Þjóðviljinn - 20.12.1991, Síða 2
Teygt og togað
Rokkari og / *
grænn hvalavinur
- Hvernig myndir þú
lýsa sjálfum þér?
Frekar afslappaður og
svolítið brjálaður.
- / hvaða stjömumerki
ertu?
Sporðdrekanum.
- Ef þú vœrir ekki þú
sjálfur, hver myndir þú vilja
vera?
Ég er nokkuð ánægður
með að vera ég sjálfur.
- Hvað er það versta
sem fyrir þig gæti komið?
Það versta sem gæti
komið fyrir mig væri að
geta ekki spilað gigg þegar
mig langar til þess.
- Hver er skemmtileg-
asta kvikmyndin sem þú hef-
urséð?
Uppáhaldsmyndin mín
er Citizen Kane.
- Hvers konar tónlist
kýstu helst að hlusta á þegar
þú ert heima og vilt slaka á?
Venjulega er það tónlist
frá því snemma á sjötta og
sjöunda_ áratugnum.
— Attu börn eða gœlu-
dýr?
Hvorugt.
- Hvað er kynœsandi?
Allt er kynæsandi.
— Hvað er það mikilvæg-
asta í lífinu?
Hamingjan.
- Hvað er fullkomin
hamingja?
Ég veit það ekki. Ég veit
ekki hvort slíkt er til.
-Ertu dagdreyminn?
Ég býst við því.
— Er til málstaður sem
er þess virði að berjast fyrir
honum?
Að sjálfsögðu. Ég hef
verði félagi í Greenpeace
mjög lengi. Greenpeace
byijaði í Vancouver og það-
an er ég. Ég vildi sjá hval-
veiðar bannaðar um allan
heim, sérstaklega hér. ísland
og Japan eru enn aðalsöku-
dólgamir og hvalveiðum
verður að linna. Hver er
ástæðan fyrir þessum veið-
um? Engin önnur en sú að
bera fram hvalkjöt á borð
viðskiptajöfra í Japan.
— Veistu að hvalyeiðar
eru ekki stundaðar á íslandi
núna?
— Þeir ætla að byrja aft-
ur. Ég hef fengið uppiýsing-
ar frá höfuðstöðvum Green-
peace um að það standi til.
Og Island ætlar að segja sig
úr Alþjóða hvalveiðiráðinu.
- Ertu grænn?
Auðvitað.
- Ertu triiaður?
Á minn eigin hátt.
- Hvaða manneskju sög-
unnar fyrirliturðu mest?
Sagan heyrir sögunni til.
Ég geri engan mannamun.
- Hvaða manneskju sög-
unnar dáistu mest að?
John Lennon.
- Attu þér lifsmottó?
Stundum, stundum ekki.
- Ertu hræddur við
myrkrið?
Nei.
- Hvað finnst þér um
rafmagn?
Það er stórkostlegt þegar
það virkar. -vd.
Mynd: Kristinn
Kannski Ijó&ur
á ráói mínu
- Þeir sem kaupa Ijóð eru
teljandi á fingrum eins dag-
heimilis. Þetta form á Ijóðabók
minni er tilraun til að brjóta
ljóðinu leið út úr bókabúðunum
þar sem standa hundruð örm-
jórra titla í metravís í hillunum
og þeir sem eru í leit að ein-
hverri Ijóðabók þurfa að fara í
gegnum þann stafla, sagði
Heimir Már Pétursson um nýú-
komið ljóðablað sitt Ljóð (Ljóð-
ur í nefnifalli). Ljóðin eru sett
upp eins og fréttir í dagbiaði og
í leiðara segir höfundur að
Ljóður fari troðnar slóðir í ís-
lenskri blaðaútgáfu. „Blaðið er
að minnsta kosti bæði sorptíma-
rit og hágæða snobblesning í
ákveðnum kreðsum í þjóðfélag-
inu.“ Heimir sagði fieiri ástæð-
ur fyrir því að hann fór þessa
leið í útgáfunni.
- Mörg ljóða minna eru mjög
lítil og taka aðeins örlitið pláss á
síðu bókar. í dagblaðsforminu fá
þau það pláss sem þau þurfa,
hvorki meira né minna.
Ljóð hafa verið hrútleiðinleg í
áratugi. Þau hafa verið forréttindi
rauðvínssötrara og ostaæta sem í
einhverju annarlegu hátíðar-
ástandi velta ljóðum á milli sín.
