Þjóðviljinn - 18.10.1991, Qupperneq 9
Helgarrabb
braggast meh
ári hverju
- Já, þá er ég loksins komin
aftur tii Akureyrar! Segir Signý
Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags
Akureyrar, og lýsir um leið ánægju
sinni með þessa skipan mála.
- Ég var leikhússtjóri hér á ár-
unum 1982 til 1986, segir hún, -
kom þá frá Stykkishólmi og var al-
ger byrjandi í öllu sem snerti leik-
húsrekstur. Mér fannst ég íyrst
vera að ná almennilegum tökum á
þessu þegar aðstæður höguðu því
þannig að ég flutti til Reykjavíkur.
Þar fór ég að vinna sem leikhúsrit-
ari hjá Þjóðleikhúsinu og var þar i
fimm ár, sem var ágætur skóli.
Er einhver munur á því að vera
leikhússtjóri á Akureyri nú og fyrir
fimm árum?
- Leikhúsið stendur mun fast-
ari fótum nú en það gerði þegar ég
var hér síðast, segir Signý. - Þetta
hefur gengið hægt og sígandi fyrir
sig, alveg síðan það varð atvinnu-
leikhús árið 1973, og LA er enn að
festa sig i sessi. Það sem kannski
gerir okkur einna erfiðast fyrir er
að við verðum að fá svo marga
gestaleikara fyrir hveija sýningu,
en um leið eykur það fjölbreytnina,
sem er auðvitað kostur. I vetur höf-
um við til að mynda farið þá leið
að hafa aðeins fimm fastráðna leik-
ara, en á móti kemur að um 40
leikarar munu koma hér við sögu í
vetur.
- Við höfum nú fengið fastari
fjárhagsgrundvöll en áður var, i
það minnsta í ár og næstu tvö árin,
en fyrir ári var gerður samningur á
milli LA, ríkisins og Akureyrar-
bæjar um að þessir tveir aðilar
myndu veita okkur fastan, verð-
tryggðan styrk í þijú ár.
- Það skiptir líka miklu að ég
kom hér að góðu búi og jákvæðum
áhorfendum. Sigurður Hróarsson,
sem hafði verið hér leikhússtjóri í
2 ár, var mjög farsæll í starfi og
hafði skapað hér samheldinn hóp
og jákvæðan. Hér voru tvær sýn-
ingar á síðasta leikári sem gengu
mjög vel, Ættarmótið eftir Böðvar
Guðmundsson og söngleikurinn
Kisstu mig Kata, og slíkt er ótrú-
lega mikilvægt bæði hvað varðar
rekstur leikhússins og afstöðu
áhorfenda. Við tökum mikla
áhættu með hveiju verki og það
getur verið alveg ótrúlegur munur
á rekstri Leikfélagsins á milli leik-
ára.
Að springa utan af
starfseminni
Hver er helsti munurinn á að
starfa hjá Leikfélagi Akureyrar og
hjá Þjóðleikhúsinu?
- Hér er mun minni stétta- og
verkefnaskipting en í stóru leik-
húsi. Við stöndum öll jafnfætis
gagnvart hveiju verkefni, þótt leik-
stjórinn sé skipstjóri á skútunni
hverju sinni. Það er líka mjög já-
kvætt að hér er starfandi fastur
kjami fólks, sem hefur verið hér í
mörg ár, og þessi kjami tekur min-
kinn þátt í mótun leikhússins.
Leikhúsráð hér skiptir sér til dæm-
is mun meira af öllum málum en
leikhúsráð Þjóðleikhússins, og ég
hef mjög náið samstarf við Þóreyju
Aðalsteinsdóttur fjárreiðustjóra,
sem er formaður Leikfélagsins, og
Sunnu Borg, formann leikhúsráðs.
- Munurinn felst líka í þeim
vinnufriði sem við höfum innan
hússins. Þeir sem eru að vinna hér
em yflrleitt ekki í annarri vinnu um
leið, og vegna plássleysis erum við
ekki með nema eina sýningu í
gangi í einu, svo allir sem vinna
hér geta helgað sig henni og em
ekki að hlaupa á milli verkefna. En
við sitjum alls ekki við sama borð
og leikhúsin í Reykjavík. Það þyk-
ir til að mynda sjálfsagt að við
borgum ferðir og húsnæði fyrir þá
sem koma til Akureyrar til að
vinna hjá okkur, en leikhúslista-
maður sem kemur frá landsbyggð-
inni til Reykjavíkur verður sjálfur
að kosta sína ferð og borga sitt
húsnæði.
