Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1991, Blaðsíða 12
Ragnar Guðmundsson, hafnarverkamaður er f verkfalli I dag. Hann telur að aðgerðir Dagsbrúnar muni bera árangur, þvl fyrirtækin I landinu megi allra síst viö verkföllum I núverandi kreppu. Mynd: Kristinn. Verkföllin skila sínu lækkun á þessum tímum. Við vilj- um halda okkar og gott betur. Ragnar sagðist búast við að launahækkun verkafólks myndi felast í aukinni hagræðingu hjá fyr- irtækjum. Nú þyrfti að semja á svipuðum nótum og síðast, þvi þjóðarsáttarsamningamir hafi verið tif fyrirmyndar og í alla staði geng- ið upp. - Nú bíður maður bara eftir því að samningsviðræðumar fari í gang af einhverri alvöru. Það þýðir ekkert fyrir þessa menn að halda að sér höndum. Þeir verða að láta hendur standa fram úr ermum og klára þetta dæmi. Því fyrr því betra, sagði Ragnar. -sþ ~r~ig er hlynntur þessum H skyndiverkfollum hjá Dags- JL/brún. Við vitum öll að samn- ingsviðræður milli atvinnurek- endanna og farmanna fóru ekki að ganga fyrr en verkfall skall á. Ég spái því að þannig verði það líka núna, sagði Ragnar Guð- mundsson, hafnvarverkamaður um stöðu samningsmálanna. Ragnar er félagi í Dagsbrún og segist hann styðja sitt félag í þeim aðgerðum sem ákveðnar em. Jafn- vel þó ákveðið verði að fara í langt verkfall á nýju ári, beri nauðsyn til. - Allt þetta tal um kaupmáttar- lækkun er fáránlegt. Það mun eng- inn launamaður samþykkja launa- Skattleysismörkin lækka I^fréttatilkynningu frá Alþýðu- sambandi íslands segir að skattleysismörkin, sem ailir þingflokkarnir lofuðu að hækka fyrir síðustu alþingiskosningar, munu lækka að raungildi um t 2000 krónur á mánuði miðað við I óbreytt skattalög. Fjármálaráðu- > neytið segir að þetta sé ekki rétt, því samkvæmt fyrirliggjandi spá um verðlagsþróun muni hann | „Á hraðri leið til helvítis“ Rækjuframleiðendur halda áfram viðræðum við sjávarút- vegsráðherra um leiðir til bjarg- ar atvinnugreininni i þessari viku og segist formaður félags þeirra, i Halldór Jónsson, vonast til að : niðurstöður fáist mjög fljótlega, enda lítill timi til stefnu. t „Við vörpuðum fram nokkrum hugmyndum sem mættu verða til t að leysa þessi vandamál og þær eru > í skoðun,“ sagði Halldór að af- ' stöðnum fundi með ráðherra síðast- liðinn fostudag. Rækjuverksmiðjan Arver á Ár- skógsströnd var lýst gjaldþrota um helgina og er hún önnur verksmiðj- an í greininni sem fer undir hamar- inn á skömmum tíma. „Þetta er allt á hraðri leið til helvítis,“ sagði Halldór um rekstr- arstöðu annarra rækjuverksmiðja í landinu. -vd. hækka um 1,2 prósent um mitt árið. ASÍ segir að samkvæmt núgild- andi lögum eigi pcrsónuafslátturinn og þar með skattleysismörkin að hækka til samræmis við hækkun lánskjaravísitölu undangengina sex mánaða. Samkvæmt þessu ætti per- sónuafslátturinn að hækka um 3,4% 1. janúar n.k. Skattleysismörkin sem nú eru rúmlega 60 þúsund krónur á mánuði, ættu að hækka í rúmlega 62 þúsund krónur um ára- mótin. _ ASÍ segir að í frumvarpi um tckju- og eignaskatt sem nú sé til meðferðar á Alþingi sé hins vegar ckki gert ráð fyrir neinni hækkun pcrsónuafsláttar eða skattleysis- marka um áramótin. Alþýðusam- bandinu finnst það vera hart að fyrsta skrefið í