Þjóðviljinn - 18.10.1991, Síða 14

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Síða 14
Heimshorn Bosnía vill sjálfstæði í vikunni lýsti þingið í Bosníu- Herzegóvínu, einu sambandslýðvelda Júgóslavíu, yfir sjálfstæði. Á stormasömum fundi í þinginu í Sarajevo var sjálfstæðisyfirlýsingin samþykkt og þar með var Ijóst að kreppan í Júgóslavíu varð enn óleysanlegri. Bosnía-Herzegóvína er lýðveldið þar sem upphafsskot fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað. I Saraje- vo myrti serbneskur þjóðernissinni krónprins Austurríkis, Franz Ferndinand. En lýðveldið er líka eins konar þjóðernislegt púsluspil, eins konar Júgóslavía í vasabroti. Ólíkar þjóðir hafa hingað til getað lifað í sæmilegri sátt í Bosníu, en samtímis er hætta á að átök í þessu lýðveldi yrðu miklu blóðugri en stríðið í Króatíu. Rúmlega fjórar miljónir manna búa í Bosníu. Þar af eru rúmlega 40% múslímar, 30% eru Serbar og tæplega 20% Króatar. Forseti lýð- veldisins er Alija Izetbegovic sem er múslími, en hann er í forsvari fyrir eins konar þjóðstjóm þriggja stærstu þjóðemanna. Frá því borgarastyrjöldin braust út í sumar hefur því verið haldið fram af þeim sem gerst þekkja að hún myndi fyrr en síðar halda inn- reið sína í Bosníu-Herzegóvínu. Þá hefur verið bent á að ef það gerðist yrðu átökin þar miklu erfiðari úr- lausnar en í öðmm hlutum Júgó- slavíu, einfaldlega vegna þess að fólk af ólíku þjóðemi býr hvert innan um annað í þorpum og borg- um. Serbneska þjóðarbrotið í Bo- sníu-Herzegóvínu hefur þegar grip- ið til ýmissa aðgerða til að styrkja stöðu sína þar, svipað og í Króatíu. Meðal annars hafa Serbar fengið því framgengt að það em fjögur serbnesk sjálfsstjómarhéruð í Bo- sníu-Herzegóvínu þó það búi fjöl- mennir múslímskir hópar á þessum svæðum. Serbar við sama heygarðshornið Síðustu mánuði hefur mátt gera ráð fyrir að styijöldin í Króalíu myndi breiðast út og ná Bosníu- Herzegóvínu. Leiðtogar Serba í lýðveldinu em sagðir taka við fyr- irskipunum frá Slobodan Milosevic forseta Serbíu. Fyrir stuttu birti fijálslynda vikublaðið Vreme sam- tal Milosevic Serbíuforseta við einn af leiðtogum Serba í Bosníu, Radovan Karadzic. í því samtali kom fram að Milosevic og Karadz- ic leita leiða til að serbneskir hlutar Bosníu verði innlimaðir í stórserb- neskt ríki, sem áhugi er á að stofna ef Júgóslavía leysist upp. Akvörðun bosníska þingsins á þriðjudaginn var sýnir og sannar að múslímar og króatar í Bosníu- Herzegóvínu hafa ekki hugsað sér að sitja aðgerðarlausir þegar Serbar em í raun og sannleika að undirbúa stofnun stórserbnesks ríkis í gegn- um þau svæði sem herinn og serb- neskir skæmliðar hafa nú á valdi sínu í Króatíu. Múslímamir í Bo- sníu hafa engan áhuga á að verða eins konar gíslar Serba í nýju stór- serbnesku riki. Sjálfstæðisyfirlýsing Bosníu- Herzegóvínu birtist einungis nokkmm vikum eftir að Makedón- ía, sem er syðst af sambandslýð- vcldum Júgóslavíu, lýsti yfir sjálf- stæði. Þessi ríki hafa engan áhuga, og það em alveg örugglega ekki hagsmunir þeirra að gerast aðilar að nýrri Júgóslavíu þar sem Serbar deila og drottna. Það má líta á samþykkt bos- níska þingsins sem tilraun til að gera Bosníu kleift að Iifa af í þeim átökum og þeirri uppstokkun sem óumflýjanlega