Þjóðviljinn - 02.10.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.10.1991, Qupperneq 4
Mótsgestur tekinn tali Bragi Halldórsson hefur fylgst með flestum meiri háttar skákmótum síðustu ára og skrifaði meðal ann- ars ágæta bók um síðasta Heimsbikarmót. Hann var spurður að því hvernig hon- um litist á Heimsbikarmót- ið sem nú stendur yfir, mið- að við heistu skákviðburði síðustu ára. - Þella er mjög hliðstætt Heimsbikarmótinu 1988,sugöi Bragi. Það hefst kannski öðru vísi núna því að Karpov byijar af mikilli ein- beitingu. A mótinu 1988 var Kasparov seinni í gang en lokaspretturinn aftur á móti miklu harðari. Þetta er kann- ski munur sem að einhverju leyti liggur í þeim tveimur en Karpov hefur alla vega teflt mjög vel í þessu móti. Við upphaf mótsins voru sumir að gera því skóna að Karpov væri að dala. Bragi sagðist álíta að heldur snemmt væri að afskrifa Kar- pov. Maðurinn er ekki nema fertugur. Hann á eftir að af- reka mikið ennþá og þeir hann og Kasparov eru tví- mælalaust tveir bestu skák- menn heimsins. Það er eng- inn sem ógnar þeim alvarlega ennþá. Yngri menn knýja vissulega á eins og til dæmis Ivantsjúk. - Hvemig hefur þér fund- ist hann tefla i mótinu? - Hann hefur teflt vel en sigrar hans hafa ekki verið eins fyrirhafnarlitlir og Kar- povs. Hann hefur kreist út vinninga, gjaman i tímahraki. Hann hefur oft verið hætt kominn af þeim sökum að hann hefur verið að beijast við klukkuna. Öiyggi Kar- povs er aftur á móti einstakt. - Ognar enginn Karpov i þessu móti? - Það er einna helst ívant- sjúk sem heldur í við hann og svo virðist reyndar stefna í eitt af þessum góðu mótum Ljubojevics. Hann er til alls líklegur ef hann er í stuði. Hann vann nýlega mót af þessum slyrkleika. Hann get- ur það þegar sá gállinn er á honum. - Hvemig hefur mceting verið á mótinu? - Heldur í dræmara Iagi en þó glaðnar verulega til um helgar og um næstu helgi verður einmitt úrslitaskák mótsins tefld. Þá hefur ívant- sjúk hvítt á móti Karpov. Bragi kvaðst ætla að láta það vera að skrifa bók um þetta mót. Það sagði hann að aðrir yrðu að gera. -kj HEIMSBIKAEMÓTÍIÐ t SKÁK ■ Frábær taflmennska Karpovs Anatoll Karpov er efstur á Heimsbikamnótinu, enda hefur hann teflt frábærlega. Mynd: Kristinn Anatolij Karpov hefur unnið hugi og hjörtu áhorfenda á Loftleiða- hótelinu fyrir frábæra taflmennsku og mikinn bar- áttuvilja. Þegar flestir skák- mennirnir eru staðnir upp frá borðinu situr Karpov eftir og puðar og puðar. Hann hefur unnið allar skákir sínar með hvítu og hefur ekki teflt betur á skákmóti í iangan tíma. Vand- virkni hans og einbeitni er geysileg og menn upplifa skák- list í hæsta gæðaflokki er þeir fyigjast með Karpov. Auðveld- asti sigur hans kom í sjöttu um- ferð er hann lagði Alexander Khalifman í aðeins 33 leikjum. Með frumlegri biskupstilfær- ingu og síðan öflugum riddara- leik braut Karpov niður varnir Khalifman: 6. umferð: Hvítt: Anatolij Karpov Svart: Alexander Khalifman Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. Bc3 dS 9. Rbd2 Rbd7 10. 0-0 0-0 11. Hel c5 12. e4 dxc4 13. Rxc4 (Annar möguleiki er 13. bxc4 cxd4 14. Rxd4 Re5 15. Rxe6 fxe6 16. Bxe5 Bc5 og svartur hefur góð færi fyrir peðið.) 13. .. Bb7 14. Dd3 cxd4 15. Rxd4 Rc5 16. Dc2 a6 17. Hadl Dc7 18. Bd2 Rcd7 19. Bf4 Dc5 20. Bcl! (Það er ekki gott að benda á mistök Khalifman en eftir þessa dæmigerðu biskupstilfæringu er svartur í alvarlegum vandræðum vegna hótunarinnar21. Ba3.) 20. .. Dc7 21. e5 Rd5 22. Re3! (Margur hefði freistast til að leika 22. Rf5 en Karpov velur framhald sem setur Khalifman í mikla erfiðleika.) HEIMSBIKARMÓT FLUGLEIDA 22... Dxc2 23. Rdxc2! Hac8 (23. .. Rxe3 strandar á sára- einföldum leik, 24. Bxe3! og svartur tapar a.m.k. kosti peði, 23. .. Bxg2 24. Hxd7 Be4 25. hxe7 Bxc2 26. Bxb6 svartur tapar manni.) 