Þjóðviljinn - 01.10.1991, Blaðsíða 2
Sjónvarp í 25 ár
Aldarfiórðungur er liðinn síðan Sjónvarpið hóf út-
sendingar, fyrst tvisvar í viku þrjá klukkutíma í
senn. Síðan hefur útsendingartiminn lengst
jafnt og þétt. Þar við bætist að hátækni nútímans gerir
þjóðinni kleift að vera á vettvangi þar sem atburðir eru
að aerast, fyrir tilstuðlan sjónvarps.
A umliðnum áratugum nefur engin ein stofnun
breytt gangverki þjóðlífsins á jafn afdráttarlausan hátt
og sjónvarpið hefur gert. Samkeppnisstaða sjónvarps-
ins, um athyali fólks, var þegar í upphafi ákaflega
sterk. Eftir að vikulegum útsendingadögum fjölgaði í
sex sótti fljótt í það horfið að mikill hluti félagslíts flutt-
ist á fimmtudagskvöld þegar Sjónvarpið sendi ekki út.
Um árabil var þetta fyrirkomulag séreinkenni á ís-
lensku sjónvarpi og af mörgum talin mjög heppileg
ráðstöfun.
Nú sendir Sjónvarpið ekki aðeins út alla daga vik-
unnar og alla mánuði ársins, til sögunnar er komin ný
sjónvarpsstöð, Stöð 2, einkasjónvarpsstöðvar á þús-
undir heimila í formi myndbandstækja og útbreiddrar
leigu á myndböndum, og síðast en ekki síst má reikna
með risastökkum á næstunni með stórauknum að-
gangi almennings að sjónvarpsstöðvum í gegn um
gervihnetti.
Sjónvarpið reyndist aufúsugestur á heimilum lands-
manna. Þó fer því fjarri að það hafi verið óumdeilt á
undanförnum aldarfjórðungi. Ríkisútvarpinu ber að
efla og verja íslenska menningu. I þeim efnum er
samkeppnm eðlilega hörðust a vettvangi Sjónvarps-
ins. Sjonvarpið tengir okkur við umheiminn og getur
gefið okkur Kost á pví besta sem heimsmennmgin
býður upp á. Enginn vafi er á að sjónvarpið hefur opn-
að íslenaingum nýjar dyr að heiminum, aukið skilning
landsmanna á menningu annarra þjóða. En með hin-
um jákvæðu straumum skolar því miður inn í stofurnar
allskyns rusli, þar sem ofbeldi og hverskonar lágkúra
er aoalviðfangsefnið.
Enda þótt gera verði þá kröfu til Sjónvarpsins í
framtíðinni að innlend dagskrárgerð verði aukin, blasir
við að dagskráin verður, og á að vera, blanda af inn-
lendu og erlendu efni. Þegar erlenda efnið er valið
skiptir ekki einasta máli að velja fjölbreytt efni og
vandað, það þarf einnig að koma víða að. Á þetta hef-
ur einatt skort og mikill meirihluti erlends efnis hefur
komið frá hinum enskumælandi heimi, með þeim af-
leiðingum að heimsmyndin sem áhorfendum er hleypt
að er skekkt.
í sjónvarpsheimi framtíðarinnar, verður úrval sjón-
varpsstöðva vissulega mikið, en úrval efnis því miður
ekki. Gervihnattasjónvarp verður á höndum tiltölulega
fárra aðila, sömuleiðis framleiðsla og dreifing sjón-
varpsefnis. Aðgangur að þessu efni verður ffiótlega
auðveldur og kostnaður ekki meiri en svo, að þúsundir
heimila munu geta nýtt sér erlendar sjónvarpsstöðvar.
Svar Sjónvarpsins við þeirri samkeppnni sem og við
samkeppni af hálfu innlendra einkastöðva er betri og
flölbreyttari dagskrá, því reynslan sýnir að innlenda
efnið nýtur mikíu meiri vinsælda en hið erlenda.
Menntamálaráðherra hefur nokkrum sinnum viðrað
hugmyndir um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag og
í flokki hans er mikill ahugi á að koma stofnuninni i
hendur einkaaðila. Þessar hugmyndir eru ekki settar
fram vegna þess að boðendur þeirra telji að Ríkisút-
varpið gegni ekki hlutverki sínu með sóma og þeim er
ekki hreyft til þess að búa (slendinga undir harðnandi
samkeppni á þessu sviði. Tilgangurinn með slíkri
breytingu er sá einn að taka stofnunina úr umsjá þjóð-
arinnar og fá hana fjársterkum einkaaðilum til eignar.
