Þjóðviljinn - 01.10.1991, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 1. október 1991
56. árgangur
187. tölublað
um ekki
Yfírlýsingar Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra og Einars
Odds Kristjánssonar um að ekkert svigrúm sé til samninga
um launahækkanir, hvað þá kaupmáttarhækkun, við þær að-
stæður sem ríkjarnú í efnahagslífínu, hafa mælst mjög illa
fyrir meðal launafólks. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, og Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB, segja að samningsgerð sem ekki
feli í sér neinar kauphækkanir eða kaupmáttaraukningu jafngildi
því að engir samningar verði gerðir.
Ögmundur sagði það lykilatriði
að rætt yrði um tekjuskiptinguna
hjá þjóðinni. Hann sagði það óraun-
sætt að leggja til að samið yrði um
kaupmáttarrýmun. „Enginn mun
sampykkja slíkan samning auk þess
sem pað fæli í sér að menn hefðu
gefíst upp á að breyta tekjuskipting-
unni. Samkvæmt skattaupplysing-
um hefur fjöldi manna mörg hundir-
uð þúsund króna í mánaðarlaun.
Það skýtur þvf skökku við, þegar
menn tala um að þjóðin deili byrð-
unum vegna afiasamdráttar, að
menn tali a sama tíma um að halda
niðri fólki sem er á kauptaxta og
býr við lélegustu kjörin,“ sagði Ög-
mundur.
„Það er ljóst að það fer ekki
saman að semja til langs tíma og að
neitt
semja um ekki neitt. Þá er alveg
eins gott að láta það vera,“ sagði
Ásmundur Stefánsson og bætti við
að viðsemjendum þeirra ætti að
vera Ijóst að það er engin forsenda
til þess að rökræða um að gera
samning um engan kaupmátt á
næsta ári.
„Ég sé ekkert nýtt í þessum
söng atvinnurekenda. Ekkert af
þessu er sérlega merkilegt að mínu
mati, því það er venja atvinnurek-
enda að barma sér og bjóða upp á
samninga um ekki neitt þegar menn
tygja sig til samninga.
Ögmundur sagði að það ætti að
taka til hendinni í vaxtamálum frek-
ar en að reyna að halda kaupi taxta-
fólks niðri. Hann benti á að við-
skiptakjörin hefðu verið mun betri
en menn reiknuðu með í upphafi
þjóðarsáttar, eða 15 prósent við-
skiptakjarabati í stað 5 prósenta.
Flestir atvinnurekendur stæðu því
vel. Þau fyrirtæki sem berðust í
bökkum væru almennt mjög skuld-
sett, þannig að það væri vaxtapólit-
íkin sem níddi skóinn af fyrirtækj-
unum en ekki kjör launafólks.
„Það verður ekki samið á sömu
nótum núna og í febrúar 1990 því
forsendur hafa breyst. Þá var allt á
niðurleið og því var ákveðið að
semja um að koma á stöðugleika
með loforði um kaupmáttaraukn-
ingu þegar því væn lokið. Það
verður ekki samið um slíkt aftur,“
sagði Ögmundur. -gpm
Fjörugt
þing í
vændum
í dag verður 115. löggjafar-
þingið sett að lokinni guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni sem hefst
klukkan 13:30.
„Það er sjaldgjæfl að í upphafi
þings sé úr svo miklu að moða
einsog verður núna, sé að marka
yfirlýsingar ríkisstjómarinnar.
Hún hefur verið með eindæmum
yfirlýsingaglöð og ef allt gengur
eflir með hótanir um niðurskurð
og annað, þá verður þetta ömgg-
lega fjömgt þing því við munum
ekkert gefa eftir,“ sagði Margrét
Frímannsdóttir, þingflokksformað-
ur Alþýðubandalagsins, í gær.
„Fjárlögin verða númer eitt,
tvö og þrjú,“ sagði hún aðspurð
um hvaða mál bæri hæst í byrjun
þings. „Síðan verður skemmtilegt
að bera stefnuræðu forsætisráð-
herra núna saman við þá sem hann
flutti í vor. Eg á von á því að það
kveði við annan tón miðað við
vinnu stjómarinnar í sumar.
-gpm
pPtiSi
laii1
11H;
Kristfn Ástgeirsdóttir, Anna Ólafsdóttir Bjömsson og Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir á gangi fyrir utan Alþingishúsið í
gær. Mynd: Kristinn.
LÍÚ óskar eftir
fiskifræðingi
„Aðalástæöan fyrir þvi að
við höfum auglýst eftir físki-
fræðingi er einfaldlega sú að
við viljum vera betur upplýstir
og efla og bæta faglega þekk-
ingu okkar,“ segir Kristján
Ragnarsson formaður Lands-
sambands íslenskra útvegs-
manna.
Viðkomandi fiskifræðingur
mun þó ekki stunda neinar gmnd-
vallarrannsóknir á ástandi nytja-
stofna við landið, heldur mun
hann, með samþykki Hafrann-
sóknastofnunar, fá þar aðstöðu til
að fylgjast með starfsemi stofn-
unarinnar og fá aðgang að öllum
upplýsingum. Ennfremur er ætl-
unin að fiskiffæðingurinn fari til
sjós til að kynnast sjómannaslíf-
inu af eigin raun og viðhorfúm
þeirra sem þar vinna, svo og sjón-
armiðum útvegsmanna. -grh
Meistari Miles Davis allur
Bandaríski trompetleikarinn
Miles Davis lést aðfaranótt
sl. sunnudags á 65. aldurs-
ári. Banamein hans var lungna-
bólga. Hann hafði átt við heilsu-
brest að stríða alllengi, en var þó
nýkominn úr hljómleikaferð um
Evrópu er hann lést.
I stuttu simtali við Þjóðviljann
hafði Tómas R. Einarsson þetta að
segja um Miles Davis og pýðingu
hans jyrir djassheiminn:
„I mínum huga situr Miles Da-
vis á stalli með 4 snillingum, sem
mótað hafa djassinn umfram aðra á
þessari öld, þeim Luis Armstrong,
Duke Ellington, Charlie Parker og
John Coltrane. Snilld hans var ofin
úr mörgum þáttum og kom
snemma í ljós, eða strax þegar
hann tók við af Dizzy Gillespie í
hljómsveit Charlie Parkers. Miles
Davis gat ekki náð sömu háu tón-
unum og Gillespie, en um hann
var sagt að hann hefði kunnað að
velja fallegustu nótumar og gefa
þeim dramatíska þyngd. Hann
gerði aldrei kröfú til þess að sýna
mesta leikni í hraða eða tónhæð,
en það voru fáir sem stóðu honum
á sporði í tónlistarlegu innsæi.
Ferill hans stóð næst á árunum
1955-1970, en þá stýrði hann
hljómsveitum sem vom leiðandi
um alla þróun djassins í heiminum
og bám allar mjög sterkt svipmót
hans sjálfs. Margir fremstu jazz-
leikarar heimsins léku með honum
á þessum ámm.
Miles Davis átti við veikindi
að stríða á ámnum 1975-80, en
hann byrjaði aftur að leika 1981 og
þá í djassrokkuðum anda og lék
alltaf vel, þótt tónlist hans hefði
ekki lengur Jþá sögulegu þýðingu
sem hún hafði haft. Hann samdi
einnig djasslög, en hans verður þó
fyrst og fremst minnst fyrir pá
geislun og það innsæi sem mótaði
allan þann tónlistarflutning sem
hann kom nálægt.“
ólg.