Þjóðviljinn - 01.10.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 01.10.1991, Qupperneq 12
Námslán tengd markaðsvöxtum Lán til námsmanna frá Lánasjóði íslenskra námsmanna verða tengd markaðsvöxtum og á næstu árum mun framlag ríkisins til sjóðsins lækka verulega og verða komið niður fyrir einn milljarð árið 2020 verði farið að tillögum nefnd- arinnar sem menntamálaráðherra skipaði til að endurskoða lög um LÍN. Nefndin er nú að ljúka störf- um og mun skila tillögum sínum til ráðherra innan fárra daga. Guðmundur K. Magnússon prófessor og formaður nefndar- innar segir að grein í síðasta tölu- blaði Stúdentafrétta um tillögur nefndarinnar sé í meginatriðum rétt, en þar sé sagt frá tillögunum eins og þær voru á frumstigi. Síð- an hafi þær breyst nokkuð í með- förum nefndarinnar og m.a. sé ekki lengur talað um að vextir á lánunum verði hálfir vextir ríkis- skuldabréfa heldur verði þeir visst hlutfall af markaðsvöxtum á hveijum tíma. „Þeir yrðu talsvert lægri en markaðsvextir. Náms- menn njóta þá góðs af því ef það tekst að lækka vexti,“ segir Guð- mundur. Samkvæmt þeim reglum er gilda í dag eru námslán vaxtalaus. I Stúdentafréttum er einnig sagt frá því að nefndin geri ráð fyrir að ríkisframlög til sjóðsins muni Iækka verulega og vera komin niður í tæpan 1,5 milljarð árið 2020 sem er 2,1 milljarði lægra en ríkissjóður greiðir í LÍN nú. „Þetta eru gamlar tölur, ríkis- framlagið lækkar meira. Árangur- inn verður ennþá betri en þetta,“ segir Guðmundur. „Við höfúm viljað prófa tölumar betur og sannfæra okkur um að þær væm réttar og það er ástæðan fyrir því að við höfum ekki látið þetta fara frá okkur.“ Guðmundur vildi ekki tjá sig frekar um tillögur nefndarinnar, en sagði dagaspursmál hvenær ráðherra fengi tillögumar og hann myndi þá leggja þær fyrir stjóm sjóðsins. Guðmundur kvaðst gera ráð fyrir að nýtt fmmvarp byggt á hugmyndum nefndarinnar verði lagt fyrir þingið í vetur. „Þetta er samt enn á hugmyndastigi, þetta em ekki endanlegar tillögur,“ sagði hann. Fimm manns em í nefndinni, en námsmenn eiga þar engan full- trúa. -vd. Karlamir stjóma peninga- stofnununum Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem sitja i stjórnum banka, sjóða og peninga- stofnana eru karlmenn. Hlutfall karla sem aðalmenn er yfir 90%. Þetta kemur fram í ársskýrslu Jafnréttisráðs fyrir árið 1990. Ráð- ið beindi fyrirspum til viðskipta- ráðherra um hverjir sætu í stjóm- um peningastofnana á vegum rík- isins og tíu stærstu sparisjóða landsins. 1 svari hans koma fram upplýsingar sem ná til Seðlabank- ans og viðskiptabanka svo og ým- issa sjóða atvinnulífsins og lána- stofhana svo sem LIN og stjómar Húsnæðisstofnunar. 266 einstaklingar em annað hvort aðalmenn eða varamenn í stjómum og ráðum stofhananna og þar af em konur 28 eða 12%. I hópi aðalmanna em 13 konur. Hér er um að ræða opinberar stjómir og ráð sem kosið er til ým- ist beinum hlutfallskosningum á ALþingi eða í þær skipað sam- kvæmt tilnefningum. -vd. HLUTUR KVENNA í STJÓRNUM FJÁRMAGNSSTOFNANA 4 Konur# Karlar ioor Bankar Sjóöir Sparisjóöir Ofangreint súlurit sýnir hlutfall kvenna og karla sem aðalmanna I stjórnum bankastofnana og ýmissa sjóða. I gær var verið að gera rannsóknaskipið Ama Friðriksson klárt í loðnuleiöangur en skipið hafði verið f slipp. Mynd: Jim Smart. Fimm skip á leið í loðnuleit Rannsóknaskipið Árni Friðriksson RE lætur væntanlega úr höfn í dag til loðnuleitar. Næstu tvær vikur verða fjögur loðnu- skip Árna til aðstoðar við leitina. Þau eru Súlan EA, Höfrung- ur AK, Sunnuberg GK og ísleifur VE. Ef að líkum lætur munu skip- in þurfa að sigla hátt í 8 þúsund sjómílur og fyrir vikið fá loðnuskip- in hvert fyrir sig um tvö þúsund tonna ioðnukvóta til viðbótar við það sem þau ella mundu fá. Hjálmar Vilhjálmsson fiski- fræðingur segir að skipin muni leita að loðnu á hefðbundnu haf- svæði með þeirri undantekningu þó að einnig verði leitað á haf- svæðinu vestur af Dohmbanka. Það er vegna þess að í nýafstöðn- um seiðaleiðangri skipa Hafrann- sóknastofnunarinnar fann Bjami Sæmundsson þar talsvert af hálfs árs gamalli loðnu. I leiðangrinum munu loðnuskipin starfa sem nokkurs konar „undanfarar" til að spara Áma Friðrikssyni bæði tíma og yfirferð. Þá munu loðnuskipin senda upplýsingar til rannsókna- skipsins tvisvar á dag. Hjálmar sagði að útilokað væri að segja til um það á þessari stundu hvenær vænta mætti fyrstu niðurstaðna úr leiðangrinum. Það færi í fyrsta lagi eftir því hvort þau íyndu eitthvað og í öðru lagi hvemig viðraði til leitar á þessu stóra hafsvæði. Leið- angursstjóri um borð í Áma Frið- rikssyni verður Sveinn Svein- bjömsson fiskiffæðingur. Mikil ánægja ríkir um það meðal hagsmunaðila í sjávarútvegi að ráðist skuli í þennan leiðangur. En eins og kunnugt er hefur því verið haldið fram að mikið sé af loðnu út af Norðurlandi, jafnframt því sem gagnrýnt hefur verið að ekki skuli hafa verið gefinn út bráðabirgðakvóti í loðnu eins og öðrum fisktegundum. Meðal ann- ars samþykkti nýafstaðinn aðal- fundur Félags íslenskra fiskimjöls- ffamleiðenda að beina þeim ein- dregnu tilmælum til sjávarútvegs- ráðherra að í upphafi kvótaárs, þann 1. september ár hvert, liggi fyrir ákvörðun um veiðiheimildir í loðnu. Sverrir Leósson, útgerðaimað- ur Súlunnar EA, segir að í ljósi þess hver staðan sé í sjávarútveg- inum, þoli Ioðnuleitin enga bið og því fyrr sem lagt er af stað, þvf betra. Sverrir segir að vinnsla og veiðar á loðnu hafi til þessa skilað þjóðarbúinu umtalsverðum útflutn- ingstekjum og minnir á að þegar mest var þá hafi hlutur loðnuaf- urða verið allt að 17-18% af út- flutningstekjum þjóðarinnar. -grh 2000 Nú hefur áskrifendum Þjóðviljans fjölgað um meira en þúsund á einum mánuði. Átakið heldur áfram. Afgreiðsla blaðsins er opin alla daga og fram á kvöld 1500 Nýir áskrifendur eru nú orðnir rúmlega 1200 en enn vantar nokkuð á að endar nái saman

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.