Um leið og Þjóðviljinn óskar Ríkisútvarpinu til ham-
ingju með 25 ára sjónvarp, og óskar starfsfólkinu vel-
farnaðar í starfi, er látin í liós von um að þær fráleitu
fyrirætlanir sem valdamikill hluti Sjálfstæöisflokksins
hefur nú í huga verði ekki annað en vangaveltur einar.
hágé.
Þtóðvijltinn
Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandl: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson
Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð f lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr.
Áskrlftarverö á mánuði: 1200 kr.
Þegar kirkjan sefur
í fyrri viku birtist hvassyrt
heimsósómagrein í DV. Hún var
eftir séra Sigurð Ægisson sóknar-
prest í Bolungarvíkurprestakalli.
Hann valdi grein sinni heitið „Sof-
andi kirkja“ og á þar við íslensku
þjóðkirkjuna. Tilefnið er það, að
honum finnst skömm til þess að
vita að kirkjan skuli ekki láta til
sín heyra þegar „hinir smáu og
veiku“ hafa „miskunnarlaust verið
lagðir undir hníf ríkisstjómarinn-
ar“.
Bolvíkingaprestur teiur þetta
enn eitt merkið um deyfð og sof-
andahátt kirkju sem hefiir búið við
öryggi ríkisstofnunar og um leið í
náinni sambúð við ríkisvaldið: „í
framhaldi af því hefur svefninn
blíði lagst að klerkum, háum og
lágum, og vafið þá sínum mjúku
örmum. Og þannig hefúr margt
innan þessarar stofnunar færst í
bönd vanans og kannski runnið
hálfgert í stein. Eldurinn slokknað
og glóðin kulnað.“
Samfélagsguðspjallið
Ádrepur af þeirri gerð sem nú
síðast voru nefndar eru vitanlega
ekki nýmæli. í hverri kynslóð
presta rís upp einn eða fleiri til að
vara við doða og drunga, við því
að það vökni í andans púðri og
eldurinn helgi slokkni. En það er
fremur sjaldgæfl að slík ádrepa sé
jafnt eindregið tengd við þjóðfé-
lagsmál og í þeirri grein sem nú
var nefnd. En þar segir Sigurður
Ægisson m.a. - eftir að hann hefur
sagt kirkjunni að vera ekki með
allan hugann hinum meginn („taka
augun af himninum í bráð og sjá
hvað er að gerast við túnfótinn“):
„Hún (kirkjan) má aldrei þegja
ef hún sér á einhveijum brotið...
Hún á að mótmæla þegar órétti er
beitt. Mótmæla þegar kristnum
boðskap er nauðgað. Mótmæla
þegar öxin er lögð að rótum vel-
ferðarkerfisins. Jafnvel þótt ein-
hveijir misvitrir pólitíkusar sýni
klær og tennur, og þá er sama
hverra fiokka þeir eru.“
Pistill af þessu tagi er angi af
þeirri hreyfingu sem víða sér stað:
sú hreyfing vill taka það alvarlega
sem kallað er stundum „hið félags-
lega guðspjall“, m.ö.o. boðskap
Krists um ríka og fátæka, um rétt-
læti og ranglæti þessa heims. Þessi
hreyfing er til í mörgum myndum
og eitt er jafnan víst: að hvenær
sem hún lætur á sér kræla, þá rísa
upp íhaldssöm öfl, jafnt í kirkju
sem þjóðfélagi, sem segja sem
svo, að hér sé kirkjunnar maður
(eða kirkjunnar menn) að fara út á
hálan ís. Þeir séu að misbrúka
Krist í pólitískum tilgangi. Gera
hann að félagslegum umbóta-
manni, gott ef ekki byltingarsinna.
Og fylgir það með að þetta sé ekki
það sem mestu skipti, heldur sál-
gæsla einstaklinga, hugstyrking
annars heims og fleira þesslegt.
Hver eignar sér Krist?
Vitanlega er hér um eilífðar-
vanda að ræða sem menn munu
seint hætta að takast á um. Á
hveijum sögulegum tíma reynir
hver og einn sem á kristnum vett-
vangi starfar að færa Krist sem
næst sjálfum sér: Einum verður
kær sá Jesús sem velti borðum
víxlaranna og sendi þann ríka
mann sem ekki skeytti um eymd
Lasarusar út í ystu myrkur. Áðrir
hafa ekki augun af þeim Kristi sem
sagði: Mitt ríki er ekki af þessum
heimi. Og vilja halda sig „í öðrum
heimi“. Og svo smíða menn brýr
milli þessara skauta, hver með sín-
um hætti.
