Þjóðviljinn - 20.12.1991, Page 12
S k á k
Hannes Hlífar
Hannes Hlífar Stefánsson
varð í 5.-7. sæti á allsterku móti
sem haldið var í Budapest í Ung-
verjalandi og lauk fyrir skömmu.
Mótið var í 9. styrkleikaflokki
FIDE, og þar sem Iokuð mót,
sem svo eru kölluð ef allir kepp-
endur tefla innbyrðis, eru ekki á
hverju strái fyrir unga og metn-
aðarfuiia skákmenn fékk hann
kjörið tækifæri til að ná áfanga
að alþjóðlegum stórmeistaratitli.
Hann hefur nýlega gert sam-
komulag við skákfélag Malmö,
sem hefur innan sinna vébanda
nokkra íslenska skákmenn t.a.m.
Gunnar Finnlaugsson og Amþór
Einarsson, um taflmennsku fyrir
félagið í sænsku deildarkeppninni
gegn framlagi nokkurra farseðla
sem vitanlega skipta miklu íyrir
menn á faraldsfæti. Eftir að hafa
teílt nokkrar skákir í sænsku deild-
inni í nóvember sl. hélt Hannes
með lest frá Malmö til Budapest og
tók það ferðalag nálega 30 klst.
Mótið innihélt 12 skákmeistara,
hófst 25. nóvember og lauk 6. des-
ember. Það var að mestu skipað
ungum og efnilegum skákmönnum
þó innan um væru kappar á borð
við Istvan Csom sem staðið hefur í
fylkingarbrjósti ungverskrar skák-
listar um langt skeið.
Hannes byrjaði ekki vel og
hafði hlotið 2 vinninga að loknum
sex umferðum eftir fremur slysaleg
töp. Lokaspretturinn var hinsvegr
velheppnaður, 3 1/2 vinningur úr
fímm síðustu skákunum. Frammi-
staða hans á þessu ári hefur valdið
nokkrum vonbrigðum, en hann
hefur þó heyjað sér mikilsverða
reynslu sem án efa mun skila sér í
betri árangri á næstunni. Hann
hyggur á aðra Ungverjalandsferð
eftir nokkra mánuði, en þar eru
haldin mörg eftirtektarverð mót ár
hvert, og má geta þess að Héðinn
Steingrimsson tefldi í Ungverja-
landi sl. sumar. með ágætum ár-
angri.
Lokaniðurstaðan:
1.-2. Lutz (Þýskalandi) og Ba-
burin (Sovét.) 3. Loginov
(Sovét.) 7 1/2 v. 4. Csom
(Ungv.land) 6 1/2 v. 5.-7. Hannes
Hlífar, Schlosser (Þýskaland) og
Almasi (Ungv.Iand) 5 1/2 v. 8.-9.
Petran (Ungv.land) og A. Petrosjan
(Armeníu) 5 v. 10. Stem (Þýska-
land) 4 1/2 v. 11. Horvath
(Ungv.land) 4 v. 12. S. Farago
(Ungv.land) 1 1/2 v.
Við skulum líta á tvær skákir
Hannesar frá lokasprettinum. I
þeirri fyrri er tekið til meðferðar
afbrigði Skandinaviska leiksins
sem Hannes gjörþekkir. Dreka-af-
brigðið verður upp á teningnum í
seinni skákinni og þar kemur nafni
stórmeistarans Ivan Farago ekki að
tómum kofunum hjá Hannesi:
Zoltan Horvath -
Hannes Hlífar Stefánsson
Skandinavíski leikurinn
1. e4 d5
2. exd5 Rf6
3. d4
(Ekki þykir hættandi á „ís-
lenska bragðið“ sem kemur upp
eftir 3. c4 e6!? Það hefur fengið all
rækilega umfjöllun í skáktímaritum
heims.)
3... Rxd5
4. RO g6
5. Be2 Bg7
6. 0-0 0-0
7. h3 c5!
