Þjóðviljinn - 18.10.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Page 6
Jeltsin tók á móti ráð- stefnugestum í Hvíta húsinu og móðirin var stolt þegar forsetinn svaraði fyrirspurn frá syni hennar, Ara Alex- ander, sem er í for- grunni. Valdaránsdagurinn: Skriðdrekar lokuðu göt- unum og KGB-menn leituðu Jeltsíns um allt, meðal annars í morgun- messu sem ráðstefnu- gestirnir sóttu í Kreml- arkirkju. Við lifum þetta líka af Heimurinn stóð á öndinni hinn örlagaríka dag í ágúst þegar valdarán var framið í Sovétríkjunum. Enginn vissi hvað hefði orðið um Gorbat- sjov eða Jeltsín og heims- myndin hafði breyst á ör- skotsstundu. Að morgni valdaránsdagsins sat lista- konan Alexandra Kjuregej Argunora óttaslegin í her- bergi sínu í Hótel Russia í Moskvu og reyndi að fá hljóð úr útvarpstækinu, eftir að hafa heyrt um valdaránið hjá grátandi hótelgesti sem einnig var kominn til Moskvu vegna ráðstefnu brottfluttra Sovétborgara sem Jeltsín Rússlandsforseti hafði boð- að til. „Það var þungt andrúmsloítið á hótelinu og enginn vissi hvað myndi gerast. Þegar mér var sagt hvað heföi gerst gat ég ekkert sagt - ég gekk bara upp á herbergi aftur og hoifði út i loft- ið. Það heyrðist ekkert í útvarpstækinu og seinna frétti ég að samkvæmt fyrir- skipun hefði verið skrúfað fyrir útvarp á öllum hótelum,“ segir Kjuregjej, eins og hún er oftast kölluð. Þessi glaðlynda miðaldra lista- kona hefúr verið búsett á íslandi í rúman aldaríjórðung, kom hingað cftir leiklistamám í Moskvu með manni sínum sem einnig var þar við nám, Magnúsi Jónssyni kvikmyndaleik- stjóra. Hann lést fyrir tæpum þrcttán árum. Kjurcgej er asísk í útliti, enda ættuð frá Jakútju í norður-Síberíu. Hún hefur getið sér gott orð fyrir list sína, „application", þ.c. myndverk unnin í efni. Hún lifir þó ekki á list- inni, „frckar cn aðrir hér,“ og er iist- þjálfi á geðdeildum að aðalstarfi. Böm þeirra hjóna eru íjögur og annar af tveimur sonum þeirra, Ari, var móður sinni samfcrða í hinni eftirminnilegu ferð til Sovétrikjanna i ágúst. Ráðstefnuna í Moskvu sóttu um 400 brottfluttir Sovétborgarar f'rá tólf löndum og úr ýmsum starfsgreinum, jafnt listamenn sem vísindamenn og læknar. Kjuregej segir þó að þcir sov- ésku listamenn og leikarar sem hvað þekktastir séu á Vesturlöndum hafi ekki komið, líklcga vegna þess að þeir hafi vantreyst stjómvöldum. Aðrir 400, sem hafa fiutt hcim, komu víðs vegar að frá lýðvcldum Sovétríkjanna. Ráðstefnan stóð frá 19. til 29. ágúst. Boð Jeltsíns barst Kuregcj í júlí, en um tíma vom horfúr á að ekkert yrði af ferðinni vegna þess að hana skorti ferðafé. En úr rættist, utanríkis- ráðuneytið styrkti för hcnnar, og dag- inn sem hún var á leið heim eftir að hafa tilkynnt þátttöku sína í sovéska sendiráðið mætti hún góðvini sínum, Gunnari Guðjónssyni listmálara, á götu og hann rétti henni formálalaust ávísun upp í ferðakostnaðinn. Þetta var fimmta för Kuregej til Sovétríkjanna, en í hin fjögur skiptin hafði hún ætíð haldið beint til Jakútju, en þar á hún ættingja. Listin gefur - byssan tekur „Boðskapur þessarar ráðstefnu var að listin ætti að vinna að fríði í heim- inum,“ segir Kuregej. „Listin gefur líf- ið, en byssan tekur það, eins og sclló- snillingurinn Rostropovitsj orðaði það í viðtali sem tekið var við hann inni í Hvíta húsinu þegar hann var þar í tvo daga með Jeltsín á meðan á valdarán- inu stóð. A þinginu var mikið rætt um það hvemig er hægt að láta listina vinna fyrir og vera „vopn“ fríðarins.