Þjóðviljinn - 08.10.1991, Page 1
Loftárásir á Zagreb
Borgarastyrjöldin í Júgóslavíu magnaðist enn í gær er sam-
bandsherinn gerði loftárásir á forsetahöllina í Zagreb, höf-
uðborg Króatíu. Minnstu munaði að Stipe Mesic, forseti
Júgóslavíu, Franjo Tudjman, forseti Króatíu og Ante
Markovic forsætisráðherra Júgóslavíu yrðu fyrir sprengjuárás-
inni, en þeir sátu á fundi í forsetahöllinni er loftárásin var gerð.
Markovic forsætisráðherra sagði eftir árásina að tilviljun réði að
þeir væru á lífi og ásakaði varnarmálaráðherrann, Veljko Kadijev-
ic, um morðtilraun um leið og hann krafðist afsagnar hans.
Að sögn fréttamanna virtist
loftárásin hafa komið ibúum borg-
arinnar í opna skjöldu, þar sem
þeir hefðu ekki trúað því að styrj-
aldarátökin myndu ganga svo
langt. Engu að síður höfðu her-
sveitir Króata lagt jarðsprengjur á
helstu samgönguæðar að borginni,
og þorri íbúa borgarinnar hafðist
við innan dyra í gær eða í jarð-
byrgjum eftir að loftvamarsírenur
höfðu flautað í 12. skiptið á 36
klst. Skotvamarbyrgi vom sett upp
i gær í miðborginni og umhverfis
Þingmenn
foroast
sviðsljósið
Vegna tíðra kvartana af
hálfu þingmanna hafa Ijós þau
sem sjónvarpsstöðvarnar hafa
notað við upptöku í þingsalnum
verið tekin niður.
Forsætisnefnd þingsins og
skrifstofustjóri tóku um þetta
ákvörðun og á sama tíma var lýs-
ingin í salnum eitthvað aukin.
Tæknimenn sjónvarpsstöðv-
anna telja þó lýsinguna alls ekki
nægjanlega til að uppfýlla þær
gæðakröfúr sem gerðar em i dag.
Þannig er alls óvíst hvort sjón-
varpsáhorfendur sjái skuggamynd-
ir af þingmönnum í vetur eða ef til
vill ljósmyndir með tali einsog
tíðkaðist í breska þinginu þar til
fyrir stuttu. Forsvarsmenn þings-
ins beina því til sjónvarpsstöðv-
anna að sé ljósmagnið ekki nægi-
legt einsog það er nú, sé ráðið að
verða sér úti um betri sjónvarp-
stökuvélar. -gpm
Loðnuleit
í vari
Kolvitlaust veður síðustu sól-
arhringa hefur hamlað allri
loðnuleit á svæðinu vestur af
Dohrnbanka og hefur rann-
sóknaskipið Arni Friðriksson og
loðnuskipin ekki getað annað en
að halda sjó í veðurofsanum.
Hjálmar Vilhjálmsson fiski-
ffæðingur segir að veðrið setji
óneitanlega mark sitt á leiðangur-
inn sem þýðir ekkert annað en
seinkun_ á öllu því sem þarf að
gera. Aður en veðurhamurinn
skall á höfðu skipin orðið vör við
smáloðnu á svæðinu. í gær gerðu
veðurspár ráð fyrir því að norða-
náttin myndi ganga eitthvað niður
í nótt sem leið og síðan myndi
‘ann byrja að blása að sunnan.
Hjálmar sagði að áhafnir skipanna
væm ekki öfúndsverðar af hlut-
skipti sinu i veðmm sem þessum
þar sem lítið væri annað hægt að
gera en að halda sér.
Samkvæmt áætlun Hafrann-
sóknastofnunar á Bjami Sæ-
mundsson að halda í leiðangur
þann 28. október, en þó er ekki
útilokað að það gæti orðið eitt-
hvað fyrr. -grh
höfuðstöðvar sambandshersins í
Zagreb og vopnaður vörður var
hvarvetna á verði.
Fresturinn á gildistöku sjálf-
stæðisyfirlýsingar Króatíu og Sló-
veníu frá 25. júní sl., sem Evrópu-
bandalagið náði ffam í friðamm-
leitunum sinum, átti að renna út á
miðnætti aðfaranótt dagsins í dag,
og hafði Franjo Tudjman forseti
Króatiu lýst því yfir í forsetahöll-
inni þrem klukkustundum fyrir
sprengjuárásina að ffesturinn yrði
ekki ffamlengdur.
Bridgelandslið íslendinga
gerir það ekki endasleppt í
Japan. Nú leiða þeir í und-
anúrslitaleiknum á móti Svíum
með 137 impa á móti 99 impum
andstæðinganna. Um helgina
rótburstuðu okkar menn b-Iið
Bandaríkjamanna í átta liða úr-
slitunum með 274 impum gegn
184.
Staðan í leik Islendinga og
Svía þegar fjórar lotur vom búnar
af sex var allvænleg fyrir Island.
