Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 6
KmWMYWm A Sif Gunnarsdóttir skrifar —...................................„Kggpfe,.... ............= Hin hliðin á Madonnu Laugarásbíó Uppí hjá Madonnu (In bed with Madonna) Leistjóri: Alek Keshishian Framleiðendur: Propaganda fllms í upphafi átti leikstjórinn Kes- hishian bara að mynda hljómleika- túrinn Blond ambition, en síðan ákváðu þau Madonna að gera heim- ildarmynd um stjömuna sjálfa þar sem engu væri leynt. Myndavélam- ar myndu elta hana baksviðs, næst- um því alla leið inná klósett, og þannig gætu aðdáendur hennar kom- ist að því hvemig hún er í „alvör- unni“. Afrakstur þessa samstarfs er dá- lítið undarleg mynd. Það em klippt saman hljómleikaatriði í lit, við svart/hvítan raunveruleikann bak- sviðs. Hljómleikaatriðin era stórglæsi- leg, og minna á viðamikla leiksýn- ingu, því það eru margar sviðs- myndir, fjölbreyttir búningar og Madonna er umkringd litríkum dönsuram í flestum lögunum. Eg held ekki að nokkur Madonnu-aðdá- andi verði svikinn af þeim atriðum. Baksviðs kastar svo Madonna af sér glitklæðum og farða og kemur til dyranna eins og hún er klædd (í slopp), fullkomlega eðiileg (eða hvað?). Maður fylgist með henni að rifast við tækniliðið, stríða dönsur- unum sínum, ræða um og við fjöl- skyldu sína, heimsækja gröf móður sinnar, fara í partý, vera dónaleg við gesti og gangandi, tala við Warren Beatty og svo ffamvegis. Reyndar á Beatty besta tilsvarið í myndinni, þegar hann segir að Madonna hætti að vera til þegar slökkt er á kvik- myndatökuvélunum. Líf hennar sé bundið við vélamar. Og kannski er það satt, kannski er þetta hið full- komna egóflipp, en það skiptir í rauninni engu máli því það er bæði furðulega skemmtilegt og vel gert. Og hver sá sem heldur því fram að Madonna geti ekki leikið ætti að drífa sig á þessa mynd því að þar leikur hún sjálfa sig með sóma við ýmisskonar tækifæri. Geri aðrir bet- ur. VlÐHOKF ▲ Vilhelm G. Kristinsson skrifar Um „ótímabæra minningargrein“ Idálkinum Klippt og skorið í Þjóðviljanum í dag, 11. september, fjallar Sigurður Á. Friþjófsson ritstjórnarfulltrúi meðal annars um stutta grein mína í Morgunblaðinu hinn 8. september sem ber fyrirsögnina „Þjóðviljinn - In memoriam?“. í geininni eru erfiðleikar Þjóðviljans gerðir að umræðuefni. Sigurði fellur mjög þungt að for- maður Siðanefndar Blaðamannafé- lags Islands skuli setja fram skoðanir sem séu Þjóðviljamönnum ekki að skapi. Sigurður telur raunar að ég sé ekki svara verður nema vegna þess að ég sé formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Islands. Sam- kvæmt þessu mega Siðanefndar- menn ekki láta í ljós skoðanir eða smekk sem Þjóðviljamönnum falla ekki í geð. Sigurður segir rangt að Þjóðvilj- inn haft á liðnum áratugum varið sovétið og sósíalismann, slíkt hafi ekki verið gert síðustu 25 árin eða svo. Nú vill svo til að Þjóðviljinn var stofnaður 31. október 1936. Áreið- anlega þurfum við Sigurður ekki lengi að leita í árgöngum Þjóðviljans til að finna sitthvað um ágæti sovéts- ins. Fróðlegt væri til dæmis að rifja upp hver orð féllu við lát Stalíns á sínum tíma. Við tímamót er augum gjaman rennt yfir farinn veg en ekki látið svo sem lífið hafi fyrst byrjað fyrir 25 áram. Sigurði Á. Friðþjófssyni