Þjóðviljinn - 18.10.1991, Page 15

Þjóðviljinn - 18.10.1991, Page 15
F R É T T I R Landhelgisgæslan gangi í herinn Þyrlunefnd Alþingis hefur lagt til að Landhelgisgæslunni verði falinn rekstur allra björg- unarþyrlna á landinu og að Bandaríkjaher verði látinn greiða íslendingum fyrir björg- unarþjónustu fyrir herstöðina á Miðnesheiði er taki yfir eftir- litssvæði björgunarsveitar hersins, sem nær frá suður- odda Grænlands í vestri að Bretlandseyjum í austri og langt norður í nöf yfir svæði sam „skarast við svæði sem falla undir heri Breta og Norð- manna". Koma þessar hugmyndir ffam í greinargerð Alberts Jónssonar, framkvæmdastjóra Öryggismála- nefndar, sem birt er í skýrslu þyrlunefhdar. Segja nefhdarmenn í áliti sinu að ekki sé hægt að taka afstöðu til kaupa á björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna fyrr en ríkisstjómin hafi tekið afstöðu til þessara hugmynda Alberts og átt nauðsynlegar viðræður „á stjóm- málalegum forsendum“ við banda- rísk stjómvöld. I álitsgerð nefndarinnar kemur fram að Landhelgisgæslan eigi nú eina björgunarþyrlu og eina smá- þyrlu og að auk þess séu á landinu 3 þyrlur Bandaríkjahers og fjórar nýjar séu væntanlegar auk elds- neytisvélar sem fyllt geti þyrlumar á flugi. Því sé „með engu móti hægt að segja að hættuástand ríki hér vegna skorts á björgunarþyrl- um“. Vill nefndin að stjómvöld kanni það í viðræðum við banda- rísk stjómvöld hvort Landhelgis- gæslan geti ekki tekið að sér alla þessa starfsemi út á reikning, eða að öðrum kosti stofnað til sam- starfs við Bandaríkjaher um rekstur björgunarþyrla. Telur nefndin að endurmeta þurfi hlutverk Land- helgisgæslunnar með tilliti til þess hvort „unnt sé að taka upp skipu- lagsbundið samstarf við Vamarlið- ið rheð einum eða öðmm hætti.“ Ekki vom þó allir ráðgjafar nefhdarinnar á þeirri skoðun fram- kvæmdastjóra Öryggismálanefnd- ar, sem nefndin gerir að sinni. Þannig segir Jón Baldursson lækn- ir í álitsgerð sinni til nefndarinnar að eftir 15 ára reynslu af leitar- og björgunarstörfum sé hann_ „ein- dregið þeirrar skoðunar, að íslend- ingar eigi að stefna að þvi að ann- ast sjálfir alla almenna björgunar- þjónustu í landinu og á hafinu um- hverfis það.“ Jón segir enn fremur að „reynslan hafi sýnt að séu lands- menn rétt þjálfaðir og vel útbúnir geti enginn innt björgunarstörf jafn vel af hendi og þeir“. Segir hann að „þótt björgunarsveit Vamarliðs- ins hafi löngum reynst okkur ís- lendingum hliðholl og sé þraut- þjálfuð, þá hafi ókunnugleiki á staðháttum stundum torveldað henni störf hér á landi“. Jón bendir einnig á að skyldur björgunarsveitarinnar séu ffamar öðra hemaðarlegs eðlis. „Hemað- arleg verkefhi verða að öllu jöfnu að ganga fyrir aðstoð við almenna borgara, og starfsemin krefst vissr- ar leyndar af öryggisástæðum, sem stundum getur hindrað samskipti við borgaralega björgunaraðila,“ segir Jón og bendir á að víða í Bandaríkjunum treysti menn t.d. ekki á herinn til að gegna almenn- um björgunarstörfum, en leiti fremur til hans með óvenjulega erfið eða viðamikil verkefni, sem borgaralegir aðilar ráði ekki einir við. Niðurstaða Jóns Baldurssonar er því að eðlilegt sé að við íslend- ingar stefnum að því að vera sjálf- bjarga að leysa öll algeng verkefhi við leit, björgun og bráða sjúkra- flutninga. Segir Jón jafnframt að þörf sé á að efla núverandi þjón- ustu Landhelgisgæslunnar á þessu sviði og að nauðsynlegt sé að hafa a.m.k. tvær fullkomnar björgunar- þyrlur, er séu kraftmeiri en þær sem nú séu í notkun. Þyrlunefnd var skipuð 24. mai sl. I henni sitja: Bjöm Bjamason