Þjóðviljinn - 08.10.1991, Síða 12
Varað við frekari kísilnámi úr Mývatni
Náttúrverndarráð hefur sent frá sér umsögn varðandi álit
Sérfræðinganefndar um áhrif Kísiliðjunnar hf. á lífríki
Mývatns. Þar er farið hörðum orðum um slæmar afleið-
ingar sem kísiltaka úr vatninu hefur í för með sér. Arni Einars-
son, starfsmaður náttúrurannsóknastöðvar við vatnið segir að
samkvæmt alþjóðlegum samþykktun séu stjórnvöld ábyrg fyrir
lífríki vatnsins og nú sé svo komið að það sé í hættu.
Ami segir að kísiltakan leiði til
breytinga á framboði lífrænna efna
á vatnsbotninum.
„Þetta stafar af víðtækri röskun
sem verður á reki nýmyndaðs, líf-
ræns sets við töku kísilgúrs úr
vatninu. Það vill svo til að þetta
lífræna set er undirstöðunæring
flestallra smádýra á botni Mývatns
og síðan lifa bæði fiskar og fuglar
á þessum smádýrum," sagði Ami.
Hann sagði og, að ef kísilgúr-
námið yrði fært í svokallaða Bása
hefði það enn meiri tap á lífrænum
efnum í för með sér.
„Þetta efni hagar sér þannig að
þegar mikill öldugangur er í vatn-
inu gruggast það upp og lífræna
efnið Ieitast við að fara þangað
sem dýpst er. Við námuvinnsluna
eru grafnar djúpar holur og þangað
leitar þá efnið og verður fáum líf-
vemm til gagns,“ sagði Ami.
Hann sagði að á síðasta ári hafi
verið fjallað um vistkerfið á þingi
erlendis og þar lýstu menn yfir
áhyggjum af töku kísilgúrs úr vatn-
inu.
„Nú þegar skýrsla sérfræðinga-
nefndarinnar liggur fyrir er ljóst að
samkvæmt alþjóðlegum skuldbind-
ingum okkar Islendinga verður að
gera eitthvað róttækt til að koma í
veg fyrir frekari_ röskun á lífríki
Mývatns,“ sagði Ami.
Eiður Guðnason umhverfisráð-
herra sagði að hann væri búinn að
fá umsögn Náttúrvemdarráðs í sín-
ar hendur og mundi athuga það álit
vandlega.
„Það er ekkert hægt að segja
um áframhaldandi rekstur Kísiliðj-
unnar, enda er það ekki í mínum
verkahring að gefa þeim starfs-
leyfi. En umsögn Náttúruvemdar-
ráðs verður að sjálfsögðu skoðuð
vel og allir þættir málsins athugað-
ir,“ sagði Eiður.
Hjá iðnaðarráðuneytinu, sem
gefur Kísiliðjunni starfsleyfi, sagði
aðstoðarmaður ráðherra, Guð-
mundur Einarsson, að málið væri í
vinnslu og ekki komið á það stig
að hægt væri að upplýsa um
áframhald Kisiliðjunnar. „Við
munum i nánu samráði við alla að-
ila málsins meta það hvort verk-
smiðjan verður rekin áfram eða
ekki,“ sagði Guðmundur.
Róbert B. Agnarsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagði
að ekki væri hægt að upplýsa neitt
um hvað fram hafi farið á fundi
hans með iðnaðarráðherra sl. laug-
ardag. „Við ræddum um stöðu
mála, en að öðru leyti vil ég ekki
tjá mig hvað fram fór á þeim
fundi,“ sagði Róbert.
Hann sagði og það væri gjam-
an með náttúruvemdina að oft á
tíðum færi hún 50 prósent fram úr
því sem eðlilegt mætti þykja. „Það
sem við þurfúm að ná fram i þessu
máli er skynsamleg niðurstaða,
sem byggir á því að nýta námuna
og að vemda náttúruna," sagði Ró-
bert. Aðspurður um viðvörun Nátt-
úmvemdarráðs um að fara á önnur
svæði í vatninu, sagði Róbert að ef
einhver framtíð ætti að vera fyrir
fyrirtækið þyrivi það að vera í
myndinni.
„Á þessu svæði sem við höfúm
verið að tala um er nægilegur kís-
ilgúr fyrir 60- 70 ára vinnslu.
Svæðið sem við höfúm verið á og
horfum á núna til framtíðar nær
ekki nema yfir 10 prósent af vatn-
inu. Það hefúr enginn verið að tala
um að ryksjúga vatnið af kísilgúr,
enda myndi allur kísilgúr í vatninu
duga til mörg hunduð ára ffam-
leiðslu,“ sagði Róbert.
