Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.09.1991, Blaðsíða 7
ERLENBAM iif FRETnR Stórveldin semja um Afganistan Leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafa komist að samkomulagi um að stöðva aU- an hernaðarstuðning við stríð- andi fylkingar í Afganistan. Tvær sveitir afganskra skæru- Uða hafa átt í stríði við stjórn- ina í Kabúl, sem er hliðholl Moskvu stjórninni, síðan 1979. Bæði leiðtogar skæruliða- hreyfinganna og Najibullah, for- seti Afganistans, hafa lýst yfir ánægju með ákvörðun stórveld- anna. Það voru utanríkisráðherr- amir James Baker og Borís Pan- kín sem í sameiginlegri yfirlýs- ingu lögðu til vopnahlé milli stríðandi afla og í því skyni ákváðu stórveldin að hætta vopnasendingum. Frá og með næstu áramótum verða engar vopnasendingar ffá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum til Afganistan, vopnahléi verður komið á og jafnframt verður gert hlé á vopnasendingum frá öðmm aðilum. James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lýsti sam- komulagi þjóðanna um málefni Afganistan við ákvörðun Sovét- manna um að draga herlið sitt ffá Kúbu og viðurkenningu Sovét- ríkjanna á sjálfstæði Eystrasalts- ríkjanna. Þar með er mtt úr vegi þremur stórmálum sem öll hafa verið á dagskrá leiðtogafunda stórveldanna undanfarin ár. Sovétmenn drógu herlið sitt ffá Afganistan árið 1989 en ekk- ert lát hefúr verið á bardögum í landinu þrátt fýrir það. Reuter/áþs. Forseti Júgóslavíu biður um aðstoð SÞ Stipe Mesic, forseti Júgóslav- íu, bað í gær Sameinuðu þjóöirnar um að stððva blóðbaðið í Króatíu. Hann fór fram á það að SÞ hlutuðust til um málefni Króatíu og jafn- framt var skorað á Evrópuríki að viðurkenna sjálfstæði lýðveld- isins og aflétta vopnasðlubanni. í yfirlýsingu Mesic segir að hann ætli að gera lokatilraun og biðja Sameinuðu þjóðirnar að stöðva stríðið sem Serbar standi fyrir. Að minnsta kosti 11 Króatar vom drepnir í bardögum í gær, þar Króatlskur þjóðvarðliðsmaður vaktar þjóðbrautina milli Zagreb og Belgrad. Sexfaldar lántökur hjá Finniun Samkvæmt fjárlagafrum- varpi finnsku stjórnarinnar, sem lagt var fram á finnska þinginu í gær, er gert ráð fyrir að lántaka ríkissjóðs sexfaldist milli ára. Áformað er að taka um 28 miljarða finnskra marka að láni, eða sem samsvarar rúm- um 400 miljörðum íslenskra króna. Á þessu ári svaraði lán- taka finnska ríkissjóðsins til tæpra 70 miljarða íslenskra króna. Ríkisútgjöldin hækka um 7% milli áranna 1991 og 1992 sam- kvæmt ffumvarpinu, sem fyrst og ffemst stafar af verðlagsbreyting- um. Þó er gert ráð fyrir niðurskurði í heilbrigðisgeiranum upp á um 150 miljarða islenskra króna. Heilbrigðiskerfið er stærsti út- gjaldapósturinn í fjárlögunum en næst á eftir kemur skólakerfið þar sem verður um 5% raunlækkun. Áætlað er að þjóðarframleiðslan dragist saman um 5% á þessu ári og standi í stað á því næsta. Þá er búist við vaxandi atvinnuleysi sem þó er mikið fyrir. Samkvæmt spám verður atvinnuleysið 10% á næsta ári en er um 8% á þessu. