Þjóðviljinn - 18.10.1991, Síða 4

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Síða 4
Kaskótrygginq heilbrigoisráónerra Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygginga- ráðherra hefur lýst því yfir að hann vilji umbylta heilbrigðiskerfinu á þann hátt að í stað þeirra sjálf- sögðu réttinda allra til heilbrigðisþjónustu sem nú tíðkast og fólk greiðir fyrir með sköttunum, verði fólki gefinn kostur á að kaupa sér tryggingu, með breytilegu iðgjaldi og mismikilli sjálfsáhættu. Hugmynd þessi var fyrst kynnt í hvítbók ríkisstjórn- arinnar. Þar stendur: „Jafnframt því að almenningi verður gefinn kostur á fjölbreyttari læknisþjónustu en nú er verður að veita aðhald með því að hann taki beinan þátt í kostnað- inum að takmörkuðu leyti. Þar sem um er að ræða kostnaðarhlutdeild notenda þjónustunnar verður sett hámark á útgjöld, bæði á einstaka þætti og í heild. Verður þá tekið sérstakt tillit til lífeyrisþega og barnmargra fjölskyldna. Leitað verður leiða til að gefa almenningi kost á að velja um mismikla sjálfs- áhættu í þessum efnum gegn breytilegu tryggingar- iðgjaldi í einhverri mynd.“ Hér er auðvitað um ekkert annað að ræða en aukn- ar skattaálögur á almenning, en það versta við þessar álögur er það að þeir sem nú þegar eiga erfitt með að láta enda ná saman munu trassa þessar iðgreiðslur í þeirri von að heilsunni hraki ekki. Við getum tekið dæmi af fjölskylduföður, sem stendur í húsnæðiskaupum og er með tvö börn í framhaldsskóla. Þegar hann stendur frammi fyrir því að þurfa að velja um það hvort hann borgi skólagjöld, sem ríkisstjórnin hefur boðað, eða tryggingu fyrir eigin kropp, þá er hætt við að börnin gangi fyrir. En þetta er bara ein hlið á þessu máli. Þessi fyrir- hugaða breyting brýtur í bága við siðgæðisvitund þjóðarinnar. Víða í stórborgum erlendis getur mað- ur legið alvarlega slasaður á götunni og þúsundir manna gengið fram hjá honum án þess að aðstoða hann. Hér þykir hinsvegar sjálfsagður hlutur að rétta slíkum manni hjálparhönd og ekki bara það, heldur telja flestir að slík aðstoð hafi forgang fram fyrir allt annað. Þessvegna hefur t.d. tekist að byggja upp öflugt net björgunarsveita um allt land í sjálfboðavinnu. Forystumenn samtaka launafólks og stjórnarand- stöðu hafa lýst andstöðu við þessa hugmynd, sem þeir segja ættaða úr faðirvori frjálshyggjunnar og bent á að ríkisstjórnin líti á fólk einsog bíla. Heilbrigðisráðherra hefur bent á að þessi iðgjöld verði tekjutengd og því þurfi hátekjufólk að greiða | hærri iðgjöld en lágtekjufólk. Þetta er auðvitað ekk- ert annað en aumt yfirklór. Sé Sighvati svona um- ; hugað um að þeir ríku borgi meira til heilbrigðis- þjónustunnar þá er einfaldast að taka upp hátekju- skattþrep. Slíka tekjujöfnun má ráðherra flokks sem kennir sig | við jafnaðarstefnuna hinsvegar ekki heyra á minnst. Ráðherra ríkisstjórnar sem kennir stefnuskrá sína við velferð á varanlegum grunni vill hisvegar mis- muna sjúkum og slösuðum eftir því hvort þeir hafa staðið í skilum með iðgjöldin af tryggingunni á eigin kroppi. Það er eðlilegt að þjóðinni verði hugsað til skáld- sögu George Orwells, 1984, þar sem Stóri bróðir umsnéri merkingu hugtaka. Frelsi þýddi ófrelsi, jöfnuður var ójöfnuður, velferð var mismunun. Það sem Stóri bróðir sagði að væri rétt var rétt. Eða hvað sagði ekki forsætisráðherra í skálaræðu sinni við komu bridgespilaranna til landsins: „Ríkisstjórnin, hún er einsog hún er- það er óþarfi að hlæja að því.