Þjóðviljinn - 20.12.1991, Blaðsíða 11
Þessi mynd
gengur upp
Listaverka- og Ijóðabókin „Klettur í hafi“ er gerð af metnaði og dirfsku.
Þar hafa myndlistarmaður og rithöfundur, Þorlákur Kristinsson, Tolli, og Einar
Már Guðmundsson, leitt saman myndlist og Ijóðlist.
Venjulega er mynd og Ijóðatexti í hverri opnu bókarinnar, en einstöku myndir
standa þó stakar og skipta þannig köflum eða verða málhvíld hjá Ijóðskáldinu.
Margar sögur hafa verið sagðar af stormasömu samstarfi listamanna og
það var í von um slúður af því tagi sem fyrsta spurningin var borin upp.
- Hvemig gekk ykkur að verða
sammála um það hvemig ljóðin og
málverkin ættu saman?
Tolli:— Ef ég svara þessu fyrir
mína parta þá gerði ég ekkert við
ljóð Einars annað en njóta þeirra.
Eg treysti mér ekki til að gagnrýna
þau faglega vegna þess að mér
fannst þau mjög fin. Það em aðrir
betur til þess fallnir en ég.
Uppsetninguna unnum við í
samvinnu við Svein Blöndal sem
hannaði bókina með okkur. Einar
raðaði upp sínum ljóðum í ákveðna
grind og síðan raðaði ég mínum
myndum inn í hana og reyndi jafn-
framt að byggja upp sjálfstætt
myndrennsli, þannig að ef við sett-
um upp myndimar í bókinni í réttri
röð ætti að koma fram hrynjandi,
án tillits til textans.
Jaíhframt tókum við tillit til
þess andrúmslofts sem textinn
skapar. Texti og myndir tengjast í
seiðnum; er vetur eða haust? er kalt
eða heitt? Þar vildum við gæta
samræmis en gættum okkar á því
að vera ekki að elta hvor annan.
Einar Már:- Það var náttúrlega
um talsvert fleiri myndir að velja
og nokkur ljóð og ég held að við
höfum verið miklu harðari hús-
bændur við sjálfa okkur en hvor við
annan. Það var ekki hugmyndin að
við væmm eitthvað að hjálpa hvor
öðram nema þá við innblásturinn.
Við höfðum huglæg áhrif hvor á
annan.
- Þarf ekki nánast botnlaust,
gagnkvæmt traust til þess að ráðast
í samstarfsverkefni af þessu tagi?
Einar Már: - Eg held að það sé
engin spuming að við treystum
hvor öðram. En samstarf okkar er
ekki nýtt af nálinni þannig séð að
það sé eingöngu til orðið í kringum
þessa bók. Við eram búnir að velta
þessu mjög mikið fyrir okkur og
höfum unnið saman áður. Við höf-
um ekki verið að spá neitt sérstak-
lega hvor í annars verk útfrá ein-
hverri fagurfræðilegri hrifningu,
heldur fyrst og fremst útfrá sameig-
inlegum áhugamálum og þönkum.
Bókin „Klettur í hafinu" er þannig
miklu frekar orðin til út frá inni-
haldinu en einhverjum skilningi á
listastefnum eða straumum.
Tolli: - Þessi afstaða var í raun
og veru kveikjan að samvinnu okk-
ar, þannig að þetta öryggi scm þú
minntist á lá fyrir í bvrjun. Það
varð til þess að við gátum sannfært
hvor annan um að rétt væri að gera
þetta og okkur tókst að sannfæra
útgefandann á einhvem ótrúlegan
hátt. Hann gekk að seiðnum og
þetta er auðvitað blind trú hjá okk-
ur. Við höfum ekkcrt að styðjast
við annað en sannfæringarkraftinn
og með hann á bakvið okkur geng-
um við í þetta af fullum krafti.
Einar Már:- Við vorum
ákveðnir í að vinna verk, en við
vissum fátt um hvemig það yrði.
Við vissum ekki hvort ég myndi
skrifa einhverja pistla við ákveðnar
myndir eða hvort þama yrðu smá-
sögur eða einhvers konar greinar
o.s.frv.
