Þjóðviljinn - 20.12.1991, Page 17

Þjóðviljinn - 20.12.1991, Page 17
J ó I a h a I d HIALPIÐ OKKUR AÐ GLEÐIA AÐRA . JÓLASÖFNUN Innan um glys og munaóan'örur í Kringlunni stendur Daniel Óskarsson frá Hjálprœðishernum og safnar peningum svo einstœðingar ogfátœklingar geti lika haldið jól. Mynd: Jim Smart. Jólahald fyrir einmana og húsnæóislausa Jólaháttðin er sá tfmi þegar flestir reyna að dvelja I faðmi fjölskyldu og vina. En á þessari tjölskyldu- og gjafahátíð finna aðrir sárast fyrir einmanaleika og fátækt. Til að einstæðingar og húsnæðis- lausir geti einnig haldið hátíðleg jól reyna ýmsir aðilar að koma til hjálpar. Mæðrastyrksnefnd hefur árum saman útdeilt bæði mat og klæðum til bágstaddra. Hjálpræö- isherinn og félagasamtökin Vernd halda jólaboð á aðfangadag fyrir þá sem eiga ekki í önnur hús að venda. Jólahald Hjálpræðishersins er hefð frá síðustu aldamótum. Þá bauð herinn heimilislausum til sín, en ekki síður erlendum skipshöfn- um sem komu til hafnar yfir jólin. Skipin voru ekki vistlegir íveru- staðir á þeim tíma og sjómennimir fjarri vinum og ættingjum. Daníel Oskarsson, major í Hjálpræðis- hemum, segir að til þeirra komi nú alls konar fólk, einmana manneskj- ur, þeir sem eiga engan að, heimil- islausir, útlendingar. Þetta er blandaður hópur því nokkrir með- limir Hjálpræðishersins taka þátt í jólahaldinu ásamt fjölskyldum sín- um. Að sögn Daníels koma einnig fjölskyldur utan úr bæ. Stundum hefur verið þama fólk af fimmtán til tuttugu mismunandi þjóðemum. „Stemmningin hjá okkur er mjög góð,“ segir Daníel, „við syngjum jólasálma og lesum jólag- uðspjallið á þremur tungum“. Borðhaldið er sameiginlegt og skemmtiatriði á milli. Síðan em borðin fjarlægð og gengið í kring- um jólatré og farið í leiki. Allir sem koma fá gjafir. „Þetta er eins og hjá stórri fjölskyldu,“ segir Daníel. Á eftir er farið yfir í gisti- húsið og drukkið kaffi í og spjallað saman. Bæði hangikjöt og steik verður á hátíðarborðinu, súpa í forrétt og einhver eftirréttur. Auk þess er boðið upp á kökur, ávexti og sæl- gæti. „Þetta er alveg eins og góður heimilisjólamatur,“ segir Daníel. Eftir hátíðina gista margir á hem- um yfir jólanóttina. „Hjá okkur búa margir öll jólin og hér er margt fólk á vegum Félagsmálastofnun- ar.“ Venjulega fylgir aðeins morg- unverður gistingu hjá hemum, en boðið er upp á mat á jóladag og nýársdag. Á Akureyri er Hjálpræð- isherinn með jólamat á aðfanga- dagskvöld að Hvannavöllum 10. Herinn í Reykjavík heldur líka Jólaguðspjallið í myndabók Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Barn er fætt í Betlehem. Textinn er sóttur til guðspjallamannanna Matt-eus- ar og Lúkasar þar sem segir frá fæðingu Jesú, en breska lista- konan Jane Ray gerði myndirn- ar. í kynningu FORLAGSINS segir: „Hér hefur mikil listakona myndskreytt jólaguðspjallið á þann hátt sem fangar athygli ungra bama. Sagan hefst þegar Gabriel erkiengill kemur til Mar- íu og boðar henni tíðindin sem í vændum em, og henni lýkur þegar þau Jósef og Maria snúa aftur heim til Nasaret með bam- ið. Jane Ray er viðfrægur mynd- listarmaður. Hún fæst einkum við að myndskreyta bamaefni og hefúr hlotið margvíslega viður- kenningu fyrir bækur sínar. Bam er fætt í Betlehem er 32 bls. í stóm broti. jólahátíð fyrir aldraða 27. desem- ber. Þá ætlar Pétur Sigurgeirsson biskup að koma og flytja hugvekju fyrir gamla fólkið. Vemd hefur ámm saman verið með jólahald í húsi Slysavamafé- lagsins á Grandagarði. Nú verður breyting á því búið er að innrétta húsnæðið sem stjómstöð fyrir björgunarstörf. Birgir Kjartansson hjá Vemd segir að Slysavamafé- lagið