Hvað með áhorfendur? Hver er
afstaða Akureyringa til leikhúss-
ins?
Mér fínnst Akureyringar yfir-
leitt mjög jákvæðir gagnvart leik-
húsinu og það fer ekki á milli mála
að fólki hér fínnst það sem við er-
um að gera koma sér við. Það fer
aldrei framhjá okkur hvað bæjar-
búum finnst um sýningamar og
það er mikið um að fólk taki okkur
tali og komi með uppástungur og
tillögur um starfsemina.
En við emm ekki bara leikhús
Akureyringa, heldur emm við
Landsbyggðarleikhúsið. Það er
með ólikindum hvað fólk frá ná-
grannabyggðunum, og frá Vestur-
og Austurlandi er duglegt við að
koma hingað í leikhús og njóta um
leið þess sem Akureyri hefur að
bjóða.
Hvað með aðstöðuna i leikhús-
inu? Getur það mætt kröfum nýrra
tíma?
- Húsið er byggt sem sam-
komuhús og heitir Samkomuhús
Akureyringa, en hér hefur verið
leikhús alveg frá því að það var
vígt árið 1907, þótt hér hafí auðvit-
að verið margvísleg starfsemi auk
leikhússins. Eg óska þess að þetta
hús fái að halda sínu gamla formi,
en auðvitað em stórkostlegar end-
urbætur og viðbyggingar orðnar
bráðnauðsynlegar, og að undirbún-
ingi þeirra hefur reyndar verið
unnið í mörg ár. Húsið er að
springa utan af starfseminni. Við
höfum þegar lagt undir okkur
gamla bamaskólann og emm þar
með geymslur, en það stendur til
að flytja hluta starfseminnar þang-
að. Þorsteinn Gunnarsson og Þor-
geir Jónsson arkitektar hafa unnið
fyrir okkur tillögur og þegar þær
verða að vemleika verðum við til
dæmis með æfingasal, búninga-
geymslu og saumastoíu þar.
Þótt leiklist á Akureyri sé ná-
tengd þessu húsi á hún sér þó mun
lengri sögu. Nú er einmitt verið að
leggja siðustu hönd á Sögu leiklist-
ar á Akureyri 1860- 1992, sem
Haraldur Sigurðsson hefur skrifað
og LA gefur út á 75 ára afmæli
sinu í apríl á næsta ári. Hér var öfl-
ugt áhugamannastarf ámm saman
áður en LA varð atvinnuleikhús og
sögur Leikfélags Akureyrar og
Leikfélags Reykjavíkur em hlið-
stæðar bæði hvað varðar öflugt
áhugamannastarf og eins að
menntaðir leikarar og leikstjórar
settu sterkan svip á starfsemina í
gegnum árin. Þar má til dæmis á
fyrri hluta aldarinnar nefna Harald
Bjömsson, Jón Norðíjörð og Agúst
Kvaran.
Tjúttað á sjötta
áratugnum
Hvað með leikárið? Hvað er á
dagskrá hjá LA?
- Það stendur til að setja upp
að minnsta kosti þrjú verk, en okk-
ur er þröngur stakkur skorinn hvað
verkefnaval varðar, því við getum
aðeins sett upp 3-4 verk á ári
vegna plássleysis. Við gefum
hverju verki rúman tíma, en verð-
um alltaf að hætta minnst hálfum
Signý
Pálsdóttir
aftur tekin
vió leikhús-
stjóra-
taumum á
Akureyri
eftir fimm
ára útlegá i
Reykjavík
mánuði áður en ný sýning er frnrn-
sýnd til þess að rýma fyrir nýrri
leikmynd og leikmunum, og það
þó að menn hér hafi fundið hinar
ótrúlegustu lausnir á því máli. Það
er óhætt að segja að hér hafí þróast
mikil verkkunnátta vegna erfíðra
aðstæðna.
En svo við víkjum aftur að
leikárinu eru til að byija með Stál-
blóm, eitt af fjölmörgum leikritum
sem ég rakst á í fórum Þjóðleik-
hússins og ekki stóð til að taka til
sýninga þar. Ég fékk sýningarrétt-
inn og Þórunni Magneu Magnús-
dóttur til að leikstýra, og þá kom í
ljós að það var hún sem lagði leik-
ritið inn í Þjóðleikhúsið fyrir 2 ár-
um með það í huga að leikstýra því
og hafði beðið eftir svari síðan.
