Þjóðviljinn - 17.12.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Page 11
bækdkIv A Gunnar Karlsson skrifar Skýrsla blindraráðuneytisins Þórhallur Guttormsson: Saga blindra á íslandi. Reykjavík, Blindrafélagið, 1991. 319 bis., myndir. Það er einatt iðja sagnfræð- inga að lýsa reynslu sem þeir þekkja ekki sjálfir. Böm velferð- arþjóðfélagsins verða að þrengja sér inn í hugarheim fólks sem liffii við sára örbirgð; þeir sem hafa alist upp við að trúa á algild náttúrulögmál sem vísindin upp- götva þurfa að ímynda sér líf fólks sem var háð geðþótta- ákvörðunum duttungafullra guða. Sá sem hættir sér út í að skrá sögu blindra, þótt í nútímaþjóðfélagi sé, glímir við hliðstæðan vanda. Sjálfsagt prófúm við flest strax í bemsku að halda aftur augunum og þreifa okkur áfram, og allir hafa þurft að paufast um í raf- magnsleysi, en samt er okkur auð- vitað fyrirmunað að skilja skynjun fólks sem lifír sjónlaust, þangað til elliblindan sækir okkur heim, sum hver. Sagnaritari blindra á að því leyti léttari leik en sagnaritari ffamandlegrar fortíðar að hann getur átt orðastað við viðfangsefni sjn og beðið þau að segja sér frá. Á hinn bóginn er vandi hans meiri vegna þess að hann veit að þeir sem hann fjallar um eiga eftir að heyra sögu hans og leggja mat á hana. Kannski er það þessi vandi sem veldur því að Þórhallur Gutt- ormsson heldur sig lengst af i kurteislegri fjarlægð frá viðfangs- efni sínu, lætur sér nægja að rekja heimildir sínar, skriflegar og munnlegar, af nákvæmni, fellir sjaldan dóma og spyr fárra spum- inga sem heimildimar svara ekki umsvifalaust. Vissulega stendur hann af trúmennsku með sínu fólki; hann dáir þá sem hafa látið fotlun sina stækka sig ffemur en smækka, fagnar sókn blindra til betri kjara og dæmir hispurslaust það sem hann metur sem skiln- ingsleysi sjáandi fólks á getu þeirra. Hann bregður líka á það snjalla ráð í fyrsta kafla bókarinn- ar að birta orðréttar frásagnir niu sögumanna af reynslu sinni, átta blindra og sjónskertra og einnar móður tveggja blindra dætra. Þessar sögur em ýmist áður prent- aðar eða orðnar til í viðtölum við höfúnd. Allt er þetta ágætt sögu- fólk, og frásagnir þess hjálpa les- endum ómetanlega að nálgast reynsluheim þeirra sem bókin fjallar síðan um. En þegar fram í sækir verður saga Þórhalls æ meira skýrsla um starf blindra- samtakanna, sérstaklega Blindra- fé- lagsins, nákvæm og óaðfinn- anlega orðuð, en helst til óáleitin við söguefnið fyrir minn smekk. Skylt er þó að nefna það sem ég heyrði Þórhall segja í viðtali í útvarpi um daginn að saga hans væri einkum ætluð blindum, að- standendum þeirra og þeim sem létu sig sérstaklega varða málefni fatlaðra. Þetla er innansveitar- krónika blindra og blindravina og stendur sem slík í sínum fulla rétti. Ég þykist til dæmis vita að byggingarsaga blindraheimilisins að Hamrahlíð 17, áfanga eftir áfanga, og frásögnin af hvemig margvísleg starfsemi þar hefur verið hýst á ólíkum stöðum í byggingunni, sé stórum forvitni- legri lesning fyrir þá sem em gagnkunnugir þar heldur en þá sem koma þangað svo sjaldan að þeir læra aldrei fyllilega að rata um húsið. Það sem mér þætti spennandi saga af byggingum Há- skólans á Melunum væri líklega heldur lítilvæg í augum margra sem hefðu varið ævi sinni í að bæta hag blindra. Öll lifum við í afstæðri tilveru. Þar á ofan er blindrasaga Þór- halls á margan hátt fróðleg og for- vitnileg lesning fyrir hvem sem er. Aðbúnaður blindra reynist hafa verið stómm fmmstæðari og fá- tæklegri langt fram yfir miðja 20. öld en maður hefði ímyndað sér að ólesnu. Umbætumar sem hafa orðið í þessum efnum em að furðu miklu leyti komnar til fyrir tilverknað frjálsra félaga, sérstak- lega samtaka hinna blindu sjálffa. Svo dæmi sé tekið var engin skipuleg blindrafræðsla starfrækt á Islandi fyrr en árið 1933, á veg- um Blindravinafélags- ins, og það Þórhallur Guttormsson við útkomu bókarinnar. - Mynd: Kristinn. var fyrst árið 1977, fyrir rúmum 14 ámm, sem ríkið axlaði þá skyldu sín að reka gmnnskóla fyr- ir blind böm. Almennileg bóka- þjónusta við blinda kom enn seinna. Blindrafélagið er gott dæmi um hagsmunasamtök sem hafa náð árangri, og saga þess á ömgglega eftir að ganga inn í Is- landssögu 20. aldar þegar loks verður