24. Bxd5 exd5 25. Rxd5 Bxd5 26. Hxd5 Hxc2 27. Hxd7 Bb4 (27. .. Bc5 má svara með 28. Hd2 og hvítur heldur peðinu með vinningsstöðu.) 28. Hedl Hxa2 29. Be3! Bc5 (Hvað annað?) 30. Bxc5 bxc5 31. Hc7 Ha3 (Betra var 31. .. He2 sem má svara með 32. Hxc5 og hvítur á peði meira og frábæra vinnings- möguleika.) a b c d e f g h 32. e6! (Kaijiov er nákvæmur að vanda. í fljótu bragði virtist 32. Hdd7 gera sama gagn en svartur á svarið 32. .. Hxb3 33. e6 Hbl+ 34. Kg2 Hel! og nú strandar 35. e7 He8 36. Hd8 á 36. .. Hlxe7! og svartur er sloppinn.) 32.. . fxe6 33. Hdd7 - og Khalifman gafst upp. Hvítur tínir upp hvert peðið á fætur öðru svo frekari barátta er vonlaus. Öruggur og áreynslulaus sigur Karpovs sem hefur unnið allar skákir sínar með hvítu í mótinu. 7. umferð: Hvítt: Boris Guiko Svart: Anatolij Karpov Enskur leikur 1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. e4 (Þessi leikur, sem miðar að því að halda stöðunni lokaðri, hefur notið nokkurra vinsælda að undanfömu.) 4.. . Bb4 (Betra en 4. .. Bc5 sem má svara með 5. rxe5 rxe5 6. d4 og hvítur á betri stöðu.) 5. d3 d6 6. g3 Bc5 7. Bg2 Rd4 (Karpov teflir upp á upp- skipti. Byrjanastrategía hans virð- ist hægfara í fyrstu en meira býr undir.) 8. Rxd4 Bxd4 9. h3 Re6 10. f4 a6 11. DD h6 12. Re2 Bc5 13. Bd2 De7 14. Bc3 Bd7 15. b4 Ba7 (Svartur getur ekki státað af miklu eftir byrjunina og hvítur hefur mikla yfirburði í rými. En byrjunarleikimir höfðu tekið sinn toll á klukkunni og næstu leikir Gulkos voru ekki sem nákvæm- astir. Það sem eftir lifir þessarar skákar er sýnikennsla Karpovs í þvi hvemig má brjótast fram í þröngri stöðu en vissulega hjálpar Gulko til.) 16. a4 Rh7! 17. Kd2 0-0 18. g4? (Sterklega kom til greina að leika 18. f5 og reyna síðan að hefja peðframrás á kóngsvæng. Það verður Gulko að falli í þess- ari skák að hann vill berjast á tveimur vígstöðvum.) 18.. . b5! (Með þessum leik hefur Kar- pov gagnatlögu sína.) 19. axb5 axb5 20. cxb5 Bb6! (Ekki 20. .. Bxb5 21. Ha5 ásamt Hhal og hvítur vinnur mann. Svartur vinnur nú peðið á b5 og biskupamir stefna á kóngs- stöðu hvíts.) 21. Hhdl bxb5 22. Kel (Gulko hefur látið af öllum hugmyndum um kóngssókn og hefur senniiega séð eftir allri þessari útþenslustefnu. Og skák- klukkan gaf til kynna að alvarlegt tímahrak væri í nánd.) 22. .. Hfe8 23. Hxa8 Hxa8 24. Hal Hd8! 25. Kd2 c6! (Frábær leikur sem undirbýr - d5 og eykur rými drottningarinn- ar. Karpov er i eásinu sínu í þess- ari stöðu.) 26. Kc2 Rf8! 27. Rg3 (Betra var 27. f5 en svartur á mun betra eftir 27. .. Rd7 eða 27. .. d5.) 27. .. Re6 28. Rf5 Dc7 29. fxe5 dxe5 (Og skyndilega er svartur kominn með öflugan þrýsting á d3.) 30. Bfl c5! (Brýst að kóngsstöðu svarts.) 31. bxc5 Dxí5 (Gott var einnig 31... Rxc5.) 32. Kb2 Rf4 33. d4 (Eða 33. Hdl Ha8 o.s.frv.) 33.. . exd4 34. Rxd4 Bxfl 35. Hxfl Bc7 36. e5? (Hrikalegur afleikur en Gulko var að falla. Eini leikurinn var 36. Rb3 þó vamir hvíts séu afar erf- iðar.) 36.. . Hxd4 - Þetta dugði. Gulko gafst upp. Sannfærandi og áreynslulaus sigur Karpovs. „Sá er okkar síðast fer“ Sjöunda umferð einkenndist öðm fremur af löngum skákum. Klukkan níu höfðu engin úrslit borist. Nú er ekki Iengur til set- unnar boðið og óráðlegt að taka einhver hvíldarheimilisjafntefli meðan keppinautamir raka að sér vinningum. Áttunda umferð verður tefld í kvöld. Þá tefla eftirtaldir skák- meistarar og hafa þeii fyrr eru taldir: Jóhann Chandler og Timman, og Nikolic, Portisch wan, Salov og Ander avskí og Ivantsjúk, 1 Ljubojevic, Khalil Gulko. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 2. október 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.