Þeir vom með 38 impa mun. Ef
þessi munur væri yfirfærður yfir á
þjóðaríþrótt íslendinga, handbolta,
mætti segja að þetta væri eins og
að vera fjórum mörkum yfir þegar
20 mínútur em til leiksloka. Staðan
er góð, en ekki er hægt að bóka
sigurinn strax.
Leikurinn við Svía hefúr verið
spennandi og náði sænska lands-
Zagreb er menningarleg, trúar-
leg og pólitísk miðstöð Króatíu ffá
fomu fari og á sér 900 ára sögu.
Hún stendur á krossgötum milli
Mið-Evrópu og Balkanskagans og
er ein fegursta borg landsins. For-
setahöllin, sem stendur á Radicev
Trq-torgi í hjarta borgarinnar er ffá
14. öld. Markúsarkirkjan, sem
einnig er við torgið, er ffá 13. öld.
Þak hennar stórskemmdist í árás-
inni. Zagreb var mikilvæg við-
skipta- og samgöngumiðstöð á
tímum Austurisk- ungverska keis-
aradæmisins allt þar til það leið
undir lok 1918.
Sprengjuárásimar á Zagreb
eiga sér vart hliðstæðu í sögu Evr-
ópu ffá því í síðari heimsstyijöld-
inni. Að vísu hafa borgir eins og
Budapest og Prag verið teknar með
hervaldi, en skipulagðar loftárásir
á evrópska stórborg hafa ekki verið
gerðar ffá stríðslokum, þar sem
liðið forystunni eflir fyrstu Iotuna.
Þann leiic unnu Svíar með 40 imp-
um gegn 25. Eftir það sigu okkar
strákar fram úr, önnur lotan fór 38-
24 fyrir okkur og sú þriðja 28-10
fyrir okkur. Fjórða og síðasta lotan
sem spiluð var i gær fór síðan 46-
25 fyrir íslenska liðið og em því
Islendingar eins og áður sagði með
38 impa forystu þegar tvær lotur
em eftir.
í hinum undanúrslitaleiknum
áttust Pólverjar og Brasiliumenn
við. Sá leikur hefur verið geysi-
spennandi og sigmðu Pólverjar
fyrstu lotuna 35-32, Pólveijar áttu
góðan kafla í annarri iotu og unnu
51-19. Þriðja lotan í þessari viður-
eign fór 49- 36 fyrir Pólveija og
staða þeirra orðin góð eða 135 im-
par á móti 87 impum Brasilíu-
manna. En skjótt skipast veður í
lofti og ljóst er að allt getur gerst í
hervamir hafa verið fyrir. Frétta-
skýrendur segja ibúa borgarinnar
bitra vegna takmarkaðs stuðnings
ffá Evrópuríkjum, en hersveitir
Króata hafa ekki sambærilegan
vopnabúnað og mannafla og sam-
bandsherinn sem nú situr um borg-
ina.
Evrópubandalagið hótaði við-
skiptaþvingunum gagnvart Júgó-
slavíu í gær léti sambandsherinn
ekki af sókn sinni í Króatíu og tals-
maður þýsku stjómarinnar lýsti því
yfir í gær að Þýskaland myndi við-
urkenna sjálfstæði Slóveniu og
Króatiu tafarlaust ef sambandsher-
inn léti ekki af sókn sinni. Austur-
rikisstjóm hefúr gefið hliðstæðar
yfirlýsingar, en Evrópubandalagið
hefur ekki tekið slíka afstöðu enn-
þá.
Talið er að yfir 1000 manns
hafi þegar látist i borgarastyijöld-
inni í Króatíu ffá 25. júní sl. -ólg.
bridge. Brasilíumenn gjörsigmðu
Pólveija í fjórðu lotu með 75-4 og
em því með forystu í sínum leik
162-139.
í átta liða úrslitunum sýndu ís-
lendingar sem fyrr í þessu móti
hversu megnugir þeir em. Þeir rót-
burstuðu b-lið Bandaríkjamanna
274-184. Spilaðar vom sex lotur
eins og í undanúrslitunum og lagði
íslenska liðið gmnninn að sigrin-
um strax í byijun. Fyrsta lotan fór
70-9 fyrir ísland, önnur lotan fór
63-32 og 92 impa munur orðinn að
veruleika. Bandaríkjamenn bitu
aðeins ffá sér í þriðju lotu sem fór
25-57, en allt kom fyrir ekki, Is-
lendingar juku forskotið eflir þetta
með því að sigra fjórðu lotuna 49-
26 og síðan fimmtu lotuna 33-18.
Síðasta lotan fór hins vegar 42- 31
fyrir Bandarikjamenn og íslenskur
sigur orðin staðreynd. -sþ
Eftir mikinn og strangan undirbúning fyrir heimsmeistarmótið í bridge f Japan var Esjan m.a. klifin. Island er að nálgast
toppinn i heimsmeistaramótinu, og ef sigur vinnst á Svium er úrslitaleikurinn eina hindrunin til að Island komist alla leið á
toppinn (bridgeheiminum.
Islenska landsliðið
nálgast toppinn