“ Ráðstefnan hafði verið skipulögð út í ystu æsar og þrátt fyrir allt tókst að halda áætlun að mestu leyti. Þau mæðgin, Kuregej og Ari, vom tvo daga í Moskvu og fóra síðan til Pét- ursborgar, en samkvæmt skipulagi ráðstefnunnar dreifðust ráðstefnugestir í heimsóknir til nokkurra stærri borga síðari hluta hennar. Þau komu til Moskvu síðdegis þann 19. ágúst. Ferðin var löng og mæðginin þreytt þegar komið var á Hótel Russia. „Eg vaknaði seint, þannig að ég missti af morgunmessu í Kremlar- kirkju sem flestir fóra í. Þegar ég var á leiðinni niður fann ég að það lá eitt- hvað í andrúmsloftinu," segir Kjur- egej. „Eg hitti blaðakonu frá Leningr- ad, sem tók viðtal við mig kvöldið áð- ur, og hún sagði mér fréttimar grát- andi. Valdaræningjamir væra að leita að JclLsín um allt og Gorbastjov væri horfinn. Síðar var mér sagt að fjórir einkcnnisklæddir KGB-menn hefðu gengið á milli fólksins í morgunmess- unni til að leita að Jeltsín, því hann átti að vera með ráðstefnugestunum og var vanur að sækja þessa kirkju. Eg varð dofin og gat ekkert sagt. Við föðmuðumst bara. Enginn vissi hvað yrði um ráðstefnuhaldið annað en það ætti að standa við áætlun um að setja hana um kvöldið í Tsjaikovskí-kons- erthöllinni. Eg fór upp á herbergi aftur og hringdi síðan í kunningjafólk mitt í Moskvu. Þau era gyðingar og vora al- vcg miður sín, höfðu fengið lcyfi til að fiytja til dóttur sinnar í Bandaríkjunum eftir hálft ár og vora hrædd um að nú yrðu þau kyrrsett. Vinkona mín var gráti næst. Eina sjónvarpsstöðin scm fékk að scnda út var ríkisstöðin og á tíu mín- útna fresti birtist þulur með frosinn svip á andlitinu og tilkynnti um ný lög í landinu scm ættu að giida næstu sex mánuði. Ég vakti son minn og sagði honum fréttimar. Hann vildi fara út og taka myndir. Okkur var sagt að fara ekki mikið út á götur og ég var svo hrædd að ég rcyndi aö banna honum þaö, en hann fór samt. Síðan náði ég sambandi við ís- lenska sendiráðið og talaði viö sendi- herrafrúna, Rögnu Ragnars. Hún sagði mér að við gætum komið fil þcirra þegar við vildum og bauð okkur i há- degisverð næsta dag. Mér lciö betur cftir aö fá að vita af öruggum stað.“ Um kvöldið héldu ráðstefnugestir til Tsjaikovskí-konscrthallarinnar með rútum þó stutt væri að fara. Ekið var í fylgd lögrcglubíla og eftir hliðargötum þar sem aöalgötur vora lokaðar af skriðdrekum, og viða hafði fólk safn- ast saman á götunum. Fyrir utan konscrthöllina var stór loftbelgur sem á stóð „Velkomin til ættjaröarinnar" og hópur fólks, sem safnast haföi saman fyrir utan, veifaði til okkar og sýndi friðarmerki. Mót- tökumar vora góðar og inni var allt skreytt og glæsilcgt," segir Kjuregej og hristir höfuðið í undran yfir öllum fínheitunum. Þingið var sett af Ijóðskáldinu Mikaíl Tolstoj. „Það var þungt í hon- um hljóðið eins og öllum öðram sem héldu ræður. Hann sagði okkur að Jeltsín, sem átti að ávarpa þingið, gæti ekki komið en sendi sínar bestu kvcðj- ur til okkar úr Hvíta húsinu þar sem hann var umkringdur af hermönnum og fólki. Ræður vora fluttar og einn gestanna, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, bað um að fá að segja nokkur orð. Hann talaði bjagaða rúss- nesku, en við skildum samt þegar hann sagðist hafa heyrt að búið væri að drepa Gorbatsjov. Það sló þögn á salinn, en þegar hann bað fólkið að standa upp og minnast Gorbatsjovs risu sumir upp, en aðrir kölluðu að þetta værí rangt. „Gorbatsjov hefúr ekki verið drepinn og við ætlum ekki að syrgja hann!