alþm., formaður, Þorsteinn Geirs- son ráðuneytisstjóri, Gunnar Berg- steinsson, forstjóri Landhelgis- gæslunnar, Róbert Trausti Áma- son, skrifststj. vamarmálaskrifstofu utanrikisráðuneytisins, og Þórhall- ur Arason, skrifstofuistjóri í fjár- málaráðuneytinu. -ólg. Útgerðarfyrirtæki með hæstu launin Utgerðarfyrirtæki skipa 58 efstu sætin á lista yfir fyrirtæki sem greiða hæstu meðallaun í landinu. Meðallaunagreiðslur þessara 58 fyrirtækja eru á bilinu 6,8 miljónir á ári niður í rúmlega 3,1 miljón. Þessar upplýsingar er að finna í nýj- asta tölublaði Frjálsrar versl- unar, en þar er árleg úttekt blaðsins á 100 stærstu fyrir- tækjum landsins. Sambandið er enn stærsta fyrir- tækið í landinu með veltu upp á 23 miljarða króna. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna er næststærst með veltu upp á 17 miljarða króna og í þriðja sæti er Landsbanki íslands Verkfall farmanna hófst ó miónætti Eftir árangurslausar samningaviðræður milli Sjómannafélags Reykja- víkur og Vinnuveitenda- sambandsins í gær hófst verkfall það sem boðað hafði verið á miðnætti Að sögn Birgis Björvins- sonar, eins samningamanna Sjómannafélagsins, þýðir þetta að öll farmskip í kaup- skipaflotanum munu leggjast við stjóra er þau koma til heimahafnar. Birgir sagði að það verkfall sem nú væri hafið myndi standa yfir í eina viku. Þá yrðu siglingar leyfðar aftur í hálfan mánuð og siðan kæmi til einnar viku verkfalls aftur ef ekki yrði búið að semja. „Málið snýst aðallega um þriggja prósenta lauahækkun sem samið var um skömmu fýrir þjóðarsátt- ina. Við höfum enn ekki fengið þessa hækkun og um það stendur deilan,“ sagði Birgir. Hann sagði að ef ekki yrði búið að semja eftir seinni verkfallsvikuna væri ljóst að til harðari aðgerða þyrfti að grípa. -sþ með veltu upp á 14 miljarða króna. Þessi þijú fyrirtæki skipuðu einnig efstu sætin í fyrra. Flugleiðir skipa svo fjórða sætið en vom í 7. sæti í fyrra. I fimmta sæti er svo SÍF, ÁTVR í sjötta, KEA í sjöunda, ís- lenska álfélagið í 8. en það skipaði 4. sætið í fyrra, Hagkaup í 9. og ís- landsbanki í 10. ÁTVR skilar langmestum hagnaði af öllum fyrirtækjum, eða rúmum 6 miljörðum króna. Lands- virkjun skilar rúmum miljarði króna í hagnað en önnur fyrirtæki bijóta ekki miljarðamúrinn. Flug- leiðir em með 710 miljónir í hagn- að og IBM 566 miljónir. I Fijálsri verslun er einnig listi yfir þau fyrirtæki sem greiddu hæstu launin og einsog fyrr sagði em útgerðarfyrirtæki í 58 efstu sætunum. Hrönn á ísafirði greiddi árið 1990 hveijum starfsmanni að meðaltali 6.832 þúsund krónur, Gunnar Hafsteinsson útgerðarmað- ur í Reykjavík 6.230 þúsund krón- ur og Samheiji á Akueyri 6.193 þúsund krónur. -Sáf Samstarfsnefnd námsmannahreyfmganna kynnti i gœr athugasemdir sinar við hugmyndir nefndar um breytingu á nú- verandi námslánakerfi. Frá vinstri sitja Kristinn H. Einarsson, framkvœmdastjóri Iðnnemasambands Íslands, Stein- unn V. Oskarsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands, Bjarni Ingólfsson, formaður Bandalags íslenskra sér- skólanema, og Ingólfur Jóhannesson, varaformaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Mynd: Jim Smart. Uncjt fólk ó að borga fyrir fortíðarvanda Ef hugmyndir nefndar um breyt- ingar á gildandi námslánakerfi ná fram að ganga, verður það, að sögn námsmanna, til þess að ungu fólki verður gert ókleift að standa í fjárhagslegum skuldbindingum, eins og hús- næðiskaupum, meðan á endur- greiðslu stendur. Ennfremur segja námsmenn að þær tvær meginforsendur sem nefndin gengur út frá í sparnaðarreikn- ingum sínum gangi á skjön hvor við aðra og séu í raun óraun- hæfar. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna kynnti í gær athuga- semdir sínar varðandi hugmyndir nefndar um breytingar á námslána- kerfinu, en Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra skipaði þá nefnd í sumar. í máli nemendanna kom fram að þeim er fullljós sá vandi er Lánasjóðurinn á við að etja í dag. Þeir sögðu í þessu sam- bandi að þeir óvenjulega stóm fæð- ingarárgangar sem nú færa í gegn- um kerfið legðust með meiri þunga á það en gert hefði verið ráð fyrir í hönnun þess. Það væri því tvennt til ráða; annars vegar að breyta kerfinu þannig að það hæfði þeim fjölda er nú kysi að mennta sig, og hins vegar að bylta því þannig að færri einstaklingar gætu leitað sér menntunar. Af hugmyndum nefnd- arinnar væri greinilegt að síðari kosturinn hefði verið valinn. I athugasemdum námsmanna segir að tillaga nefndarinnar um að stytta endurgreiðslutímann, þannig að námslánin yrðu greidd upp á þrefoldum námstíma, yrði stómm hópi lánþega ofviða. Einnig væri ljóst að með svo þungri greiðslu- byrði af námslánum væri verið að útiloka fólk frá húsbréfakerfinu, þar sem tekjur þess eftir afborganir námslána myndu ekki nægja til að standast greiðslumat Húsnæðis- stofhunar. Hugmyndir nefndarinnar um vexti á námslán sæta einnig ámæli hjá námsmönnum. Þeir segja að það feli í sér gmndvallarstefnu- breytingu frá þeim viðhorfum sem hingað til hafi gilt um námsaðstoð. Þeir benda á að námslánin séu ekki fjárfestingarlán heldur framfærslu- lán. Lánin sem námsmönnum standi til boða nú séu að fullu verð- tryggð og borgi því nemar þau að fullu til baka. Ef vextir verði settir á þau þýði það ekki annað en að ungt fólk í dag eigi að greiða for- tíðarvanda sjóðsins. Samstarfsnefnd námsmanna- hreyfinganna segir í athugasemd- um sínum að ef tillögumar um að endurgreiðslutími námslána verði miðaður við þrefaldan námstíma en fari þó aldrei yfir 10% af heild- artekjum séu settar í samhengi við almenn laun f landinu, komi í ljós að fyrir stóran hluta lánþega gangi dæmið aldrei upp. Eitt af fjölda dæma er námsmenn settu upp til að sanna mál sitt gerir ráð fyrir ein- stæðu foreldri í þriggja ára námi. Þar yrðu heildarlán viðkomandi einstaklings um 2,6 miljónir króna. Ef viðkomandi einstaklingur hefur síðan 1 miljón króna í tekjur á ári yrði greiðslubyrðin 36,25% af heildarlaunum eða um 350 þúsund krónur á ári eftir að námi lýkur. Fjöldi annarra atriða i hug- myndum nefndarinnar er gagn- rýndur í athugasemdum náms- manna. Þar segir t.d. að hugmyndir um að binda lánshæfni við 20 ára aldur bendi til þess að nefndin setji iðn- og starfsnám á annan stall en bóknám. Ákvörðun sem tekin hafi verið á sínum tíma um að gera iðn- nám lánshæft hafi komið frá at- vinnulífinu og telja námsmenn að þær forsendur hafi ekkert breyst. Bent var á að í dag njóti um 500 iðnnemar undir 20 ára aldri lána úr Lánasjóðnum. Ef reglum um aldur yrði breytt yrði allur þessi hópur tekinn sérstaklega út úr kerfinu og finnst námsmönnum það ófært með öllu. I núverandi námslánakerfi falla endurgreiðslur niður ef viðkom- andi andast. í hugmyndum nefnd- arinnar segir að þetta eigi að fella niður og gera kröfur í dánarbú við- komandi. Námsmenn segja þetta gott dæmi um þau vinnubrögð sem hafi verið við lýði í störfum nefnd- arinnar. Ef námsmaður látist skömmu eftir að námi lýkur geti það orðið til þess að eftir sitji einstæð móðir með jafhvel margra miljóna króna skuld fyrir lán sem ekki nýttist sem skyldi. -sþ NYTT HELGARBLAÐ 15 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.