“ Enda þjóðinni ekki hlátur í huga. —Sáf Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson. Ritstjórnarfulltrúar: Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Á.Friöþjófsson Umsjónarmaður Helgarblaðs: Sævar Guöbjörnsson Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson Afgreiðsla: w68 13 33 Auglýsingadeild: ■e-68 13 10-68 1331 Símfax: 68 19 35 Verð: 170 kr. í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Aðsetur: Síöumúla 37, 108 Reykjavík Helgarpistill Ab lifa um efni fram Það er alltaf öðru hvoru verið að segja okkur að við lifum um efni fram. Og að nú þurfum við að taka okkur á ef ekki á illa að fara. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins, Einar Oddur Kristjánsson, var á þessum buxum í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Hann fór hörðum orðum um sukk og svínarí og flottræflishátt og neysluskuldir næstliðinna ára sem hann taldi nema um tíu miljörðum króna á ári hverju. Einar Oddur sagði meðal annars: „Við erum haldin einhverju neysluæði. Þjóðin í heild virðist ekki geta horfst í augu við þá stað- rcynd að hún er að stela lífskjörum af næstu kynslóð. Við erum öll samsek og ég ætla engan að undan- skilja.“ Erum við öll samsek? Enginn ncitar því að Einar Odd- ur og aðrir sem með skyldan boð- skap fara hafi nokkuð til síns máls. Að vísu mundi þessi pistilshöfund- ur hér aldrci taka undir það sent Einar Oddur nefndi síðast: að hann vildi gera alla samseka, engan und- anskilja. Vcgna þcss að bæði er til fólk (cinkum meðal hinna eldri) scm hefur aldrei dansað með í neyslukapphlaupinu, og síðan cru þeir lil einnig scm hafa svosem ekki úr neinu að spila. Það er líka varhugavcrt að segja „ég undanskil cngan" vcgna þcss að þar með er eins og allir séu ekki barasta sam- sekir, heldur og jafnsekir. Sent fær ekki staðist - það er ill jafnaðar- mcnnska að halda slíkum skilningi frarn. En hitt er rétt, að svo margir taka þátt í því að spenna hátt ncyslubogann að þeir seku eru ekki barasta borgarstjórar í ráðhúsævin- týrum eða atvinnurekcndur í flott- ræfilsleik (scm Einar Oddur er reyndar svo ærlegur að minnast á sérstaklcga). Þeir seku eru fleiri. Þcir cru vissulega út um alla ,.miðju“ þjóðfélagsins, í þeim fjöl- mennu hópum sem hafa kjör og lífsviðhorf millistéttarfólks. Til að taka dæmi: Það hcfði veruleg áhrif á viðskiptahalla og spamað og stöðu rnargra heimila ef að neyslu- frekjunni hefði ckki tekist aö hvísla því að ótrúlega mörgum ungling- itm, rétt orðnum 17 ára, að þeir komist ekki í skólann nema á eigin bíl. Og það mætti bæta mörgum dænuim við sem sýndu að enginn scrstakur hamingjuniissir vofði yfir þótt mcnn drægju saman sín eyðslusegl í þeim krappa sjó sem senn gengur ylir fræga þjóðarskútu. Hvernig breytfumst við? En þegar við emm að tala um „eyðsluæðið“, þá er því miður sleppt oflast nær að tala um það, hvemig þetta undarlega æði varð til. En það er svo sannarlega ómaksins vert að skoða það dæmi. Vegna þess að ekki höfum við íslendingar alla tíð verið eyðsluklær. Sú kynslóð sem nú er nálægt sjötugu og þar yf- ir, hún var mestan part ráðaeildar- söm mjög. Fór ekki einu sinni út af sínu striki (nema maður og maður) á stríðsámnum þegar peningar hvolfdust eins og hland ur fötu yfir þjóðina óviðbúna. En upp frá því tóku fyrirvarar og stíflur að sringa og bresta þar til söngur tímans varð: Eyðum í dag, borgum á morgun (eða: iðmmst á morgun). Og þó heldur hinn daginn - samanber það sem Einar Oddur sagði réttast i við- talinu: Við emm