Okkur duttu í hug alls konar
flottheit og stælar í sambandi við
þetta verk á meðan við voram að
vinna að því, en það sem varð ofa-
ná var trúnaður við ljóðlistina og
málverkið og það held ég að sé i
mjög góðu samræmi við innihaldið
og andann sem er yfir verkinu.
- Ef við tökum til dæmis mynd
sem heitir Amarvatn, hún stendur
með ljóðatexta um hafið. Rædduð
þið t.d. sérstaklega um þessa opnu?
Einar Már: - Fremur en að
ræða sérstaklega byggingu ljóða
eða handbragð í kringum mynd þá
ræddum við um hafið eða önnur
efnisatriði. Það er að segja inni-
haldið.
Tolli: - Eins og við vorum að
tala um áðan þá var trúin til staðar
og afstaðan klár. Hvað það snertir
að búa til eina svona síðu þá fann
ég það þegar byrjað var að vinna að
ég gat skoðað þetta algerlega „abst-
rakt“. Eg sá ekki Ijóðið sem texta
heldur hluta af myndverki. Þetta
var grafiskt form á hvítum fleti og
innihaldið var kannski hafið eins
og í þessu tillekna dæmi og meira
þurfti maður ekki. Þá er liturinn
blár og ákveðin hrynjandi í pensil-
skriftinni. Það era báramar sem eru
hrynjandi hafsins.
Vegna þessa era hvítu fletimir
á síðunum afar mikilvægir. Þeir
skapa jafnvægið sem er milli
myndverkanna og hins prentaða
Ijóðs. Eins og þú getur séð era
myndimar í bókinni mjög misstór-
ar, sumar allstórar en aðrar smækk-
aðar næstum niður í „Hópflug
ítala“, frímerkjastærðina. Með því
eram við að leitast við að ná
bylgjuhrcyfingu inn í byggingu
bókarinnar. Við höfum þannig ekki
togast á um plássið á einstökum
síðum, heldur stefnt að því að þetta
séu öldur sem rísa og hníga.
Bókin sem slík stendur þannig
sem verk.
Einar Már:- Þú getur áreiðan-
lega fundið línur eða þræði í Ijóð-
unum sem slíkum ef þú Iest þau ein
og sér og sama er að segja um
myndimar. En það er þctta samspil
sem hefur yfirhöndina. Við forum
yfir afskaplega vítt svið í þessari
bók. Þetta er ekki leit að endanleg-
um ályktunum eða niðurstöðum.
Við erum að þreifa á þessu við-
fangscfni og reyna að afmarka það
á einhvem hátt.
- Þið hafið sagt mér að þessi
bók byggist á blindri trú ykkar á
verkið. Því er hins vegar almennt
haldið fram að tungumálið hafi
misst saklcysi sitt, ritaður texti njóti
ekki virðingar og inyndlistin sé tóm
form og stcfnur. Hvaðan kemur
ykkur þá þessi trú?
Einar Már: - Við höfum hafnað
öllu þessu kjaftæði fyrir löngu. Við
leitum í þá helð scm við cigum í
ritlist og myndlist og í þjóðlífið
sjálft og Iandið. Það er sá ismi scm
við aðhyllumst. Þar era Ijársjóðim-
ir óþrjótandi, söguefni og myndefni
endalaus. Við hlustum ekki á neitt
krepputal. í dag er búið að gera
alltof mikið að því að bása niður
stcfnur og strauma í listum og það
verður oft ekkert annað en leikur að
tómum orðum. Það sem er að ger-
ast cr að öll form era að renna sam-
an og verða að einu. Það þýðir ekk-
ert að vera að grafa upp úr orða-
bókum einhverjar stefnur og blása
sig út með þeim. Víðátta lífsins
rúmast ekki á einum þröngum bás.
Hins vegar er kannski ekki hægt að
túlka hana nema með því að hafa
þetta allt saman í farteskinu.
Tolli: - Við vitum að á síðari
hluta þessarar aldar hefur listin
fengist mikið við formgreininguna.
Það er verið að greina miðilinn og
fást við hann sem slíkan. Myndlist-
in er að kljást við sjálfa sig og lista-
söguna frekar en að vera samskipti.
Auðvitað þurfa allir að vera með-
vitaðir um innri lögmál þess miðils
sem þeir vinna með, en það á ekki
að koma í veg fyrir að þessi miðill
leiki frjáls í höndum þér og dansi
eftir því sem hugur og hjarta vilja.