loforðunum um hækkun skattleysismarka vcrði raunlækkun þeirra um rúmlega 2 þúsund krónur á mánuði. Fjármálaráðuneytið segir í til- kynningu sem það sendi frá sér vegna þessa, að það sé mishermt hjá ASI að persónuafsláttur eigi samkvæmt lögum að hækka nú um áramótin. „Samkvæmt gildandi lögum breytist persónuafslátturinn um mitt næsta ár í takt við lánskjaravísitöiu, en samkvæmt lögum frá þvi í árslok 1988 er ákvörðun persónuafsláttar fyrir fyrri hluta hvers árs sjálfstæð aðgerð en ekki lengd vélrænt við lánskjaravísitölu," segir í svari ráðuneytisins. -sþ Tvíhliða samninga strax Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra telur að tvær leiðir komi til greina fyrir Efta- ríkin verði samningar um evrópskt efnahagssvæði teknir upp vegna andstöðu dómstóls Evrópu- bandalagsins við dómstól svæðisins. Annarsvegar að gangast undir völd EB-dómsstólsins, sem sé ófær leið, og hinsvegar að minnka vægi EES-dómstólsins sem væri sérstaklega slæm leið fyrir ísland sem vegna smæðar treysti á þann dómstól. Stjómarandstaðan á Alþingi vill hinsvegar hætta við EES nú þegar og taka upp tvíhliða viðræður. Kristín Einarsdóttir, Kvl., sagði að niðurstaða EB-dómstólsins fyrir helgi hefði ekki komið sér á óvart. En dómstóllinn var að svara spum- ingum framkvæmdastjómarinnar og komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn bryti í bága við Róm- arsáttmálann í grundvallaratriðum. Þannig að íyrir EB, og Jón Baldvin segir málið vera þeirra vandamál á þessu stigi, er tvennt til í stöðunni, að breyta Rómarsáttmálanum eða að taka upp að nýju viðræður um EES við Efla-ríkin. Kristín sagði það af og ffá að verða við þeirri kröfu EB-dómstólsins að hann fengi meiri völd. Ólafur Ragnar Grímsson, Abl., tók undir þetta og sagði að athugasemdir dómstólsins um samninginn væm víðtækar og að i áliti dómsins kæmi skýrt fram að EB gæti ekki fallist á það gmnd- vallaratriði sem EES- dómstólinn væri og vildi að bandalaginu væri fært endanlegt dómsvald. Það gæti ísland aldrei samþykkt. Ólafur Ragnar sagði höfuðatriði nú að veija hagsmuni Islands og að stjómmálamenn mættu ekki hugsa um sína eigin hagsmuni þó þeir væm búnir að fjárfesta pólitískt mikið í því að samkomulag næðist. Hann sagði að menn ættu ekki að láta leiða sig út í málamiðlanir á þessu stigi, heldur fara strax út tví- hliða viðræður. Steingrímur Hermannsson tók undir að þegar ætti að fara að undir- búa tvíhliða viðræður þótt hann teldi að formlega gætu slíkar við- ræður ekki hafist fyrr en endanlega væri lokið viðræðunum um hið evr- ópska efhahagssvæði. Ólíklegt er talið að EB breyti Rómarsáttmálanum þótt fram- kvæmdastjómin hafi lagt mikla áherslu á að niðurstaða dómsins tefji ekki undirskrift EES- samn- ingsins, sem fram átti að fara í febrúar. Jón Baldvin taldi í gær lík- legt að EB myndi leggjast undir feld framyfir áramót en fara síðan þá leið í viðræðum við Efla að minnka vægi EES-dómstólsins í samningnum. Víst er að Efta-ríkin eiga mjög erfitt með að sætta sig við skarðari hlut frá borði en nú er í samningnum, nema þá Svíþjóð og Austurríki sem þegar hafa sótt um aðild að EB. Jón Baldvin taldi ótímabært að afskrifa EES núna, en sagði að ef ekkert yrði af samkomulaginu ætti að