Þjóðviljinn - 17.10.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1991, Síða 5
Ríkisstjómin andvíg þj óðar- atkvæðagreiðslu um EES Ríkisstjórnin mun ekki styðja tillögu um að hugsanlegur samningur um aðiid Islands að Evr- ópsku efnahagssvæði verði bor- inn undir þjóðaratkvæði. Þetta kom fram í svari Jóns Baldvins Hannibalssonar við fyrir- spum Svavars Gestssonar í lok umræðna utan dagskrár á Alþingi í gær um samninga um Evrópskt efnahagssvæði. Það var Steingrímur Her- mannsson sem hóf umræðuna. Rakti hann sögu málsins allt frá því að Island gerði viðskipta- samning sinn við EB 1976, sem kenndur er við „bókun 6“ og felur í sér „besta viðskiptasamning sem nokkurt erlent ríki hefur gert við bandalagið". Steingrimi var í mun að vita hvemig ,þeir fyrirvarar myndu halda sem Island hefði gert varðandi framkvæmd „frjórfrelsis- ákvæðanna" innan EES, og rakti þá fyrirvara sem hann hefði sett fram á fundi forsætisráðherra EFTA í Osló vorið 1989. Jón Baldvin sagði að samn- ingamönnum EB væri nú ljóst að hans mati að ekki þýddi, að fara fram á veiðiheimildir við ísland né heldur heimildir til fjárfestinga i útgerð eða frumvinnslu sjávaraf- urða. Hins vegar stæðu nú átökin um aðild að tollfrjálsum markaði EB. „Þar eru hagsmunir okkar ekki fyrst og firemst fólgnir í því að fá aflétt þeim 2 miljarða kr. álögum sem við nú greiðum á fiskmörkuð- um EB, heldur er aðalatriði máls- ins að hnekkja þeirri tollastefhu bandalagsins sem miðar að því að gera okkur að útflytjendum á ódýru hráefni og vinnuafli. Takist það mun það breyta starfsskilyrð- um íslensks sjávarútvegs í mikil- vægum atriðum, og þá mun fleira breytast í kjölfarið,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að meginfyrirvör- um íslands hefði öllum verið hald- ið til haga: ekki yrði um að ræða heimild til fjárfestinga í sjávarút- vegi, orkulindum eða virkjunum, almenn öryggisákvæði myndu tryggja að endanleg ákvörðun um búsetu- og atvinnurétt væri hjá ís- lenskum stjómvöldum, leyfilegt væri að setja búsetuskilyrði fyrir kaupum á jarðeignum og fasteign- um o.s.frv. Talsmenn stjómarandstöðunnar drógu í efa að þessir fyrirvarar væm nægilega tryggir i sumum til- fellum. Ólafur Ragnar Grímsson sagði að það hefði verið rétt hjá Stein- grimi Hermannssyni að hefja þessa umræðu með því að fjalla um bók- un 6, því þar stæði svart á hvitu að Islendingar ættu að fá niðurfell- ingu tolla á fiskafurðum sínum gegn því að þeir felldu niður tolla á öllum framleiðsluvömm EB-rikj- anna að landbúnaðarvörum undan- skildum. Ólafur Ragnar sagði að sam- kvæmt ummælum Jóns Baldvins fæli mesti hugsanlegi ávinningur EES- samningsins í sér að við fengjum það sem EB skuldbatt sig til að veita 1976 gegn niðurfellingu íslenskra tolla. Svo virtist sem EB ætlaði nú að selja sama hlutinn tvisvar, fyrst gegn niðurfellingu ís- lenskra tolla, og nú gegn óheftum aðgangi að íslenskum fjármagns- og vinnumarkaði. „Þeir fengu sína niðurfellingu fyrir áratug, en hafa ekki staðið við sín fýrirheit,“ sagði Ólafur, og benti jafnframt á að fyr- irsjáanlegt væri að ekki yrði um fullan aðgang að ræða með allar sjávarafurðir í þessari lotu. Minnti hann á þau orð Davíðs Oddssonar og Þorsteins Pálssonar að óheftur aðgangur að tollfrjálsum markaði EB með allar sjávarafurðir væri forsenda þátttöku Islands í EES og spurði hvers vegna væri verið að halda þessum samningaviðræðum áfram. Með þeim væri verið að af- nema sérréttindi íslenskra ríkis- borgara sem hefðu áunnist við lýð- veldisstofnunina 1944. Kristín Einarsdóttir tók í svip- aðan streng og sagði að EES- samningur myndi fela í sér afsal á fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti íslendinga. Hún sagði jafnframt að „einangrun Islands yrði meiri inn- an tollmúra EB en utan“ og boðaði söfhun undirskrifta gegn aðild að EES um land allt. Eyjólfur Konráð Jónsson og fleiri bentu á að með samningnum væri ekki stefht að aðild að EB og að háskalegt væri að rugla