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á næsta ári, en samningaviðræður samtaka launafólks og atvinnurekenda eru hafnar. Reuter/áþs. af sjö í af völdum sprengjuvörpu í Vúkovar á landamærum Serbíu og Króatiu. Mesic, sem er Króati, snéri sér til Sameinuðu þjóðanna eftir að vamarmálaráðherra landsins lét undir höfúð leggjast að hlýða fyrir- mælum forsetans og kalla júgó- slavneska herinn heim ffá bardaga- svæðunum í Króatíu. Forsetinn lýsti því yfir að hann liti svo á að Júgóslavía væri ekki til lengur vegna þess að öll starfsemi ríkja- bandalagsins væri lömuð meðan á valdaráni hersins stæði, eins og hann komst að orði. Upplýsinga- málaráðherra Króatíu, Branko Salaj, gagnrýndi í gær alþjóðlega vopnasölubannið og sagði að það hefði dregið úr möguleikum Króa- tíu til að veijast ofúreflinu, Markovic, forsætisráðherra Júgóslavíu, sagði i gær að hann óttaðist að átökin í Króatíu ættu eftir að fara sem eldur i sinu um allt sambandsríkið og allsheijar- borgarastyijöld væri yfirvofandi. Hann kveðst vera að reyna að mynda nýja ríkisstjóm sem á að fá það meginverkefni að draga úr bar- dögunum og koma á ffiði í land- inu. Reuter/áþs. Walesa sakar EB um eigingimi Lech Walesa, forseti Pól- lands, lýsti því yfir í gær að Evrópubandalagið væri bæði eigingjarnt og skammsýnt að vilja ekki samþykkja inn- göngu Póllands, Ungverjalands og Tékkóslóvakíu í Evrópu- bandalagið. I yfirlýsingu forsetans segir að EB ætti að líta á umbætumar í Pól- landi sem byltingarkenndar og ein- stæðar. Þá er í yfirlýsingunni bent á að útflutningur Pólverja til landa EB nemi aðeins 1% og ætti því að skipta bandalagið miklu máli. Ráðgjafi forsetans í utanrikis- málum, Janusz Ziolkowski, sagði fféttamönnum í gær að löndin þijú, sem áður tilheyrðu Austur- Evr- ópu, töluðu öll einni röddu hvað varðaði Evrópubandalagið. Það var Frakkland sem beitti neitunarvaldi í síðustu viku gegn áætlun um að auðvelda Póllandi, Ungveijalandi og Tékkóslóvakíu inngöngu í bandalagið. Reuter/áþs. ATrvggvi Þór Aðalsteinsson skrifr, : Tvísýnar kosningar í Svíþjóð Það era gömul sannindi og kannski ný að kölski býr í iðram Heklu. Að minnsta kosti era Svíar ekki í miklum vafa um hvar vonda staðinn er að finna. Til marks um það er sænska orðatiltækið „dra át Heklefjáll" sem á góðri íslensku heitir „farðu til andskotans“. Kurt- eis Svíi segir þó ekki svona ljótt nema alvarlega hafi hitnað i kolun- um en undanfama daga hefur legið við að ýmsir hafi sleppt svona lög- uðu út úr sér. Á morgun, þann 15. september, era nefnilega kosningar og fúlltrúar verða valdir á þjóð- þing, héraðsþing og í sveitarstjóm- ir. Menn hafa m.a. deilt harkalega um húsnæðismál og nýja sjón- varpsrás. Hugmyndir hægri manna um að húsaleiga skuli fylgja lög- málinu um framboð og efiirspum veldur deilum enda grundvallar- breyting í sænsku húsnæðiskerfi. Snarpar sennur hafa spunnist út af væntanlegri sjónvarpsrás utan rík- isrekna sjónvarpsins en þar verða auglýsingar leyfðar. Ákvörðunin um rásina var tekin sl. vetur en deilan snýst um hvemig staðið hef- ur verið að vali þess sem fær þenn- an