hafi alltaf verið svo vinsam- legt að Iána þeim húsnæði sitt end- urgjaldslaust. Að þessu sinni verð- ur jólahaldið í veitingahúsinu Furstanum, Skipholti 37. Birgir segir að það hús sé einnig lánað endurgjaldslaust. Allar veitingar á aðfangadag em líka gefnar af jóla- nefnd Vemdar. „Á aðfangadag koma til okkar einstæðingar, þeir sem eiga engan að eða em fjarri átthögunum, þeir sem hvergi eiga höfði að að halia eða em illa staddir félagslega á annan hátt,“ segir Birgir, „til okkar em allir velkomnir sem telja sig geta sótt hingað hjálp.“ Vemd opnar húsið klukkan 15 og þá er síðdegiskafTi, kökur og sælgæti á boðstólnum. Þegar jóla- hátíðin gengur í garð klukkan 18 er boðið upp á þríréttaðan hátíðamiat; súpu, hangikjöt með uppstúf og grænmeti og svo ávexti með þeytt- um rjóma í eftirrétt. Að loknu borðhaldi er jólahugvekja og síðar um kvöldið er svo boðið upp á kaffi og ijómatertu. Jólahaldinu lýkur svo um klukkan 23. „Hingað hefur komið ákveðinn kjami,“ segir Birgir. Allt að sjötíu manns hafa komið í jólamatinn en svo tínast margir burt. „Eftir sitja yfirleitt þeir sem em mest einmana og finnst gott að geta notið félags- skaparins á þessu kvöldi.“ Þegar fólkið fer er reynt að gleðja það með einhverjum pökkum. Stemmningin yfir jólahaldinu er mjög hátíðleg að sögn Birgis: „Þama kemur fólk sem maður sér yfirleitt dmkkið út á götu, eins prúðbúið og það framast getur. Allir em mjög stilltir og njóta há- tíðleikans.“ En jólanefnd Vemdar gerir fleira. Eitt af verkefnum hennar er að útbúa jólapakka og senda í öll fangelsin í landinu. Þetta em hátt í tvö hundmð pakkar að sögn Birgis. Hann segir að sem betur fer muni margir eftir því fólki sem ver jól- unum bak við lás og slá. -ag Sveifluannáll íslenska djassárið var sæmi- lega viðburðaríkt. Töluverður hópur manna sveiflaði sér víða um landið, en tvær helstu uppá- komumar vom Rúrekhátíðin í Reykjavík í lok maí og Djasshá- tíð Austurlands á Egilsstöðum í byijun júlí. Fjömgast var djass- lífið að venju í Reykjavík, þar var spilað á Púlsinum, Blúsbam- um, Kringlukránni, Fógetanum, Djúpinu, Mímisbar, Borginni, svo nokkrir staðir séu nefndir, auk þess sem djassinn heyrist stundum í framhaldsskólum höf- uðborgarinnar. Austfirðingar (með liðstyrk trompetieikarans og Mývetningsins Viðars Al- ffeðssonar) létu sér ekki nægja að spila á árlegri Egilsstaðahátíð og héldu marga tónleika, flesta innan kjördæmisins. Vestfirðing- ar luma á prýðis djasskvintett eins og getið var um í þessum pistli fyrir nokkm og á Húsavík er harðsnúinn flokkur sveiflu- vina. Islenskir djassmenn spil- uðu töluvert erlendis á árinu: söngkonan Ellen Kristjánsdóttir fór með flokk mannsins (síns) á Pori hátíðina í Finnlandi, til Danmerkur og New York, Gammar léku á hátíð í Gauta- borg, kvartett Sigurðar Flosason- ar lék á útvarpsdjassdögum í Kaupmannahöfn og kvartett und- irritaðs á norrænni djasshátíð í Osló og Jazz-fólka og blúsfesti- valinu í Færeyjum. Hingaðkomur erlendra manna vom margar og þá ekki síst á RúRek djasshátíðina. Reyndar byrjaði fjörið í mars með komu djassrokksveitarinnar Full Circle, sem innihélt raf- bassaleikarann Skúla Sverrisson sem einn finasta músíkantinn í bandinu. Um svipað leyti hélt gítarleikarinn Hilmar Jensson tónleika með bandarískri söng- konu sem hann hefur unnið drjúgt með í Boston, en þar hefur Hilmar stundað nám. Djössuð sveit kom hingað alla leið frá argentínsku pömpunni, það var hljómsveiþ píanistans Hemáns Lugano. Á vegum undirritaðs komu hingað í mars þeir Pétur Östlund trommuleikari (hann kom aftur i september) og bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy (hann kom svo aftur í byijun desember) og spiluðu inn á geisladiskinn íslandsför og varð það eini djassdiskur/plata þessa árs á Islandi. Þá komu einnig hingað í mars norskir hljóðfæraleikarar og spiluðu djass með Húsvíkingum, bæði nyrðra og hér syðra. Á RúRek djasshátíðina komu margir góðir gestir; Bent Jædig, Pierre Dörge, Per Husby og Karin Krog, svo þekktustu nöfnin séu nefnd. Kontrabassaleikarinn John Clay- ton og Jeff bróðir hans djössuðu ásamt Sigurði Flosasyni með symfóníunni í júní. Franski sax- ófónleikarinn Daniel Beaussier lék hér í júlí, norski trompetleik- arinn Torgrim Sollid í nóvember og gítarleikarinn Paul Weeden þeyttist um landið þvert og endi- langt í nóvember og boðaði fagnaðarerindið af sannfærandi krafti. Einn _af vinsælustu djass- mönnum Islands, píanóleikarinn Guðmundur Ingólfsson, lést í ág- úst. Guðmundur var einn ötulasti djassboðberinn í flokki íslenskra hljómlistarmanna og skarð hans vandfyllt. Jazzvakning stóð fyrir minningarhljómleikum á Hótel Sögu seint í nóvember, þar var húsfyllir og er nú tryggt að hægt verði að gefa út tvöfalt geisla- diskaalbúm á næsta ári með áður óútgefnum upptökum frá ferli Guðmundar. Tveir af frægustu djassmönn- um heimsins létust á árinu - trompetleikarinn Miles Davis, einn helsti áhrifavaldur þessarar tónlistar um margra áratuga skeið, með einn tregafyllsta tón í djassi fyrr og síðar (Af hveiju spiliði aftur plötuna með Miles Davis? Hún er alltof sorgleg. Hvaða djöfulsins andskotans Tveir af þekktustu blásurum jass- ins létust á árinu, Miles Davis og Stan Getz. Hér eru þeir saman baksviðs i Konserthuset í Stokk- hólmi 1961, frá vinstri: Stan Getz, Miles Davis, Monica Getz. sorg er þetta. Helvítis sorgin. Þessi helvítis djöfulsins sorg. / Thor Vilhjálmsson - Skuggar af skýjum). Stan Getz var ekkert nóboddí heldur, búinn að vera í hópi bestu tenórsaxófónleikara í 40 ár og blés eins og sá sem valdið hefúr fram á síðasta dag. Svartir og hvltir Það var engin bylting gerð í djassheiminum á þessu ári, en fjölbreytileikinn hans helsta ein- kenni sem löngum fyrr. Þó held- ur áfram að vaxa aukinn áhugi á eldri stefnum og stílum innan djassins; í stað þeirrar samruna- tilhneigingar sem vinsæl var undir nafninu heimstónlist hefúr djass- fólk sótt meira aftur í eigin sögu. Helstur spor- göngumaður þessarar stefnu hefur verið trompetleikarinn og sið- bótarmaðurinn Wynton r— Marsalis. Undir hans merkjum hefúr komið fram flokkur af velspil- andi músíköntum, en fæstum sérlega hug- myndarikum (þeir hafa ekki áttað sig á því að vU séu tvö skref stigin aftur á bak, verða menn að __ minnsta kosti að stíga (_J) eitt fram á við). Sé litið til suðupotts djassins, New York, má með ^3 nokkurri einföldun (t.d. fellur hinn s.k. M-Base hópur inn í hvorugan ( flokkinn) tala um lit- skipta framvarðarsveit; annars vegar ungu svörtu ljónin (Marsalis- hirðin) sem þylja með v— sannfæringarkrafti hins nýfrelsaða upp slagorð liðins tíma og hins vegar ögn fijórri tónlistarmenn hvíta (Bill Frisell, Joe ^ Lovano, Tim Beme, svo nokkur nöfn séu nefnd), sem hins vegar skortir að mestu þann kraft og það afl sem felst í blúsn- um og sveiflunni, sumsé ~ meira blóðlítil hug- myndalist en ryþmísk *+ tónlist. Þó er engin ástæða til að láta afstöðu hins lífsþreytta, allt þetta hef ég áður heyrt og séð, ná tökum á sér. (L/ Þrátt fyrir allt er gerjun í gangi og má víða fá góðan gambra í geisla- ^ diskarekkunum, einkum ef flett er framhjá fræg- r _ ustu nöfnunum. J Q: C/> m E 'O c o œ co CtJ c Lu NÝTT HELGARBLAÐ 1 7 FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.