Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Qupperneq 9
Mbjnwg Samúel Jón Ólafsson Fæddur 21. júlí 1944 - Dáinn 2. september 1991 Að kveðja góðan félaga er hann hverfur til nýrra starfa er gert með trega, en samt með ákveðinni gleði fyrir hans hönd. Þannig kvöddum við í byggingamefnd jþróttafélags fatlaðra í Reykjavík Samúel fyrir nokkrum vikum. Ekki óraði okkur fyrir að þar værum við að kveðja hann í síðasta sinn. Hann var fullur áhuga og bjartsýni að hverfa til starfa á þeim vettvangi sem hugur hans stóð hæst til og innan nokkurra ára mundi hann snúa aftur heim og þá gætum við notið starfskrafta hans aftur. Fyrir þrem árum kom Samúel að máli við formann íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og óskaði eftir að fá að leggja félaginu lið með því að fljúga hringflug um ísland til að kynna félagið og byggingu íþróttahúss þess. Það er ekki oft sem okkur berst slík liðveisla án þess að við þurf- um að leita eftir henni fyrst. Ekki varð úr hugmynd hans um flugið, aðallega vegna þess að um svipað leyti gekkst Rás 2 fyrir söfnun sem kynnti íþróttahúsbygginguna fyrir landsmönnum. Samúel tók því sæti í bygging- amefnd og var ritari hennar alveg þangað til hann fór af landi brott. Það var mikill fengur fyrir fé- lagið að fá mann sem Samúel til starfa, mann sem hafði verið sveit- arstjóri í tveim kaupstöðum, mann með viðskiptafræðimenntun, mann með viðamikla þekkingu á fram- kvæmdum og áætlanagerð. Enda skilaði sú reynsla okkur ómælt og má mikið henni þakka hve vel gekk að byggja íþróttahúsið. Þótt ég kynntist Samúel ekki mikið fyrir utan starfið í bygging- amefnd varð mér fljótlega ljóst að þar fór vandaður maður og drengur góður. Hann var hægur og rólegur, yfirvegaður og hafði einstakan og góðan húmor og átti einstaklega gott með að sjá björtu hliðamar á flestum málum. 1. september sl. vígðum við íþróttahúsið og daginn eftir var það tekið í notkun. Fögnuður okkar var varla hljóðnaður þegar við fengum þær sorglegu fréttir að Sa'múel hefði látið lífið á þennan óvænta hátt. Nú sitjum við'hfjóð og óneitan- lega leitar á hugann hver sé til- gangurinn, hvenær jörðin verði þannig að fólk geti gengið um án þess að eiga slík örlög í vændum. Við því em í sjálfu sér engin svör, en væm fleiri menn búnir þeim eiginleikum og mannkostum sem Samúel bjó yfir væri veröldin betri, og eitt er víst, minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Nú er íþróttahúsið komið í fúlla notkun, iðandi af mannlífi. Það mun bera minningu Samúels merki, og að koma þar og taka þátt í starfsem- inni þar, mun ávallt minna okkur á hann. Um leið og við kveðjum Samú- el hinstu kveðju með þökk fyrir allar góðu stundimar, sendum við eflirlifandi eiginkonu, Ingibjörgu Helgu Júlíusdóttur, bömum, ætt- ingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Byggingarnefndar íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, Arnór Pétursson AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur I bæjarmálaráði verður haldinn mánudaginn 16. september kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 17. september. 