fara út í tvíhliða viðræður við EB þó hann teldi og hefði oft lýst yfir að við myndum ekki ná jafn góðum samningi og EES- samn- ingnum. Kristín sagði að það væri mikið mál að samningurinn um EES væri talinn bijóta i bága við Rómarsátt- málann, breytingar á sáttmálanum tækju mikinn tíma sem og aðrar breytingar og því ættu íslensk stjómvöld „að viðurkenna þá stað- reynd, hætta þessari vitleysu og leita eftir tvíhliða viðræðum,“ sagði hún. Og hún bætti við að hún varaði við þvi að þessi niðurstaða leiddi til þess að innganga í EB kæmi til greina. Það er út í bláinn, sagði hún, því við höfum þann kost bestan að vera áfram fúllvalda og sjálfstæð þjóð og gera samninga á þeim grundvelli. -gpm Skiptar skoðanir um orkusáttmála Bæði stjórn og stjórnarandstaða eru sammála um að ísland eigi að hafa óskoraðan rétt yfir orkulindum sínum og nýtingu þeirra. Stjórnarandstaðan treystir hinsvegar Jóni Sigurðssyni iðnaðar- ráðherra ekki fullkomlega, en hann mun í dag undirrita pólitíska viljayfirjýsingu um evrópska orkusáttmálann. Andstaðan telur að fyr- irvarar lslands um óskoraðan rétt yfir orkulindum séu ekki tryggðir í yfirlýsingunni. Þetta kom fram í utandagskrár- umræðum á Alþingi í gær sem Steingrímur Hermannsson, Frfl., hóf fyrir hönd stjómarandstöðunn- ar. Steingrímur hafi farið fram á það að Jón myndi í ræðu sinni í gær hnykkja á því að Islendingar litu svo á að við hefðu rétt yfir orku- lindunum og nýtingu þeirra þrátt fyrir jafnræðisreglu í yfirlýsing- unni. Jón lagaði ræðu sína að þessu, en Steingrímur taldi ekki nógu langt gengið. Hann benti á að í yfirlýsingunni, sem er undirbún- ingur samnings, komi ekki skýrt fram að heimaland orkunnar hafi annan ræett en önnur ríki. Hann sagði að í samningnum væri jafn- ræðisreglan túlkuð þannig að þær 36 þjóðir sem undirrituðu hann fengju meðferðina „bestukjarakjör" hjá hinum þjóðunum. Þetta þýddi, sagði Steingrímur, að við gætum sagt að ekki mætti virkja Gullfoss, og þá gæti enginn gert það. En þar sem virkja átti Fljótsdalsvirkjun fengju útlendingar jafnan rétt til þess og við, sérstaklega ef erlent fýrirtæki hefði heimilisfestu hér á landi. Davíð Oddsson forsætisráðherra var sammála túlkun Steingríms og sagði að hann hcföi vel getað hugs- að sér að hnykkt hefði verið á þessu í ræðu Jóns. Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra tók undir með Davíð að ekki væri verið að af- sala réttindum Islendinga í orku- málum. Hann taldi að ekki væri ágreiningur um fyrirvarana og að þeir kæmu skýrt íram í ræðu Jóns auk þess sem ekki væri um samning að ræða heldur yfirlýsingu. Hann túlkar samninginn þannig að ákvæðin um bestukjör þýði að ekki megi mismuna öðrum rikjum inn- byrðis en að innlenda ríkið hafi meiri rétt en þau ef ríkið svo vill. Ólafúr Ragnar Grímsson, Abl., varaði við því að þó ekki væri um samning að ræða væri verið að gefa út yfirlýsingu og ef ekki væri getið fyrirvara myndu aðrar þjóðir telja að við myndum fallast á þeirra túlk- un þegar kæmi að samningsgerð- inni. Vegna þessa taldi Svavar Gestsson, Abl., rétt að Jón Sigurðs- son myndi færa fúlltrúum hinna rikjanna afskrift af utandagskrárum- ræðunum þannig að þær hefðu fyr- irvara Islands á hreinu. Kristín