mun eiga sér stað á Balkanskaga áður en langt um líð- ur. Þess ber reyndar að geta að Iz- etbegovic forseti Bosníu- Herzegó- vínu og Kiril Gligorov forseti Makedóniu hafa gengið hvað lengst í því að finna málamiðlunar- leið milli sjálfstæðisyfirlýsinga Slóveníu og Króatíu annars vegar og tilrauna Serbíu og sambands- hersins til að halda saman júgó- slavnesku ríkjabandalagi hins veg- ar. Væntanlega þýðir samþykkt þingsins í Sarajevo að borgara- styijöldin er í þann veg að hefja innreið sína i Bosníu- Herzegó- vínu. Serbnesku fulltrúamir í þing- inu gengu út af þingfúndi áður en til atkvæðgreiðslu kom, og vel kann að vera að stjómvöld í Serbíu telji sér nú fært að beita vopnavaldi í Bosníu-Herzegóvínu til að ná serbneskum svæðum lýðveldisins á sitt vald. Það væri aíltént í sam- ræmi við hegðan Serba hingað til í Króatíu. Að þessu sinni hafa múslímar og Króatar tekið höndum saman til að verja sameiginlega hagsmuni. Þar með er þó ekki sagt að þessar þjóðir geti alltaf og ævinlega átt samleið. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum oftar en cinu sinni að hugsanlega mætti leysa deilur Enn eitt vopnahléið hefur verið samþykkt i Júgóslaviu. Myndin sýnir her- mann úr sambandshernum á leið inn i bœinn Zvekavica eftir harða bardaga við króatíska herliðið. Serba og Króata með því að skipta Bosníu-Herzegóvínu milli þeirra tveggja. Vitað er að Franjo Tu- djman forseti Króatíu og Slobodan Milosevic forseti Serbíu hafa rætt þá lausn og Tudjman vakti opin- berlega máls á þessu í júlí síðast- liðnum. Blóðbaðið ógerist Ef borgarastyijöldin breiðist út til Bosníu-Herzegóvínu er væntan- lega stutt í að hún teygi anga sína inn í aðra hluta Júgóslavíu sem hingað til hafa verið lausir við átökin, eins og Makedóníu og Svartfjallaland. Þá er hætt við að blóðbaðið yrði enn meira en orðið er og þykir flestum nóg um. Izetbegovic forseti Bosníu hef- ur verið sakaður um að vilja stofna múslímskt ríki á Balkanskaga með aðstoð múslíma í Serbíu og músl- ímskra Albana í Kosovo. Ekki er loku fyrir það skotið að þessar ásakanir eigi við rök að styðjast, því eftir að hann varð forseti Bo- sníu fyrir ári hefur hann farið í op- inbera heimsókn til írans, Lýbíu og Tyrklands til að leita stuðnings við stjóm múslíma í Bosníu-Herzegó- vínu. Enn eitt vopnahléið hefur nú tekið gildi í styrjöldinni milli Serba og Króata. Að þessu sinni var það friðarverðlaunahafinn Mikhaíl Gorbatsjov sem boðaði forseta Króatíu og Serbíu á sinn fúnd í Moskvu og lagði til að vopnahlé tæki gildi þegar í stað. Þá er gert ráð fyrir að friðarviðræður leiðtoga lýðveldanna hefjist innan mánaðar. A þessari stundu er ekkert vitað hversu lengi þetta vopnahlé varir, en það er sannarlega ekki það fyrsta í átökunum í Júgóslavíu. I raun og veru er nú svo fátt sem bendir til þess að júgóslavneska ríkjasambandinu verði haldið sam- an að það væri nær fyrir leiðtoga sambandsrikjanna að setjast niður, fá til þess utanaðkomandi aðstoð ef mönnum þykir það betra, og koma sér niður á nýja ríkjaskipan á Balk- anskaga. Það er óumflýjanleg nið- urstaða átakanna og það er miklu vænlegra að það gerist fljótt og við samningaborðið, en byssumar verði ekki látnar skera úr um landamörk eins og svo alltof oft hefur