Þjóðviljinn - 17.12.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Side 5
Fkéthr að Háskólinn nýnemum Háskóli íslands er í hættu. Ef svo fer fram sem horfír um Ijárveit- ingar á næsta ári mun Háskólinn ekki geta veitt nein- um nýnemum kennsiu á næsta hausti, þrátt fyrir áform um skólagjöld og þrátt fyrir ítrasta niðurskurð kennslu og þjónustu, segir í ályktun sem Háskólaráð samþykkti í gær í tilefni ijár- lagafrumvarps fyrir næsta ár. Fjársvelti og niðurskurður á kennslu gæti haft í för með sér að Háskóli íslands verði undir- málsskóli og tapi yngstu og efni- legustu kennurunum. „Nu er fólki nóg boðið,“ sagði Steinunn V. Óskarsdóttir formaður Stúd- entaráðs. Sveinbjöm Bjömsson Háskóla- rektor sagði Háskólann vilja sýna lit og vinna með stjómvöldum, en þessi niðurskurður nú sé gjörsam- lega óraunhæfúr. Undanfarin ár hefúr Háskólinn þurft að hagræða mjög á ýmsum sviðum þar sem nemendum hefúr fjölgað um 935 eða 21,8 prósent ffá ánnu 1988 án þess að fjárveitingar hafi hækkað að raungildi. Auk þess hefúr verið bætt við nýjum þjónustuverkefnum og námsbrautum. Kostnaður á hvem nemanda hefúr því lækkað vemlega og er miklu lægri en í nokkrmn öðrum skóla á Norður- löndunum. Það er því ekki nokkur Ieið að skera enn niður, þvi þá drægi svo úr kennslu að Háskólinn yrði undirmálsskóli, nemendur tefðust í námi og segja yrðu upp þeim kennumm sem hafa lausasta samninga. Þar er um að ræða yngstu og efhilegustu kennarana, þá sem eiga að standa undir endur- nýjun í skólanum á komandi árum. Þar með yrði áratuga uppbygging- arstarfi fómað. Sveinbjöm sagði háskóla erlendis hafa lent í því að missa hæfústu kennara og rann- sóknamenn sina vegna fjársveltis og hér sé hættan sú að þeir sem hæfastir em á hveiju sviði leiti ein- faldlega úr landi. Veraleg fækkim nemenda og varanleg lokun deilda og náms- brauta verður að koma til ef Há- skólinn á að skera niður líkt og lagt er til þrátt fýrir hugmyndimar um skólagjöld. 253 milljónir vantar til að standa undir óbreyttri þjónustu, en gert er ráð fyrir 90 milljónum í skólagjöld. Sveinbjöm Bjömsson sagði að skólagjöld séu mjög varasöm og með þeim sé mörkuð ný stefna. Hættan sé sú að þegar harðni á dalnum verði þau hækkuð til að mæta samdrætti og skólinn fjár- sveltur á móti. Hann hafnaði þeirri röksemd að með skólagjöldum geti Háskólinn boði betri kennslu og þjónustu því niðurskurðurinn sé svo mikill að stúdentar muni ekki fá aukna þjónustu þótt þeir borgi að fúllu þessi fyrirhuguðu gjöld. Tryggvi Pálsson, bankastjóri (slandsbanka, ásamt Eiði Guðnasyni, umhverfisráðherra, Huldu valtýsdóttur, formanni Skógræktarfélags Is- lands, Sveini Runólfssyni, landgræösiustjóra, Sigurði Þráinssyni frá Náttúruvemdarráði og Auði Sveinsdóttur, formanni Landvemdar, við afhendingu áheita og styrkja bankans til eflingar landgræðslu og um- hverfismála. Mynd: Kristinn. Fjórar trjáplöntur fyrir hvem nýbura slandsbanki hefur mótað sér I stefnu í umhverfisvernd og I liður í henni er styrkveitingar JLtil aðila á því sviði. Næstu fjögur árin mun bankinn gefa Skogræktarfélagi Islands fjorar trjáplöntur fyrir hvern nýfædd- an Isiending. Landgræðslan fær styrk til að kaupa raðsáningar- vel til uppgræðslu og landbóta og Náttúruverndarráð fær fjár- magn til að bæta aðstöðu og hefta sandfok við Dimmuborgir. Einnig er stefnt að samstarfí við Landvernd um umhverfís- fræðslu fyrir börn. Tryggvi Pálsson, bankastjóri, afhenti fulltrúum ofangreindra að- Fjárveiting á nemanda í háskólum á Norðurlöndunum O) O) i20or & 1000 rf Steinunn Valdis Öskarsdóttir, tíðindi. Ef ekki er hægt að taka við formaður Stúdentaráðs, sagði nýnemum næsta haust þá munu þennan niðurskurð mjög alvarleg þeir sem senn útskrifast úr fram- haldsskólum ekki komast i það nám sem þeir æskja. Hún minnti á að þetta sé sama fólkið og hefúr lent i ítrekuðum töfúm á námi vegna verkfalla. Steinunn benti líka á að ef tekin yrðu upp skóla- gjöld þá verði Lánasjóður íslenskra námsmanna að lána fyrir þeim samkvæmt gildandi úthlutunarregl- um og þá sé spuming hvort auka eigi fjárveitingar til hans. Sveinbjöm rektor sagðist hafa nefnt það