þessu tvennu saman. Eyjólfur tók undir orð Ólafs Ragnars um að EB hefði ekki staðið við bókun 6 og benti á að bæði Mitterrand Frakklandsfor- seti og Henning Christoffersen, að- stoðarifamkvæmdastjóri EB, hefðu viðurkennt þetta. Bjöm Bjamason sagði að Evr- ópuhugsjónin væri nú sterkasta stjómmálaaflið í Evrópu, og gengi þvert á alla stjómmálaflokka í álf- unni. Sagði hann samninginn vera forgangsverkefni allra EFTA- ríkja, en hins vegar væri ljóst að sama gilti ekki um EB. Bandalagið væri nú upptekið af því að stilla til friðar í Júgóslavíu og endurskoða öll samskipti sín við riki Mið- og Austur-Evrópu., Halldór Ásgrímsson sagði væntanlegan samning um EES eiga að hafa það markmið að styrkja efnahagslegt sjálfstæði ís- lands. Hann andmælti fullyrðingu Olafs Ragnars um að bókun 6 veitti fullan rétt til tollfijálsra við- skipta með fiskafurðir. EB hefði sagt að samningaviðræðum vegna bókunar 6 væri ólokið, og því myndi ekki duga að hamra á henni. Halldór sagði að óraunsærrar bjart- sýni hefði gætt hjá utanríkisráð- herra um lausn málsins, en sagðist engu að síður vona að viðunandi samkomulag næðist. Steingrímur Hermannsson sagði í siðustu ræðu fyrir þinghlé að Framsóknarflokkurinn væri ekki andvígur því í sjálfu sér að samkomulag næðist um evrópskt efhahagssvæði. En endanlegt sam- þykki hans myndi ráðast af því hveijar yrðu niðurstöður ýmissa mikilvægra mála sem enn væru í óvissu. Steingrímur sagðist hins vegar ekki óttast það að ísland myndi einangrast frá öðrum þjóðum ef niðurstöður samningsins yrðu ekki viðunandi. Sagði hann Islendinga geta tekið upp einhliða mörg þau atriði sem fælust í samningnum til þess að samræma íslenskt við- skiptaumhverfí því sem gildir í ná- grannalöndunum. Varaði hann við svartsýnistali um að hér færi allt í kaldakol ef ekki næðist viðunandi samningur á þessu stigi málsins. -ólg Kvóti Elínar dýr og áhættan mikil Kennaraháskólanemar I starfskynningu. Nemendur á fyrsta ári I Kennaraháskóla (slands heimsóttu ritstjóm Þjóð- viljans ( gær til að kynna sér hvernig dagblað verður til. Á myndinni er Vilborg Davíðsdóttir blaðamaður að útlista fyrir þeim þá möguleika sem tölvan býður uppá við vinnslu fréttar. Mynd: Kristinn. Tekjur sjómanna hafa hækkað mun meira en tekjur annarra stétta Meðalárstekjur sjómanna eru um 750 þúsund krónum hærri en annars launafólks. Tekjur sjómanna hækkuðu einnig meira en annars launafólks milli áranna 1989 og 1990 eða um 19,5% á móti 12,3% meðaltalshækkun annarra. Launatekjur einstakiinga á Vestfjörðum hækkuðu og meira milli ára en launa- tekjur annarra iandsmanna. etta er afar dýr kvóti og áhættan sem við tökum æði mikil, en okkar ávinningur er fyrst og fremst sá að koma við meiri hagræðingu og nýta skipa- stólinn betur, þ.e. veiða kvóta átta skipa af sjö skipum, segir Jón Páll Halldórsson framkvæmda- stjóri Norðurtangans á ísafirði um væntanleg kaup Norðurtang- ans og Frosta í Súðavík á hluta- bréfum Byggðastofnunar í Fisk- iðjunni Freyju á Suðureyri. Samningamir eru háðir sam- þykki forkaupsréttarhafa. Þeir em starfsmenn og aðrir hluthafar, m.a. Suðureyrarhreppur og Útvegsfélag samvinnumanna. Jón Páll segir samstarf Frosta og Norðurtangans á undanfömum árum hafa skilað báðum góðum ár- angri og í þessum aflasamdrætti sé hægt að koma við meiri hagræð- ingu með samvinnu þriggja fyrir- tækja og betri nýtingu á skipastóln- um. Norðurtanginn hefur selt Frosta rækjuafla og fengið botnfisk í stað- inn. „Það er einhver svona sam- vinna sem ég held að gæti komið öllum að notum," segir Jón Páll. Aðspurður kvaðst hann búast við því, að með tímanum yrði reynt að sérhæfa fiskvinnslumar þannig að sem mest fengist út úr hráefhinu. Hann segist ekki vilja lita á þennan samning sem „félagsmála- starfsemi“ af hálfu fyrirtækjanna, það orð ætti betur við um þá ákvörðun Byggðastofhunar að taka tilboði Frosta og Norðurtangans, ffemur en Hrannar hf.,sem gerir út togarann Guðbjörgu ÍS. í tilboði hennar