gerst. Þjóðimar sem byggja Balkan- skaga hafa liðið nóg, það er sann- arlega kominn timi til að þær fái frið. ÁÞS Ukraína skerst úr leik Þing Úkraínu, næst stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, ákvað í gær að undirrita ekki efnahagssamvinnusáttmála 12 sovéskra lýðvelda sem fyrirhugað var að undirrita í dag. Það var úkraínskur embættismaður sem skýrði frá þessu í gær. Aformað var að undirrita sátt- málann við hátíðlega athöfn í Kreml í Moskvu í dag. Sáttmálinn er einn mikilvægasti hlekkurinn í viðlcitni Mikhaíls Gorbatsjovs for- seta Sovétríkjanna til að halda ríkjasambandinu saman í laus- bundnara formi en hingað til. Vladímír Grínjov, varaforseti Úkraina hefur ákveðið að undir- rita ekki sáttmála sovétlýðvelda um efnahagssamvinnu. Þar með dragast efnahagsumbœtur enn á langinn og hin gifurlegu vandamál tengd matvœlaframleiðslu og dreif- ingu eru enn óleyst. Matvœladreif- ingin er sérstaklega bágborin til sveita og þar segist fólk biða hung- ursneyðarinnar sem haldi fljótt innreið sina ef ekki verði gengið frá nýskipan efnahags- og viö- skiptamála. Klavdija Advejeva, sem sést á þessari mynd, er ein þeirra sem hefur gefið upp alla von um betri tíð. úkraínska þingsins, sagði frétta- mönnum í Kíev að athugasemdir lýðveldisins við efnahagssam- vinnusáttmálann hefðu ekki verið teknar til greina og að rökvísin í sáttmálanum eins og hann væri nú væri óskiljanleg. Að sögn Grínjovs mun Ukraína senda fulltrúa til að vera viðstaddir athöfnina, en þeir muni ekki undir- rita sáttmálann. Einn af varaforset- um úkraínska þingsins, Ivan Pljústsj, og fyrsti varaforsætisráð- herrann, Konstantín Masík, verða fulltrúar Úkraínu, en hafa ekki um- boð til að undirrita samninginn að þessu sinni. Úkraína var eitt af 10 lýðveld- um sem samþykktu að undirskrifl- arathöfnin færi fram í dag, en í sáttmálanum er gert ráð fyrir nánu samstarfí lýðveldanna á sviði efna- hags- og viðskiptamála. Vitold Fokin forsætisráðherra Úkraínu sagði fréttamönnum í gær að hann væri samþykkur efni eftia- hagssamvinnusáttmálans, en for- sætisnefnd þingsins hefði ákveðið í gær að skipta um skoðun. Þátttaka Ukraínu í samvinnunni er lífsnauð- synleg fyrir áætlun Gorbatsjovs um að halda ríkjasambandinu saman í einhveiju formi. I Úkraínu búa um 52 miljónir og lýðveldið stendur fyrir um fjórðungi af allri matvæla- framleiðslu í Sovétríkjunum, fjórð- ungi af kolavinnslunni og fimmt- ungi af framleiðslu í véla- og efna- iðnaði. Það er því ekki að fúrða að Gorbatsjov, sem reyndar á ættir að rekja til Úkraínu, hafi látið hafa eflir sér að hann gæti ekki hugsað sér sovéskt rikjasamband án þátt- töku Úkraínu. Nokkrir leiðtogar lýðveldanna hafa haldið því fram að hægt væri að gera efnahagssamvinnusáttmála án þess að til kæmu pólitísk tengsl, en Gorbatsjov sagði í sjónvarp- sviðtali um síðustu helgi að hann teldi óraunsætt að hugsa um efna- hagstengsl sovétlýðvelda án pólit- ískra tengsla. Ljóst er að ákvörðun úkraínska þingsins kemur sér mjög illa fyrir Gorbatsjov og seinkar væntanlega enn frekar áformum um nýskipan rikjasambandsins, sem er talin for- senda þess að Sovetríkin geti verið til áfram. áþs NYTT HELGARBLAÐ 14 FÖSTUDAGUR18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.