En taki menn eftir einu þegar
þeir velta fyrir sér „pólitískum"
vanda kristindómsins. Það er afar
algengt, að sá sem ekki vill að
hans eigin kirkja vasist í samfé-
lagsvanda heima fyrir sé stórhrif-
inn af þeirri kirkju sem gerir slíkt
annarsstaðar - til dæmis ef hún
berst fyrir mannréttindum og rétt-
læti í ríkjum þar sem guðlausir
kommúnistar stjóma. Eða þá
áhangendur Múhameðs. Og þetta
er reyndar hræsnin versta: menn
ætlast til þess að kristnir menn,
kirkjunnar menn, taki á sig háska
og jafnvel píslarvætti einhvers-
staðar annarsstaðar, en finnst það
hneyksli ef ymprað er á
hinu félagslega guðspjalli og
„þegnlegu hugrekki" til að andæfa
því í löndum þar sem kristni er op-
inber trú og flestir þegnar kristnir,
að minnsta kosti að nafninu til.
Biskup og ríkisstjórn
Nýlegt dæmi um þetta er frá
Bretlandi. Þar hafa menn lýst
áhyggjum af vaxandi ofbeldi ung-
linga í borgum, þar sem rán og
gripdeildir fara saman við að því
er virðist blinda eyðileggingu.
Stjómvöld hafa kallað á meiri lög-
reglu og strangari aga og endur-
vakningu margra alda refsinga við
óspektum og fleira þesslegt. Þá
gerist það að sjálfúr erkibiskupinn
af Kantaraborg, George Carey, tek-
ur til máls og gefúr til kynna að
stefnu stjómvalda (þeas Ihalds-
flokksins) sé að nokkru um að
kenna. Hann mælti á þessa Ieið:
„Mannlegar misgjörðir era
með óaðskiljanlegum hætti tengd-
ar illum félagslegum aðbúnaði, fá-
tækt, lélegu húsnæði og menntun-
arskorti.“
íhaldinu breska þótti sem and-
legur leiðtogi ensku biskupakirkj-
unnar hefði með þessu móti brugð-
ist skyldum sínum herfilega. Hann
væri með því að vísa til félagslegra
aðstæðna í þeim borgarhverfum
þar sem óeirðir hafa orðið grimm-
astar, eins og að afsaka og réttlæta
ofbeldið í stað þess að fordæma
það. John Major forsætisráðherra
vísaði til þess, að ekki væru allir
óeirðaseggir úr umhverfi þar sem
skortur rikir og sumar aðgerðimar
væru rækilega undirbúrtar og því
ekki eins og sjálfsprottnar af inni-
byrgðri reiði.
Tvö viðhorf
Hér mætast í rauninni tvenns-
konar lífsviðhorf. Annað segir (og
þar hafa forystumenn Ihaldsins
breska orðið) að hver sé sinnar
gæfú smiður, beri ábyrgð á sjálfúm
sér. Þegar verst lætur leiðir þetta
viðhorf til þess að menn neita að
skilja þá sem hafa „tapað“ í lífs-
baráttunni, þá sem eru eiginlega
fyrirfram undir í samkeppni vegna
þess hve mikið forskot aðrir höfðu
fram yfir þá. Erkibiskupinn minnir
menn hinsvegar með fremur hóg-
værum orðum á það að þeir verði
að skilja baksvið tíðinda til að geta
sett sig í annarra spor og falla ekki
í gryfju kaldrifjaðrar og sjálfúm-
glaðrar dómhörku. Vart mundi
hann neita þvi að „ekki allir"
óeirðaseggir séu úr slömmum
breskra borga. En það skiptir ekki
höfúðmáli heldur hitt: Það er ekki
á góðu von þegar mjög stór hluti
ungs fólks í borgum elst upp við
fátækt og veit að þess bíður varla
neitt annað en atvinnuleysi og
ótrygg tilvera á jaðri samfélagsins.
Þetta minnti erkibiskupinn
lærisveina ffú Thatcher á. Og fékk
skarpa skömm fynr. Og þá má
spyija eins og stundum er gert í
uppbyggilegum sögum:
Hvað hefði Kristur sagt?...
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1991
Síða 2