Ég er ekki að óvirða það en ég
hef bara ekki smekk fyrir því. Þá
á afstaða manna til ljóða einnig
rætur sínar í skólakerfmu, eins og
annað sem miður fer í þjóðfélag-
inu. Böm læra að ljóð séu hátíð-
leg, leiðinleg, illskiljanleg og fá-
ránleg. Þau Iæra utanað vel hömr-
uð ljóð eftir þjóðskáldin og vega-
nestið er að ljóð séu óskiljanleg.
Þau kunna nokkur ljóð eins og
kennitöluna sína. Það er lítið gert
til að kenna bömum að njóta
Ijóða í skóla. Þau fá ekki að vera
ein með sinn skilning á ljóðunum,
heldur er þeim kennt að aðeins
einn skilningur sé réttur, eða
þannig var það þegar ég var í
skóla og mig grunar að svo sé
enn.
Ef ljóð birtast eins og fréttir í
dagblaði geta þau verið jafn
óskiljanleg og sú vísitala og verga
þjóðarframleiðsla sem lesendum
er boðið upp á í íjölmiðlum hvem
einasta dag þótt þeir skilji tak-
markað i því. En sjái fólk ljóð
eins og fréttir getur það beitt sínu
eigin fréttamati á þau.
Ljóðunum í Ljóði virðist rað-
að eftir innihaldi; sum þeirra eru
augljóslega af fréttaættinni, önnur
heyra undir menningargeirann
o.s.frv._
- Ég reyndi eftir fremsta
megni að fara eftir þeim vinnu-
lögmálum sem notuð eru við
í d a g
S k ú m u r
20. desember
er föstudagur.
354. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík
kl. 11.21 -sólarlag kl.
15.30.
Viðburðir
Eldgos í Eyjafjallajökli
1821. Eldgos í Leirhnjúki
1975. Tólf manns farast I
snjóflóði í Neskaupstað
1974.
vinnslu og uppsetningu dagblaða.
Ég hef lengi starfað sem blaða-
maður en þegar ég var ritsjóri
Norðurlands á Akureyri þurfti ég
í fyrsta skipti að setjast í stól út-
litsteiknarans og komst þá að því
að útlit dagblaða er engin tilvilj-
un. Ég heillaðist af því að geta
gert mikið og lítið úr málum allt
eftir því hvemig þau vom sett upp
á síðumar. Ég hugsaði um birt-
ingu ljóðanna eins og um fréttir í
dagblaði og velti því fyrir mér
hver væri uppslátturinn úr sálar-
lífi mínu.
Ég er búinn að vera að velta
þessu blaði fyrir mér á þriðja ár,
sem sýnir að visu að ég er ekki
mikill framkvæmdamaður.
Það er fleira, sem þetta form
býður upp á. í umfjöllun um
Ijóðabækur er oft sagt að þær séu
of sundurlausar eða að ljóðin séu
of keimlík. Þetta form kallar bein-
línis á það að efni ljóðanna sé
sundurleitt. Það er t.d. sjálfsagt að
hafa dægurmálasíðu í dagblaði.
Þar birti ég texta sem ég hef sam-
ið fyrir bróður minn, Rúnar Þór,
og sumir hverjir hafa aldrei birst á
prenti. Þá er einnig sjálfsagt að
birta ljóðin með hljómi þeirra
laga sem Rúnar samdi við text-
ana.
Fyrirsögn leiðarans er: Við
þomm að hætta. Er þetta sneið til
Þjóðviljans?
- Það em mörg blöð að leggja
upp laupana nú en þau þráast við
og hafa gert það í mörg ár. Þau
eiga erfitt með að kyngja því að
lesendum þeirra fækkar. Ég er
líka að gera grín að sjálfum mér
og fleimm sem trúa á markaðs-
lögmálin. Það má segja að við sé-
um mellur með atvinnuleyfi.
Heimir Már hefur áður gefið
út ljóðabækumar Dropi í hafi,
Sólin sest og sólin kemur upp og
Myndbrot. Þær bækur náðu að
vísu ekki 46 síðum og því hefur
Heimir ekki fengið inngöngu í
Rithöfundasambandið. Eða eins
og hann orðaði það sjálfur: Það er
kannski ljóður á ráði mínu að
gefa út Ijóð.
BE
NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991