Það er eins og með náttúrana sjálfa.
Þegar hún er uppá sitt fegursta þá
ert þú ekkert að greina hana. Þú
nýtur hennar þó að innan hennar
séu ótal lögmál i gangi og til Qöl-
margar skilgreiningar á þeim.
Mér finnst tuttugasta öldin vera
að skila okkur inn í þá næstu með
þann boðskap að við getum ekki
lengur skoðað þróunina sem eina
beina línu. Vísindamenn halda þvi
reyndar fram að bein lína sé ekki
til. Mannkynið stendur frammi íyr-
ir því hve dýrmætur er allur sá
sjóður sem saga þess hefúr safiiað
saman á árþúsundum. Við eigum
að geta gengið í allan þennan arf til
að átta okkur á framtíðinni og skilja
hana.
Eini möguleikinn til að komast
af í framtíðinni er að ganga á lá-
réttu plani að þeim öldum sem liðn-
ar era.
Einar Már: - Það er hlutverk
listamannsins í dag að koma öllum
þessum sjóðum til skila, færa and-
ann á milli alda.
- Erað þið þá ekki gersneyddir
öllum framleika?
Báðir í einu: - Það er ekki þar
með sagt.J
ToIIi: - Krafan um framleika
hefur þróast út í skilyrt viðbrögð.
Framleiki frumleikans vegna vill
oft verða á kostnað andagiftarinnar
og þess lífs sem einkennir góðar
listir. Þetta snýst oft upp í örvænt-
ingarfulla sýtidarmennsku sem ein-
kennist af stanslausum yfirlýsing-
um um hvað sé í tísku og hvað sé
endanlega dautt. Hvað má og hvað
má ekki? Menn era að hoppa þetta
úr einum bás i annan efiir því
hvemig vindar blása í hinum og
þessum stórborgum heimsins og
kapítalið streymir úr galleríi í
banka og svo era listamennimir að
rembast við að leika dagblaðið frá í
gær! Listamenn verða að skapa sér
olnbogarými og krefjast frelsis.
Þessi viðhorf okkar era auðvitað
háð tíma og rúini. Þetta er engin
stefnuyfirlýsing.
Einar Már: - Ef skáldsagan er
tekin sem dæmi þá hefur einmilt
þetta verið að gerast. Það hefur ver-
ið lögð æ meiri áhersla á að skrifa
einfaldlega góðar sögur án þess að
velta því fyrir sér hvort þetta tækni-
bragðið sé með eða þessi isminn í
lagi.
Miðja veraldarinnar er þar sem
þú stendur. Mannkynið stendur á
krossgötum vegna mikilla breyt-
inga, það stendur yfir alþjóðleg
gerjun og þá leitar listsköpunin á
vit hins sfaðbundna. En þó að öll
mikil list sé staðbundin þýðir það
ekki endilega að öll staðbundin list
sé mikil.
- Ef „nýjungin" mótar ekki við-
horf ykkar til listarinnar hvað mót-
ar það þá?
NYTT HELGARBLAÐ
10
FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991
Öll form eru að renna saman i eitt,
segir Einar Már Guðmundsson. Hér
er hann staddur i heimsókn hjá
myndlistarnemum. Mynd: Kristinn.
Einar Már: - Eitt af því sem
hefúr laðað mig að myndunum
hans Tolla er að hann málar lands-
lagsmyndir ef honum sýnist.
Spumingin er hvort hún virki, hvort
hún segi eitthvað, en ekki hvort það
sé úrelt að mála landslagsmynd, -
hvort einhver hafi gert það áður!
Tolli: - Galdurinn í þessu er at-
höfnin. Það er alveg eins og með
lífið sjálft. Þú verður að lifa því.
Vandamál listarinnar eru miklu
frekar félagsfræðileg og sálræn en
fagurfræðileg. Þetta snýst engu
minna um samskipti listamanna og
valdahlutföll milli þeirra, í hvaða
farveg fer metnaðurinn, hvað ætl-
arðu að verða þegar þú verður stór?
