gefur til kynna að um hraðferð sé að ræða. Leið 14 verður númer 111. Akst- ur um Amarbakka leggst af en í stað þess verður viðkoma í Breiðholts- kjöri. Leið 15, Hlemmur-Keldnaholt, verður endurskipulögð þannig að hún verður á tuttugu mínútna fresti að deginum. Að auki munu hraðleið 115 og leið 16 þjóna hverfinu. Leiðir 15A og 15B hverfa en 15 tekur við og ekur m.a. um Völundar- hús í Húsahverfi. Leið 15C fær númer 16 og leið 100 fær númer 110, en þær fara sömu götur og þær hafa gert. Leið 115 mun þjóna Borgarmýri á svipaðan hátt og leið 15B áður. í gamla Ausmrbænum hefúr ver- ið auglýst útboð á tilraunaakstri með litlum vögnum. Náist samningar um þennan akstur er ráðgert að byrja hann í október. - kj Leið 10 fer um Artúnsholt en ekki Ártúnshöfða. Mynd: Kristinn. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.