sámar mjög að ég skuli segja að mér þyki Þjóðviljinn leiðinlegt blað og telur það ekki bera vott um drengskap í garð starfsmanna blaðsins. Eg er hins vegar þeirrar skoðunar að það beri vott um drengskap að segja um- búðalaust skoðun sina á blaðinu á þeim krossgötum sem það stendur nú. Ég tel mig raunar með nokkurri vissu geta sagt að ég sé ekki einn um að þykja Þjóðviljinn leiðinlegt blað. Upplagstölur beri m.a. vitni um það. „Þjóðviljinn hefúr aldrei fallist á þá skoðun að eini tilgangur blaðaút- gáfu sé að gefa út blað,“ segir Sig- urður og þó að það sé ekki sagt fúll- um fetum má skilja af orðum hans að það sé einmitt Þjóðviljinn eins og hann er nú, sem eigi að gefa út. Hins vegar virðist mér sjaldan hvarfla að Þjóðviljamönnum að ástæða þess hve lesendur era fáir geti verið sú að eitthvað sé bogið við blaðið. Þó ætti minnkandi og ónóg sala að vera nægilegt tilefni til að menn stöldraðu við og spyrðu sjálfa sig: Getur verið að blaðið sé ekki nógu gott? Mér dettur ekki i hug að taka aftur þau orð að mér þyki Þjóðviljinn þurrku- og þunglyndislegur og get ekki séð hvemig seta mín í Siðanefnd Blaða- mannafélags Islands getur komið í veg fyrir að ég hafi þá skoðun. Ég hef einfaldlega annan smekk en Sig- urður. Um meintan fjandskap minn við verkalýðshreyfinguna hirði ég ekki og læt mér nægja að minna á hvemig valdhafar í samneysluríkjunum hafa nauðgað alþýðu manna í nafni verkalýðshreyfingarinnar og hvemig sósialísk þjóðfrelsisbarátta hefur ver- ið háð. Um þessa sömu valdhafa hef- ur veri fjallað með velþóknun í Þjóð- viljanum. Og það skiptir ekki nokkra máli þó að það hafi verið fyrir 25 ár- um eða svo, - á meðan Þjóðviljinn hefur ekki beðið lesendur sína afsök- unar. Grein mín í Morgunblaðinu ber heitið „Þjóðviljinn - In memoriam?" og er því ekíci, vegna spumingar- merkisins, minningargrein í eigin- legri merkingu. Hún gæti hins vegar orðið það ef Þjóðviljinn hlýðir ekki kalli tímans. Tvö þúsund nýir áskrif- endur breyta engu nema Þjóðviljinn breyti sjálfúm sér. Mér komu á óvart heiftarleg við- brögð Sigurðar. Ég ber enga upp- safnaða reiði í bijósti til Þjóðviljans eins og hann álítur. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að Þjóðviljamönn- um sé hollt að fá að heyra annað en Iofsöngva á þeim umbrotatímum sem nú ganga yfir. Vafalaust er Þjóð- viljamönnum sama um skoðanir mínar, alltént meðan ég segi þær ekki opinberlega. Mér væri það hins vegar gleðiefni, þótt ekki væri nema vegna látinna ættmenna minna ná- kominna sem eitt sinn unnu Þjóðvilj- anum hugástum, að Þjóðviljamenn stöldraðu við og leiddu hugann að því hvort ástæða þess hve fáir vilja kaupa blaðið gæti falist í ritstjómar- stefnu þess. Fyrsta skrefið í umbóta- átt gæti svo verið að gera rækilega upp við fortíðina og reka „sósíalíska þjóðfrelsisdrauginn" á dyr. 11.9.1991 Með bestu kveðju, Vilhelm G. Kristinsson MYNDVERKASÝNING FÉLAGSMANNA V.R. í LISTASAFNIALÞÝÐU, GRENSÁSVEGI 16A, 31. ÁGÚSTTIL 15. SEPTEMBER 1991 í tilefni 100 ára afmælis Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sýna 30 félagar V.R. verk sín, en þeir vinna allir áb myndlist í tómstundum sínum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 ALLIR VELKOMNIR - ÓKEYPIS AÐGANGUR 18 9 1-19 9 1 Vef2iunarmannafélag