-sþ
Sjálfstæðisflokkurinn
á móti sjálfstæðri
þekkingaröflun
-^Clafur Ragnar Grímsson varaformaður Öryggismálanefndar
í Jtelur að sú ákvörðun að leggja Öryggísmálanefnd niður sé yf-
irlýsing af hálfu Sjálfstæðisflokksins um að flokkurinn sé á
móti óháðri þekkingaröflun á sviði utanríkismála. í fjárlagafrum-
varpinu er gert ráð fyrir að fella niður framlag til nefndarinnar, sem
heyrir undir forsætisráðuneytið, en það var 9,2 miljónir króna á síð-
ustu fjárlögum.
Bjöm Bjamason, Sjfi., sem
einnig á sæti í nefndinni staðhæfir
að ekki liggi annað að baki
ákvörðuninni en almennar spam-
aðaraðgerðir. Hann styður þessa
ákvörðun en lelur hana ekki neinn
áfellisdóm yfir störfum nefndar-
innar. Olafur Ragnar bendir hins-
vegar á að framlög til aðalskrif-
stofu ráðuneytisins hækki á sama
tíma um 19 prósent og telur sjálf-
sagl að spara, en ekki þannig að
sjálfstæð þekkingaröfiun sé skorin
á meðan kontórútgjöld séu aukin.
Starfsmaður nefndarinnar er
Albert Jónsson, en nefndin var sett
á iaggimar 1978 og hefur gefið út
Ijölda rita um öryggis- og utanrík-
ismál.
„Það er merkilegt að Sjálfstæð-
isfiokkurinn virðist ekki þola það
að hér sé slarfandi sjálfstæður vett-
vangur sem vinnur faglega og
fræðilega að gagnaöfiun á sviði ut-
anríkismála," sagði Ólafur Ragnar,
sem segist furðulostinn yfir því að
sjá þau kaldastríðsviðhorf sem séu
innleidd með þessu.
„Það er náttúrlega fullkomið
gerræði að gera þetta án nokkurra
viðræðna milli flokkanna, því þetta
hefur verið samvinnuverkefni
fiokkanna í nærri því 15 ár og ekki
hægt að skilja þetta öðmvísi en
svo, að Sjálfstæðisfiokkurinn vilji
viðhalda gamla hleypidómakerfmu
frá kaldastríðsámnum,“ sagði Ól-
afur Ragnar.
-gpm
Námsmenn slegnir
með blautri tusku
Samband ungra Framsóknarmanna og Æskulýðsfylking Alþýðu-
bandalagsins mótmæla harðlega fyrirætlunum ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar varðandi álagningu skólagjalda á náms-
menn. Einnig harma þessi félög og skilja ekki að ungliðahrcyfingar
stjórnarflokkanna hafi ekki viljað taka þátt í sameiginlegri ályktun
gegn þessum gjöldum.
I ályktun FUS og ÆFAB segir
að með upptöku skólagjalda sé
vikið frá fyrri grundvallarstefnu í
menntamálum, þ.e. að fólk í þessu
landi skuli hafa jafnan rétt til
náms. Ennfremur hvetja þessar
hreyfingar ungt fólk og námsmenn
til að taka höndum saman og skera
upp herör gegn þcssum áfomium
rikisstjómarinnar. SUF og ÆFAB
segja að ríkisstjómin megi ekki
komast upp með að skerða náms-
möguleika efnalítilla námsmanna.
SUF og ÆFAB harma að Sam-
band ungra Jafnaðannanna hafi
ekki þorað eða getað trcyst sér til
að standa að sameiginlcgri ályktun
æskulýðshreyfinga stjórnmála-
fiokkanna gegn álagningu skóla-
gjalda á námsmenn.
Hreyfingamar benda og á að
Samband ungra Sjálfstæðismanna
hafi heldur ekki séð sér fært að
standa að ályktuninni, þar sem
SUS hafi ályktað á fundi sínum á
Isafirði fyrir skömmu að taka bæri
upp „hófiegf1 árgjald í framhalds-
skólum og allt upp í 25 þúsund
króna gjald við Háskóla Islands.
SUF og ÆFAB lýsa og furðu sinni
á því að æskulýðssamtök eins og
SUS skuli með slikum hætti ganga
til liðs við þau öfi sem veitast að
námsmönnum. Nær væri að æsku-
lýðssamtök gættu hagsmuna ungs
fólks og námsmanna í stað þess að
slá þá með blautri tusku, segir í
ályktunni.
-sþ
ABERG íj
.•w<—^
Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður við bronsmynd sína,
Mynd 1991, sem Markús Örn Antonsson borgarstjóri Reykjavlkur afhjúpaði á
torginu við Gerðuberg í Breiðholti I gær. Jafnframt vlgði borgarstjórinn torgið.
Mynd: Kristinn.
2000