“ kallaði einhver og þá settist fólkið niður aftur og þessi mað- ur sagöi ekki meira, fór bara í sætið aftur. Stjómandinn sagðist ekki vita hvort hægt væri að halda áætlun ráð- stefnunnar, en a.m.k. yrði okkur boðið að hlýða á tónleika þetta kvöld. Og þeir vora yndislegir og við gátum gleymt þessum sorgartíðindum í nokkra stund." Morguninn eftir skiptu gestir sér niður í hringborðsumræður í fundarsölum hótelsins. „Það var mikil hræðsla á fundinum sem ég sótti og mikið talað um hvað myndi gerast," segir Kjuregej. Um hádegið fóra mæðginin í mat- arboð í íslenska sendiráðinu. „Sendi- herranum leist illa á að við færam eftir fyrri áætlun til Pétursborgar þetta kvöld. Hann lét okkur samt hafa heim- ilisföng í Leningrad ef eitthvað kæmi upp á og fór meira að segja með Ara í kynnisferð á hárgreiðslustofú til að at- huga hvort hann gæti fengið vinnu þar síðar. Það var vel tekið í það og jafn- vel hægt að útvega húsnæði!" Kjur- egej skellihlær og bætir við að þennan dag hafi mesta hræðslan veríð horfin og hún hafi grínast með því að segja að ef hún yrði handtekin og send til Síberíu þá væri hún þó loksins komin heim. „Ari sagði ekkert, hann þagði bara. Ég var rólegust yfir þessu og skil það varla, núna eftir á.“ Um kvöldið tóku þau lestina til Pétursborgar. Innanlandsflug allt lá niðri. Lestin kom á áfangastað undir morgun og gestimir vora innritaðir á stærsta og glæsilegasta hótelið í borg- inni, Hótel Leningrad. Lúðrasveit tók á móti fólkinu og síðan var öllum boð- ið til ráðstefnuhallar borgarinnar. Borgarstjórinn, Anatolij Savstjek, og Míkaíl Tolstoj fluttu opnunarræður og prestar sungu messu. „Þama vora að- allega ráðstefnugestir sem komu frá Fralddandi, flestir rússneskir aristó- kratar og afkomendur þeirra sem flúðu í byltingunni. Sumir vora svo gamlir að þeir gátu varla gengið," segir hún. „Þeir voru jákvæðir og mjög bjartsýn- ir þrátt fyrir allt. Og Kjuregej telur upp fjölda nafna aðalsmanna, rússneskra baróna og afkomenda hershöföingja frá keisaratímanum. Um kvöldið var slegið upp balli og hún á varla orð yfir veisluföngin sem á borð vora borin. Henni var undarlega innanbrjósts. „Mér leið ekki vel að horfa á þetta og vita af öllum þeim sem svelta í land- inu. En þeir vildu auðvitað gera vel við okkur og kannski höföu þeir safn- að þessum matvælum saman yfir lengri tíma,“ segir hún. Næstu daga var haldið í skoðunar- ferðir um borgina og farið á fjölda safna og í glæsilegar hallir. Fréttir af gangi mála í Moskvu bárast í gegnum sjónvarp og fólks í milli, en kapp var lagt á að halda áætlun. Petrograd, sumarhöll Péturs mikla, var skoðuð og Benúasafnið, sem þar er, bauð Kjur- egej að halda sýningu á verkum sínum þar. Það segir hún að verði vonandi að veraleika árið 1993 því næsta sumar verður hún í tvo mánuði í Barselóna