(Horvath hefur sennilega ekki
verið kunnugur því, að hér er að
koma upp staða sem Hannes þekkir
frá fyrri skákum. Hann vann t.d.
hinn öíluga þýska stórmeistara Lo-
bron á úrtökumóti GMA í Moskvu
1989, en þar var hrókur hvíts á el í
stað peðs á h3. Að öðm Ieyti teflist
skákin eins fram að 10. leik hvíts.)
8. dxc5 Ra6
9. Bxa6 bxa6
10. c4?!
(Eftir þennan leik sem veikir
hvítu reitina um of lendir hvítur í
í 5.-7. sæti í Budapest
hartnær óyfirstíganlegum erfiðleik-
um.)
10.. . Rb4
11. Rc3 Bf5
12. Rel Dxdl
13. Rxdl Hac8
14. Be3 Be6
15. a3 Rc6
16. RO
(Hvítur getur ekki varið c4 -
peðiðt.d. 16. Hcl Ra5!
o.s.frv.) /
16.. . Bxc4
17. Hel Bd5
18. Rd2 f5
19. O Hfd8
20. Hcl a5!
(Svartur ræður lögum og lof-
um. Þetta má kallast draumastaða
unnenda Skandinavíska leiksins.)
21. Rc3 Bf7
22. Ra4 Hd3
23. Rc4 Hcd8
24. Kfl Bf6
(Hvítu mennimir eiga enga
reiti og svartur getur hagað upp-
byggingu stöðu sinnar á hvem
þann hátt sem hann lystir.) 25. Hc2
Rd4!
26. Bxd4 H8xd4
27. Hecl Be8!
(Nú fellur peð og síðan annað.)
28. b3 Hxb3
29. Rab2 Hd5
- Hvítur gafst upp því hann tap-
ar öðm peði til viðbótar og frekara
viðnám er gjörsamlega vonlaust.
Hannes Hlífar Stefánsson
Sandor Farago
Sikileyjarvörn
1. e4 c5
2. ROd6
3. d4 cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 g6
6. Be3 Bg7
7. O Rc6
8. Dd2 0-0
9. Bc4 Bd7
10. 0-0-0 Re5
11. Bb3 Hc8
12. h4 h5
13. Bg5 Hc5
14. Kbl b5
15. g4 a5
16. Bxf6 Bxf6
17. gxh5 a4
18. Bd5 e6
19. hxg6 exd5
20. h5 Bg5
21. f4
(Þetta mun allt saman hafa sést
áður. Hannes hefur kynnt sér
Dreka-afbrigði Sikileyjar- vamar-
innar rækilega. Eftir að við Hannes
höfðum skoðað skákir frá Buda-
pestar-mótinu tefldi Hannes nokkr-
ar hraðskákir við forrit sem ég hef
undir höndum, knúið áfram af
geysiöflugri einkatölvu. Svo fúrðu-
lega vildi til að strax í fyrstu skák
kom þessi staða upp, forritið er
greinilega vel matað upplýsingum
og mddi út úr sér þessari löngu te-
óríu án þess „að depla auga“. A
þessum punkti skildu leiðir, tölvan
lék 21. .. Rc4 sem er betra, en ég
rek ekki framhaldið frekar né held-
ur niðurstöðuna!)
21... Bh6
22. Rxd5 Rc4
23. Dg2 Hxd5
(Það er erfitt að benda á mistök
svarts sem hyggst létta
á stöðunni með þekktri skipta-
munsfóm, en Hannesi liggur ekkert
á að hirða hrókinn.)
24. gxf7+ Kh8
25. Dg6!
(Geysiöflugur millileikur. Hót-
unin er vitaskuld 26. Dxh6 mát.
Svartur á engra kosta völ.)
25.. . Hxf7
26. Dxf7 Hc5
27. Hdgl De8
28. Df6+ Kh7
29. Dg6+!
(Byggir á 31. leiknum sem ger-
ir út um taflið í einu
vetfangi.)
29.. . Dxg6
30. hxg6+ Kg7
31. Hxh6! Kxh6
32. g7 Hc8
33. g8(D) Hxg8
34. Hxg8 Rd2+
35. Kcl Rxe4
36. f5 Kh7
37. Hd8 Rf6
38. Re6 Be8
39. Hxd6 Re4
40. Hd4 Rf6
41. Rc7 Bd7
42. Hd6 Kg7
43. Rd5
- og svartur gafst upp.