tekið til við að rita hana af nákvæmni. Það er merkilegt að lesa hvemig þjónusta við blinda, sem okkur frnnst næsta sjálfsögð skylda ríkisins nú, hefur verið skipulögð í sjálfboða- vinnu blindra manna og nánasta sam- starfsfólks þeirra. Nefndakóng- amir sem koma oflast við sögu í bókinni, fólk eins og Rósa Guð- mundsdóttir, Halldór S. Rafnar, Amþór Helgason og Gísli Helga- son, reynast hafa starfrækt eins konar blindraráðuneyti siðustu áratugina og skapað þjóðfélaginu skilyrði til að njóta starfsorku ekki aðeins blindra heldur líka sjónskertra sem þurfa kannski ekki annað en tækni til að stækka prentletur til að geta notað sjón sína. Öllu er þessu vel haldið til skila í bók Þórhalls Guttormsson- ar. SlÓNmiP & ÚT¥ÆP Sjónvarp 17.40 Jóladagatal Sjónvarps- ins (17). 17.50 Llf í nýju Ijósi Franskur teiknimyndaflokkur með Fróða og félögum þar sem mannslíkaminn er tekinn til skoðunar. 18.20 (þróttaspegillinn (12) I þættinum vrður m.a.sýnt frá dansæfingu sjö til níu ára stúlkna og sýnt frá Islands- móti stúlkna [ 5. flokki I handknattleik. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Á mörkunum Frönsk/kanadísk þáttaröð sem gerist f Villta vestrinu um 1880. 19.20 Hver á að ráða? Bandariskur gamanmynda- flokkur. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins (17) Endursýndur. 20.00 Fréttir og veður 20.40 Sjónvarpsdagskráin ( þættinum verður kynnt það helsta sem Sjónvarpið sýnir á næstu dögum. 20.50 Hrafnabrjóst Fyrri hluti. Bresk sakamálamynd I tveimur þáttum, byggð á sögu eftir Ruth Rendell um Wexford lögregluforingja. Aöalhlutverk: George Baker og Christopher Ravensc- roft. 21.45 Bækur og menn. Seinni þáttur. Umræöuþáttur um jólabækurnar. Fjallað verð- ur um bókauppskeruna vitt og breitt. Umsjón Arthúr Björgvin Bollason og Sveinn Einarsson. 22.30 Islandsmeistarakeppni í tíu dönsum Svipmyndir frá keppninni sem fram fór í Ásgarði í Garöabæ 15. desember. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Islandsmeistarakeppni í tíu dönsum - famhald. 23.40 Dagskrárlok Stöð 2 16.45 Nágrannar 17.30 Kærieiksbirnirnir Falleg teiknimynd. 17.55 Gilbert og Júlia Teikni- mynd. 18.05 Táningamir i Hæðar- gerði Teiknimynd um táp- mikla táninga. 18.30 Eðaltónar 19.19 19.19 20.40 Einn í hreiðrinu Þaö er stundum erfitt að vera ein- stæður faðir tveggja upp- kominna stúlkna sem haga sér eins og smábörn. 20.50 Neyðarlinan William Shatner segir okkur frá hetjudáðum venjulegs fólks. 21.50 Á vogarskálum Dominic Rossi er skoskur lögfræð- ingur sem snúið hefur aftur til heimahaaanna eftir að hafa dvalist í New York. 22.50 E.N.G. Kanadískur framhaldsþáttur sem gerist á fréttastofu sjóvarpsstöðv- ar og er samkeppnin oft hörð. 23.45 Komiö að mér Róman- tísk gamanmynd um konu sem á i mesta basli við að gegna mörgum hlutverkum í einu. Aðalhlutverk: Jill Clayburgh, Michael Dougl- as. (1980) Lokasýning. 01.15 Agskrárslok Stöðvar 2 Við tekur næturdagskrá Bylgjunnar. DÓq *1 FM 92.4/93.5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Hjörtur M. Jóhannsson flyt- ur. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1 - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. Gluggað i blöðin. 7.45 Daglegt mál, Mörður Árnason flytur þáttinn. 8.00 Fréttir. 8.10 Að utan. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 8.40 Nýir geisladiskar. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn. Umsjón: Sig- rún Björnsdóttir. 9.45 Segðu mér sögu. .Agúrka prinsessa" eftir Magneu Matthfasdóttur. Leiklestur: Jónas Jónasson, Gunnvör Braga, Birna Ósk Hansdóttir, Kristín Helgadóttir, Elísabet Brekkan, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, Vernharður Linnet og Jón Atli Jónasson. Umsjón: Siguriaug M. Jón- asdóttir, sem jafnframt er sögumaður (12). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Neyttu meðan á nefinu stendur Þáttur um heimilis og neytendamál. Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál Óperuþættir og Ijóðasöngvar. Jólin og guð- dómurinn I Ijóðasöng. Um- sjón: Tómas Tómasson. 11.53 Dagþókin 12.00 Fréttayfiriit á hádegi 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin Sjávarútvegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir. Auglýsing- 13.05 I dagsins önn - Islend- ingar og Evrópska efna- hagssvæðið Annar þáttur af fjórum. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. 13.30 Lögin við vinnuna Páll Óskar Hjálmtýsson og Sig- rún Hjálmtýsdóttir. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: „Ástir og örfok" eftir Stefán Júlíusson Höfundur les (10). 14.30 Miðdegistónlist. .Hans varíasjónir" eftir Þorkel Sig- urbjörnsson. Hans Pálsson leikur á píanó. Pastoralsvita ópus 19 eftir Lars-Erik Lars- son. Smáverk fyrir selló og strengjasveit eftir Hilding Rosenberg. Elemér Lavotha og Stokkhólms sinfóníettan leika; . Jan-Olav Wedin stjórnar. 15.00 Fréttir. 15.03 Langt í burtu og þá Héð- an eöa þaðan, greinaskrif með og á móti spíritisma i Eimreiðinni um og upp úr síöustu aldamótum. Umsjón: Friörika Benónýsdóttir. Les- ari ásamt umsjónarmanni: Jakob Þór Einarsson. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín Kristin Helga- dóttir les ævintýri og barna- sögur. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sinfónía númer 6 i C-dúr D589 eftir Franz Schubert. St.Martin-in-the-Fields hliómsveitin leikur; Sir Ne- viíle Marriner stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu lllugi Jökuls- son sér um þáttinn. 17.30 Hér og nú Fréttaskýr- ingaþáttur Fréttastofu. 17.45 Lög frá ýmsum löndum 18.00 Fréttir. 18.03 I rökkrinu Þáttur Guð- bergs Bergssonar. 18.30 Auglýsingar. Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir. Auglýsing- ar. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Kviksjá 19.55 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Mörð- ur Árnason flytur. 20.00 Tónmenntir - Islenskar tónminjar Annar þáttur af þremur. Umsjón: Már Magn- ússon. 21.00 (slenskir jólapakkar. Um- sjón: Ásdís Emilsdóttir Pet- ersen. 21.30 Heimshornið Söngvar og dansar frá Vestur-lndíum. 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundags- ins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Happ- drættisvinningurinn" eftir Ol- af Hauk Sfmonarson. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikendur: Jóhann Siguröar- son, Árni Tryggvason, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Pálmi Gestsson, Lilja Guö- rún Þorvaldsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, Guölaug María Bjarnadóttir og Ingvar E. Sigurðsson. 23.20 Diassþáttur Umsjón: Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp. Rás 2 FM 90.1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknaö til lífsins Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir - Morgunút- varpið heldur áfram. - Mar- grét Rún Guömundsdóttir hringir frá Þýskalandi. 9.03 9 - fjögur Ekki bara undir- spil í amstri dagsins. Um- sjón: Þorgeir Ástvaldsson, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 9.30 Sagan á bak við lagið. 10.15 Furðufregnir utan úr hin- um stóra heimi. 11.15 Afmæliskveðjur. Siminn er 91 687 123. 12.00 Fréttayfiriit og veður. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu - fjögur- heldur áfram. Umsjón: Margrét Blöndal, Magnús R. Einars- son og Þorgeir Ástvaldsson. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 13.20 „Eiginkonur í Holly- wood“. Pere Vert les fram- haldssöguna um fræga fólk- ið í Hollywood i starfi og leik. Afmæliskveðjur klukkan 14.15 og 15.15. Síminn er 91 687 123. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmálaút- varp og fréttir Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlend- is rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hér og nú Fréttaskýr- ingaþáttur Fréttastofu. - Dagskrá heldur áfram, með- al annars með vangaveltum Steinunnar Sigurðardóttur. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur f beinni útsendingu Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við simann, sem er 91 - 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Ekki fréttir Haukur Hauksson endurtekur frétt- irnar sínar frá þvi fyrr um daginn. 19.32 Blús Umsjón: Árni Matt- híasson. 20.30 Mislétt milli liða. Andrea Jónsdóttir við spilarann. 21.00 Gullskifan: „Christmas" með Alabama frá 1985. 22.07 Landið og miðin. Sigurð- ur Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. 0.10 I háttinn Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báöum rásum til morguns. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.