Listamenn skýla sér gjaman á bak-
við það að þeirra átök séu „glíma
andans“, en þegar undir teppið er
gáð þá sérðu sömu hégómagimdina
- í stuttu máli sagt sömu breysk-
leika og hvar annars staðar. Þetta
ræður oft mestu um það hvað er
tekið gott og gilt í listum. Það sem
mér finnst fyrst og fremst snúa að
listinni í dag er samkenndin og
ábyrgðin yfir því að vera mann-
eskja, frekar en ábyrgðin sé í því
fólgin að vera listamaður. Hver
djöfullinn er það?
- Hvenær kemur andinn frekast
yfir ykkur? Er það þegar þið erað í
miðju kafi að skapa?
Einar Már: - Eg held að það
gerist frekast í óreiðunni. Þú byrjar
með óljósa hugmynd en fjarlægt
markmið. I vinnuferlinu breytist
þetta óljósa markmið. Þá liggja
vegir til allra átta.
Tolli: - Þegar ég lendi í því að
gera mynd sem mér finnst sjálfum
veralega góð kemur það mér alltaf
jafnmikið á óvart. Þú leggur af stað
með hugboð og svo fmnurðu allt í
einu að nú er það að gerast, það
léttist í kviðarholinu, það slaknar á
öxlunum og þú finnur jafnvel þó að
ekki séu komin nema örfá strik að
þessi mynd gengur upp.
-kj
Listamenn þurfa olnbogarými og
frelsi til að gera það sem þeim sýn-
ist, segir Tolli, sem gekk til sam-
starfs við Einar Má og fékk hjá hon-
um sigarettu. Mynd: Kristinn.
NÝTT HELGARBLAÐ
1 1 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER
í Ijósi sögunnar
Manngerðir hellar á Islandi era ekki á hvers manns
vöram. Árið 1982 hófu þau Ámi Hjartarson, jarð-
fræðingur, Guðmundur J. Guðmundsson og Hall-
gerður Gísladóttir, sem bæði era sagnfræðingar,
mikla rannsókn á þessu sérkennilega fyrirbæri.
Fyrir nokkram dögum kom út myndarieg bók eftir
þau hjá Menningarsjóði: „Manngerðir hellar á (s-
landi“. Ritið er ágætt dæmi um þjóðlegan fróðleik
eins og hann gerist bestur. Hér er unnið af vísinda-
legri nákvæmni og áhuga á lífsháttum íslenskrar
þjóðar á liðnum öldum.
- Hvemig er venjulegur, manngerður hellir?
Ámi: - Hann er þannig að hóllinn eða sand-
steinninn er holaður innan. Þar framan við era svo
byggð nokkuð löng göng, svokallaður forskáli. Það
þarf oftast að ganga nokkrar tröppur niður í hellinn. í
forskálanum eru hlaðnir veggir og þar inn af er hvelf-
ingin.
- Hvemig er hægt að sjá að þetta hafa verið
mannabústaðir?
- Ámi: - í Kolsholtshellishelli í Flóa fúndust til
dæmis öskuhaugar beggja vegna hellisins. Þeir hafa
þótt benda til búsetu. Þar í nánd er engum öðrum
húsum til að dreifa. Þetta era gamlir öskuhaugar,
taldir vera frá því um fjórtánhundrað. Þess era líka
dæmi að brunnur hafi verið grafinn í hellisgólfið
Hallgerður: - Sögusagnir tengjast líka búsetu. í
Þórunúpshelli era stutt göng til austurs, rúma 3 metra
innan við munnann. Þau tengja lítinn helli við aðal-
hellinn. Sagan segir að litli hellirinn hafi verið her-
bergi sauðamanns, en féð hins vegar í aðalhelllinum.
- En hvers vegna sneruð þið ykkur að þessu við-
fangseíni?
- Hvað mér viðvíkur, sagði Hallgerður,
þá vann Ámi að jarðfræðirannsóknum við
Þjórsá árið 1982. Hann leigði hús á Ási í
Ásahreppi og ég kom í heimsókn til hans.
Þá leiddi hann mig að myndarlegum hól,
skammt frá bænum, og sýndi mér á honum
gat. Við gengum síðan inn í hólinn sem
reyndist holur að innan. Þctta kom mér af-
skaplega mikið á óvart. Ég hafði ekki heyrt
talað um að menngerðir hellar væru til á Is-
landi, hvað þá að til væra rétt um níutíu
friðaðir, manngerðir hellar. Þá var ég þó
búin að fara í gegnum sagnfræði í Háskól-
anum og orðin starfsmaður á Þjóðminja-
safhi.