B r i d g e____________
Með (Bermuda)bros á vör
Bridgesambandið hóf dreif-
ingu „Bermudakrossins“, bók
um heimsmeistaramótið i Yoko-
hama, sl. fostudag. Fyrstu ein-
tökin voru afhent Davíð Odds-
syni forsætisráðherra og Stein-
grimi Hermannssyni fv. forsætis-
ráðherra á Alþingi.
Sala bókarinnar hefur gengið
mjög vel til þessa, og er hún til
sölu í öllum helstu bókabúðum
landsins, auk þess sem hcnni cr
dreifi af BSÍ til allra aðildarfélaga
sambandsins. Er vonandi að bókin
fari sem víðast um þessi jól. Það
em Guðmundur Sv. Hermannsson
og Guðmundur Páll Arnarson
(heimsmeistari) sem skrá viðburði
frá ævintýrinu í Yokohama í októ-
ber, er lslendingar urðu í fyrsta
skipti heimsmeistarar í flokka-
íþrótt.
Bemódus Kristinsson og Ámi
Loftsson urðu sigurvegarar í Opnu
móti L.A. Café, sem spilað var sl.
laugardag. í 2. sæti urðu Sverrir
Ármannsson og Matthías Þorvalds-
son og í 3. sæti, Jón Baldursson og
Aðalsteinn Jörgensen.
Aðeins 24 pör mættu til leiks,
en yfir 30 pör vom skráð. Enn á ný
sannast kenningin um morgun-
spilamennsku. Að hefja kcppni kl.
10 árdegis í móti sem þessu er
svipað og að verðlauna menn fyrir
að aka ófullir í umferðinni. Ég veit
ekki hvor ákvörðunin er vitlausari.
Hlýtur þó að lýsa nokk þeim sem
taka slíkar ákvarðanir.
Um framtak L.A. Café er þó
gott eitt að segja. Meira af siíku.-
Rcykjavíkurmótið í sveita-
keppni hefst mánudaginn 6. janúar,
í Sigtúni 9. _ Skráning er m.a. á
skrifstofu BSÍ.
Spiladagar 8. jan., fimmtudag
9. jan., laugardag 11. jan., sunnu-
dag 12. jan., miðvikudag 15. jan.
og mánudag 22. jan. Til vara: laug-
ardag 18. jan. og sunnudag 19. jan.
Af þessari upptalningu sýnist
mér að fyrirkomulagið sé 2 leikir á
kvöldi, allir v/alla. 11 efstu sveit-
irnar ávinna sér rétt til þálttöku í
Islandsmótinu, en 4 efstu spila til
úrslita um Reykjavíkurhomið.
Mótið verður reiknað út eftir Butl-
er- fyrirkomulagi (porin) af Krist-
jáni Haukssyni, sem jafnfamt mun
stýra spilamennsku.
Bridgcfélag Hafnarfjarðar
stendur (að venju) fyrir Opnu stór-
móti milli jóla og nýárs. Áð þessu
sinni verður spilað laugardaginn
28. descmber. Spilað verður í Viði-
staðaskóla. Góð peningaverðiaun í
boði.
Sögur af Snorra Sturiusyni,
þeim aldna heiðursmanni íslenskr-
ar bridgesögu, munu birtast í jóla-
blaði Þjóðviljans 21. desember (á
morgun). Þar segir af karlinum inni
á spítala, en þangað var hann flutt-
ur í október á þessu ári. Eins og
glöggir lesendur muna, var það
einmitt um það leyti scm við vor-
um að berja á andstæðingum okkar
í Japan. Állt það bankarí tók ansi
mikið á karlræfilinn.
Sveit Steingríms Steingríms-
sonar sigraði aðalsveitakeppni
Skagfirðinga, sem lauk sl. þriðju-
dag. Auk Steingríms spiluðu í
sveitinni: Sigtryggur Sigurðsson,
Magnús Torfason, Hrólfur Hjalta-
son og Friðrik Vigfússon.