eftirsótta rétt. Auglýsingar hafa hingað til aðeins verið i kapalkerf- unum. Höfúðlínur sænskra stjómmála hafa lengi verið skýrar hvað varðar rikisstjómarmyndun. Annars vegar vinstri armurinn, þ.e.a.s. jafnaðar- menn og Vinstri flokkurinn, og hins vegar borgaraflokkamir svo- kallaðir. Þeir era nú þrir á þingi, Hægfaraflokkurinn (thaldssamir), Þjóðarflokkurinn frjálslyndir og Miðflokkurinn. Frá 1988 hefur Umhverfisflokkurinn einnig átt fúlltrúa á sænska þinginu. I um það bil hálfa öld hafa jafnaðar- menn oftast haldið einir um stjóm- völinn en studdir af Vinstri flokkn- um. Á áranum 1976- 1982 stóðu borgaraflokkamir að ríkisstjóm og gekk á ýmsu. í kosningunum 1988 fengu jafnaðarmenn rúmlega 40% atkvæða. Ríkisstjóm þeirra, hefur því verið minnihlutastjóm. Á kjör- tímabilinu hafa þeir sótt það sem á vantar til þeirra sem við hefúr sam- „Samstaða borgaraflokk- anna er heldur ekki eins mikil og þeir hafa viljað * H syna ist í hvert sinn. Þegar menn spá nú í stöðuna er annars vegar talað um minnihluta- stjóm jaftíaðarmanna, svipað og verið hefur, og hinsvegar stjóm fjögurra borgaraflokka. Auk þeirra þriggja sem áður vora nefndir bæt- ist Kristdemokratiska samhállspartiet (KDS) við. Sá flokkur kennir sig við kristindóm og lýðræði og er sprottinn úr safn- aðarstarfi. Flokknum hefur ekki tekist í fyrri kosningum að fá mann kjörinn á þing en allar skoðana- kannanir hafa sýnt að flokknum muni takast það í þetta sinn. Bar- áttan á milli þessara tveggja fylk- inga er hörð. Borgaraflokkamir saka jafnaðarmenn um að bera höf- uðábyrgð á erfiðu efnahagsástandi og vaxandi atvinnuleysi. Telja skatta of háa, ríkisútgjöld óskapleg og vilja skera þau niður á flestum sviðum. (Kannast einhver við svona prógramm?) Borgaraflokk- amir hafa lýst yfir vilja sínum til að vinna saman og birt sameigin- lega stefnu í einstökum málum. Jafnaðarmenn segja að fjögurra flokka samsteypustjóm takist aldrei að stjóma svo vel fari og sé dæmd til að mistakast. Komist þeir til valda þýði það aðfor að sænska velferðarkerfinu sem jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin hafi sam- eiginlega byggt upp á liðnum ára- tugum. Samstaða borgaraflokkanna er heldur ekki eins mikil og þeir hafa viljað sýna. Miðflokkurinn, einn borgaraflokkanna fjögurra, hefúr aðra skoðun á ýmsum málum. Flokkurinn sækir stuðning sinn að miklu leyti til bænda og fólks í dreiíbýli. Allar hugmyndir hinna borgaraflokkanna, sem geta aukið innflutning landbúnaðarvara, era því eitur í beinum Miðflokks- manna. Áhugi á aðild Svia að Evr- ópubandalaginu hefur líka verið minni af hálfu Miðflokksins en annarra borgaraflokka, þótt þing- menn hans hafi að lokum (eins og flestir aðrir) stutt tillögu um að sækja um aðild. Flokkurinn hefur sett umhverfismál ofar á blað en hinir flokkamir. Hann hefúr m.a. haft vissa fyrirvara um byggingu brúar yfir Eyrarsund vegna hugs- anlegra skaðjegra áhrifa á lífriki Eystrasalts. í orkumálum leggur Miðflokkurinn mikla áherslu á um- hverfishollar lausnir. Öll þessi mál geta orðið erfið úrlausnarefni í