við að vinna upp sýningu þar. Benúa- safnið er kennt við kaupmann sem var í mikiu vinfengi við Pétur mikla og meðal frægra má nefna að af þessari Benúa-ætt er Peter Ustinov. „Þjóðverjar tóku Petrograd í stríð- inu og áður en þeir vora hraktir burt haföi þeim tekist að skafa 5 millimetra gyllingu af mörgum styttunum þar,“ segir Kjuregej og segir hreint ótrúlegt hvað hafi vel tekist til við viðgerðir á því sem skemmdist af dýrgripum og sölum sumarhallarinnar í stríðinu. Fólkið gefst ekki upp Inn á milli skoðunarferða tókst henni að heimsækja vinkonu í Péturs- borg, Galina Stjiginskaja, sem hún haföi ekki hitt í 26 ár. Eiginmenn þeirra vora herbergisfélagar á námsár- unum. „Við rifjuðum upp fortíðina, grét- um saman og sungum. Viðhorf hennar til þessara atburða var mjög dæmigert fyrir Rússa. „Kjuregej mín,“ sagði hún, „við erum búin að lifa svo margt og við lifúm líka þetta af.“ Svo brosti hún og minnti mig á söguna um hringi Salómóns. Sú saga segir frá föður sem á dánarbeðinum gaf syni sínum þijá hrúigi með steinum í og sagði honum að þegar honum lægi mikið við gæti hann opnað steinana og fúndið hug- ffóun þar til að létta erfiðleikana. Son- urinn opnaði einn hringinn af öðram yfir ævina og í þeim öllum stóð það sama: „Vertu bara rólegur, þetta líður hjá.“ Þessi saga er mjög lýsandi fyrir það hvemig þetta fólk hugsar." Kjuregej og Ari héldu til Moskvu aftur. Það fyrsta sem þau tóku eftir var að fjölmörgum styttum haföi verið steypt af stalli sínum. „Allir KGB- karlamir vora horfhir," segir Kjuregej. Hápunktur ferðarinnar var í huga Kjuregej án efa þegar Jeltsín tók á móti ráðstefhugestum í Hvíta húsinu þann 27. ágúst. „Ég var stolt af því að vera viðstödd. Emr stoltari varð ég þegar ritari Jeltsíns valdi þrjú spjöld úr miklum spumingabunka og rétti hon- um til svars og eitt spjaldið var frá syni mínum. Ari spurði hvaðan Jeltsín fengi þennan krpfr til að hrífa fólkið með sér. Jeltsín var mjög hrifinn af þessari spumingu og svaraði því til að krafturinn og orkan kæmi frá fólkinu sjálfú." Bjartsýni og gleði ríkti meðal ráð- stefhugesta þegar þeir komu saman í síðasta sirrn á lokadansleik í Russia Hotel. „Við liföum þetta af, eins og allt annað, eins og Galina sagði. Þetta fólk gefst aldrei upp,“ segir Kjuregej og það er bjart yfir henni þegar hún rifjar upp lokakvöldið. Hún var dregin út á mitt gólf í dans og síðar um kvöldið gafst henni tækifæri til að þakka fyrir sig og koma Islandi á framfæri í leiðinni þegar veislustjórinn fékk hana upp á svið til að syngja fyrir fólkið. „Ég sagði þeim hvaðan ég kæmi, „ísland, þið munið, Island: Fiskurinn! Síldin!" kallaði ég og fólk- ið hló og klappaði. Ég sagði þeim að allir á íslandi gleddust með okkur. Ég söng sænska lagið „Hvem kan sejla föratan vind“, túlkaði fyrst textann og það var mikið klappað þegar ég söng síðustu línuna: Ég get ekki kvatt án tára.“ Kjuregej brosir svolítið dapurt og endurtekur í lokin fyrri orð sín: „Þctta fólk er bjartsýnt, það býr til brandara um erfiðleikana og það lifir þetta af, eins og allt annað áður.“ -vd. Kjuregej er stolt af löndum sinum: „Þetta fólk er hjartsýnt og það gefst ekki upp. " Mynd: Jim Smart. NYTT HELGARBLAÐ 0 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.