Þjóðviljinn - 02.10.1991, Page 2

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Page 2
Skarpar andstæður Alþingi kom saman í gær. Framundan er átaka- vetur í þinginu og einnig úti í þjóðféiaginu. Ríkis- stjórnin leggur fram fjárlagafrumvarp í upphafi þings- ins, en í því má greina stefnu ríkisstjórnarinnar í flestum málum. Meginstefið í þeirri stefnu að verja hag hinna efnuðu og leyfa lögmálum markaðarins að ráða ferðinni á öllum sviðum þjóðlífsins, er þegar Ijóst. Um það vitna upplýsingar sem borist hafa af flárlagagerðinni undanfarnar vikur í takt við orð og athafnir ríkisstjórnar og einstakra ráðherra. Til að fá vinnufrið við að koma stefnu sinni í framkvæmd ætl- ast ríkisstjórnin til þess að samtök launafólks semji um að semja ekki í þrjú ár. Ekkert er til skiptanna, engu er hægt að breýta, segja ráðherrarnir hver um annan þveran og kyrja þannig sama sönginn og full- trúar atvinnurekenda gera ævinlega við upphaf samninga. Ríkisstjórnin mun mæta harðri andstöðu í þing- inu. Stjórnarandstaðan hefur sjaldan eða aldrei verið jafn öflug og nú. Þar að auki er bakland hennar úti í þjóðfélaginu traust með því að nálega 60% kjósenda hafa lýst sig andvíga ríkisstjórninni. I annan stað eru línurnar á vinnumarkaði að skerpast. Forystumenn samtaka launafólks tala skýrt og segja að samningar um að semja ekki og þola óbreytt eða versnandi ástand komi ekki til greina. Þrátt fyrir erfiðleika í at- vinnulífi verði að semja um aukinn kaupmátt fyrir þá sem lakast eru settir, breyta verði tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Um langt skeið hafa andstæðurnar ekki verið jafn skýrar og nú. Annars vegar er ríkisstjórn sem stefnir að því að gera grundvallarbreytingar á þjóðfélaginu og hikar ekki við að hafna gildum sem hingað til hef- ur verið sæmileg sátt um í þjóðfélaginu. Aukinn ójöfnuður og ábyrgðarleysi gagnvart þeim sem á einhvern hátt standa höllum fæti er orðinn mikilvæg- ur hluti af stjórnarstefnunni. Hins vegar er stjórnar- andstaðan, þar sem tveir af flokkunum eru nýkomnir úr ríkisstjórn sem hélt velli í kosningunum í vor, ríkis- stjórn sem boðaði aukinn jöfnuð og félagslega ábyrgð. Stjórnarandstaðan hefur sterkan sameigin- legan grunn að standa á, grunn sem nýtur mikils stuðnings í þjóðfélaginu. Ymsir hafa látið að því liggja að stjórnarmeirihlutinn sé ekki traustur. Það á vissulega eftir að koma í Ijós en spyrja má: hvaða aðra kosti á Alþýðuflokkurinn en þá að halda stjórn- arsamstarfinu áfram úr því að hann valdi að setjast að í hægri fylkingunni í vor? Andstæðurnar á vinnumarkaðinum eru líka áber- andi sterkar nú. Eftir víðtæka samninga, þar sem stærstu samtökin náðu samkomulagi um að leiða saman alla helstu áhrifavaldana í efnahagslífinu og skapa þannig þjóðarsátt um stöðugleika og batnandi lífskjör, virðast nú blasa við samningar af hefð- bundnara tagi eftir yfirlýsingar forystumanna at- vinnurekenda og ríkisstjórnar. Eigi að taka yfirlýsing- arnar alvarlega stefnir í hörð átök á vinnumarkaði. Því verður hins vegar ekki trúað fyrr en á reynir að atvinnurekendur standi við stóru orðin. Þegar þjóð- arsáttarsamningarnir voru gerðir, gekk þjóðin út frá því að hún væri að fjárfesta í batnandi lífskjörum til lengri tíma. Talsmenn atvinnurekenda tóku undir þann skilning. Nú er komið að því að fjárfestingin fari að skila sér. Ytri skilyrðin eru vissulega erfið, einkum fyrir landsbyggðina. Atvinnurekendur geta staðið við fyrirheitin í þjóðarsáttarsamningnum með því að taka þátt í því með verkalýðssamtökunum að breyta tekjuskiptingunni, láglaunahópunum í hag, hvað sem stefnu ríkisstjórnarinnar líður. Sú leið er líka best fyrir atvinnurekendur, því stefna ríkisstjórnarinn- ar er þegar allt kemur til alls einnig að sliga heil- brigðan atvinnurekstur í