Einarsdóttir, Kvl., gagn- rýndi málsfmerðferð Jóns og benti á að iðnaðamefnd hefði einungis fengið plögg um þessa yfirlýsingu sem á væri losarabragur og mikið af fyrirvörum, þannig hefði nefndin varla getað tekið afstöðu til þessa. Össur Skarphéðinsson, Alfl., for- maður nefndarinnar sagði að ekki væri hægt að kvarta undan samráði við iðnaðarráðherra. Jón Baldvin taldi ekki mikla hættu hér á ferð þar sem i undirr- skrift Jóns í dag fælist engin pólit- ísk skuldbinding, auk þess sem menn hefðu góðan tíma áður en að samningsgerð yrði lokið sem tæki að minnsta kosti hálft ár. -gpm Hætt að endurgreiða tannréttingar Ríkisstjórnin hyggst leggja af endurgreiðslur fyrir tannréttingar nema þær séu framkvæmdar vegna alvarlegra afleiðinga með- fæddra galla, slysa og sjúkdóma. Þó er ætlunin að endurgreiða þeim sem fram að gildistíma nýrra laga hafa þurft á þjónustu tann- réttingafræðinga að halda þar til aðgerðum þeirra er lokið. Gert er ráð fyrir að aðlögunartími muni því a.m.k. verða út næsta ár. Óvíst er enn hvort staðið verður við að endurgreiðslur nemi 50% eins og þær gerðu áður en samningar við tannréttingafræðinga fóru í hnút fyrir rúmum tveimur árum. Með þessu hyggst ríkisstjómin slá tvær flugur í einu höggi, þ.e. spara umtalsverðar fjárhæðir og losna um leið út úr hingað til óleys- anlegri og hatrammri deilu við tannréttingafræðinga. Heilbrigðis- ráðherra mun gefa út reglugerð vegna þessa í janúar og þá verður auglýst hvernig endurgreiðslum verði háttað og hvert umsækjendur skuli snúa sér. Óvíst er hversu mikið ríkisvald- ið sparar árlega í almannatrygg- ingagreiðslum við þetta. Auk þess er ekki heldur ljóst hversu háar upphæðir þarf að endurgreiða vegna uppsafnaðra reikninga. Hjá Tryggingastofnun liggja nú fyrir rúmlega 600 umsóknir um endur- greiðslu og til viðbótar má ætla að annar eins fjöldi umsókna kunni að berast. Meðalendurgreiðsla á um- sókn er 200.000 krónur þannig að heildarkostnaður vegna endur- greiðsluákvæðisins getur numið um 240 milljónum króna. Því er ætlað að dreifast á tvö ár, meirihlutanum á næsta ár. Sigbjöm Gunnarsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar, segir augljósan kost við að endur- greiðslum verði hætt að nú sé loku fyrir það skotið að þeir sem hafi notað tannréttingar sem „fegrunar- aðgerðir“ geti fengið endurgreitt. Hann segir að talið sé að sá hópur sé um fjórðungur þeirra sem leita til tannréttingafræðinga. Landlækni tókst fyrir stuttu að þvinga tannréttingafræðinga til að samþykkja að fylla út eyðublöð sem nota átti til að meta hversu mikið skyldi endurgreiða í hverju tilviki. Á því atriði hefur lausn málsins strandað um langa hríð og tannrétt- ingafræðingar hafa neitað að skrifa undir samninga þar til það væri leyst. Samningur við tannlækna var undirritaður í apríl síðastliðnum en sagt upp affur af hálfú ríkisvaldsins í ágúst, í þeim tilgangi að fá út úr honum grein sem kveður á um að endurgreiðslur fái aðeins viðskipta- vinir tannlækna í Tannlæknafélagi Islands, sem jafnframt séu samn- ingsaðilar við Tryggingastofnun. Ástæðumar fyrir því að ráðuneytið vill losna við þetta ákvæði eru m.a. þær að aðild að EES myndi banna slíkt. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.