Það sem gerir Stálblóm sérstakt
leikrit er að í því eru sex stór hlut-
verk, sem öll eru jafn mikilvæg.
Við völdum ekki þetta leikrit
vegna þess að það væri eitthvert
sérstakt kvennaverk, heldur vegna
þess að okkur fannst þetta sam-
manniegt og hlýlegt verk, sem ætti
erindi til okícar allra. Það er ofl erf-
itt að útskýra hvað gerir það að
verkum að manni þykir leikrit gott.
Ætli það sé ekki bara einhver til-
finning sem þróast á mörgum ár-
um...
Annað verkefni leikársins
verður svo söngleikur eftir Valgeir
Skagfjörð. Ég vissi af því í fyrra að
Valgeir var kominn með grind að
söngleik og búinn að semja nokkur
lög síðastliðinn vetur og okkur
leist svo vel á það sem komið var
að við réðum hann til að ljúka
verkinu, sem mér finnst hafa tekist
mjög vel. Texti og tónlist leiksins
eru eftir Valgeir, sem verður jafn-
framt leikstjóri. Þetta er leikur sem
gerist árið 1955 og aðalpersónuna,
Lilju, leikur Steinunn Olína Olafs-
dóttir. Leikurinn er eins konar
þroskasaga Lilju, sem er alin upp í
sveit en örlögin leiða til Reykja-
víkur þegar hún er um tvítugt.
Auk þess að vera þroskasaga
aðalpersónunnar er leikurinn eins
konar þjóðlifsmynd frá þessu tíma-
bili sem Valgeir virðist hafa kynnt
sér mjög vel. Þama kemur fyrir
fjöldi skemmtilegra karaktera, sem
margir eiga sér óbeina fyrirmynd
og tónlistin er öll í anda sjötta ára-
tugarins, tjútt, samba og tangó, svo
eitthvað sé nefnt. Þetta virðist vera
timi sem höfðar mikið til ungs
fólks í dag, og eins held ég að þeir
sem muna þennan tima geti rifjað
upp hugljúfar minningar. Henný
Hermannsdóttir sér um dansana, en
lögin em þannig að mér dettur
helst í hug að áhorfendur muni
langa til að spretta úr sætum og fá
sér snúning.
Tvö stórafmæli
— Þriðja sýning leikársins og
jafnframt afmælissýning Leikfé-
lagsins verður svo Islandsklukkan
eftir Halldór Laxness, en hann
verður, eins og alþjóð veit, 90 ára í
apríl á næsta ári. Við sláum þannig
tvær flugur í einu höggi, höldum
upp á tvö stórafmæli og tökum þar
að auki smá-forskot á sæluna því
frumsýning er áætluð 14. mars.
Sunna Borg verður leikstjóri, Elva
Osk Olafsdóttir leikur Snæfriði Is-
landssól, Hallmar Sigurðsson Am-
as Araæus og Þráinn Karlsson Jón
Hreggviðsson.
Islandsklukkan var sýnd hér á
Akureyri vorið 1960 og síðast í
Þjóðleikhúsinu árið 1985. Síðasta
sýning á henni hér á landi var hjá
Nemendaleikhúsinu og þá vom
leikendur aðeins 7, en hjá Þjóðleik-
húsinu 1968 vom leikendur a.m.k.
37 og við verðum einhvers staðar í
efri kantinum hvað mannfjölda
varðar, svo þetta verður viðamesta
sýning leikársins.
Loks em það bamaleikritin, en
það er okkar stefna og draumur að
fá böm og unglinga i leikhúsið.
Við setjum að vísu ekki upp bama-
leikrit í vetur, en leysum málið
með því að fá Næturgalann í heim-
sókn frá Þjóðleikhúsinu. Hann
verður sýndur hér á skólatíma í
eina viku og þá fá öll gmnnskóla-
böm á Akureyri og nágrenni tæki-
færi til að koma frítt í leikhúsið.
Um önnur verkefni er allt
óákveðið ennþá. Við emm með
ýmsar áætlanir, til að mynda sam-
vinnu við Tónlistarskólann hér í
vor. Samstarf okkar við skólann og
við tónlistarmenn í bænum hefur
verið mjög gott en hvað verður úr
þessum áætlunum í vor er ekki
ákveðið enn.
LG
NYTT HELGARBLAÐ
9 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991