landinu. hágé ÞTÓÐVILnNN Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurösson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 110 kr. Nýtt Helgarblað: 170 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1200 kr. LIPPT & SKOMÐ Hart er í heimi Um þessar mundir er vart hægt að opna dagblöðin eða hlusta á ljósvakamiðlana öðruvísi en að þar sé verið að gera skil fjármálum rík- isins. Allt kapp er lagt á að mála skrattann á vegginn, lýsa yfir þrot- unum sem ríkissjóður sé kominn í, já reyndar er svo að skilja að allt efnahags- og atvinnulíf sé komið á heljarþröm og framtíðin sé svo myrk að þjóðfélag íslenskt eigi sér vart viðreisnar von. Þeim sem fylgjast nokkuð grannt með þjóðfélagsumræðu frá degi til dags má ljóst vera að svart- málun af því tagi sem mest hefur borið á að undanfomu, er úthugsuð og á sér mjög skýr pólitísk mark- mið. Þessi söngur um hallann á ríkissjóði, lélega afkomu atvinnu- veganna, verðbólguskriðu sem er á næsta leiti og svo framvegis, er kyrjaður með reglulegu millibili, alveg sérstaklega kveður rammt að þessu þegar kjarasamningar eru lausir. Og svo er einmitt um þessar mundir. Kjarasamningar eru lausir, fjár- lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er lagt fram í dag og það er alveg greinilega verið að búa menn undir það versta. Fjármálaráðherrann og formaður Vinnuveitendasambands Islands lýsa því yfir í fjölmiðlum að það sé ekki hægt að semja um neinar kauphækkanir eða kaup- máttaraukningu. Þvert á móti. Horfur á haustdögum Margir spekingar á sviði efna- hagsmála og hagfræðinnar ryðjast fram á ritvöllinn til að upplýsa þjóðina á sinn hátt um erfiðleikana í þjóðarbúskapnum, eins og það gjarnan heitir, og til hvaða ráðstaf- ana þurfi að grípa. Éinn mekíarmannanna í samfé- laginu heitir Jóhannes Nordal og er seðlabankastjóri með meiru. Hann skrifar eins konar Ieiðara í Fjár- málatíðindi sem hagfræðideild Seðlabankans gefur út á þriggja mánaða fresti. I nýjasta tölublaði, maí-júlí 1991, skrifar Jóhannes m.a. undir fyrirsögninni „Horfur á haustdög- um“: „Fátt er til uppörvunar, þegar litið er til þróunar efnahagsmála á þessu ári, hvorki hér á landi né í umheiminum. Ljóst er nú, að hag- vöxtur í heiminum verður minni á árinu 1991 en nokkru sinni síðan 1982, og er búizt við því, að þjóð- arframleiðsla iðnríkja vaxi aðeins um nálægt 1%, en í flestum þeirra öðrum en Japan og Vestur- Þýzka- landi verður væntanlega annað- hvort stöðnun eða samdráttur þjóð- arframleiðslu á árinu." Síðan segir seðlabankastjórinn: „Þessar horfur í efnahagsmálum umheimsins gefa ekki til kynna, að hagstæð utanað- komandi áhrif verði til þess að örva atvinnustarfsemi hér á landi á næstunni eða færa Islendingum ný tækifæri til aukins útflutnings. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að harðnandi erlend samkeppni muni halda áfram að þrengja vaxt- armöguleika Islendinga í nýjum út- flutingsgreinum, en margar þeirra hafa farið mjög halloka á síðustu árum. Þegar við þetta bætist sam- dráttur í afla vegna veikrar stöðu fiskstofna kringum landið, getur orðið erfitt að rifa efnahagsstarf- semina hér á landi upp úr þeirri lægð, sem hún hefur nú verið í um þriggja ára skeið. Einu björtu von- irnar eru bundnar við áætlanir um, að hafnar verði framkvæmdir vegna nýs álvers á næsta ári, en lokaákvarðanir í því máli verða þó ekki teknar fyrr en seint á vetri komanda." Seðlabankastjórinn, sem líka er stjórnarformaður Landsvirkjunar og formaður álviðræðunefndar, tel- ur sumsé að fátt sé um fína drætti í efnahags- og atvinnulífi hérlendis á næstunni, nema auðvitað álverið sem hann er að semja um við út- iendinga. Það er nú allur frumleik- inn! Engar launahækkanir - takk! Jóhannes heldur síðan áfram á sömu nótunum að tala um minnk- andi