að stela lífskjömm af næstu kynslóð. Hvemig varð ráðdeildarfólk að eyðsluóðum söfnuði? Verðbólgan og höfðingjarnir Þeir sem stjómuðu áratugum saman með verðbólgu eiga mikla sök. Verðbólgan brenndi bæði upp sparifé hinna eldri og alla spamað- arhugsun. Sá sem ráðlagði fólki að spara (til elliáranna til dæmis) hann fór með röng ráð og heimskuleg. Hann var því miður að segja fólki að það ætti að láta stela af sér án þess að mögla. Þeir sem fara með völd í ríkinu og fyrirtækjunum, þeir bera einnig mikla sök með þeim fordæmum sem áður vom nefhd. Sá sem fer svosem miljarð framúr áætlun þegar hann er að byggja opinbert hús sem á að varpa Ijóma á hans nafn um aldir, hann á ekki von á góðri áheym þegar hann segir fólki að spara og sýna ráðdeild og hyggindi í Ijánnálum. Honum er vitanlega sagt að fara í fjandans rass. Sömuleiðis þeim forstjómm sem hér á landi sem annarsstaðar verða æ örlátari við sjálfa sig , púkka undir sitt mik- ilvægi með því að veita sér allskon- ar sposlur og sukka í flottræfilshætti sem kostaður er af siðlausu sam- kmlli rekstrar á fyrirtækjum og einkaneyslu eigendanna og stjór- anna. Freistinqaiðnaðurinn Ijúfi En svo er líka annað. Það er svo fátt í öllu okkar umhverft, í öllum þeim skilaboðum sem við fáum á degi hveijum í auglýsingaheimin- um, sem smýgur um allt okkar um- hverft, allar okkar tómstundir (blöð, útvarp, sjónvaro), sem ýtir undir þann hugsunarnátt sem formaður vinnuveitenda saknar. Þann hugsun- arhátt sem segir að menn eigi að haga sér skynsamlega og skikkan- lega og rasa ekki um ráð ffam og eyða ekki um efhi fram, því oft komi gjaldþrotamein eftir kaupæð- ismunúð. Hvert mannsbam venst því frá blautu bamsbeini að hámarksneysla sé lykill að lifsgæfunni. Að það sé vísastur vegur til að ná í skottið á sælunni að kaupa sér eitthvað sem bætir í munni, nressir upp á útlitið, eykur letina, eflir sjálfstraustið. Að beinust leið til að þú berir virðingu fyrir sjálfúm þér og að aðrir geri slíkt hið sama sé sú að þú getir sannað þig með því að kaupa þér leikföng leiðans sem ekki em lakari en þau sem nágranni þinn á. Eða keypt utan um lif þitt umbúðir sem ekki eru ósjálegri en þau sem Jón og Gunna eiga. Sölutæknin fjársterka og sálfræðin, spumingaskrár félags- fræðinnar jafnt sem ímyndasmiði fjölmiðla - allt leggst á eitt með því að hraða neyslunni, efla neysluna, útrýma öllum hindrunum á vegi neyslunnar. Og þá öllum ótímabær- um vangaveltum um spamað, um að minna kynni að vera betra en meira - á mörgum sviðum. Gakktu með í leikinn! Þú átt það skilið, ekki síður en aðrir. Neyttu á meðan á nefinu stendur. Guð má vita hvar við döns- um næstu jól. Ætlarðu að vera smár í þér og nískur og púkó! Þú getur meira að segja fundið þér þá réttlæt- ingu fyrir „eyðsluæðinu“ (ef þér sýnist svo) að með þvi að hver kaupi meira skapi hann meiri at- vinnu allt í kringum sig. Þannig er „eyðsluæðið" orðið upphaf mann- úðarstefnu ef svo verkast vill. Að ganga gegn straumi Skilji menn ekki þctta fjas sem svo að ég vilji taka frá mönnum ábyrgð á sjálfum sér.Vitanlega geta menn spymt við fótum, valið sér eigin lifstíl. En þó geta það fæstir nema að takmörkuðu leyti. Þrýst- ingurinn er mikill - hinn sálræni, hinn félagslegi og svo sá sem að heiman kemur. Sá sem gengur gegn straumnum, hann fær svo ótrúlega lítinn stuðning að það er mesta furða að hann skuli enn vera að paufast þetta. Bergmann f\lm skrifar ^HiÉlS NÝTT HBLGARBLAD 4 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.