á fúndi Háskólaráðs að hann vissi ekki til þess að svona staða hafí komið upp áður, nema ef vera skyldi þegar loka varð Kenn- araskólanum frostaveturinn mikla árið 1918 vegna kolaskorts. Þá höfðu menn ekki efni á kynda skólann. Steinunn sagði að nú væri fólki nóg boðið og hvorki Háskólayfir- völd né Stúdentaráð muni taka slíkum niðurskurði þegjandi. -ag Eins og sést á þessu súluriti þá er fjárveiting á hvern nemanda í Háskóla (slands miklu lægri en gengur og gerist erlendis. Við þetta bætist svo, að hér eru hlut- fallslega mun færri í háskólanámi en víðast erlendis. Má nefna sem dæmi lönd á borð við Bandaríkin, Japan eða Þýskaland. Bömum beint til skólatannlækna ila áheit Islandsbanka í gær. Einnig var gefið dagatal bankans sem helgað er umhverfismálum oj» prentað í áttatíuþúsund eintökum a vistvænan pappir. Tryggvi sagði að þessi athöm væri í senn sámngar- og uppskemhátíð fyrir bankann. ís- landsbanki er eitt fjögurra fyrir- tækja hér á landi sem hafa undirril- að umhverfissáttmála atvinnulífs- ins, en hann byggir á hugmyndinni um sjálfbæra þróun. Að sögn Tryggva er umhverfisstefha bank- ans tvíþætt: annars vegar stuðning- ur við það sem aðrir gera og hins vegar urbætur innan bankans, svo sem notkun á vistvænum pappír. -ag Samkvæmt efnahagstillög- um ríkisstjórnarinnar verður kostnaður al- mannatrygginga vegna barnatannlækninga skorinn nið- ur um 120 miljónir króna. I stað þess að tannlækningar 15 ára barna og yngri verði að fullu endurgreiddar, verða endur- greiðslur 85% af kostnaði, nema að um fyrirbyggjandi tannlækn- ingar sé að ræða en þá er endur- greiðsla 100%. / / Samkvæmt frumvarpinu verður bömum beint til skólatannlækna með því að miða endurgreiðslur til annarra tannlækna við gjaldskrá skólatannlækna. Slík gjaldskrá er raunar ekki til ennþá og mun heil- brigðisráðuneytið semja um hana við tannlækna. Þar sem skólatann- læknar starfa ekki mun fara fram útboð og endurgreiðslur miðaðar við það. Stjómarliðar og stjómarand- staða í trygginga-og heilbrigðis- nefnd em sammála um þessa stefnubreytingu. Ekki verður endurgreitt fyrir gullfyllingar, krónugerð og brúar- gerð nema sértök heimild frá sjúkratryggingum liggi fyrir sam- kvæmt reglum sem heilbrigðisráð- herra setur að fengnum tillögum tryggingaráðs. Endurgreiðslur til 16 ára unglinga verða 50%. Fyrirbyggjandi tannlækningar teljast tannfræðsla, tannhreinsun, flúorhreinsun og skomfyllur. Sigbjöm Gunnarsson, formað- ur heilbrigðis-og trygginganefndar, segir að menn hafi ekki sérstakar áhyggjur af því að biðlistar mynd- ist hjá skólatannlæknum við þessar breytingar, þar eð væntanleg gjald- skrá verði raunhæf og búast megi við að tannlæknar í einkageiranum miði gjöld sín við hana. Ekki sé loku fyrir það skotið að þeir reyni jafnvel að undirbjóða skólatann- lækna. -vd. Mikill verðmunur á kjöti í jólamatinn Rjúpur hafa hækkað mest í verði af hefðbundnum jólamat frá því á síðasta ári, eða um 45-49%. Kjúklingar hafa á sama tima lækkað um 25%. Meðalverð á öðru kjöti, sem búast má við að verði á borðum landsmanna um jól og áramót, hefur að meðaltali hækkað um 1,2% á einu ári. Þetta kemur fram í verðkönnun sem Verðlagsstofnun framkvæmdi í 35 matvöraverslunum á höfúð- borgarsvæðinu 9. desember sl. Meðalverð á hamborgarhrygg og kalkúni hefúr einnig lækkað, en meðalverð á hangikjöti er nær óbreytt frá síðasta ári. Eftirfarandi tölur em gefiiar með fyrirvara um að gæði kjöts geta verið misjöfn og það endur- speglast í verði, en það er ekki ein- hlítt: Lægsta verð á úrbeinuðu hangikjöti úr framparti var 659 kr. kg. en hæsta verð 1209 kr.kg. Verðmunurinn er 84%. Lægsta verð á hamborgarhrygg með beini var 981 kr. kg. en hæsta verð 1585 kr.kg. Verðmunur er 62%. Mestur verðmunur var á kjúklingi sem kostaði ffá 370 kr. kg. til 699 kr. kg. Verðmunur er 89% og á öðm fuglakjöti frá 24-32%. -vd. Qjptw DITiQARMIR EFTIR JANE SMILEY OGNÞRUNGIN ORLAGASAGA ÚR BYGGÐUM ÍSLENDINGA Á GRÆNLANDI g f] Bókaútgáfan í!Á Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 KÓPAV0GUR SÍMAR 91-641890 0G 93-47757 Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.