afla, ríkissjóðshallann, við- skiptahallann við útlönd og dregur þá ályktun að allur þessi vandi þýði að ekki sé hægt að blása lífi í atvinnustarfsemina með aukinni innlendri eftirspurn því þá myndi verðbólgan rjúka af stað og allt það. Þá er komið að launamálun- um; vitaskuld er ekkert svigrúm til að hækka launin eða auka kaup- máttinn að mati seðlabankastjóra því hann skrifar svo: „Eina færa leiðin virðist að leggja megin- áherzlu á stöðugleika í launum og verðlagi og lækkun opinberra út- gjalda, en þannig yrði lagður grundvöllur að batnandi afkomu atvinnuvega og aukinni fram- leiðslustarfsemi." Þar með er það ljóst; Seðlabankinn telur ekki svig- rúm til að standa við fyrirheitin frá því að þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir í febrúar á síðasta ári, í sama dúr talar formaður Vinnuveit- endasambandsins og óneitanlega læðist að manni sá grunur að það hafi heldur aldrei staðið til að standa við fyrirheitin um að launa- fólk skyldi uppskera í samræmi við það sem það sáði. Enginn mælir þvi mót að launafólk hafi fómað mestu í þjóðarsáttarsamningunum, en þá er líka kominn tími til að það sjái árangur af sínu streði. Og ef það er svo að ekki sé svigrúm til almennra launahækkana, þá verður að breyta tekjuskiptingunni í sam- félaginu þannig að þeir launa- lægstu fái kaupmáttaraukningu á kostnað þeirra sem þiggja hundruð þúsunda í mánaðarlaun. Þar er sannarlega af mörgu og miklu að taka. Það er síðan umhugsunarefni hvernig þessi boðskapur seðla- bankastjóra á að ganga upp sam- tímis: minnkandi ríkisumsvif til að draga úr lánsíjárþörf ríkisins og (járfestingar í nýju álveri sem kost- ar miljarða og hlýtur að auka láns- ljárþörfina og þar með þrýsta vöxt- unum upp. Nema auðvitað að það eigi að skera svo hressilega niður útgjöld til samgöngumála, skóla- mála, heilbrigðismála o.s.frv. að eitt álver ríði ekki baggamun. Taglhnýtingar Evrópubandalagsins Vitaskuld lelur bankastjóri Seðlabankans að líta beri til þróun- arinnar í Evrópu sem fyrirmyndar og jafnvel að íslendingar eigi að gerast taglhnýtingar hennar og á það ekki síst við um gengismálin. Launa- og verðlagsmálin eru svo auðvitað hluti af þessu öllu saman eins og segir í leiðara Jóhannesar: „Þegar litið er til þess árangurs, sem náðst hefur að undanfomu til lækkunar verðbólgu hér á landi, annars vegar og til gengis- og verðlagsþróunar í helztu viðskipta- löndum íslendinga hins vegar, er ekki vafi á því, að grundvallarfor- senda efnahagsstefnunnar hlýtur að vera sú að tryggja enn frekari stöð- ugleika í þróun verðlags- og fram- leiðslukostnaðar hér á landi á næstu árum. Markmiðið í því efni má ekki setja lægra en svo, að þró- un verðlags og launakostnaðar verði heldur fyrir neðan það, sem hún væntanlega verður að meðal- tali annars staðar í Vestur-Evrópu. Jafnframt er mikilvægt að draga svo úr lánsíjárþörf ríkisins og op- inberra aðila, einkum húsnæðis- lánasjóðanna, að raunvextir geti farið lækkandi að nýju og aukið svigrúm skapist til ljármögnunar í atvinnurekstri." Um ,gengismálin segir Jóhannes svo: „I því efni er varla um annan kost að velja en að feta í fótspor nágrannaþjóðanna og fylgja áfram fastgengisstefnu, er miði að því lokatakmarki, að ís- lenzka krónan tengist Evrópumynt- einingunni ECU“. Hér er verið að koma því sjón- armiði á framfæri að því fastar sem ísland sé fjötrað í hlekki Evrópu- bandalagsins og skrifræðis þess, því betri verði afkoma atvinnuveg- anna og ríkissjóðs og því betri verði kjör almennings. En ætli það sé ekki hætt við því að þetta gylli- boð standist álíka vel og fyrirheitin sem gefin voru við þjóðarsáttar- samningana og hefðu átt að tryggja launafólki kaupmáttaraukningu einmitt nú. Eitthvað láta efndimar á sér standa. ÁÞS ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.