Reykjavíkur ^JÓÐVILJINN Laugardagur 14. september1991 SMÁFRÉTTIR Kosningavaka í Norræna húsinu Kosningavaka verður í Nor- ræna húsinu á morgun í tilefni kosninganna í Svíþjóð. Kosið er til þings, landsþings og bæjarstjóma. Fylgst verður með talningu at- kvæða símleiðis og með mynd- sendi. Sænska sendiráðið leggur ffarn tækjakost sinn svo unnt verði að fylgjast með ffamvindu kosn- inganna. Fyrstu tölur verða vænt- anlega birtar fynr kl. 19 á sunnu- dagskvöld og verður kafílstofa Norræna hússins opin ffam eftir kvöldi af þessu tilefni. Félagsstarf aldraðra Félagsstarf aldraðra í Gerðu- bergi mánudaginn 16. september verður sem hér segir: Fyrir hádegi hárgreiðsla og fótsnyrting. Kl. 11 byrjar leikfimi hjá Maríu Gunnars- dóttur leikfimikennara. Kl. 12 há- degishressing. Eftir hádegi spila- mennska og upplestur. Kl. 15 kaffi. Kl. 15.30 hefjast dansæfingar hjá Sigvalda danskennara. Nánari upp- lýsingar í síma 79020. Nafnalög og nafngiftir Hermann Pálsson prófessor heldur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla íslands þriðjudaginn 17. september kl. 17.15 í stofú 201 í Ámagarði. Fyr- irlesturinn nefnist „Nafnalög og nafngiftir" og er öllum opinn. Her- mann Pálsson er professor emeritus við Edinborgarháskóla og hefúr lát- ið ffá sér fjölda rita um íslensk ffæði. Hann var kjörinn heiðurs- doktor ffá heimspekideild 1987. Jass á Hvammstanga Fyrstu tónleikar Tónlistarfé- lags Vestur Húnvetninga, sem stofnað var í ágúst sl., verða á Hót- el Vertshúsi á Hvammstanga nk. miðvikudag, 18. september og hefjast kl. 21. Á tónleikunum leik- ur kvartett Sigurðar Flosasonar og söngkonan Andrea Gylfadóttir jasstónlist. Kvartettinn skipa auk Sigurðar, Þórður Högnason kontra- bassa, Matthías Hemlock trommur og Kjartan Valdimarsson á píanó. Ekkert aldurstakmark er á tónleik- unum. Allir em velkomnir og lofað er góðri sveiflu. Rabbfundur um nátt- úruhús undir berum bimni Náttúravemdarfélag Suðvest- urlands stendur fyrir rabbfiindi um „Náttúrahús undir berum himni" í dag kl. 16. Fundurinn verður í Hafnarhúsinu að vestanverðu, I. hæð. Rifjuð verða upp ferðalög sem félagið fór 1983 og nefndi „Náttúragripasafn undir beram himni“. Tilgangurinn með ferða- röðinni var að vekja athygli á að ís- lendingar hefðu ekki komið upp ffambærilegu náttúrugripasafni. í von um að fúllbúið náttúruhús rísi innan skamms á nú að taka upp þráðinn með nýju sniði. Hugmynd- ir um það verða ræddar á fundinum sem er opinn öllu áhugafólki. Kolaportið líka á sunnudögum Kolaportið verður nú iíka opið á sunnudögum frá og með þessari helgi. Alls komast 250 seljendur fyrir í Kolaportinu um hveija helgi og er reiknað með um 20 þúsund gestum að meðaltali. Sunnudagar verða fjölskyldudagar í Kolaport- inu og á morgun verður þar margt til skemmtunar fyrir böm og fúll- orðna. Simpson fjölskyldan verður á staðnum kl. II til 13, fjöldi fyrir- tækja verða með sérstakar kynn- ingar og Kolaportsálfamir gefa bömunum lukkupoka með ýmsu góðgæti. Opið á laugardögum 10 til 16, á sunnudögum 11 til 17. Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra Flóamarkaður Félags einstæðra foreldra verður í Skeljahelli, Skeljanesi 6, í dag ffá kl. 14 til 17. Leið 5 liggur að húsinu. Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.