2. Önnur mál. Stjórnln KJÖRDÆMISRÁÐ AB IREYKJANESKJÖRDÆMI Haustferð í JÖKULHEIMA 21. september 1991 Laugardaginn 21. september gengst Kjördæmisráð AB fyrir haustferð ( Jökulheima ef þátttaka verður næg. Brottför úr Keflavík og Grindavík kl. 7.30 og frá Þinghóli í Kópavogi kl. 8.20 að morgni laugardagsins. Ekið verður sem leið liggur um Suðurland, upp Rangarvelli, framhjá Tröllkonuhlaupi i Þjórsá, Hrauneyjarfoss- og Sigölduvirkjunum að Þórisvatni.. Þaðan verður ekið um Veiðivötn ( náttstað í Jökul- heimum, nágrennið kannað og skoðuð Tungnaá sem þar kemur af og undan Vatnajökli. Gist verður í húsum Jöklarannsóknafélagsins (Jökulheimum. Á sunnudag verður komið við í Landmannalaugum, fariö ( heitt Laugabað, en sumir ganga á Bláhnúk. Um kl. 15 verður ekið heimleiðis vestur Dómadalsleið, framhjá Löðmundi og Hellisfjalli, meó Sauðleysum og fram hjá Hekluhrauni í Skjólkvíum (1970). Farið verður niður að Gjánni ( Þjórsárdal og að Stöng. Litið verður til Þjóðveldisbæjarins og dokað við hjá Hjálparfossi. Heimkoma er áætluð um kl. 20 ( Kópavog og klukku- tíma síðar í Keflavík og Grindavlk. Gistigjald ( skála er kr. 800 og fargjald er kr. 3.900. Eft- irlaunaþegar og þeir sem eru 15 ára og yngri greiða 1.900. Átta ára og yngri greiöa kr. 900. Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fsrarstjóranum Gísla Ólafi Péturssyni í síma 42462. Athugið að þátttaka er öllum veikominl! Stjórnin Útboð innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavikur, óskar eftir tilboðum í að leggja Suðu- ræð - Áfanga A1. Verkið felst í að leggja 4,3 km langa einangraða pípu í plastkápu frá geymum á Reynisvatnsheiði að Suð- urlandsvegi við Rauðavatn og þaðan meðfram Arn- arnesvegi að Elliðaám. Pípan er að hluta (Ö800 mm víð og 0900 mm að hluta. Verkinu skal lokið 1. október 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvgi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. október 1991, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frlkirkjuvegi 3 - Sími 25800 /sji°A ?\5STZ Til sölu húseignir á Siglufirði og í Vestmannaeyjum Kauptilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Vetrarbraut 6, Siglufirði, samtals 1.311 rúmm að stærð. Brunabótamat kr. 6.831.000.-. Húsið verður til sýnis í samráði við Þórð Andersen verksmiðjustjóra, sími 96-71243 v. og 96-71507 h. Kirkjuveg 22, Vestmannaeyjum (Samkomu- hús Vestmannaeyja). Stærð hússins er 9.275 rúmm. Brunabótamat er kr. 101.583.000,-. Hús- ið verður til sýnis í samráði við Ingvar Sverris- son, fulltrúa bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, sími 98-11066. Tilboðseyðublöð verða afhent hjá ofangreindum aðilum og á skrifstofu vorn að Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð merkt „Útboð nr. 9730/1“ skulu berast fyrir kl. 11:00 þann 4. október 1991 þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Aðalfundur Landverndar og ráðstefna um menningarlandslag, sem ber heitið: Ásýnd íslands fortíð - nútíð - framtíð verður í Munaðamesi 11., 12. og 13. október 1991. Dagskrá verður send aðildarfélögum. Landvernd r A Útboð Snjómokstur og hálkuvörn Vegagerð rfkisins óskar eftir tilboð- um ( snjómokstur og hálkuvöm vet- urinn 1991-1992. 1.1 Gullbringusýslu 2.1 Kjósarsýslu Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð rikisins, aðalgjaldkera Borgar- túni 5, Reykjavik, frá og með 17. september. Skila skal tilboðum á sama stað fyrír kl. 14:00 þann 24. september 1991. Vegamálastjóri Utboð Austuriandsvegur, Mánagarður - Myllulækur Vegagerð rikisins óskar eftir tilboð- um I lagningu 4,5 km kafla á Austur- landsvegi frá Mánagarði að Myllu- læk. Helstu magntölur: Neðra burðarlag 38.000 m3 og fylllngar 40.000 m3 rúmm. Verki skal að fullu lokið 15. júni 1992. Útboösgögn verða afhent hjá Vega- gerð rikisins á Reyðarfirði og i Reykjavlk (aöalgjaldkera) Borgar- túni 5 frá og með 17. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 30. september 1991. Vegamálastjóri RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafvcrktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.