Guðmundur: - Að vísu voram við An-
ton Holt búnir að huga að þessu máli áður.
Ætli það hafi ekki verið 1976 eða 1977. Þá
skoðuðum við nokkra hella, gerðum á þeim
grófar mælingar og gáfúm út lítið kver sem
aðallega miðaði að því að vekja athygli á
hellunum. Síðan varð ekkert meira úr því.
Hallgerður: - Við Ámi mældum upp
þennan helli þama á Ási og fórum upp úr
því að athuga hvað til væri um þetta og
rákumst þá fljótlega á þetta kver Guð-
mundar, höfðum þá samband við hann og
hann slóst í hópinn. Eftir það fóram við
gjaman um helgar og í öðrum ffíum austur
fyrir fjall til þess að mæla hella. Tókum
einn og einn helli í einu.
- Hvemig tókuð þið á þessu, að hveiju voruð þið
að leita?
Hallgerður: - Við ætluðum okkur fýrst og fremst
að safua gögnum um þetta, - öllum heimildum sem
finnanlegar væru. Það er alltaf grundvallarvinnan við
athugun af þessu tagi.
- En hvers vegna fannst ykkur það rétt? Hefði
ekki bara mátt moka ofaní þess hella og slétta yfir allt
saman?
Hallgerður: - Það er útaf fyrir sig nokkuð góð
spuming. Alla vega verða menn fljótiega að gera það
upp við sig, því að þessir hellar sem era elstu uppi-
standandi hús á íslandi era óðum að fyllast og eyði-
leggjast. Við erum hins vegar nægilega skrýtin til að
hafa áhuga á vemdun menningarminja.
Guðmundur: - Þetta viðhorf okkar er eins konar
afbrigði frá því sem algengast er, svo að líklega er
rökrétt að álykta sem svo að við séum afbrigðileg.
- Hvemig er að koma inn í svona helli? Hvemig
er stemmningin?
Hallgerður: - Yfirleitt líður mér vel í hellum, en
þó hefúr komið fyrir að ég fýlltist svo miklum
óhugnaði að ég varð að reka hausinn upp um strompa
eða göt til að geta komið því í verk að skrifa niður
mælingar og annað sem þurfti að gera.
Guðmundur: - Það er óskaplega mismunandi
andrúmsloft í þessum hellum, það er alveg eins og í
húsum. Það er til dæmis unaðslcgt að koma í Hey-
hellinn í Gegnishólum. Það er eins og að sitja fýrir
háaltarinu í Péturskirkju.
- Hvemig verður þetta andrúmslofl til?
- Ætli við verðum ekki að segja að íbúamir hafi
skapað það í aldanna rás? Ég get sagt þér alveg
magnaða, sígilda draugasögu sem ég Ienti í. Það var
meira að segja sannorður maður með mér. Við voram
að mæla hella á Traðarholti i Ölfusi, mældum reynd-
ar íýrst hellinn á Hóli og tókum þar rnyndir. Þar setti
ég niður allar mínar græjur, en þegar ég ætla að fara
að taka myndir í Traðarholti þá vantar flassið í tösk-
una! Ég káfa ofaní alla töskuna og fer með hana út til
að skoða þetta nánar og aftur inn, en ekkert gengur.
Þar er ekkert flass að finna!
Ég var náttúrlega hinn versti og taldi mig hafa
týnt flassinu á Hóli. Við töltum aftur yfir að bílnum,
keyram að Hóli og leitum durum og dyngjum, en allt
kemur fýrir ekki. Við fóram aftur að Traðarholti og
ég ákvað að taka myndimar á tíma. Opna myndavél-
ina og læt hana vera opna einar tvær þijár mínútur.
Það gekk ágætlega. Það komu út úr þessu fínar
myndir. Við förum svo aftur að bilnum og erum að
ganga frá og þá blasir flassið við í töskunni. Segi
menn svo bara að íslenskir draugar séu einhveijar
fomeskjuverur sem ekki kunna á tæknina. Hann tók
frá mér eina apparatið sem gat komið í veg fýrir
myndatöku, nema auðvitað myndavélin sé sjálf talin.