hugsanlegri samsteypustjóm. Ekki skal útiloka þann mögu- leika að hægt verði að mynda rík- isstjóm af öðram toga og óvenju- legri fyrir sænsk stjómmál. Ríkis- stjóm jafnaðarmanna og Miðflokks er hugsanlegur kostur. Miðflokkur- inn á að hluta rætur sínar meðal al- þýðu á landsbyggðinni. í ýmsum sveitarfélögum hefur þessum flokkum gengið vel að vinna sam- an. Ágreiningur Miðflokksins við Hægfara flokkinn og Þjóðarflokk- inn gæti ýtt ffekar undir slíka stjómarmyndun. Tæpast er að reikna með öðr- um flokkum við ríkisstjómarmynd- un. Af skoðanakönnunum að dæma fellur Umhverfisflokkurinn út af þingi. Nýtt lýðræði, sem er nafnið á nýjasta fyrirbrigðinu í sænskri pólitík, fær fiilltrúa kjöma. „Ekki skal útiloka þann möguleika að hægt verði að mynda rxkisstjórn af öðrum toga og óvenjulegri fyrir sænsk stjórnmál. Ríkisstjórn jafnaðar- manna og Miðflokks er hugsanlegur kostur“ Flokkinn má staðsetja yst til hægri og sem dæmigerðan lýðskrams- flokk sem enginn vill vinna með. Það skal þó ekki útiloka að borg- araflokkamir vilji þiggja stuðning flokksins fái hann oddaaðstöðu. Sæti í rikisstjóm fá þeir ekki, ef marka má orð talsmanna hægri manna. Ef Umhverfisflokkurinn fellur ekki út af þingi er hugsanlegt að hann vilji ganga á einhvem hátt til liðs við jafnaðarmenn og Vinstri flokkinn og tryggja þannig áhrif vinstri aflanna. í gær (föstudaginn 13.) birtust niðurstöður síðustu skoðanakönn- unar fyrir kosningar. Verði niður- staða kosninganna á sama veg verða stjómarskipti hér í landi. Borgaraflokkamir fjórir fá meiri- hluta, 175 þingmenn, og þurfa ekki á stuðningi Nýs lýðræðis að halda sem fær 19 þingmenn. Flokkamir fjórir geta þannig myndað rikis- stjóm þótt meirihlutinn sé tæpur. Umhverfisflokkurinn fellur út, eins og áður getur. Jafnaðarmenn og Vinstri flokkurinn fá til samans 155 þingmenn. Nýir flokkar á þingi verða KDS og Nýtt lýðræði. Lesendur Þjóðviljans geta bor- ið niðurstöður könnunarinnar sam- an við úrslit kosninganna á morg- un. Tölur í sviga era fjöldi þing- manna við kosningamar 1988. % ÞINGMENN 'Hægfara flokkurinn 21,5 78 (66) Þjóðarflokkurínn 10,9 40 (44) Miðflokkurinn 8,4 31 (42) KDS 7,2 26 (0) Nýtt lýðræði 5,3 19 (0) Umhverfisflokkurinn 3,6 0 (20) Jafnaðarmenn 37,7 137 (156) Vinstri flokkurinn 4,9 18 (21) Hlutfall óákveðinna var hátt nú rétt fyrir kosningar eða um 13%. Það era um 800.000 manns. Ekki má gera ráð fyrir að þeir skili sér allir á kjörstað. Alltaf eru nokkrir sem láta sér fátt um finnast og liggja heima í sófa á kjördag. At- huganir hafa leitt i ljós að stór hluti þeirra sem ekki neyta atkvæðisrétt- ar eru einstæðingar, oft mæður með ung böm, fólk með skamma skólagöngu að baki og enga form- lega starfsmenntun. Fólk sem margt býr við erfiðar aðstæður. Hvemig er það? Gildir það sama á Islandi og í Svíþjóð í þessu efni? Hver úrslitin verða kemur í ljós annað kvöld og fljótlega ætti að skýrast hvers konar ríkisstjóm sest að völdum í konungsríkinu Sví- þjóð. Höfundur er starfsmaður A.B.F. í Svíþjóð. Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.