Röð efstu sveita varð:
1. sveit Steingríms Steingríms-
sonar 237 stig
2. sveit Sigmars Jónssonar 221
stig
3. sveit Magnúsar Sverrissonar
219 stig
4. sveit Sigurðar Ivarssonar
218 stig
5. sveit Rúnars Lárussonar 214
stig
6. sveit Hjálmars S. Pálssonar
212 stig
Einnig var tekin létt jólasveina-
keppni seinni hluta kvöldsins.
Efstu skorir Jóku: (N/S) Ármann J.
Lárusson - Ólafur Lárusson 100 og
(A/V) Hrólfur Hjaltason - Stein-
grímur Steingrímsson 112. Auk
þess voru veitt önnur þenn kon-
fektverðlaun, sem hlutu: Árni
Loftsson - Þröstur lngimarsson
100, Jens Jensson - Jón St. Ingólf-
son 98 og Helgi Hermannsson -
Kjartan Jóhannsson 97.
Skagfirðingar óska spilurum
gleðilegra jóla. Starfsemin hefst
þriðjudaginn 7. janúar, á nýju ári,
með eins kvölds tvímennings-
keppni.
Og minnt er á skilafrest brons-
stiga og félagsgjalda til BSÍ. Þau
verða að hafa borist fyrir 10. janú-
ar, til birtingar í næstu meistara-
stigaskrá, sem væntanlega kemur
út í byrjun febrúar.
Umsjónarmaður óskar lesend:
um þáttarins gleðilegra jóla. I
næsta þætti (milli jóla og nýárs)
verður valinn bridgemaður ársins
ogannáll 1991 rakinn.
Umsjónarmaður „hakkaði“ í
sig Bermúdabrosið (bók um HM
sem BSÍ gaf út í síðustu viku) á
mánudagskvöldið. Takk, Ella.
Bókin er afar eiguleg, í vönd-
uðu broti, samtals 152 bls., með
fjölda áður óbirtra mynda og spila.
Við hæfi er að taka fyrir eitt spilið
úr bókinni. Það spil er ekki lýsandi
dæmi um þá velgengni sem liðið
átti að fagna í Japan. En spennandi
hlýtur það að hafa verið.
4 : G53
¥: 103
♦ : G10963
♦ : 532
4: ÁK872 ♦: D6
♦:8742 ♦: ÁG965
♦: 74 ♦: Á82
*: ÁIO ♦: K84
4: 1094
♦: KD
♦ : KD5
♦: DG976
Sagnir gengu í Opna salnum
(með þá Aðalstein í Vestur og Jón
Baldursson í Austur):
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði 1) pass 2 lauf pass
2 grönd pass 3 lauf pass
3 tíglar 2) pass 3 hjörtu pass
4 lauf 3) pass 4 tíglar pass
4 spaðar 4) pass 4 grönd pass
5 tíglar 5) pass 6 hjörtu pass
pass pass
Allar sagnir Austurs eru spum-
arsagnir (biðsagnir). Og Vestur
hefur sagt frá:
1. 5 spaðar og 4 hjörtu.
2. 2 tíglar og 2 lauf.
3. 5 kontról (ás er tvö og kóng-
ur eitt).
4. kontról í spaða, ekki hjarta.
5. kontról í laufi, ekki tígli.
Slemman vinnst ef ekki kemur
út tígull, en Pólverjinn átti hjónin,
og fór ekki hjá því að tígukóngur
kæmi út. Tekið á ás og hjartaás
lagður niður. Drottning ffá Suður
og Jón fylltist vonarglætu. Ekki
versnaði staðan þegar báðir fýlgdu
með í spaðanum þrisvar og tígli
hent í. Meiri spaði, tromptía fiá
Norður, gosi hjá Jóni... og nú er
spilið unnið ef Norður hefur átt
KlOx í trompi í byijun. En, því
miður. Pólverjinn í Suður yfirtr-
ompaði og tók á tíguldömu. Einn
niður.
Á hinu borðinu voru spiluð 4
hjörtu. 11 slagir og 11 stig út.
NYTT HELGARBLAÐ
1 2 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER I99l