Þjóðviljinn - 20.12.1991, Qupperneq 6
Ólöf Erla i Hagkaupum sagðist fá smá tíma til að hlaupa í búðirfyrir jólin
Oddrún Gunnarsdóttir i jólaösinni i Tékkkristal.
„Þreytt og
syfjuð um jólin"
Jólainnkaupin eru snar þáttur í
undirbúningi hátíðanna. Sumir
njóta þess að fara í búðirnar og
velja sér föt, hátíðarmat og finna
gjafir handa vinum og ættingjum.
Yfirleitt er ys og þys og búðirnar
fullar af fólki. Jólalögin óma hvar-
vetna og jólaskreytingarnar glitra.
En aðrir þola vart þá tilhugsun að
fara í búöir fyrir jólin og verða
stressaðir og pirraðir I ösinni og
troðningnum. Þetta fólk er þá
fegnast að koma heim. Sumir
verða þó að vera í ösinni miðri
allan jólamánuðinn, hvort sem
þeim líkar það betur eöa verr.
Þetta er fólkið sem er til taks svo
við hin getum keypt til jólanna; af-
greiðslufólkið sem stendur upp á
endann allan daginn og veröur
jafnvel að taka ósanngjörnum
kvörtunum og skömmum stress-
aðra viðskiptavina með jafnaðar-
geði.
Margt afgreiðslufólk í verslun-
um á ekki einn heilan frídag frá því
snemma í desember og fram að jól-
um. Vinnutíminn er heldur ekki í
styttra lagi. Nú í desember eru
búðir yfirleitt opnar frá klukkan
10-18 á laugardögum og 13-18 á
sunnudögum. Við þetta bætist svo
að síðustu helgina fyrir jól er opið
frá 10-22 á laugardaginn og 13-18
eða 20 á sunnudaginn. Þorláks-
messu ber upp á mánudag og þá er
opið samfleytt í þrettán eða fjórtán
klukkutíma, frá 9 um morguninn
til 22 eða jafnvel 23 í sumum til-
fellum. Eftir slíka töm er meira að
segja aðfangadagur ekki frídagur.
Þá er opið frá 9-12 víðast hvar.
En opnunartíminn segir ekki
alla söguna. Raða þarf í hillur og
ganga frá eftir viðskipti dagsins og
þegar ösin er orðin sem mest verð-
ur að gera slíkt utan opnunartíma.
Um hádegi á aðfangadag, þegar af-
greiðslufólkið kemur heim úr vinn-
unni, hafa margir skilað á bilinu
35-40 tímum í vinnu síðan á laug-
ardagsmorgni.
Ekki er nema von að spurt sé
hvenær afgreiðslufólkið sjálft und-
irbúi jólin og kaupi inn eða þá
hvemig líðanin yfír hátíðamar sé
eftir slíkt álag.
Blaðamaður og Ijósmyndari
brugðu sér í búðarrölt til að for-
vitnast aðeins um hagi afgreiðslu-
fólksins. Við fórum á fostudagseft-
irmiðdegi, en nógu snemma í mán-
uðinum til að tmfla önnum kafið
afgreiðslufólkið ekki of mikið.
Fyrst lá leið okkar í Kringluna. Þar
ómuðu jólalög úr hátalarakerfi yfir
mannþrönginni. Þrátt fyrir fólks-
fjöldann var lítið um fólk með útt-
roðna poka. Flestir virtust vera að
skoða vaminginn sem var á boð-
stólnum eða bara sýna sig og sjá
aðra. Einnig var mikið um hópa
unglinga sem röltu stefnulaust um
og reyndu að vekja athygli hvers
annars.
Þegar okkur bar að versluninni
Tékkkristal var fullt út úr dyrum
og fjöldi afgreiðslufólks á þönum.
Okkur tókst þó að króa Oddrúnu
Gunnarsdóttur verslunarstjóra af
og spurðum hana hvemig salan
væri í ár. „Þetta er mjög líkt og í
fyrra það sem af er,“ sagði Oddrún,
„hér er ansi drjúgt að gera alla
daga, enda bjóðum við gjafavörur í
öllum verðflokkum.“ Hún sagðist
vera að nánast allan sólarhringinn
því eftir lokunartíma ætti hún eftir
að fylla upp í hillur og taka til. Og
svona átti þetta eftir að vera fram
að jólum, enginn heill frídagur
framundan. „Jólaundirbúningurinn
verður bara að lenda á öðmm í
íjölskyldunni,“ sagði hún og bætti
við að þegar sjálf jólin rynnu upp
þá settist hún bara niður og slapp-
aði af eftir tömina.
Ólöf Erla afgreiðir í sjoppunni
í Hagkaupum, Kringlunni. Hún
sagði að jólaösin væri ekki alveg
byijuð. Líkt og Oddrún sá hún ekki
fram á heilan frídag fram að jólum.
„Við fáum smá tíma til að fara
sjálf hér út í búðimar og kaupa
inn,“ sagði hún. En hvemig er svo
líðanin um jólin? „Jú, við verðum
þreytt,“ sagði Ólöf Erla og brosti.
Það var orðið skuggsýnt þegar
við komum niður á Laugaveg og
jólaskreytingar og uppljómaðir út-
stillingagluggar tóku sig vel út í
rökkrinu. Margt fólk var á ferli, en
líkt og í Kringlunni vom fáir með
innkaupapoka. Þegar við komum
inn í verslunina Drangey fengum
við skýringu á þessu pokaleysi.
„Þið komið aðeins of snemma,
það er ekki komið nýtt kreditkorta-
tímabil,“ sagði Helga Guðmunds-
dóttir sem stóð fyrir innan af-
greiðsluborðið. Helga og Sigríður
Anna sem var að afgreiða með
henni áttu engin frí ffarn að jólum.
„Við undirbúum jólin bara á
kvöldin og nóttunni,“ sögðu þær
hlæjandi. Þær sögðust stundum
hlaupa í innkaup í matartímanum.
„Auðvitað reynum við bara að
kaupa sem mest af jólagjöfúnum
héma í Drangey," sögðu þær og
bættu við líkt og þær hefðu æft
þetta fyrir sjónvarpsauglýsingu að
nóg væri úrvalið.
Og hvemig er svo líðanin um
jólin? „Auðvitað verðum við bara
þreytt og syfjuð um jólin,“ sagði
Helga.
I bókabúð Máls og menningar
hittum við Maríu Siguijónsdóttur
sem stóð innan um bókastaflanna
og vísaði viðskiptavinunum á bæk-
umar sem þeir spurðu eftir. Þetta
var fyrsti dagurinn hennar Maríu í
vinnunni þessi jól, en hún er þó
ekki óvön afgreiðslustörfum þar
sem hún vann þama í „skólabóka-
flóðinu í haust“ eins og hún orðaði
það. María segist reikna með að fá
frí einhverja helgi fyrir jól og taldi
sig því alveg hafa tíma til að undir-
búa hátíðamar. „Við skiptumst að-
eins á héma,“ sagði María.
Eftir þessar heimsóknir fómm
við að velta því fyrir okkur hvílík-
an greiða við gerum bæði sjálfum
okkur og ekki síður afgreiðslufólk-
inu, með því að gera jólainnkaupin
tímanlega fyrir hátíðamar.
-ag
Laugardaga kl. 10-22
Sunnudaga kl. 13-18