Hann áttaði sig bara ekki á tímastillingunni á vélinni.
Það hefðu kannski margir efast ef ekki hefði ver-
ið sannorður maður með mér, en svona var þetta nú!
Ámi: - Nú notar Guðmundur tækifærið því að
við strikuðum þessa sögu út úr bókinni.
- Hvað hefúr verið gert við þessa hella annað en
að búa í þeim?
Hallgerður: - Það er ýmislegt. Þeir hafa verið
geymslur og gripahús, meira notaðir fyrir stórgripi
áður á tíðum en nú er. Þeir era enn notaðir sem fjár-
hús og hlöður. Líka undir kartöflur og rófúr.
Guðmundur: - Það er dálítið merkilegt að sumir
hellanna virðast henta vel til að geyma í þeim rófúr
og aðrir aftur betur undir kartöflur. Það hafa bændur
margsinnis sagt okkur. Það getur jafnvel verið
ómögulegt að geyma kartöflur og rófúr í sama hellin-
um. r
Ámi: - Við settum saman Iista yfir að mig minnir
þijátíu mismunandi hlutverk hella. Það er allt frá
mannabústöðum og eldsmiðjum að hundahreinsunar-
kofúm.
- Hvað teljiði að þessi hellagerð sé gamall siður
hjá þjóðinni?
Guðmundur: - Frá landnámsöld.
- Hvers vegna er dreifingin um landið svona mis-
jöfn?
Ami: - Það er útaf bergtegundum. Það er lang-
auðveldast að grafa hella í þessa sandsteinshóla sem
víða má finna í nánd við bæi á Suðurlandi. Þess hátt-
ar hólar eru fágætir annars staðar. Það er líka ágætt
að grafa hella í íslenska móbergið. Það liggur þess
vegna beinna við að grafa hella á móbergssvæðinu en
blágrýtissvæðinu. Þar hefúr verið nánast ómögulegt
að grafa með þeirri tækni sem menn höföu yfir að
ráða.
Á Suðurlandinu hafa menn þannig reynt töluvert
fyrir sér í þessum eíúum og manngerðir hellar orðið
töluvert áberandi hluti af húsakosti. Eins og fram er
komið þá hafa menn sennilega fengist við þetta allt
frá landnámstíð og þurfa í raun og vera ekki neina
aðfengna þekkingu til þess að láta sér detta þetta í
hug.
- Er þetta sérstakt i islenskri byggingarsögu?
Guðmundur: - Nei, það er það ekki. A írlandi
voru þeir framundir 1400 að búa til hella. Sömu sögu
er að segja ffá Frakklandi og Þýskalandi.
Hailgerður: - Hér eram við að þes_su fram á
miðja tuttugustu öld. Það era enn á lífi íslendingar
sem era fæddir í hellum.
Ámi: - Það virðist alltaf hafa verið feimnismál
hér á landi að hafa búið í helli eða jarðhýsi, en það
hefur viðgengist á öllum öldum.
- Hvemig sögur tengjast hellunum?
Ámi: - Nokkrar flökkusögur tengjast svona hell-
um bæði hér og erlendis. Það era sögur af skepnum
eða mönnum sem villast og koma síðan upp í næsta
landshluta.
Hallgerður: - Eða byggðarlagi og þá gjama með
gullsand milli tánna eða höföu sviðnað, því að ein-
hvers staðar liggur dreki á gulli.
Guðmundur: — Það er líka nokkuð um sögur af
hellisbúum sem eru skapstirðir eða fúllyndir.
Ámi: - Þeim er ekki verr við neitt annað en að
menn hafi í ffammi einhvem gleðskap.
Guðmundur: - Þeir sem leyfa sér það verða oft
geðveikir eða fótbijóta sig.
Hallgerður: - Út úr sumum hellunum má alls
ekki moka, að því er sagan segir.
Ámi: - Það hafa einhveijir bölvaðir letingjar
komið þeirri sögu á kreik.
-kj
Hallgerður Gisladóttir, Árni Hjartarson og Gvðmundur J. Guð-
mundsson. Mynd: Jim Smart.