var ekki gert ráð fyrir skil- málum um rekstur fiskvinnslunnar á Suðureyri. Ingimar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Frosta, tekur undir þau orð að sá kvóti sem fæst með þessum hætti sé heldur dýr, en ávinningur fyrirtækisins sé fyrst og fremst auknar aflaheimildir fyrir skipin þijú í Súðavík og þessi fjár- festing eigi að skila sér til lengri tíma litið. „Það er okkar ásemingur og vilji að hætta að gera Elínu Þor- bjamardóttur út. Minnkandi afla- heimildir hafa gert það að verkum að við höfum ekki getað gert út okkar skip með fullum afköstum," segir hann. Fiskvinnsla Frosta hefur þó haft nægilegt hráefhi og Ingimar segir ekki ætlunina með þessum kaupum, ef af verður, að fá meira hráefni til vinnslu. „Við höfum alla tíð látið nokkuð frá okkur, bæði erlendis og innan lands,“ segir hann. Norðurtanganum hefur hins vegar ekki tekist að reka sitt frysti- hús með fullum afköstum og í haust hefur ekki einu sinni verið hægt að halda uppi fullri dagvinnu, að sögn Jóns Páls, þrátt fyrir það að þijú skip fyrirtækisins hafi verið að eins og þau hafa leyfi til. Hann og Ingi- mar leggja þó báðir áherslu á að fiskvinnslan á Suðureyri verði ekki látin mæta afgangi með hráefhi, enda augljóst að það er hagur Norð- urtangans og Frosta, jafnt sem Súg- firðinga, að Freyja hafi eðlileg rekstrarskilyrði þannig að vinnslan geti greitt útgerðunum fyrir hráefn- ið. Skipin munu landa þeim afla sem þarf á Suðureyri, a.m.k. þar til jarðgöng verða tilbúin. „Það er ávinningur fyrir fjórðunginn að kvótinn haldist innan hans,“ segir Ingimar. „Það er auðvitað erfitt að yfirtaka svona miklar skuldir til að fjármagna kvótakaup og kvótinn kannski dýrari fyrir bragðið. Freyja er illa stödd fjárhagslega sem kunn- ugt er og það er ekki hlaupið að því að koma þeim málum í lag.“ -vd. Undanfarið hefur Þjóðhags- stofnun verið að meta tekjur lands- manna og dreifingu þeirra út frá skattframtölum síðustu ára. I ný- legri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að atvinnutekjur manna á ár- inu 1990 eru 12,3% hærri en þær voru árið 1989. Meðalatvinnutekj- ur voru 1 miljón og 55 þúsund krónur. Fyrir kvænta karlmenn voru þær 1 miljón og 830 þúsund krónur á ári. Meðalatvinnutekjur sjómanna voru á sama tímabili 1 miljón og 800 þúsund krónur, en tekjur sjómanna í fullu starfi voru 2 miljónir 899 þúsund krónur eða 242 þúsund krónur til jafnaðar á mánuði. Greining Þjóðhagsstofnunar á atvinnutekjum nær til tæplega 133 þúsund einstaklinga. Þegar saman- burður milli ára var skoðaður kom í ljós að karlmenn höfðu hækkað um 12,5% frá árinu á undan en hækkun hjá kvenfólki var aðeins minni eða 11,8%. Hlutfallið milli karla og kvenna hefur um langt skeið leikið á bilinu 49-50%. Hækkun atvinnutekna kvenna hef- ur verið heldur minni en karla und- anfarin ár. Þegar atvinnutekjur kvæntra karla og giftra kvenna eru skoðaðar kemur í ljós að atvinnu- tekjur kvenna eru 39,5% af tekjuin karla. Mögulegt er að taka sjómenn sérstaklega út úr í greiningu Þjóð- hagsstofhunar þar sem sjómanna- frádráttur er færður sérstaklega í skattframtölin. Alls fengu 9.075 framteljendur sjómannaafslátt árið 1990. Meðallaun þeirra er fengu sjómannaafslátt síðasta ár voru 1.800 þúsund krónur, en þá er ein- göngu miðað við tekjur þeirra af sjómennsku. Af þessum hópi skil- uðu rúmlega 4.100 að minnsta kosti 274 lögskráðum dögum og voru meðaltekjur þeirra 2.899 þús- und krónur. Hækkun sjómanna fra árinu 1989 var umtalsvert meiri en annars launafólks, eða 19,5%. Meðaltekjur einstaklinga skipt eftir kjördæmum voru hæstar á Vestfjörðum eða 7% yfir landsm- eðaltali, næsthæstar voru þær á Reykjanesi eða 5% yfir landsmeð- altalinu. Þegar litið er á hækkanir á milli ára eftir kjördæmum kemur í ljós að hún er mest á Austurlandi eða 15,5% og komu síðan Vestfirð- ingar næstir með rúmlega 14% hækkun. -sþ Síða 5 ÞJÓÐVlLJiNN Fimmtudagur 17. október 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.